Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
Pltrgi! Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Fiskeldi og
fiskirækt
ví hefur verið haldið fram
að lífríki sjávar geri landið
byggilegt. Þessi staðhæfing
styðst við þá staðreynd að út-
flutnings- og gjaldeyristekjur
hafa lengst af og að lang-
stærstum hluta verið greiðsla
fyrir sjávarvörur. Sú alhliða og
öra uppbygging, sem orðið hef-
ur í landinu á 20. öldinni, hefur
að drýgstum hluta verið greidd
með sjávarverðmætum.
Lífskjör fólks á líðandi stundu
og efnahagslegt fullveldi þjóð-
arinnar hvfla fyrst og síðast á
auðlindum sjávar, sem og
menntun, þekkingu og fram-
taki fólksins.
Langt er síðan aukin þekk-
ing og bitur reynsla gerðu okk-
ur ljósan þann veruleika, að
stofnar nytjafiska hafa nýting-
armörk, sem ekki má yfír fara.
Hrun Norðurlandssfldarinnar,
sem var hvað gjöfulust í þjóðar-
búið á fyrri helmingi aldarinn-
ar, talaði skýru máli í þessu
efni. Fiskifræðilegar stað-
reyndir kreflast nú samdráttar
í þorskafla. Við verðum einfald-
lega að miða veiðisókn við af-
rakstursgetu fískistofíia; ná
leyfílegum afla með sem
minnstum tilkostnaði og vinna
í sem verðmætasta vöru. En
við getum ekki lengur sótt öil
þau verðmæti, sem til þarf til
að bera uppi velferðarríkið og
framfarasókn þjóðarinnar, í
auðlindir sjávar. Við verðum
jafnframt og samhliða að leita
á önnur „mið“. Fiskirækt og
fískeldi eru meðal þeirra
„aukabúgreina" sem atvinnu-
lífíð og þjóðarbúið hafa gripið
til í þessum tilgangi.
Fiskirækt í ám og vötnum á
sér langa sögu hér á landi.
Allnokkurt átak hefur verið
gert í þeim efnum, einkum til
að auka nýtingu laxveiðiáa,
sem tengjast ríkulega ferðaiðn-
aði í landinu, og skilað hafa
drjúgum gjaldeyri. Hinsvegar
eru mörg veiðivötn vannýtt.
Það fískræktar- og fískeld-
isátak, sem hér hefur staðið
yfír allt frá upphafí sjötta ára-
tugarins, hefur falist í seiðaeldi
og síðar í land- og strandeldi,
kvía- og fareldi og hafbeit.
Þetta átak hefur einvörðungu
náð til vatnafíska, lax og sil-
ungs, en víða erlendis hefur
fískrækt og fískeldi jafnframt
náð til rækju og sjávarfíska,
svo sem lúðu, þorsks og jafnvel
steinbíts, sem líklega bætist í
hóp fóðureldisfíska í Noregi á
næstunni.
Af 113 fískeldis- og haf-
beitarstöðvum, sem eru á skrá
Veiðimálastofnunar, hafa 94
þegar hafíð rekstur en 19 eru
í byggingu. Stöðvar þessar eru
misstórar, margar smáar, en
nokkrar stórar, að minnsta
kosti á íslenzkan mælikvarða.
Flestar þessar stöðva hafa risið
hin síðari árin, en fáeinar búa
að allnokkurri starfsreynslu. Á
heildina litið er hér ung starfs-
grein á ferð sem óhjákvæmi-
lega hlýtur að ganga í gegnum
ýmis konar byijunarörðugleika
meðan hún er að aðlaga sig
starfsskilyrðum og markaðsað-
stæðum.
Árleg framleiðslugeta mát-
fískeldisstöðva er talin rúmlega
4.000 tonn af laxi og silungi.
Árleg framleiðslugeta seiða-
stöðvanna er hinsvegar talin
um 20 milljónir gönguseiða.
Framleiðslugetan er þó ekki
fullnýtt. Áætluð framleiðsla
1988 er um 1.800 tonn af laxi
og silungi og um 13 milljónir
gönguseiða.
í fréttaskýringu um þessa
framleiðslu í Morgunblaðinu
síðastliðinn fímmtudag (Við-
skipti/Atvinnulíf) segir meðal
annars: „Þrátt fyrir að fram-
leiðslugetan er ekki fullnýtt er
útlit fyrir töluverða offram-
leiðslu á seiðum á þessu ári,
eða 2-4 milljónir umfram það
sem áætlað er að mögnlegt
verði að nýta innanlands og
selja til útlanda." — Á sama
tíma lesum við og heyrum frétt-
ir um líkur á tugmilljóna króna
tjóni vegna fískdauða í sjókv-
íum af völdum frosta. Það er
því sýnt að þessi tiltölulega
unga atvinnugrein verður í
senn að laga sig að aðstæðum,
veðurfarslegum og markaðs-
legum, jafnhliða því að taka
einhveija áhættu, sem löngum
hefur fylgt atvinnurekstri hér
á landi.
Enginn vafí er á því að físki-
rækt og fískeldi, bæði vatna-
físka og sjávarfíska, verða vax-
andi þættir í íslenzku atvinn-
ulífí í fyrirsjáanlegri framtíð.
Við getum margt lært af öðrum
þjóðum í þessu efni, einkum
Norðmönnum, sem verið hafa
brautryðjendur um margt á
þessu sviði. Við getum einnig
lært af íslenzkum frumkvöðlum
í þessari atvinnugrein, sem búa
að margþættri reynslu, sem
nýta má til stefnumörkunar.
Við eigum að setja markið
hátt — en láta fyrirhyggju ráða
ferð. Við þurfum að stórefla
rannsóknir og sjúkdómavamir
á þessum vettvangi og verðum
að taka mið af heima- og mark-
aðsaðstæðum.
33
Alþjóðlegur útlagi:
Ég get ekki lifað í
landi sem er ekki til
Rætt við ungan Palestínuaraba sem
býr í Bandaríkjunum og vill ekki
fara aftur til Líbýu nema í líkkistu
Morgunblaðið/Hrund Hauksdóttir
Bassam Abu-Samra við heimili sitt í Bandaríkjunum.
Reuter
Á Gazasvæðinu. Palestínumönnum skipað að kijúpa með bundið fyrir augun á meðan ísraelskir her-
menn ráða ráðum sínum.
Reuter
ísraelskir hermenn handtaka ungan palestínskan pilt á Gazasvæð-
inu. Að sögn Reuters fóru hermennimir með hann í húsasund og
rotuðu hann.
Þegar Palestínumenn eru nefndir
á nafn, vill hugtakið „hryðjuverka-
menn“ gjaman skjóta upp koliinum.
Við sjáum fyrir okkur blóðþyrsta,
fúlskeggjaða araba með ÁK-47
riffla um öxl og handsprengjur við
beltisstað. Fjölmiðlar eru ötulir við
að bregða upp þessari mynd af
Palestínumönnum og viðhalda for-
dómum í þeirra garð. Öll jithygli
æsifréttamennskunnar beinist að
því litla broti palestínsku þjóðarinn-
ar er háir blóðuga baráttu fyrir
tilvist sinni.
En hveijir eru Palestínumenn og
fyrir hveiju beijast þeir? Landið
þeirra, Palestína, var tekið trausta-
taki og afhent ísraelum árið 1948.
Hinir síðastnefndu. hafa löngum
haft augastað á landinu helga og
höfðu ómælda samúð flestra þjóða
eftir heimsstyijöldina síðari. Með
samúð þessa sem móralskt vopn,
ásamt dyggum stuðningi Banda-
rílqamanna og annarra þjóða, tóku
gyðingar Palestínu í sínar hendur
og gáfu landinu nafnið ísrael. Vest-
urbakkinn tilheyrði reyndar Jórd-
aníu allt til ársins 1967 en þá her-
tóku ísraelar hann. Sömu sögu er
að segja um Gaza-svæðið, en það
var undir stjóm Egyptalands til
1967, er það féll í hendur ísraels.
í daglegu tali er fjallað um Vestur-
bakkann og Gaza sem hemumdu
svæðin.
Nú búa Palestínuarabar vítt og
breitt um allan heim. Palestínska
þjóðin er í útlegð. Stór hluti hennar
býr enn í ísrael en margir hafa
neyðst til að flýja fóstuijörðina
vegna ofbeldiskenndra ofsókna af
hálfu ísraelsmanna. Töluverður
fíöldi Palestínumanna býr við ömur-
legar aðstæður flóttamannabúð-
anna, sem minna óneitanlega á
kröpp lífskjör gyðinga í gettóunum
hér á árum áður ...
Þeir efnaðri hafa orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að komast í nám
á erlendri grund. Palestínumenn
hafa ætíð lagt mikið upp úr mennt-
un og hafa að leiðarljósi máltækið
„mennt er máttur". Með menntun
og fræðslu að vopni tekst þeim að
öðlast vissa samkennd.
Bassam Abu-Samra er 23 ára
Palestínuarabi sem ég kynntist
fljótlega eftir að ég hóf nám við
háskóla í Bandaríkjunum haustið
1986. Þó undarlegt megi virðast
bundumst við traustum böndum.
íslendingurinn og Palestínuarabinn
urðu perluvinir. Eg kynntist vinum
hans einnig mjög vel og tel að mér
sé óhætt að segja að jafn trúir og
sannir vinir eru vandfundnir. Þetta
var undarleg tilfínning; skyndilega
var ég, saklaus og óreyndur íslend-
ingurinn, kominn í samflot með
Palestínumönnum, sem hafa vafa-
saman orðstír — svo vægt sé til
orða tekið. