Morgunblaðið - 16.02.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
23
Neysluhyggja og vísindatrú
Flókin hagkerfi nútímans munu
ekki verða hér til umræðu. Þau eru
sjálfsagt á sumum sviðum mikið
undraverk, en í skugga þeirra þrífst
þó ólýsanlegt misrétti og mannleg
eymd. Ennfremur fyrirbæri eins og
hervæðingin sem öllum heilvita
mönnum blöskrar, svo og hinn
stjamfræðilegi kostnaður sem því
fylgir að halda þessum vágesti
mannkynsins gangandi. í þessum
stóra skugga dafnar einnig hið dæ-
migerða neysluþjóðfélag samtímans,
efnishyggjan og efnahagshyggjan í
skjóli þess, óhóflegt lífsgæðakapp-
hlaup, velmegun sumra, en atvinnu-
leysi og eymd annarra, sem allt
stuðlar með meiru að mjög alvar-
legri andlegri og félagslegri van-
rækslu og vandkvæðum, brengluð-
um samskiptum, kvíða, einsemd,
vonleysi og firringu, sem á ný er
reynt að flýja frá og þá ekki einasta
í vímu með hjálp áfengis og annarra
fíkniefna, heldur einnig í alls kyns
aðra eyðslu og ofheyslu, lífsþæg-
indaleit, eigingjama og óhóflega-fra-
malöngun og valdafíkn, tískudellu
og skemmtanafíkn, eða í stuttu
máli illkynjaða einstaklingshyggju
og múgmennsku í bland, með dæmi-
gerð skammtímasjónarmið að leiðar-
ljósi. Þessi bamalega sjálfsdýrkun
nútímans og vellíðunardella, allt
virðist þetta vera fylgifiskar
títtnefndra „framfara". Það ríkir
krampakenndur áhugi á ytri efna-
legri velmegun, góðri afkomu og
kaupgetu. Það ríkir öfgakennd
lífsþægindastefna með áherslu á
útlit og ytra borð hlutanna og slqóta
fullnægingu þarfa — og gerviþarfa.
Undir yfirborðinu er tómleiki, eirðar-
leysi og kvíði.
Athyglisvert er að samhliða auk-
inni sókn í ýmiskonar trúarofstæki,
hjátrú og dulræn efni svokölluð,
hefur risið ný bylgja í trúnni á vísind-
in, þeirri trú eða bamalegu ímyndun
að vísindin og tæknin muni leysa
öll erfiðustu vandamál manna og
stuðla að viðgangi atvinnuvega og
efnahags, hagvexti og endalausum
framfömm um aldur og ævi. Sumar
greinar raunvísinda og allskyns töl-
fræðilegar „rannsóknir" njóta góðs
af þessum misskilningi, en ýmsar
greinar sem flokkast undir eiginleg
mannvísindi og hugvísindi eru af-
skiptar. Rannsóknir hafa sýnt að
starfsval til dæmis fer nú síður en
áður eftir hugsjónum og hugðarefn-
um, en í vaxandi mæli eftir frama-
von og þó einkum tekjum. Eftirsótt-
ustu starfssviðin tengjast nú líklega
tölvum og verslun, allskyns tískuiðn-
aði, að ógleymdum flölmiðlum, en
sá starfsvettvangur virðist kjmda
alveg sérstaklega undir sjálfsdýrk-
un. Ahugi á menntamálum og líknar-
málum hefur rénað sem kemur sér
afar illa fyrir þróun og þjónustu á
þeim sviðum. Ömurleg er sú stað-
reynd að stjómvöld stuðla víða að
þessu með stefnu sinni í launamál-
um.
Nútímamenn eru eins og kunnugt
er býsna hrokafullir, ekki síst gagn-
vart fortíðinni og ýmsum siðum og
kreddum hennar. Mönnum veitist oft
sú blessun að sjá ekki hversu aum-
Iega er komið fyrir þeim sjálfum.
Það verður framtíðarinnar að lýsa
því og þakka fyrir sig.
Gagnrýni er óvinsæl
Það er áberandi að það er geysi
óvinsælt að þessir hlutir séu gagn-
rýndir svo nokkru nemi. Þeir sem
það gera eru settir á svartan lista
sem neikvæðir nöldrarar og upp-
nefndir nöfnum eins og menningar-
vitar og sitthvað þaðan af verra.
