Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 29

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 29 Sviss: Sex létust í stórbruna ZUrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara SEX manns, tvenn svissnesk hjón og tveir hótelstarfsmenn, fórust í stórbruna á matstað á 31. hæð hótelsins International Gáfumenn sagðir nota minni orku við heila- starfsemi Boston, Reuter. NÝJAR rannsóknir benda ein- dregið til þess að heilar gáfu- manna noti mun minni orku en þeirra, sem síður eru gefnir. Stafar þetta að likindum af því að boðleiðir í heilum hinna snjall- ari eru mun skilvirkari, en það gerir gæfumuninn hvað gáfurn- ar varðar. Sagt er að sumir séu seinteknir eða seinir til, en samkvæmt rann- sóknum með sneiðmyndatækjum og öðrum slíkum tólum, stafar það að líkindum af því að skipan heilastarf- semi er ekki jafnvel skipulögð og í hinum skarpari. Nota þeir því stærri hluta heilans og lengur en nauðsyn- legt er. Dr. Richard Haier sagði á fundi Samtaka fyrir eflingu vísinda að þeir sem fengið hefðu ágætisein- kunn á greindarprófum hefðu reynst eyða minnstum blóðsykri til heilastarfsemi. „Þrátt fyrir að mað- ur myndi gera ráð fyrir að heili gáfumanns starfaði af meiri krafti en þess, sem ekki gengur jafnvel, er því þveröfugt farið,“ sagði dr. Haier þegar hann kynnti niðurstöð- ur rannsóknar sinnar og félaga sinna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru ekki fullunnar, en þær gefa til kynna að taugafrumur í heilum gáfufólks séu þéttriðnari en í heilum hinna sem álitnir eru minna greind- ir. Haier er aðstoðarprófessor í geð- iækningum og atferlisfræði við Kalifomíuháskóla í Irving. Morgunblaðsins. í Ziirich á sunnudag. Matstað- urinn, sem sérhæfði sig I glóða- réttum og bauð upp á mikið útsýni, brann til kaldra kola eftir að þjónn hellti brennslu- spritti í heitt eldunartæki fyrir logandi rétti. Banvænn eldur- inn breiddist út með leiftur- hraða og olli margra milljóna franka tjóni. Tuttugu gestir og tíu starfs- menn voru á matstaðnum þegar kviknaði í skömmu eftir hádegið. Slökkviliði var þegar gert viðvart og það náði tökum á eldinum á rúmum klukkutíma. Bilun í sérs- takri brunalyftu hótelsins og mik- ill hiti torveldaði slökkvistarfið. Brunaliðið þurfti að bera slökkvi- tæki og önnur verkfæri upp allar hæðimar og við það fór dýrmætur tími til spillis. Hitinn var svo gífur- legur að hjálmur eins slökkviliðs- mannsins bráðnaði og hann brenndist illa. Útgöngudyr matstaðarins voru nokkum spöl frá borðunum. Mikill reykur var í salnum og byrgði mönnum sýn. Hinir látnu köfnuðu. Þeir fundust skammt fyrir innan útgöngudymar. Annar starfs- mannanna Var frá Malaysíu en hinn var svissneskur. Réttarhöld vegna gáleysis við meðferð elds og manndráps bíða þjónsins. Um 180 gestir vora á hótelinu, sem er í eigu Swissotel, dótturfyr- irtækis Swissair, þegar braninn varð. Þeir yfirgáfu það á ör- skömmum tíma. Ekki er talið að þeir hafí verið í neinni hættu. Gestimir gagnrýndu branavarha- kerfi hótelsins. Nokkrir þeirra sögðust fyrst hafa orðið varir við hættuna þegar þeir litu út um gluggann og sáu eldtungur og reykmökk stíga upp frá hótelinu. Israel: Reykjarský frá táragassprengjum ísraela i bænum Majdal Gólanhæðum en þar kom til mikilla mótmæla. Reuter Shams i Ókyrrð í Gólanhæðum og auknar deilur í stjórnimii Tel Aviv, Washington, Majdal. Reuter. TIL uppþota kom í gær í þorpum drúsa i Gólanhæðum en þær tóku ísraelar frá Sýrlendingum árið 1967. Ókyrrt var einnig á Vestur- bakkanum og á Gazasvæðinu. Ágreiningur stjórnarflokkanna í ísrael fer dagvaxandi en þeir deila einkum um hugsanlega friðarráðstefnu og einnig um siðustu friðartillögur Banda- Israelska lögreglan beitti tára- gasi gegn hundraðum drúsa, sem réðust að henni með gijótkasti, en síðustu árin hafa drúsar alltaf efnt til mótmæla 14. febrúar. Þann dag