Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Afli og aflaverðmæti togaranna:
Akureyrin E A og
Guðbjörg ÍS bera af
Ottó N. Þorláksson aflahæstur togaranna
AKUREYRIN EA skilaði á síðasta ári meiri verðmætum á land
en nokkurt annað fiskiskip í íslenzka flotanum og varð fyrst skipa
tU að landa afla fyrir meira en 300 milljónir króna. Akureyrin
er einnig eitt fjögurra skipa, sem fiskuðu meira en 5.000 tonn á
síðasta ári. Eins og Akureyrin ber höfuð og- herðar yfir aðra
frystitogara, ber Guðbjörg ÍS af ísfisktogurunum. Hún fiskaði
meira en 5.000 tonn á síðasta ári að verðmæti 218,8 milljónir
króna, um 50 milljónum meira en næsti ísfisktogarinn. Ottó N.
Þorláksson varð aflahæstur með 6.016 tonn.
LÍÚ hefur nú sent frá sér öfluðu að meðaltali 2.953 tonna
skýrslu um afla togaranna og afla- að verðmæti 88,6 milljónir. Stórir
verðmæti þeirra á síðasta ári. Tog-
urunum er skipt niður í flokka
eftir landshlutum og eftir stærð.
V estij arðatogaramir eru mjög
áberandi hvað afla og aflaverð-
mæti snertir og stóru togararnir
í Reykjavík og Hafnarfírði fyrir
aflaverðmæti, en siglingar og sala
físksins fersks erlendis er stærri
þáttur hjá þeim en flestum öðrum.
Þá verður að taka mið af kvóta
skipanna og aflasamsetningu því
hvort tveggja takmarkar möguleg-
an afla og verðmæti hans.
Minni togarar á svæðinu frá
Vestmannaeyjum til og með Snæ-
fellsnesi voru að meðaltali með
3.421 tonn að verðmæti 90,9 millj-
ónir króna, en karfí er mjög stór
hluti aflans. Vestfjarðatogaramir
voru að meðaltali með 3.805 tonn,
. mest þorsk að verðmæti 127,5
milljónir króna að meðaltali. Með-
altal minni togara á Norðurlandi
var 2.661 tonn að verðmæti 80,8
milljónir. Togarar á Austgörðum
o
INNLENT
togarar á Akureyri eru flórir, en
aðeins þrír þeirra voru gerðir út
allt árið. Afli þeirra var frá 4.779
til 4.986 tonna að verðmæti 100,7
til 102 milljónir króna. Ekkert af
afla þeirra var selt erlendis. Stóru
togaramir í Reykjavík'og Hafnar-
fírði voru að meðaltali með 3.981
tonn að verðmæti 147,5 milljónir.
Tveggja þriðju hluta tekna þeirra
var aflað með sölu aflans erlendis.
Frystitogaramir voni að meðaltali
með 2.883 tonn að verðmæti 179
milljónir króna.
Éftirtalin skip öfluðu meira en
5.000 tonna' í fyrra: Ottó N. Þor-
láksson RE 6.016, Guðbjörg ÍS
5.385, Sturlaugur H. Böðvarsson
AK 5.u64 og Akureyrin EA 5.335
tonn. 7 frystiskip öfluðu fyrir
meira en 200 milljónir króna: Ak-
ureyrin EA 305,6 milljónir, Örvar
HU 264,8, Venus HF 249, Sigur-
björg ÓF 235,7, Freri RE 227,2,
Siglfírðingur SI 214,4 og
Hólmadrangur ST 209 milljónir.
Jafnmargir ísfísktogarar öfluðu
fyrir meira en 150 milljónir króna:
Guðbjörg ÍS 218,8 milljónir, Júlíus
Geinnundsson ÍS 169,6, Páll Páls-
son ÍS 169,4, Ögri RE 168,5, Vigri
RE 160,7, Ottó N. Þorláksson RE
152 og Bessi ÍS 151,9 milljónir
króna.
111llttl
Ó1.K.M.
Bláfellið við bryggju eftir áreksturinn. Nokkrar skemmdir eru
á brúarvæng stjómborðsmegin.
Árekstur á
ytrihöfninm
ÁREKSTUR tveggja skipa varð
á ytri höfninni í Reylgavík i
gærmorgun. Þá rákust saman
strandferðaskipið Askja og
olíuflutningaskipið Bláfell.