Samfélagið minnir þá á sjúkling sem
ekki vill heyra sjúkdómsgreiningu
sína.
Uppeldi og mannvernd út-
undan
Á sama tíma sem hér á íslandi
eru „nógir andskotans peningamir"
til að kaupa fjórhjól og farsíma og
ýmsan annan útbúnað, dót og leik-
föng sem þjóðin og stjómvöld henn-
ar telja sig þarfnast, þá er það stað-
reynd sem oft er afneitað að það
ríkir mikið misrétti og víða fátækt
með þjóðinni á þessu furðulega gleði-
bankaskeiði og þjóðartekjunum virð-
ist gróflega misskipt. Aðstaða sjúkra
og bágstaddra, eldri sem yngri er
langt frá því að vera viðunandi og
á sumum sviðum mjög slæm. Hús-
næðismál hafa lengi verið í hinu
mesta klúðri. Framfærslukostnaður
og stofnkostnaður heimila reynist
mörgum þungbær. Fjármálapólitik
og verðlag sveiflast stöðugt eins og
lauf í vindi. Líknarmálin em úti í
kuldanum eins og áður segir, enn-
fremur uppeldismál og skólamál.
Kennarastörf em illa launuð og þvi
lítt eftirsótt miðað við margt annað
sem er auðvitað afskaplega öfugsnú-
ið þar sem kennslu- og uppeldis-
hlutverkið er með því allra mikilvæg-
asta fyrir hvetja þjóð. Uppeldismál
em að því leyti lakar sett en oft
áður að nútíma vinnuæði krefst þess
að foreldramir vinni báðir úti svo
ekki sé nú talað um einstæða for-
eldra, og er alveg ljóst að þetta kem-
ur illa niður á bömunum, þroska-
ferli þeirra og geðheilbrigði.
Aldrei verður of mikil áhersla lögð
á nauðsyn andlegs öryggis bama
með traustu sambandi við uppalend-
ur fyrstu æviárin. Á því veltur
hversu hæf þau verða til að takast
á við vandamál lífsins eins og merk-
ustu brautryðjendur þróunarsálfræði
hafa sýnt fram á. Ég vil sérstaklega
undirstrika nauðsyn aukinnar þekk-
ingar og skilnings á uppeldismálum
og þörfum bama. Það þarf að stór-
auka fræðslu og menntun á þessu
sviði fyrir ungt fólk í því skyni að
draga úr stöðugri myndun nýrra
vandkvæða, geðrænna og félags-
legra. Mjög brýnt er að þessi mála-
flokkur einn sér verði brotinn ræki-
lega til mergjar og leitað úrbóta á
þessu sviði.
Hvað má til vamar verða?
í tilefni þessa spjalls spurði ég
einn ágætan mann um daginn,
starfsbróður norður í landi, um það
svona í „forbifarten", hvað honum
fyndist helst þurfa að bæta í sam-
félaginu og svaraði hann þá að
bragði, að hvað varðaði „neðsta lag“
samfélagsins, það er að segja heilsu-
tæpa, fatlaða og aðra sem minnst
mega sín, þá þyrfti að koma miklu
betur til móts við þarfir þeirra og
sýna þeim mun meiri skilning og
tillitssemi en nú er gert. „Miðlagið",
það er að segja allur þorri manna,
þyrfti að hljóta miklu meiri almenna
menntun til skilnings á samfélaginu
og sjálfum sér, en „efsta lagið", það
er að segja títtnefndir valdhafar og
forystumenn, þyrftu auk þess á að
halda miklu meiri Iqarki og sér í
lagi þó heiðarleika.
Ábyrgð stjóramálamanna?
Hér hefur verið dregjn upp svolít-
ið dökk mynd, en hvað skal segja?
Öll erum við meðábyrg í vissum
skilningi. Og nú blasir við ein gríðar-
lega stór spuming: Hvemig eigum
við, mennimir, að vera, hugsa og
hegða okkur til þess að okkur, sam-
félaginu og mannkyninu og afkom-
endum okkar megi vel famast hér
á plánetunni, og takast að sneiða
hjá allri þeirri óáran sem yfir okkur
gæti dunið? Stundum virðist okkur
sem svörin við svona spumingum
séu afskaplega einföld. Allir eigi
bara að fara með gát, vera þægileg-
ir og tillitssamir við alla aðra og
með ólíkindum sé að mannkynið í
heild skuli ekki sjá það líka, en haga
sér iðulega í flestu þveröfugt við
svona einföld ráð og stefna með því
öllu í voða. En við nánari athugun
er þetta ekki svona einfalt.
