Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
MÁLEFNI ALDRAÐRA / Þórir S. Guðbergsson
Tilhlökkun og eftirvænting
Á ári aldraðra 1982 var mikið
rætt og ritað um málefni aldraðra.
í lok þess árs voru samþykkt lög á
Alþingi sem gengu í gildi 1. jan.
1983 og marka að mörgu tímamót
á íslandi í þessum málaflokki. Lög
þessi eru nú í endurskoðun og kem-
ur til kasta alþingismanna að meta
stöðuna að nýju, sníða af vankanta
og galla, safna upplýsingum af öllu
landinu um framkvæmdir og virkni
og leggja nú höfuðáherslu á kosti
laganna og bæta við því sem ekki
stendur í núgildandi lögum. Og nú
verða aldraðir áreiðanlega spurðir
sjálfir hvað þeir telji að leggja þurfi
áherslu á. Þeir vita best hvar skór-
inn kreppir, þeir hafa reynsluna.
Mikil gróska héfur verið í þessum
málaflokki víða um land og sífellt
bætast fleiri í hóp þeirra sem vilja
leggja sitt af mörkum til þess að
málefni aldraðra skipi veglegan
sess í hveiju sveitarfélagi á landinu.
Því miður heyrist enn söngur sem
sýnir að ekki er allt eins og það á
að vera. Söngur sem stundum
hljómar á þessa leið: Ég kvíði svo
ellinni. — Eg veit ekki hvað bíður
mín. — Ég er svo hræddur um að
verða veikur og vera upp á aðra
kominn.
Hvernig stendur á því að margir
fullorðnir kvíða því að verða aldrað-
ir og margir aldraðir óttast að verða
enn eldri? Hefur um of verið lögð
áhersla á þá aldraða sem þurfa
þjónustu, íbúðarhúsnæði og hjúkr-
unarheimili? Halda margir að allir
aldraðir þurfi þjónustu og séu upp
á aðra komnir? Hefur of sjaldan
verið lögð áhersla á virkni aldraðra
og alla möguleikana sem bíða á
efri árum? Allt það sem hefur verið
gert og verið er að gera? Kann að
vera að við, sem mest látum frá
okkur heyra á þessu sviði, höfum
aukið á hræðslu fólks við að verða
gamalt með því að minnast of mik-
ið á neyðina sem knýr vissulega
dyra hjá sumum öldruðum?
í fróðlegum og athyglisverðum
þætti í ríkissjónvarpinu fyrir
skömmu var viðtal við Matthías
Johannessen ritstjóra og skáld. Ég
leyfi mér að vitna til orða hans þó
að þau hafi verið sögð í öðru sam-
hengi. Þau eiga við vor, gróanda,
„Meginatriöið er því að
við reynum öll að stuðla
að því að æ fleiri aldr-
aðir geti hlakkað til
efri áranna, geti beðið
þess með eftirvæntingu
að fá tíma til að hyggja
að hugðarefnum sínum
og gera það sem þá
langar til.“
náttúruna alla, lífið — frá upphafi
til enda, alla sköpunina.
„Tvö orð í íslensku eru afar mikil-
væg: Tilhlökkun og eftirvænting."
Tilhlökkun og eftirvænting
•
Á síðustu árum hefur umræðan
um málefni aldraðra smám saman
hljóðnað. Fjölmiðlar láta málefni
þeirra ekki til sín taka í jafn ríkum
mæli sem fyrr og oft er brugðið
NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST
22. FEBRÚAR
&
KERFI
wmf\
tE&M
Ak
UKAMSRÆKT OG MEGRUN
fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum.
FRA MHALDSFL OKKA R
Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar.
ROLEGIR TÍMAR
fyrir.eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega.
MEGRUNA RFL OKKA R
4x í viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna.
FYRIR UNGAR OG HRESSAR
Teygja- þrek - jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu.
