Morgunblaðið - 16.02.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
13
Látið standa við gerða
kjarasamninga, ráðherrar
eftirHilmar
Þorbjörnsson
Það var fyrir hálfu öðru ári að
gerður var nýr kjarasamningur við
lögreglumenn; samningur sem átti
að tryggja lögreglumönnum og fólki
þeirra kaupgetu að hungurmörkum
í venjulegu ári, með ákveðna við-
miðunarreglu að leiðarljósi um
ókomna framtíð. Á móti kom að
lögreglumenn afsöluðu sér verk-
fallsrétti.
Ég var einn af þeim mörgu lög-
reglumönnum sem varaði starfs-
bræður mína hvað mest við að sam-
þykkja nefndan kjarasamning og
skrifaði blaðagrein um málið. Eins
og allir vita samþykktu lögreglu-
menn samning þennan, og þar með
var nálin þrædd. Ég er þeirrar skoð-
unar að það hafi verið mistök á
sínum tíma, að lögreglumenn fengu
verkfallsrétt. Það getur ekki gengið
f herlausu landi að lögreglumenn
hafi þennan rétt, það gæti skaðað
þjóðaröryggi okkar.
Nú virðist komið á daginn, að
illa hefur gengið að fá- dóms og
fjármálavald til að standa við gerð-
an samning við okkur lögreglumenn
og máiið í hinum versta hnút. Að
mínu mati hefur samningurinn ver-
ið brotinn og skoðast því ómerkur
fyrir löngu síðan.
Undir forustu Einars Bjamason-
ar, formanns Landssambands lög-
reglumanna, hafa verið gengin
mörg spor í þeim tilgangi einum,
að staðið verði við gerða samninga
og ekkert eða lítið gengið, því kerf-
ishesturinn er staður mjög. Ég ætla
ekki að lýsa þeirri baráttu hér, iæt
það bíða betri tíma.
dag. í bréfi sínu til ráðherra lýsir
Einar mjög vel því ástandi sem ríkir
nú í máium lögreglumanna, auk
þess sem hann hvetur ráðherra til
dáða. Eftir að hafa lesið bréf Ein-
ars kom mér það mjög á óvart
hversu mjög það virðist hafa farið
fyrir brjóstið á ráðherra, sé tillit
tekið til svargreinar hans í Morgun-
blaðinu 11. febrúar sl. undir fyrir-
sögninni „Já, aðalvarðstjóri". Ekki
fínnst mér ástæða til að fjalla hér
sérstaklega um innihald greinar
ráðherra, hins vegar vil ég leyfa
rhér að gera athugasemd við loka-
orð greinar hans. (Orðrétt: Sam-
verkamenn mínir í dómsmálaráðu-
neytinu biðja fyrir kveðjur til þín
og LL. Tilvitnun lýkur.) Má ætla
að samverkamenn ráðherra ætli að
muna sérstaklega eftir Einari
Bjamasyni þegar fram líða stundir,
eða eru þetta vinahót? Ég verð að
segja, að ekki finnast mér þessi orð
Jón Sigurðssonar ráðherraleg, svo
ekki verði meira sagt. Hinsvegar
gæti þetta hafa orsakast af því
hversu hratt honum skaut upp á
hinn stjómmálalega himin og hann
ætti eftir að sjóast í starfí sínu sem
ráðherra. Hver veit.
Ég er aftur á móti sammála Jóni
Sigurðssyni dómsmálaráðherra
hvað það varðar, en blaðaskrif út
af jafn sjálfsögðu máli eins og þessu
séu óþarfi, því að við gerða samn-
inga á auðvitað að standa orða-
laust. Ef þú, Jón Sigurðsson, og
flokksfélagi þinn, Jón Baldvin
Hannibalsson, hefðuð gætt þess að
samverkamenn ykkar hefðu staðið
við gerða samninga við okkur lög-
reglumenn hefðu engin blaðaskrif
orðið.
Látið því standa við gerða samn-
inga, herrar mínir.
P.S. Ég vil að allir viti að lög-
reglumenn standa þétt saman að
baki forustumanni sínum, Einari
Bjamasyni, formanni Landssam-
bands lögreglumanna, í máli þessu.
Lögreglumenn senda öllum bestu
kveðjur.
Með vinsemd.
Höfundur er lögregluvarðstjóri.
