Morgunblaðið - 31.01.1988, Page 34

Morgunblaðið - 31.01.1988, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 .-I '34 SPORTVÖRU- UTSALAN í SPÖRTU, Laugavegi 49 heldur áfram - Mikil verðlækkun Enn meiri verðlækkun - Síðasta vika Adidas Challenger Hvít treyja, Ijósbláar buxur (ath. aðeins þessi eini litur). Nr. 150 - 156 - 162 - 168. Kr. 3.500,- (áður 6.290,-). Kuldaskór loðfóðraðir fram í tá. Litur grár. Nn 34-45. Kr. 1.590,- (áður 2.450,-). Adidas trimmgallar Efni 70% bómull, 30% polyester. Nr. 140-176 kr. 1.290,- (áður 2.820,-). Nr. 4 til 9 kr. 1.490,- (áður 3.290,-). Kuldaskór Dökkbláir. Loðfóðraðir fram í tá. Nr. 30-35. Kr. 990,- (áður 1.995,-). Toppmarkmannshanskar........ Sundbolir barna............. Sundbolirdömu............... Háskólabolir.................... Fimleika og eróbikkfatnaður...... Barnaskór með riflás...- Nr. 30-35. Bláir, rauðir. Nú kr Trimmgallar. Nr. XS - S - M - L. Leðurfótboltar.................. LeðurhandboKar.................. Pandá dúnúlpur nr. M og L........ Margar skótegundir.............. Nú kr. 590, - (áður 1.385-1.785,-). - Nú kr. 390,-(áður 890-1.170,-). Núkr. 490, - (áður 1.000-2.250,-). .....-Nú kr. 650,- (áður 1.235,-). .......-Kr. 190,- 390,-(áður 1.238,-). ... - Nú kr. 690,- ... - Nú kr. 490,- ...-Núkr.890,- ...Núkr. 2.990,- Aðeins kr. 390,- 10% afsláttur af öllum öðrum vörum verslunar- innar á meðan á útsölunni stendur. Við rúllum boltanum til ykkar Nú er tækifærið til þess að gera góð kaup. nn 3 Póstsendum ÞIMGBREF_______________ Kaupgengi krón- unnar 1988 Sjö ára afmæli nýkrónunnar Staðgreiðsla skatta, sem gekk í garð með nýju ári, var skref fram á við og verður „öflugasta sveiflujöfnunartæki sem tekið hefur verið í notkun hér á landi“, eins og Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, sagði i áramóta- grein i Morgunblaðinu. Uppstokkun og einföldun að- flutningsgjalda (tolla og vöru- gjalds) var og tímabær. Þessi aðgerð þróar væntanlega vöru- verð hér á landi að verðlagi í grannríkjum. Eða með öðrum orðum: færir verzlun á fyrrum hátollavarningi inn í landið. Efnahagslegt veðurútlit er hinsvegar miður gott á nýja ár- inu. Það syrtir í álinn. Tími góðæris, sem sett hefur mark sitt á íslenzkt samfélag siðustu misseri, virðist liðinn — að minnsta kosti í bili. Draga verður úr þorskafla. Fiskverð fer lækkandi. Gengis- þróun erlendis er óhagstæð útflutningsgreinum, sem raunar beijast í bökkum. Hagvöxtur verður minni 1988 en 1987. Við- skiptahalli vex að óbreyttu meira en góðu hófi gegnir. Verðbólgu- teikn eru víða á lofti. Almennir kjarasamningar, utan Vest- fjarða, óráðnir. Það er því eðlilegt að fólk velti fyrir sér vegferð og kaupgildi „nýkrónunnar" okkar árið 1988, en hún er sjö ára um þessar mundir. Árið 1981 var ein ný- króna steypt úr hundrað gamal- krónum sem höfðu skroppið hressilega saman í vítahring verðbólgunnar. I Þegar Alþingi kemur saman til funda, eftir hálfsmánaðar hlé, horf- ir ekki björgulega með þjóðarbú- skapinn. Ekki bætir það úr skák að ýmsir þættir hans, sem báglega standa, eiga flest sitt undir fram- vindu mála utan landsteina — í viðskiptalöndum okkar. ★ Við ráðum litlu um verðþróun sjávarvöru á erlendum mörkuðum, til dæmis freðfisks á Bandaríkja- markaði. ★ Við ráðum engu um erlenda gengisþróun (t.d. Bandaríkjadals), sem miklu skiptir fyrir rekstrar- stöðu útflutningsgreina okkar. ★ Við ráðum litlu sem engu um verðþróun innflutts vamings. Sú þróun, með og ásamt söluverði framleiðslu okkar og erlendri geng- isþróun, ræður í raun kaupmætti útflutningstekna. Sá kaupmáttur er mikilvirkur á almenn lífskjör. Við erum háðari ytri aðstæðum, það er framvindu í grann- og við- skiptaríkjum en við gerum okkur i fljótu bragði grein fyrir. Góðærið, sem við höfum notið, var að dijúg- um hluta utanaðkomandi. ,Sömu- leiðis sá vandi er við blasir á nýju ári. II „Ríkisstjómin hefur á sjö mánaða starfsferii sínum gripið til víðtækra ráðstafana til að draga úr ofþenslu og koma á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Fjárlög ársins 1988 gera ráð fyrir hallalausum ríkisrekstri á því ári. Ríkissjóður mun engin ný erlend lán taka á árinu 1988. Að- gerðir á sviði peningamála eru smátt og smátt að bera tilætlaðan árangur og sjást merki þess í bankakerfínu. Með ráðstöfunum sínum á sviði ríkisfjármála og pen- ingamála hefur ríkisstjómin stigið á hemla efnahagslífsins til að mæta þeim breyttu viðhorfum sem við blasa eftir góðæri undanfarinna ára. Stöðugleikastefnan í gengis- málum miðar að sama marki.“ • Það er Þorsteinn Pálsson, forsæt- isráðherra, sem þannig mælir um áramótin. Og vissulega skiptir stjómarstefnan, sem hér er lýst, miklu máli. En völd liggja víðar en í stjómarráði eða hjá löggjafa, ekki sízt hjá „aðilum vinnumarkaðar- ins“. Þar er hægt að „semja" um verðbólgu (og hefur verið gert) eins og hið gagnstæða. Hver man ekki þá tíð er hundrað verðbólgukrónur vóru felldar í eina nýkrónu? Það er _ fljótfarið í slíkt efnahagsöng- þvéiti, sem leiddi til hruns „gömlu“ krónunnar, ef kapp er án forsjár. íslenzk [nýjkróna jafngilti danskri krónu þá upp var tekin 1981. Þá vóru þær jafnþungar að kaupgildi sú danska og sú íslenzka. Þá vómm við menn með mönnum ( gjaldmiðilsmálum, mörlandamir! Sjö árum síðar, 1988, hefur íslenzka krónan skroppið svo saman — í höndum okkar — að það þarf fimm krónur og sjötíu aura íslenzka móti einni danskri í dag. „Megrun" krón- unnar okkar nam 14,7% 1986, 17,2% 1987, hver svo sem hún verð- ur 1988. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu um áramótin er „rýmun krónunnar á þessu tímabili [sjö árum] 85,06%“. Þessi rýrnun er að drjúgum hluta heimatilbúin. Og „hvað boðar nýjárs blessuð sól“? III Athygli almennings beinist þessa dagana fyrst og fremst að samning- um á hinum almenna vinnumarkaði. Miklu skiptir hvem veg þar verður staðið að málum. Spumingin er hvort meginmarkmið þeirrar efna- & . m- . • mim. Bragðlaukamír bíðja um jM^-jógúrt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.