Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1988 25 Landsbyggðarsjónarmið eru einnig mjög sterk í þingflokki sjálf- stæðismanna. „Okkur fínnst oft sem of langt sé gengið í ýmsum málum, s.s. varðandi framleiðslu- stýringu á landbúnaðarvörum," sagði Reykjavíkurþingmaður. „Það er eins og sjálfstæðismenn átti sig ekki á því að við höfum ekki sama þingstyrk og áður,“ sagði sjálfstæðisráðherra. „Við erum nú með Qóra ráðherra af ellefu í ríkis- stjóm en vorum með sex ráðherra af tíu í þeirri síðustu. Mönnum hættir oft til að bera þetta saman en það gengur einfaldlega ekki upp.“ Engin forysta innan stjórnarandstöðunnar Enginn einn flokkur eða þing- maður virðist ætla að taka að sér forystu innan stjómarandstöðunn- ar. Stærsti' stjómarandstöðuflokk- urinn, Alþýðubandalagið, hlaut slæma útreið í kosningunum og hefur síðan átt við miklar innbyrðis deilur að stríða. Alþýðubandalagið er í raun óráðin gáta í augum margra þessa stundina. Flokkurinn hefur nýverið skipt um forystu og Ólafur Ragnar Grímsson, hinn nýi formaður, hefur sýnt tilhneigingu til þess að vilja færa Alþýðubanda- lagið eitthvað til hægri. Hann hefur haldið á lofti nýjum sjónarmiðum í utanríkismálum og í sjónvarpsþætti með forsætisráðherra gætti einnig nýrra viðhorfa í kjaramálum. Það háir þó Ólafí Ragnari eitthvað að ýmsir alþýðubandalagsmenn hafa ekki enn fyrirgefíð honum það sem gerðist á landsfundi Alþýðubanda- lagsins síðastliðið haust. Nýliðinn á Alþingi, Borgara- flokkurinn, heyrist oftast nefndur þegar stjómarliðar kvarta undan óábyrgri stjómarandstöðu. Menn benda t.d. á að þingmenn Borgara- flokksins greiddu atkvæði gegn allri .tekjuöflun ríkisins en það mun vera einsdæmi. Annars er það áberandi bæði meðal stjómarliða og stjómar- andstæðinga að þeir virðast eiga erfítt með að átta sig á pólitískri stefnu Borgaraflokksins. Vill flokk- urinn veita ríkisstjóminni aðhald frá vinstri eða hægri? Við af- greiðslu mála fyrir þingleyfí greiddi Borgaraflokkurinn atkvæði með stjómarandstöðunni en í einstaka málum, s.s. varðandi sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunar- húsnæði, greiðir Borgaraflokkurinn einn flokka atkvæði gegn frum- varpinu. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist það helst vera Kvennalistinn sem hagnast á því að vera í stjómar- andstöðu en hann eykur jafnt og þétt fylgi sitt. „Ég held að Kvenna- listinn græði á því að gera ekki neitt,“ sagði stjómarliði. Hann þorði ekki í ríkisstjóm á sínum tíma og fólk hendir nú í hann atkvæðum." Stjómarandstæðingur sagði þá þörf Kvennalistans að halda sérstöðu sinni há flokknum. Þær vildu ekki viðurkenna sig sem venjulegan stjómmálaflokk. Taldi hann að þetta gæti orðið vandamál fyrir þær í vaxandi mæli er fram líða stund- ir. Þær hefðu starfað sem stjóm- málaflokkur árum saman og kjósendur myndu í auknu mæli gera kröfur til þeirra sem slíks. VINSÆLI HUGBÚNAÐURINN HUGBÚNAÐUR - TÖLVUR - HÖNNUN KENNSLA - ÞJÖNUSTA - RÁOGJÖF KERFISÞRÚUN HF. Armúli 38. 108 Reykjavik Simsr: 688055 - 687466 ÚTSALA - SémLBOÐ Utsalan ■ fullum gangi IŒR 10 -60% afsL t&V GÖTUSKÓR Allt nýjar vörur Sendum í póstkröfu. Stórvirkar JCB beltagröfur á stórkostlegu tilboðsverði! Einstakt tækifæri... Við höfum náð afar hagstæðum samningum við JCB verksmiðjurnar um sölu á nokkrum mjög lítið notuðum sýningarvélum af árgerðinni 1986. Því getum við boðið viðskiptavinum okkar verulegan afslátt af verði þessara stórgóðu tækja. Beltagröfurnar eru af gerðinni 818 (19-20 tonn) og 820 (20-22 tonn). ...í stuttan tíma! Það eru fleiri lönd um hituna og því stendur þetta einstæða tilboð aðeins í stuttan tíma. Nú gildir að vera snöggur að taka ákvarðanir. Hafið samband strax við Iðnaðar- og útvegsdeild okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.