Morgun- dag- og kvöldtímar,
sturta — sauna — Ijós.
Innritun hafin.
Suðurver,
sími 83730.
Hraunberg
sími 79988.
Al/ir finna
flokk við
sitt hæfi
hjá JSB
Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988
upp neikvæðum myndum af öldruð-
um sem stundum verða einmitt til
þess að auka á hræðslu fólks við
ellina og efri árin. Þögnin sjálf veld-
ur einnig óvissu og öryggisleysi.
Hvað bíður mín? Hvemig verður
framtíðin? Hvers er að vænta?
Heyrt hef ég vísindamenn halda
því fram með rökum að meirihluti
aldraðra heldur allgóðri heilsu langt
fram eftir aldri. Heilsugæsla batnar
sífellt. Um 75—80% allra aldraðra
lifa við þolanlega heilsu til líkama
og sálar. Þeir geta notið hinna ótrú-
legustu hluta á síðasta æviskeiðinu
og margir þeirra hlakka svo til
morgundagsins að þeir mega varla
vera að því að bíða eftir því að
nóttin líði. Þeir bíða þess með eftir-
væntingu og tilhlökkun að næsti
dagur renni upp svo að þeir geti
haidið áfram að vinna að verkefnum
sínum.
Ótrúlega margir íslendingar hafa
unnið og vinna miklu lengur fram
eftir aldri en jafnaldrar þeirra á
Norðurlöndum. Margir stjómendur
fyrirtækja og stofnana líta með
virðingu til þeirra starfsmanna
sinna sem em orðnir aldraðir og
hafa öðlast langa reynslu og þekk-
ingu á verkefnum og vinnulagi.
Þeir fínna að hér er um trausta
starfsmenn að ræða, starfsmenn
sem mæta vel og reglulega, hafa
yfirleitt fáa fjarvistardaga o.s.frv.
íslendingar hafa hæstu lífslíkur
í heimi ásamt með Japönum og
sennilegt má telja að margir geti
nú vegna víðtækari rannsókna en
nokkm sinni fyrr bætt heilsufar
sitt enn svo að menn geti notið ell-
innar í enn rikari mæli en fram til
þessa hefur þekkst. Það em því
meiri líkur til þess en nokkm sinni
fyrr að fleiri geti notið „góðrar elli“
en nú er, fólk fer fyrr til augnlækn-
is og lætur fylgjast með sjón, æ
fleiri láta nú fylgjast reglulega með
blóðþrýstingi og æðasjúkdómum og
þannig mætti lengi telja. Ég set nú
orðið „góða elli“ innan gæsalappa
því að svo margt rýmist innan þessa
hugtaks. Góð elli er ekki einungis
góð heilsa til líkama og sálar þó
að það sé eitt af því dýrmætasta
sem skaparinn gefur okkur. Góð
elli getur einnig þýtt góð böm, góð-
ir og traustir vinir og hlýleg sam-
skipti ekki síst.
Meginatriðið er því að við reynum
öll að stuðla að því að æ fleiri aldr-
aðir geti hlakkað til efri áranna,
geti beðið þess með eftirvæntingu
að fá tíma til að hyggja að hugðar-
efnum sínum og gera það sem þá
langar til. Að við reynum hvert í
okkar stétt og stöðu að gera það
sem í okkar valdi stendur að hlúa
að þeim sem em sjúkir, heimsækja
þá sem em einmana og umfram
allt „að enginn sé gleymdur". Ég
hrökk í kút hér fyrir fáeinum dögum
þegar ég heimsótti flestar dagvist-
arstofnanir aldraðra hér í Reykjavík
og heyrði hvem forstöðumanninn
af öðmm segja: Hér em ótrúlega
margir sem em einir og einmana.
Þeir fá sjaldan eða aldrei heimsókn-
ir og þegar þeir em heima em þeir
því aleinir, kvíðnir og öryggislausir.
