Morgunblaðið - 16.02.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
27
Tugmilljóna kr. tjón hjá fiskeldisstöðvunum í Hvalfirði:
Ekkí haft tíma til að bíða
- segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdasljóri Lands-
sambands fiskeldisstöðva um áföllin í Hvalfirði
LJÓST er að fiskeldisfyrirtækin í Hvalfirði hafa orðið fyrir tapi sem
skiptir tugum milljóna kr. 200—300 þúsund laxaseiði, það eru göngu-
seiði frá því í fyrravor, voru í sjókvium á svæðinu og ef þau hefðu
náð að vaxa eðlilega í sláturstærð fram á haust hefðu þau skilað
300—400 tonnum af laxi, að verðmæti á annað hundrað milljónir kr.
Að auki hefur orðið að selja hálf- vel yfir hundrað milljónir kr. Frá
vaxinn lax fyrir lægra verð en ann- þessu verður síðan að draga hluta
ars og tapast þar margar milljónir rekstrarkostnaðar fram til næsta
kr. Enn er ekki ljóst hvað lifír af hausts, svo sem fóður í þessa físka,
• Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Rögnvaldur Ingólfsson við bl sinn og Ástu Halldórsdóttur undir
vegsvölunum þar sem þau höfðust við þangað til björgunarsveitin
kom á vettvang.
í hrakningum á milli snjóflóða á Óshlíð:
físki, til dæmis hjá Laxalóni í
Hvammsvík, en ef allt fer á versta
veg gæti heildartekjutap stöðvanna
orðið nokkrir milljónatugir eða jafn-
þannig að beint peningalegt tap
getur verið erfitt að reikna ná-
kvæmlega.
„Ég get alveg skilið þær gagn-
• P
„Um leið skall á mér snjo-
flóð og setti mig um koll“
-segir Rögnvaldur Ingólfsson, annar ferðalanganna
Bolungarvík.
Björgunarsveitin Ernir var kölluð út um klukkan 16 á laugardag
þar sem farið var að óttast um unga stúlku sem farið hafði á bíi
inn Óshlíð áleiðis til Isafjarðar um kl. 13. Laust upp úr klukkan
17.00 fundu björgunarsveitarmennirnir stúlkuna, sem heitir Ásta
Halldórsdóttir, þar sem hún var í bO sínum inni í vegsvölum sem
eru rétt innan við svokallað Hald um miðja vegu á milli Bolungarvik-
ur og Hnifsdals. Þar var einnig Rögnvaldur Ingólfsson, sem var á
ferð um sama Ieyti og Ásta, og í samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins, sagðist Rögnvaldi svo frá ferðum sínum:
„Ég var á leið inn í Hnífsdal laust
upp úr kl. 13 á laugardag. Veðrið
var þá sæmilegt, gekk á með dimm-
um éljum en nokkuð bjart á milli.
Það var verið að moka Óshlíðina
og færðin um hana því góð. Ég
náði snjóruðningstækinu inni í svo-
kölluðum Hvanngjám, en þar eru
aðrar af tveimur vegsvölum sem
eru á Óshlíðarveginum. Þar sem ég
var á eftir moksturstækinu hurfu
ljósin á því allt í einu og þegar ég
hafði keyrt svona fímmtfu til sextíu
metra í viðbót sá ég að komið var
snjóflóð á milli okkar.
Þegar ég er að snúa við kemur
Ásta þama á sínum bíl og eftir að
hafa aðstoðað hana við að snúa
við, höfðum við samflot til baka.
