Morgunblaðið - 16.02.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Kosið í New Hampshire í dag:
Dole talinn hafa mik-
ið forskot á Bush
Reuter
Sjónvarpsmenn frá leppríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu fengu nýlega að taka myndir í sovéskn
kj amorkuflaugastöð og hér sjást þeir við SS-20-flaug í Rechisa, en ekki var vitað um þessar flaugar
áður. Þessum flaugum ber að eyða samkvæmt samningi risaveldanna um upprætingu meðal- og skamm-
drægra flauga. SS-20-flaugarnar bera þijá sjálfstæða kjarnaodda og geta hæft skotmörk í 5.000 km
fjarlægð af mikilli nákvæmni. Flaugin á myndinni gæti til dæmis hæglega varpað sprengjum á valin
skotmörk á Grænlandsjökli.
Merrimack f New Hampshire, Reuter.
ROBERT Dole er nú talinn sigur-
stranglegastur frambjóðenda í
New Hampshire, en þar fara
fram forkosningar til útnefning-
ar forsetaframbjóðenda stjórn-
málaflokka í Bandaríkjunum.
Gangi það eftir hafa möguleikar
Doles til útnefningar Repúblik-
anaflokksins stórlega aukist, því
úrslit forkosninga í New Hamp-
shire hafa til þessa haft mikil
áhrif á úrslit í öðrum ríkjum,
en þar að auki væri erfitt fyrir
George Bush, varaforseta, að
sannfæra kjósendur um ágæti
sitt eftir að tapa í tveimur fyrstu
forkosningunum. Samkvæmt
Afvopnunarviðræður í Genf:
Kremlveijar vilja takmarka
hefðbundnar stýriflaugar
Pravda sakar Vestur-Evrópuríki um uppbygg’ingn sjálfstæðrar kjarnorkufælingar
New York-borg og Moskvu, Reuter.
SOVÉSKIR samningamenn í af-
vopnunarviðræðum risaveldanna
í Genf ehi sagðir hafa farið fram
á það við hina bandarísku starfs-
bræður sína handan borðsins, að
ríkin semji um takmörkun á stý-
riflaugum með hefbundnum
sprengioddum, sem skotið er af
hafi. Kom þetta fram I fregn
blaðsins New York Times á
sunnudag, en f gær sagði Prav-
da., málgagn sovéska kommún-
istaflokksins, að ríki Vestur-
Evrópu hygðu á uppbyggingu
sjálfstæðrar „kjarnorkuregn-
hlífar“, þar sem ráðamenn óttuð-
ust að fælingingarmáttur banda-
riskra kjamorkuvopna hrykki
ekki til, eftir að undirritað var
samkomulag um upprætingu
meðal- og skammdrægra kjarn-
orkuflauga í Washington í des-
ember síðastliðnum.
New York Times hafði það eftir
bandarískum embættismönnum, að
tillaga Sovétmanna um takmörkun
stýriflauga með hefbundnum
sprengioddum hefði komið þeim í
opna skjöldu. Sögðu þeir það hafa
verið skilning sinn á samkomulag-
inu í desember, að í viðræðum um
upprætingu langdrægra vopna yrði
einungis rætt um þau án tengsla
við önnur vopnakerfí.
Samkvæmt tillögu Sovétmanna
fengi hvor aðili um sig að ráða yfir
600 stýriflaugum með hefðbundn-
um sprengioddum, sem skotið yrði
af skipum eða úr kafbátum. Banda-
ríkin hafa á hinn bóginn áætlað að
koma sér upp 2.643 slíkum flaugum
til þess að vera betur í stakk búin
að veija Evrópu, ef til innrásar að
austan kæmi. Til þessa hefur Atl-
antshafsbandalagið reitt sig á
lqamorkufælingu, en úr henni
myndi stórlega draga eftir stað-
festingu fyrmefndra samninga um
upprætingu meðal- og skamm-
drægra flauga.
