Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 .-I '34 SPORTVÖRU- UTSALAN í SPÖRTU, Laugavegi 49 heldur áfram - Mikil verðlækkun Enn meiri verðlækkun - Síðasta vika Adidas Challenger Hvít treyja, Ijósbláar buxur (ath. aðeins þessi eini litur). Nr. 150 - 156 - 162 - 168. Kr. 3.500,- (áður 6.290,-). Kuldaskór loðfóðraðir fram í tá. Litur grár. Nn 34-45. Kr. 1.590,- (áður 2.450,-). Adidas trimmgallar Efni 70% bómull, 30% polyester. Nr. 140-176 kr. 1.290,- (áður 2.820,-). Nr. 4 til 9 kr. 1.490,- (áður 3.290,-). Kuldaskór Dökkbláir. Loðfóðraðir fram í tá. Nr. 30-35. Kr. 990,- (áður 1.995,-). Toppmarkmannshanskar........ Sundbolir barna............. Sundbolirdömu............... Háskólabolir.................... Fimleika og eróbikkfatnaður...... Barnaskór með riflás...- Nr. 30-35. Bláir, rauðir. Nú kr Trimmgallar. Nr. XS - S - M - L. Leðurfótboltar.................. LeðurhandboKar.................. Pandá dúnúlpur nr. M og L........ Margar skótegundir.............. Nú kr. 590, - (áður 1.385-1.785,-). - Nú kr. 390,-(áður 890-1.170,-). Núkr. 490, - (áður 1.000-2.250,-). .....-Nú kr. 650,- (áður 1.235,-). .......-Kr. 190,- 390,-(áður 1.238,-). ... - Nú kr. 690,- ... - Nú kr. 490,- ...-Núkr.890,- ...Núkr. 2.990,- Aðeins kr. 390,- 10% afsláttur af öllum öðrum vörum verslunar- innar á meðan á útsölunni stendur. Við rúllum boltanum til ykkar Nú er tækifærið til þess að gera góð kaup. nn 3 Póstsendum ÞIMGBREF_______________ Kaupgengi krón- unnar 1988 Sjö ára afmæli nýkrónunnar Staðgreiðsla skatta, sem gekk í garð með nýju ári, var skref fram á við og verður „öflugasta sveiflujöfnunartæki sem tekið hefur verið í notkun hér á landi“, eins og Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, sagði i áramóta- grein i Morgunblaðinu. Uppstokkun og einföldun að- flutningsgjalda (tolla og vöru- gjalds) var og tímabær. Þessi aðgerð þróar væntanlega vöru- verð hér á landi að verðlagi í grannríkjum. Eða með öðrum orðum: færir verzlun á fyrrum hátollavarningi inn í landið. Efnahagslegt veðurútlit er hinsvegar miður gott á nýja ár- inu. Það syrtir í álinn. Tími góðæris, sem sett hefur mark sitt á íslenzkt samfélag siðustu misseri, virðist liðinn — að minnsta kosti í bili. Draga verður úr þorskafla. Fiskverð fer lækkandi. Gengis- þróun erlendis er óhagstæð útflutningsgreinum, sem raunar beijast í bökkum. Hagvöxtur verður minni 1988 en 1987. Við- skiptahalli vex að óbreyttu meira en góðu hófi gegnir. Verðbólgu- teikn eru víða á lofti. Almennir kjarasamningar, utan Vest- fjarða, óráðnir. Það er því eðlilegt að fólk velti fyrir sér vegferð og kaupgildi „nýkrónunnar" okkar árið 1988, en hún er sjö ára um þessar mundir. Árið 1981 var ein ný- króna steypt úr hundrað gamal- krónum sem höfðu skroppið hressilega saman í vítahring verðbólgunnar. I Þegar Alþingi kemur saman til funda, eftir hálfsmánaðar hlé, horf- ir ekki björgulega með þjóðarbú- skapinn. Ekki bætir það úr skák að ýmsir þættir hans, sem báglega standa, eiga flest sitt undir fram- vindu mála utan landsteina — í viðskiptalöndum okkar. ★ Við ráðum litlu um verðþróun sjávarvöru á erlendum mörkuðum, til dæmis freðfisks á Bandaríkja- markaði. ★ Við ráðum engu um erlenda gengisþróun (t.d. Bandaríkjadals), sem miklu skiptir fyrir rekstrar- stöðu útflutningsgreina okkar. ★ Við ráðum litlu sem engu um verðþróun innflutts vamings. Sú þróun, með og ásamt söluverði framleiðslu okkar og erlendri geng- isþróun, ræður í raun kaupmætti útflutningstekna. Sá kaupmáttur er mikilvirkur á almenn lífskjör. Við erum háðari ytri aðstæðum, það er framvindu í grann- og við- skiptaríkjum en við gerum okkur i fljótu bragði grein fyrir. Góðærið, sem við höfum notið, var að dijúg- um hluta utanaðkomandi. ,Sömu- leiðis sá vandi er við blasir á nýju ári. II „Ríkisstjómin hefur á sjö mánaða starfsferii sínum gripið til víðtækra ráðstafana til að draga úr ofþenslu og koma á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Fjárlög ársins 1988 gera ráð fyrir hallalausum ríkisrekstri á því ári. Ríkissjóður mun engin ný erlend lán taka á árinu 1988. Að- gerðir á sviði peningamála eru smátt og smátt að bera tilætlaðan árangur og sjást merki þess í bankakerfínu. Með ráðstöfunum sínum á sviði ríkisfjármála og pen- ingamála hefur ríkisstjómin stigið á hemla efnahagslífsins til að mæta þeim breyttu viðhorfum sem við blasa eftir góðæri undanfarinna ára. Stöðugleikastefnan í gengis- málum miðar að sama marki.“ • Það er Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, sem þannig mælir um áramótin. Og vissulega skiptir stjómarstefnan, sem hér er lýst, miklu máli. En völd liggja víðar en í stjómarráði eða hjá löggjafa, ekki sízt hjá „aðilum vinnumarkaðar- ins“. Þar er hægt að „semja" um verðbólgu (og hefur verið gert) eins og hið gagnstæða. Hver man ekki þá tíð er hundrað verðbólgukrónur vóru felldar í eina nýkrónu? Það er _ fljótfarið í slíkt efnahagsöng- þvéiti, sem leiddi til hruns „gömlu“ krónunnar, ef kapp er án forsjár. íslenzk [nýjkróna jafngilti danskri krónu þá upp var tekin 1981. Þá vóru þær jafnþungar að kaupgildi sú danska og sú íslenzka. Þá vómm við menn með mönnum ( gjaldmiðilsmálum, mörlandamir! Sjö árum síðar, 1988, hefur íslenzka krónan skroppið svo saman — í höndum okkar — að það þarf fimm krónur og sjötíu aura íslenzka móti einni danskri í dag. „Megrun" krón- unnar okkar nam 14,7% 1986, 17,2% 1987, hver svo sem hún verð- ur 1988. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu um áramótin er „rýmun krónunnar á þessu tímabili [sjö árum] 85,06%“. Þessi rýrnun er að drjúgum hluta heimatilbúin. Og „hvað boðar nýjárs blessuð sól“? III Athygli almennings beinist þessa dagana fyrst og fremst að samning- um á hinum almenna vinnumarkaði. Miklu skiptir hvem veg þar verður staðið að málum. Spumingin er hvort meginmarkmið þeirrar efna- & . m- . • mim. Bragðlaukamír bíðja um jM^-jógúrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.