Afkoma ríkissjóðs 1987:
Hilmar Þorbjörnsson
„Nú virðist komið á
daginn, að illa hefur
gengið að fá dóms- og
fjármálavald til að
standa við gerðan
samning við okkur lög-
reglumenn og málið í
hinum versta hnút. Að
mínu mati hefur samn-
ingurinn verið brotinn
og skoðast því ómerkur
fyrir löngu síðan.“
Það var svo þann 5. febrúar sl.
að Einar Bjamason, formaður LL,
skrifaði núverandi dómsmálaráð-
herra, Jóni Sigurðssyni, opið bréf,
sem birtist í Morgunblaðinu sama
Rúmlega 2,7 milljarða halli
á rekstrarreikningi A-hluta
RÚMLEGA 2,7 miljjarða halli varð
á rekstrarreikningi A-hluta ríkis-
sjóðs á árinu 1987 samkvæmt
bráðabirðgatölum sem nú liggja
fyrir. Þetta er nokkru lakari út-
koma en búist var við síðastliðið
haust og í frétt frá fjármálaráðu-
neytinu segir að það stafi fyrst
og fremst af mun meiri vaxta- og
launagreiðslum á siðustu mánuð-
um ársins en þá var gert ráð fyr-
ir. Hallinn nemur um 1,3% af
áætlaðri landsframleiðslu. Til
samanburðar má nefna, að árið
1986 nam rekstrarhallinn tæplega
1,9 miHjörðum króna, sem sem
svarar til 1,2% af Iandsfram-
leiðslu.
Heildartekjur rfkissjóðs námu
tæplega 49 milljörðum króna í fyrra
eða tæplega 6 milljörðum, um 14%,
meira en áætlað hafði verið á fjárlög-
um ársins. Heildargjöld urðu 51,7
milljarðar og höfðu líka hækkað um
tæplega 6 milljarða króna frá flárlög-
um, eða um 13%
Skýringin á hækkun tekna og
gjalda umfram Qárlög er f meginat-
riðum flórþætt. Laun hækkuðu meira
en gert var ráð fyrir, innlendar veltu-
breytingar voru meiri en búist var
við, verðlag hækkaði umfram áætl-
anir og í Qórða lagi má rekja einn
fimmta hluta hækkunar tekna um-
fram fjárlög til telquöflunaraðgerða
ríkisstjómarinnar sfðastliðið sumar
og haust.
Hækkunin milli ára, 1986 til 1987,
er rétt undir 30%, bæði á tekju- og
gjaldahlið. Til samanburðar má
nefna, að almennt verðlag hækkaði
um rúmlega 24% á sama tfmabili,
en laun eru talin hafa hækkað um
tæplega 40% á mann. Þar sem þjóð-
artekjur eru taldar hafa hækkað um
svipað hlutfall, má segja að heilda-
rumsvif ríkisins hafi haldist óbreytt
milli áranna 1986 og 1987, nálægt
flórðungi.
Hallinn varð svipaður bæði árin,
eða sem svarar til um einn og einn
flórða af landsframleiðslu. „Þannig
má segja, að á sfðasta ári hafí tekist
að halda rfkisbúskapnum á svipuðu
róli og árið 1986, hvað þetta snertir.
Hins vegar verður það að teljast
veikleikamerki í innlendri hagstjóm,
að ekki skuli hafa tekist að draga
úr halla ríkissjóðs í því góðæri, sem
einkenndi fslenskan þjóðarbúskap á
síðasta ári,“ segir í frétt fjármála-
ráðuneytisins.
Iimtné í hæsta gæðaflokki
I Timburlandi fáiö þiö ítalskt
gæöalímtré í miklu úrvali, Beyki,>
eik, ask og mahónílímtré.
Samlitt, valiö efni, jafngott á báö-
um hliðum.
Límtrésplöturnar frá Timburlandi
eru sérstaklega vönduð fram-
leiðsla. Vegna réttra skilyrða viö
þurrkun efnisins þá halda plöt-
urnar upprunalegu útliti.
Breidd
1.22m
0,61 m
lengd
4,0m
4,0m
Þykktir: 16mm, 19mm, 26mm,
32mm, 42mm, 52mm.
Límtrésplöturnar frá Timburlandi
er auðvelt að vinna og efna nið-
ur á byggingastaðnum.
Komið í Timburland og leitið
upplýsinga og ráðgjafar.
ifp
TiMBUMAND
Iflfl EIGUM ALLTAF Vlfl
Smiðjuvegi 11 i húsi Efnissölunnar.
Símar 46699 og 45400.