í Prövdu á mánudag birtist grein
þar sem fjallað var um vamarsam-
starf Frakklands og Vestur-Þýska-
lands, sem ríkin hafa orðið ásátt
um að auka mjög á næstunni. Var
getum að því leitt að í hyggju væri
að ríkin hefðu einnig samvinnu um
kjamorkufælingu, þar sem þau
teldu sig ekki nægilega trygg eftir
samningana ! desember. Sagði
Pravda að slík samvinna væri til
einskis ef Bretar væru ekki í slag-
togi og spáði því að ríkisstjómir
Frakklands og Vestur-Þýskalands
myndu leggja hart að Bretum til
að fá þá til að vera í félagi við sig.
Varaði blaðið eindregið við slíkum
hugmyndum og sagði þær stefna
friðnum í voða.
nýjustu skoðanakönnunum hef-
ur Dole um 36% fylgi, en Bush
aðeins um 26%.
George Bush á nú á brattann
að sælqa og töldu menn sig heyra
vonleysistón í máli hans á kapp-
ræðufundi á sunnudag. „Ég myndi
ekki sælqast eftir þessu starfí ef
ég teldimig ekki hæfan til þess,“
sagði Bush meðal annars. „Eftir
ellefu mánuði, þegar ég sver emb-
ættiseið, mun ég mæla fjögur orð:
Þakka þér New Hampshire."
Það er hins vegar alls óvíst að
hann hafí íbúum ríkisins nokkuð
að þakka, ef marka má skoðana-
kannanir sjónvarpsstöðvanna ABC
og CBS, því þar hefur Dole foryst-
una. Með tilliti til skekkjumarka
er munurinn þó ekki jafnafgerandi
og tölumar gefa til kynna, en eigi
að síður hefur Dole forskot á Bush
og ekki er meira en mánuður síðan
20% skildu þá Dole og varaforset-
ann, Bush í vil. Það var áður en
Bush varð í þriðja sæti forkosning-
anna í Iowa, en síra Pat Robertson
varð þar í öðru sæti öllum á óvart.
Fyrirfram hafði verið talið víst að
Dole yrði í fyrsta sæti og Bush
öðru.
í herbúðum demókrata heldur
Michael Dukakis forystu sinni, en
stjómmálaskýrendur segja það þó
ekki endilega merki um að hann
eigi meiri möguleika en fyrr til
útnefningar Demókrataflokksins —
vinsældir hans í New Hampshire
séu svæðisbundnar. Þess í stað
fylgjast grannt með hvemig annað
og þriðja sæti verður skipað, en
um það keppa þeir Richard Gep-
hardt, sigurvegari demókrata í
Iowa, og Paul Simon. Er talið að
framtíð Simons velti á gengi hans
í dag.
Finnland:
Mauno Koivisto
endurkjörinn
Helsinki, Reuter.
MAUNO Koivisto, forseti Finn-
lands, var endurkjörinn forseti á
fundi kjörmanna f finnska þing-
inu í gær. Koivisto hlaut rúman
meirihluta, 189 atkvæði af 301,
frambjóðandi miðjumanna, Pa-
Sri Lanka:
Átök tamíla
og friðar-
gæslusveita
Batticaloa á Sri Lanka. Reuter.
ÍBÚAR í Batticaloa segja að til
átaka hafi komið milli friðar-
gæslusveita Indveija og skæru-
liða Tamíla á sunnudag. Talið er
að tólf skæruliðar hafi fallið f
átökunum.
Að sögn íbúa í Batticaloa, sem
er 150.000, manna bær austarlega
á Sri Lanka, lenti friðargæslusveit-
um saman við tamíla þegar þeir
leituðu að skæruliðum skammt fyr-
ir utan bæinn. Ekki er vitað nánar
um atburðinn. Yfírvöld á Sri Lanka
hafa ekki staðfest að átök hafí átt
sér stað.
avo Vaeyrinen hlaut 68 atkvæði,
sósfalistinn Kalevi Kivisto hlaut
26 atkvæði og íhaldsmaðurinn
Harri Holkeri 18 atkvæði.
Koivisto, sem er sósíaldemókrati,
hlaut 47.9 prósent atkvæða og 144
kjörmenn í forsetakosningunum 31.
janúar síðastliðinn. Þar sem hann
náði ekki meirihluta í þeim kosning-
um kom í hlut kjörmanna að Iqósa
forseta fyrir næsta lqörtímabil, sem
er sex ár. Holkeri, sem Koivisto
skipaði forsætisráðherra Finnlands
í fyrra, varð þriðji í forsetakosning-
unum í janúar, en bað lqörmenn
sína, 63 að tölu, um að greiða Koi-
visto atkvæði á fundi kjörmanna.