Fremur litlar skemmdir urðu á
skipunum.
Skipin rákust saman rétt fyrir
klukkan 11 um morguninn. Askja
var á leið út, en Bláfellið inn.
Bæði skipin snéru til hafnar eftir
óhappið, en Askja hélt síðan af
stað síðdegis í áætlun umhverfís
landið. Bláfellið lagði að olíu-
bryggjunni í Vesturhöfninni og
er lítið skemmt, en þó heldur
meira en Askjan. Ekki er ljóst
hvaða áhrif áreksturinn hefur á
útgerð skipanna. Sjópróf hafa
ekki verið haldin og engin skýring
hefur verið gefín opinberlega á
óhappinu, en skyggni var slæmt.
Minkaskinnin þokuðust upp á við á Kaupmannahaf naruppboði:
Margir bændur gera
sig ánægða með verðið
- segir Jón Ragnar Björnsson framkvæmdastjóri SIL
MEÐALVERÐ á þeim minka-
skinnum sem seldust á uppboði
Hanska loðdýraræktarsambands-
ins í Kaupmannahöfn um helgina
var 1.247 krónur íslenskar og er
það örlitlu betra verð en fékkst
á desemberuppboði. Tiltölulega
litið var af islenskum skinnum á
uppboðinu, þau verða aðallega
seld á marsuppboði.
Niðurstöður helstu tegunda á
uppboðinu voru, samkvæmt upplýs-
Stokkfiskur í Reykjadal:
Sleginn Byggðastofnun
á 10,5 milljónir króna
Stofnað verði hlutafélag um áframhaldandi rekstur
FISKVERKUNARHÚS og bún-
aður Stokkfisks á Laugum í
Reykjadal var sleginn Byggða-
stofnun á nauðungaruppboði i
gærmorgun á 10,5 milljónir
króna. Aðeins bárust tvö tilboð
í eignina, frá Byggðastofnun og
frá Fiskveiðasjóði, sem bauð 10
milljónir króna.
Halldór Kristinsson sýslumaður
á Húsavík sá um framkvæmd upp-
boðsins í Reylgadal í gær og sagði
hann í samtali við Morgunblaðið
að alls hefðu 22 veðréttir verið á
eigninni. Ekki væri búið að reikna
saman hversu háar kröfumar væru
samtais, en þær munu skipta tugum
milljóna króna. Meðal kröfuhafa í
eignir Stokkfisks voru auk Fisk-
veiðasjóðs og Byggðastofnunar
Búnaðarbanki íslands, Fiskimálá-
sjóður, lífeyrissjóðir, Sparisjóður
Reykdæla .og Rafmagnsveitur ríkis-
ins. Þá voru einnig flárkröfur frá
ýmsum viðskiptavinum Stokkfísks,
svo sem seljendum fískhausa til
fyrirtækisins.
Þorsteinn Ingason stofnaði fyrir-
tækið 'Og hafa að staðaldri unnið
við það 20 til 25 manns. Frá því i
lok síðasta mánaðar hefur Fiskiðju-
samlag Húsavíkur rekið fískverkun-
ina, sem fyrst og fremst felst í
þurrkun fískhausa fyrir Nígeríu-
markað. Tólf til fímmtán manns
Morgunblaðið/GSV
Halldór Kristinsson sýslumaður á Húsavík sá um framkvæmd nauð-
ungaruppboðsins á Stokkfiski í gærmorgun.
hafa unnið við verkunina síðustu
vikumar.
Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar sagði I samtali
við Morgunbláðið í gær að Byggða-
stofnun vildi fyrir alla muni tryggja
áframhaldandi rekstur fyrirtækis-
ins í Reykjadalnum. „Við ætlum
okkur að reyna að selja fynrtækið.
Það er í fullum rekstri í dag og hef
ég trú á að Fiskiðjusamlag Húsavík-
ur muni halda rekstrinum áfram í
bili að minnsta kosti. Ég geri mér
vonir um að Fiskiðjusamlagið muni
hafa forgöngu um að stofnað verði
hlutafélag, sem geti þá keypt fyrir-
tækið af Byggðastofnun og þar með
haldið rekstrinum áfram. Þessi
möguleiki hefur verið ræddur og
ég vænti þess að Húsvíkingar séu
að vinna í málinu.
Guðmundur sagði að Byggða-
stofnun hefði verið stærsti kröfu-
hafínn hjá Stokkfíski. Kröfur stofn-
unarinnar hefðu numið um 12,5
milljónum króna, en brunabótamat
fyrirtækisins mun hinsvegarjíafa
numið um 30 milijónum króna.
ingum Jóns Ragnars Bjömssonar
framkvæmdastjóra Sambands
íslenskra loðdýraræktenda:
Svartminkshögnar seldust á 1.392
krónur að meðaltali og seldust 94%
framboðinna skinna. Er það um 4%
lægra verð en á desemberuppboði.
Svartminkslæður fóm á 1.121 kr.,
sem er 1% lækkun, ogseldust 100%.
Brúnminkshögnaskinn seldust
100% og á 1.466 kr., sem er 4%
verðhækkun frá desember. Læðu-
skinnin hækkuðu einnig um 4%,
fóru á 1.150 krónur og seldust
98%. Pastelskinnin seldust öll og
hækkuðu um 4-8% frá desember,
högnaskinnin á 1.351 kr. og læð-
umar á 926 kr. að meðaltali.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um
það hvemig íslensku minkaskinnin
komu út í sambanburði við önnur
skinn á uppboðinu, nema hvað þar
voru seldir 2.362 svartminkshögnar
á 1.270 krónur og 484 læður á
1.000 kr. að meðaltali. Mikill hluti
íslensku minkaskinnaframleiðsl-
unnar verður seldur á marsupp-
boðinu í Kaupmannahöfn.
Jón Ragnar sagði að þetta verð
væri lægra en á síðasta sölutíma-
bili, sem svaraði til lækkunar dollar-
ans. Ýmsir hefðu átt von á frekari
VMSÍ og VSÍ:
Hæg’ur gang-
ur á viðræðum
HÆGUR gangur er á viðræðum
Verkamannnrainhanda íslands
við vinnuveitendur og tæplega
búist við að mál taki að skýrast
fyrr en síðari hluta vikunnar, en
mikið ber á milli aðila. Bilið hef-
ur þó ekki breikkað, en á þessu
stigi er ómögulegt að segja hvort
flötur finnst á samningum.
Samninganefndimar sátu á fundi
í gær og funduðu áfram í gær-
kvöldi eftir matarhlé sem gert var.
Einnig vom fundir um helgina, á
laugardag og sunnudag. Samninga-
nefíidum hefur verið skipt niður til
að fjalla um ákveðna þætti tillagna
Verkamannasambandsins að kjara-
samningum til ársins, sem lagðar
vom formlega fyrir vinnuveitendur
á föstudaginn var.
í gær var fundur undimefnda í
viðræðum Lansdsambands iðn-
verkafólks og vinnuveitenda og í
dag verður fundur undimefnda í
deilu Landssambands verzlunar-
manna.
lækkun á þessu uppboði en það
hefði ekki farið þannig og væm
menn þokkalega ánægðir. Sagði
Jón Ragnar að margir loðdýra-
bændur gerðu sig ánægða með
þetta verð, teldu sig vel geta fram-
leitt fyrir það.
Handteknir
fyrii' líkams-
árás og rán
ÞRÍR ungir menn voru hand-
teknir á sunnudag eftir að hafa
ráðist á og rænt mann á fertugs-
aldri á Skúlagötu í Reykjavík
aðfaranótt sunnudags. Arásar-
mennimir börðu manninn þannig
að sauma varð sjö spor i andlit
hans auk þess sem þeir rændu
hann um 4 þúsund krónum í pen-
ingum og ávísanahefti.
Tveir árásarmannanna vom
handteknir í Keflavík á sunnudags-
morgun og sá þriðji í Reykjavík
síðar um daginn. Rannsóknarlög-
regla ríkisins tók mennina í sína
vörslu og er málið að mestu upp-
lýst að því er Helgi Daníelsson,
yfírlögregluþjónn hjá RLR, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær.
í dag
ÍÞRÚIflR
IBorjjunliln&iÍ)
KR-ingartil
tilEyja
í bikamum
Daníel tekur ekki
þátt í tvíkeppninni m
E; J
r A
0
Í65.
sætl
J t??" íslandsmet Ragn-
- • heiöar og Svan-
htldar um helgína
ULAJL «*
blao B