Þegar við komum rétt út fyrir
Krossinn þá var komið annað snjó-
flóð þar og við þar með lokuð á
milli snjóflóða. En okkar megin við
Krossinn voru hins vegar hinar veg-
svalimar sem eru á Oshlíðarvegin-
um, þannig að við gátum alla vega
haft afdrep þar inni. Við, hins veg-
ar tókum þá ákvörðun, að freista
þess að komast til baka aftur inn
í hinar vegsvalimar og geyma
bilana þar og ganga þaðan inn í
Hnífsdal. En þá hafði heldur betur
bæst við snjóflóðin þannig að við
komumst aldrei alla leið og urðum
því að snúa við enn einu sinni. Ásta
festi bílinn sinn í nýmokuðum snjó-
göngum og ég þurfti að draga hann
þar út úr. Rétt eftir það kemur
skriða einmitt þar sem Ásta hafði
fest bílinn.
Eftir þetta fómm við inn í ytri
svalimar. Við ákváðum að bíða þar
því Ásta sagði mér að hún hefði
gert ráð fyrir að hún léti vita af
sér þegar hún kæmi inn á Isaijörð
og yrði því áreiðanlega farið að
svipast um eftir henni von bráðar.
Enn virtist vera að bæta við snjó-
flóðum því á meðan við biðum þama
undir svölunum þá horfðum við á
eitt snjófióð koma rétt við opið á
vegsvölunum. Við höfum kannski
verið búin að bíða í einn og hálfan
til tvo tíma þegar björgunarsveitar-
mennimir komu, þrír á tveim vél-
sleðum.
Við lögðum strax af stað til Bol-
ungarvíkur með björgunarsveitar-
mönnunum. Er við vomm að fara
yfír fyrstu skriðuna sem við komum
að hálffestum við vélsleðann, sem
ég var á, og þurfti ég því að fara
af honum og labba yfír skriðuna.
Þar sem ég stóð þama, að bíða
eftir því að sleðinn kæmi yfír,
heyrði ég mennina kalla eitthvað
og taka síðan til fótanna en um
leið skall á mér snjóflóð og setti
mig um koll. Ekki var það þó meira,
enda lítið flóð og ég lenti í jaðrinum
á því. Þegar birti upp kófíð sáum
við að annar vélsleðinn var hálfur
á kafí í skriðunni. Okkur gekk
greiðlega að losa hann, enda snjór-
inn léttur, og eftir þetta gekk ferð-
in út eftir vel, nema hvað heldur
hafði bætt í veðrið og skyggnið
orðið ansi lélegt. En til Bolung-
arvíkur vomm við komin rétt um
klukkan sex.“
Rögnvaldur sagði að ekkert hefði
amað að honum eða Ástu, enda
bæði vel búin og aðstæður til að
bíða góðar inni í vegsvölunum.
Hann vildi að lokum koma á fram-
færi þökkum til björgunarsveitar-
mannanna fyrir aðstoðina.
— Gunnar
rýnisraddir sem hafa heyrst að
menn séu að leggja út í atvinnu-
rekstur án þess að hafa kynnt sér
nákvæmlega allar aðstæður," sagði
Friðrik Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Landssambands fískeldis- og
hafbeitarstöðva þegar rætt var við
hann um tjónið í Hvalfírði. „Hita-
stigið í sjónum hefur verið ákaflega
hagstætt undanfama vetur en svo
kemur þetta kuldakast núna með
þessum skelfílegu afleiðingum.
Þetta er auðvitað dýrmæt reynsla
sem menn verða að læra af. Menn
vissu að ákveðin hætta væri á svona
uppákomum, en hafa auðvitað orðið
að vega og meta sjálfír hvaða
áhættu þeir treystu sér til að taka.
Ég vil nefna eitt mikilvægt atriði
í þessu sambandi: Við höfum ekki
haft tíma til að bíða. Seiðafram-
leiðslan er orðin mikil og stöðvamar
hafa viljað koma einhveiju af þess-
um seiðum í áframeldi hér innan-
lands og þá gripið til ódýrustu
lausnarinnar, sjókvíaeldisins. Þá
hafa sumar stöðvamar neyðst til
að fara út í þetta vegna óvæntra
atvika sem lokað hafa fyrir sölu-
möguleika þeirra.