Kannski erum við íslendingar svo
heppnir að búa í útjaðri þessa spillta
heims? Við búum vissulega við vel-
megun, það er að segja efnalega
éins og kallað er í augnablikinu, en
fyrirkomulag og stjóm hlutanna er
óljós og umdeild. Oft virðast stjóm-
völd láta skammtímasjónarmið ein-
staklinga og hagsmunahópa slá
taktinn ef svo hátíðlega má að orði
komast. Lifað er um efni fram, góð-
ærinu sóað og skuldum safnað, áætl-
anir standast ekki.
í rauninni virðast aðgerðir stjóm-
valda margra ríkja einkennast af
þessum áðumefndu skammtíma-
sjónarmiðum og þjónkun við stund-
arhagsmuni, bamalegar langanir og
bráðabirgðaúrræði, stundum
kannski af einskærum ótta við kjós-
endur. Jafnvel örlagaríkar ákvarð-
anir einkennast af bamalegri sjálfs-
dýrkun nútímans og vellíðunardeilu.
Þetta er alvarleg meinsemd. Yfir
„kerfinu" með öllum stofnunum þess
vofir siðferðileg rotnun og hnignun.
Allar geta þær orðið hentistefnu og
stöðnun að bráð ef ekki er verið á
verði. Stöðnun á þessum sviðum
byijar oft sem geysilegur sofanda-
háttur, áhugaleysi, stefnuleysi og
undanbrögð, en getur smám saman
snúist æ meir yfír í ómengaða spill-
ingu, valdníðslu og fasistíska tilburði
eins og dæmin sanna.
En það var ekki ætlunin að fara
að rekja hér og sundurgreina spill-
ingu íslensku þjóðarinnar og stjóm-
valda hennar eða annarra landa, þó
að það væri í sjálfu sér brýnt verk-
efni. Ekki má heldur kenna stjóm-
málamönnunum um allt sem miður
fer, þó að hinu sé ekki að leyna að
þeir bera þyngfri ábyrgð en hinn al-
menni borgari á stjóm og stefnu-
mörkun samfélagsins, og til þeirra
verður að gera meiri kröfur í sam-
ræmi við það. Sérlega nauðsynlegt
virðist að litið sé til margfalt lengri
tíma í allri áætlanagerð en venja
hefur verið að undanfömu og færa
áherslupunktinn frá hinum efnalegu
og skammsýnu sjónarmiðum og efla
skilning og áhuga á félagslegum og
andlegum verðmætum.
Bregðast háskólamenn?
En hver er staða svokallaðra
vísindamanna og menntamanna í
þessu máli? Hvemig er farið ábyrgð
þeirra og siðgæði? Margt bendir til
þess að þeir hafi sem stendur ákaf-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Já, Peugeot 309 er Ijúfur bíll sem sameinar nútímatœkni
við einstaklega skemmtilega og góða hönnun.
Fjöðrun og aksturseiginleikar í Peugeot gœðaflokki
sem gerir 309 sérlega hentugan fyrir íslenskar
aðstœður. Þessi rúmgóði og lipri fjölskyldubíll hefur
sannað kosti sína í umferðinni.
;lu sfrax.
65 til 130 ha. vélar
5 gfra eða sjálfskiptur
• Framhjóladrif
• 309 er rúmgóður
fjölskyldubíll
• Sérlega skemmtilega
hannaður
• Einstök fjöðrun og
aksturseiginleikar
• Eyðslugrannur
• Vönduð innrétting
Ýmis aukabúnaður fáan-
legur, s.s.:
• Allœsing (central lock)
• Aflstýri
• Upphituð sœti
• Rafmagnsrúðu-
upphalarar
• og margt margt fleira
Affr hlliil' f
ff: x njí ífU i
é ollf
Komiðs reynslu-
akfð og kynníst
Peug® .
OPIB VIRKA DAGA
KL. 9-6
LAUGARDAGA
KL. 1 -5
H
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 Sími 42600
V
y
vts/anaiiHHCw