Úrslitin sýna að 45 kjörmenn hans
fóru að ósk hans.
Koivisto var fyrst kjörinn forseti
árið 1982, en þá greiddu kommún-
istar og sósíalistar honum atkvæði.
Kjörmenn kommúnista 'og sósía-
lista, 26 að tölu, vildu hins vegar
ekki greiða Koivisto atkvæði nú,
vegna ákvörðunar hans um að skipa
Holkeri forsætisráðherra í fyrra.
Flokkur Holkeris, íhaldsflokkurinn,
hafði verið helsti stjómarandstöðu-
flokkur Finnlands í 21 ár.
Forseti Finnlands hefur mikil
völd, myndar stjóm og skipar æðstu
embættismenn, stýrir rfkisstjómar-
fundum og fer með utanríkismál.
Frambjóðendumir f forsetakosningunum á Kýpur -greiða atkvæði. Glafkos Clerides er lengst til
vinstri, Spyros Kyprianou f miðið og George Vassiliou til hægri.
Tyrkir hyggjast kalla
hersveitir frá Kýpur
Ankara. Nikósíu. Reuter.
TYRKIR hyggjast kalla hluta
herafla síns á Norður-Kýpur
heim til þess að auðvelda samn-
inga um framtfð eynnar, að
sögn erlendra stjómarerind-
reka.
Vera hersveitanna hefur verið
eitt helzta ágreiningsefni milli
Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja.
Nú eru Tyrkir sagðir íhuga að
kalla um 5.000 hermenn heim frá
eynni í framhaldi af forsetakosn-
ingunum um helgina. Er talið að
það gæti orðið til þess að leið-
togar þjóðarhelminganna hæfu
viðræður um sameiningu eyja-
skeggja undir eina stjóm, en þær
hafa legið niðri.
í kosningunum féll Spyros
Kyprianou, forseti, og verður að
kjósa aftur næsta sunnudag milli
hægrimannsins Glafkos Clerides
og George Vassiliou, frambjóð-
anda kommúnista. Bæði Clerides
og Vassiliou hafa sagst reiðubún-
ir að samþykkja tilvist takmark-
aðs tyrknesks herafla á Kýpur
sem hluta af samkomulagi um
frið og sameiningu allra Kýpurbúa
í eitt riki.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýp-
ur-Tyrkja, og leiðtogar í Tyrk-
landi sögðust myndu bíða úrslita
úr því myndi myndi kjöri áður en
þeir segðu sitt álit á kosningun-
um.
Úrslit kosninganna eru sögð til
marks um að Kýpur-Grikkir vilji
breytta stefnu í málefnum eynn-
ar. Sameining eynnar var helzta
baráttumál mótframbjóðenda
Kyprianou óg var hann vændur
um að hafa ekki náð neinum ár-
angri { sameiningarmálum á 11
ára valdaferli sfnum.
Clerides er 67 ára lögfræðingur
og Vassiliou 56 ára hagfræðing-
ur, sem brotist hefur úr litlum
efnum til mikilla auðæfa. Báðir
vilja mynda svonefnda sameining-
arsfjóm með aðild allra flokka.
Vassiliou er frambjóðandi komm-
únista en hann hlaut einnig fylgi
frá fólki sem telst til hægri og í
miðju hins pólitíska litrófs. Hlaut
hann 30,09% atkvæða, en Clerides
33,34% og Kyprianou 27,47%.
Talið er að um 30 þúsund tyrk-
neskir hermenn séu á Norður-
Kýpur, sem stjómin í Ankara ein
viðurkennir sem sérstakt lýðveldi.
Stjómarerindrekar herma að
stjóminni í Ankara sé áfram um
að leysa Kýpurdeiluna, ekki sízt
eftir að forsætisráðherrar Grikk-
lands og Tyrklands sömdu um
fyrir hálfum mánuði að hvorugur
aðilinn réðist á hinn. Lýstu þeir
yfír að einn möguleikinn til að
draga úr þeirri hættu væri heimk-
vaðning hersveita.