árið 1982 voru ísraelsk lög einnig látin ná til Gólanhæðanna. „Með mótmælunum viljum við sýna ísra- elum, að við kæram okkur ekki um að tilheyra þeirra landi. Við eram Sýrlendingar og viljum vera það áfram," sagði einn drúsísku ungl- inganna. Á Gazasvæðinu var kveikt í ísraelskri langferðabifreið og þar voru allar verslanir lokaðar í gær. Á Vesturbakkanum slösuðust þrír ungir drengir þegar þeir urðu fyrir gúmmíkúlum lögreglumanna. Aðstoðarmaður Yitzhaks Sham- irs, forsætisráðherra ísraels, sagði á sunnudag, að hann vonaði, að írakar skutu niður ómann- aðar nj ósnaflugvélar Baghdad. Reuter. ÍRAKAR sögðust í gær hafa sko- tið niður tvær ómannaðar og fjarstýrðar íranskar njósnaflug- vélar á vigveilinum í suðurhluta landsins á sunnudag. Þá segjast þeir hafa skotið niður fjarstýrða ísraelska njósnaflugvél, sem ver- ið hafi i könnunarflugi fyrir ír- ana, meðfram landamærum sínum við Kuwait og Saudi Arabiu síðastliðinn föstudag. Formælandi ísraelska utanríkis- ráðuneytisins hefur vísað þessari fullyrðingu á bug. íranir létu einnig frá sér fara ýmsar yfírlýsingar um gang Persaf- lóastríðsins. Sögðust þeir hafa sko- tið á bandarískar herþyrlur sem flogið hefðu inn yfir þeirra yfirráða- svæði á föstudagskvöldið. Hafði íranska útvarpið eftir sjóliðsforingja að þyrluflugmennimir hefðu hvorki svarað talstöðvarkalli né beygt af leið þegar aðvörunarskotum var skotið, en flúið þegar skótið var föstum skotum. Atvikið átti sér stað, að sögn íranska útvarpsins, við eyjamar Sirri og Abu Musa. Talsmaður bandaríska flotans á Persaflóa sagði engan hafa sakað í árásinni. Verkamannaflokkur Shimons Per- esar hætti stjómarsamstarfínu vegna ágreiningsins um friðartil- lögur Bandarílcjastjómar. Sagði hann, að verkamannaflokksmenn hefðu svikið stjómarsáttmálann og væru ekki heilir í samstarfinu. I síðustu viku sagði Peres, að and- staða Shamirs við alþjóðlega friðar- ráðstefnu ætti sína sök á ástandinu á Gaza og Vesturbakkanum og Sh'amir svaraði með því að segja, að Peres hefði lekið leynilegum upplýsingum til íjölmiðla og grafið undan samningsstöðu stjómarinn- Zbigniew Brzezinski, fyrram formaður bandaríska þjóðarörygg- isráðsins, sagði á sunnudag, að áframhaldandi ókyrrð á hemumdu svæðunum gæti orðið til draga úr stuðningi Bapdaríkjamanna við ísraela. „Baridaríkjamenn hafa stutt ísraela vegna þess, að þeim hafa fundist þeir vera fulltrúar þess, sem er gott og til fyrirmyndar en ef barsmíðamar og manndrápin halda áfram er hætt við, að almenn- ingur fari að sjá þá í öðra ljósi," sagði Brzezinski. Egyptar og Jórdaníumenn, helstu bandamenn Bandaríkjanna í Araba- löndum, skoraðu í gær á Banda- ríkjastjóm að vinna að varanlegum samningum um málefni Miðaustur- landa í stað þess að einskorða sig við sjálfstjóm Palestínumanna. LAUNAMISRETTIÐILANDINU KVQLDRADSTEFNA IHOTEL SELFOSSI MIÐVIKUPAGSKVOLDIÐ 17.FEBRUARKL20.30 Þorsteinn Guðmundur Sigurður Grétar Ólafía Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi boðartil opins fundar í Hótel Selfossi þar sem rætt verður um launamisréttið í landinu. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands. Friðrik Sóphusson, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Stella Steinþórsdóttir, verkamaður, ritari Verkalýðsfélags Norðfjarðar. Ólafía M. Guðmundsdóttir, Ijósmóð- ir, Selfossi Þórir N. Kjartansson, framkvæmda- stjóri, Vík í Mýrdal. Geir Grétar Pétursson, verkamaður, Þorlákshöfn. Sigurður Óskarsson, forseti Alþýðu- sambands Suðurlands. Að loknum framsöguræðum verða umræður og fyrirspurnir, en á fund- inum geta menn skráð sig í vinnu- hóp, sem mun fjaila um efni fundarins á næstu vikum. Fundarstjóri verður.Árni Johnsen, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlands kjördæmi. Kjördæmisráð Sjálfstæðisf lokksins í Suðurlandskjördæmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.