Þá er gott að eiga dagvistarstofn-
anir sem geta hlúð að þessum ein-
staklingum. Þeir hlakka til daganna
sem þeir fara og hitta fólk. Þeir
bíða þess með eftirvæntingu að fá
að vera með öðmm, skiptast á skoð-
unum og fá þjálfun til hugar og
handar.
Meirihluti aldraðra getur áfram
litið til framtíðarinnar með björtum
augum. Flestir fullorðnir geta horft
fram á veginn með tilhlökkun og
eftirvæntingu þar sem nýtt ævi-
skeið bíður þeirra með nýjar vonir,
nýja áskomn við lífíð og tilvemna
— nýtt æviskeið sem einnig hefur
sín sérkenni og „sinn sjarma" eins
og önnur tímaskeið á æviferlinum.
„Neytum kraftanna meðan þeirra
nýtur við, en hörmum þá ekki þeg-
ar þeir þverra. Nema ungir menn
eigi ef til vill að trega bemsku sína
og rosknir menn æskuna. Ævin er
jafnan söm og náttúran stjómar lífí
vom á eina og óbrotna Ieið. Og
hvert aldursskeið hefur sín sér-
kenni. Svo sem þrekleysi einkennir
bemskuárin, lífsorka æskuskeiðið,
virðuleiki og festa manndómsárin,
þá býr ellin yfir þroska í eðli sínu
og hvert hefur sinn tíma.“ (Cíceró
Um ellina.)
Frísklegur fiðlari
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Júgóslavneski fiðluleikarinn
Miha Pogacnik hélt einleikstón-
leika í Fríkirkjunni sl. föstudags-
kvöld og flutti þijú einleiksverk
qg Chaconnuna úr annarri partít-
unni eftir J.S. Bach. Flestum
fiðluleikumm þykir nóg að hafa
eitt fiðluverk eftir Bach á efnis-
skránni, en hefja tónleikana á
Chaconnunni og leika svo á eftir
þijú verk til viðbótar úr þessu
einstæða tónverkasafni, er eitt-
hvað sem ekki er algengt.
Það er ekki einasta að Pogac-
nik sé mikill tæknisnillingur, held-
ur er leikur hans einstaklega
kraftmikill. í nokkmm köflum var
leikur hans full flausturslegur og
jafnvel grófur, eins og í stóm
fúgunni í þriðju sónötunni, en á
hinn bóginn átti hann til sérlega
blíðlegan leik í hægu köflunum.
Auk þess að vera frábær fiðlari
á Pogacnik sér þann draum að
sameiginlegur áhugi manna fyrir
list upphefli öll landamæri og af-
mörkun mannlegra samskipta
vegna trúar eða ólíkrar menning-
ar. Að þessi draumur rætist bygg-
ist líklega á því að list er í raun
alþjóðleg í innri gerð sinni, ekki
aðeins tónlistin, heldur öll góð list.
Pogacnik er því ekki aðeins „lista-
maður fyrir listina" en trúir því
einnig að listamaðurinn eigi erindi
við mannfólkið þar sem ekki verði
greint milli kynþátta, trúar eða
efnahags.
Þrátt fyrir að vera fæddur
löngu eftir að hildarleiknum hin-
Miha Pogacnik fiðluleikari.
um síðari lauk, þekkir Pogacnik
trúlega þá aðgreiningu, sem skipt
hefur heiminum í andstæðar fylk-
ingar og vill með list sinni fá fólk
til að horfast f augu, og við nægta-
bmnnu listarinnar upplifa sig sem
eina fjölskyldu. Þetta er stór og
fögur sýn og vonandi tekst þess-
um „listtrúboða" að snúa sem
flestum til sinnar trúar á nýtt
hlutverk listarinnar í þágu mann-
fólksins og fá listamenn til að
stíga niður úr fílabeinstumum
sfnum og varpa frá sér þeim
mannfirrta boðskap, er birtist í
slagorðinu „listin fyrir listina".