Eg held að þrátt fyrir þetta atvik
nú eigi sjókvíaeldið framtíð fyrir sér
hér við land. Nú eiga menn að snúa
sér að því að endurbæta kvíamar
með tilliti til náttúrulegra að-
stæðna. Til dæmis með því að loka
kvíunum og leiða jarðhita út í þær.
Stöðvamar í Hvalfirði hafa áhuga
á að nýta jarðhitann og sjókvíaað-
stöðu til að koma upp svokölluðu
fareldi, þar sem laxinn er alinn í
sjókvíum yfír ömgga tímann og í
kemm uppi á landi að vetrinum og
getur það verið góð lausn þegar lit-
ið er til þeirra áfalla sem þar hafa
orðið," sagði Friðrik.
Mál Sturlu Kristjánssonar í Borgardómi:
Krefst 6 millj. króna skaðabóta
Sturla hóf áróðursherferð gegn menntamálaráðherra
á opinberum vettvangi, sagði lögmaður ríkissjóðs
Málflutningi í máli sem Sturla Kristjánsson fyrrum fræðslu-
sijóri i Norðurlandsumdæmi eystra hefur höfðað gegn fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, lauk í Borgardómi Reykjavikur
i gær eftir að hafa staðið í þijá daga. Sturla gerir þær kröfur
að brottvikning hans úr starfi fræðslustjóra þann 13. janúar
1987 verði dæmd ólögmæt og honum verði dæmdar 6 milljónir
króna í skaðabætur vegna launataps og miska, auk málskostnað-
ar. Auk embættisfærslu Sturlu og ætlaðra trúnaðarbrota hans
við ráðuneytið snerist málflutningur að miklu leyti um mismun-
andi túlkun aðila á grunnskólaiögum og reglugerðum settum
með stoð í þeim.
Dómari í málinu er Hjördís
Hákonardóttir en meðdómendur
eru Jon L. Amalds borgardómari
og Guðmundur Amlaugsson fyrr-
um rektor. Lögmaður Sturlu er
Jónatan Sveinsson hæstaréttar-
lögmaður og iögmaður ríkissjóðs -
er Guðrún M. Amadóttir hæsta-
réttarlögmaður. Fjöldi vitna hefur
verið kvaddur til að gefa skýrslu
fyrir dómi, þeirra á meðal er fjöldi
embættismanna úr menntamála-
ráðuneyti, fræðslustjórar í Norð-
urlandi vestra og Reykjanesi, auk
Sverris Hermannssonar, þáver-
andi menntamálaráðherra, sem
vék Sturlu úr starfí.
í ræðu sinni sagði lögmaður
Sturlu, Jónatan Sveinsson, að
brottvikning Sturlu hefði verið
formlega og efnislega ólögmæt.
Málið væri komið til kasta dóm-
stóla þar sem ríkisvaldið hefði í
engu sinnt tilmælum um sátta-
rumleitanir. Jónataii kvaðst telja
að ríkissjóður hygðist gera mál
Sturlu að prófmáli um hvenær
heimilt sé að víkja embættismanni
úr starfi. Um brottvikningu Sturlu
sagði Jónatan að í áminningar-
bréfí sem honum var sent 21.
ágúst 1986 hafí ekki verið fjallað
um ávirðingar þær sem síðar
væru tilgreindar í lausnarbréfí.
Ásakanir um Qármálaóreiðu og
ítrekuð trúnaðarbrot við ráðu-
neytið, meðal annars með því að
gera opinberar við fjölmiðla haus-
tið 1986, trúnaðarupplýsingar
sem Sturla hafði aðgang að sem
starfsmaður ráðuneytisins og not-
aðar voru við yfirstandandi fjár-
lagagerð væru rangar. Hið rétta
væri að umræddum upplýsingum
væri árlega dreift til allra skóla-
nefnda og -stjómenda og væru í
raun áætlanir sem skólarekstur
frá september til áramóta ár hvert
byggðist á. Með þær hefði aldrei
verið farið sem trúnaðarmál.
Sturla hefði auk þess með því
að standa að blaðamannafundi
þar sem fjallað var um marg-
nefndar upplýsingar komið fram
sem framkvæmdastjóri Fræðs-
luráðs Norðurlands eystra en það
stóð að fundinum ásamt fræðslu-
yfírvöldum í Norðurlandi vestra.
Sturla hefði því ekki tekið ákvörð-
un um að boða til fundarins. Ásak-
anir um fjármálaóreiðu og það að
Sturla hefði virt fjárlög að vettugi
sagði Jónatan rangar og nefndi
tölur til stuðnings því að í Norður-
landi eystra hefði ekki verið farið
hlutfallslega meira fram úr sam-
þykktum fjárlögum en í öðrum
fræðsluumdæmum eða í mennta-
málaráðuneytinu sjálfu.
Jónatan sagði að Sturlu hefði
aldrei verið gefinn kostur á að
tala máli sínu, honum hefði ekki
verið gert ljóst að fundi sem hann
átti með ráðuneytismönnum
skömmu fyrir brottvikningu væri
ætlað að uppfylla skilyrði laga þar
um enda hefðu ráðuneytismenn
aldrei gefið í skyn að brottvikning
úr starfí væri yfírvofandi. Jónatan
sagði að málsmeðferðin bryti í
bága við ákvæði 3. kafla laga um
réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins, formlega og efnislega,
og því væri brottvikningin ólög-
mæt. Bótakröfur rökstuddi Jónat-
an meðal annars með þvi að mál
þetta hefði hlotið mikla opinbera
umfjöllun og verið fjölskyldu
Sturlu erfítt. Beint fjárhagstjón
hans næmi 8 mánaða launum, en
einnig bæri að meta að Sturla
ætti nú ekki aðgang að störfum
við sitt hæfi innan fræðslukerfis-
ins og hefði frá brottvikningunni
unnið í ótryggri vinnu að einstök-
um verkefnum fyrir ýmsa aðila.
Viðbúið væri að Sturla yrði fyrir
tortryggni og óþægindum vegna
opinberrar umfjöllunar um málið
án tillits til lykta_þess.
Guðrún M. Ámadóttir hrl.
krafðist sýknu af kröfum stefn-
anda fyrir hönd ríkissjóðs en til
vara að kröfur yrðu lækkaðar og
málskostnaður felldur niður. Guð-
rún sagði að brottvikning Sturlu
hefði verið formlega og efnislega
lögmæt. Hann hafí af ráðnum hug
sniðgengið ákvæði fjárlaga og
ítrekað brotið trúnaðarskyldu
meðal annars með því að beitá
sér opinberlega gegn stefnu ráð-
herra og hafí ráðherra ekki verið
fært að hafa Sturlu áfram í sínu
starfsliði við þær aðstæður. Sturla
hafí vísvitandi haft að engu til-
mæli um að upplýsa ráðuneytið
um embættisfærslu sína og í engu
sinnt tilmælum um að aðgerðir
hans samræmdust fyrirmælum
fjárlaga. Þegar lagt væri mat á
fjármálaumsýslu Sturlu væru
Qárheimildir réttari viðmiðun en
fjárlög og þær sýndu svo ekki
yrði um villst að Sturla hefði brot-
ið gróflega gegn fjárlögum. Hér
væri ekki um einstök afsakanleg
tilvik að ræða. „Sturla Kristjáns-
son hélt áfram þar sem fjárveit-
ingavaldið lét staðar numið. Hann
hrinti í framkvæmd eigin stefnu
í skólamálum og hóf áróðurs-
herferð gegn menntamálaráð-
herra á opinberum vettvangi,"
sagði Guðrún meðal annars í ræðu
sinni.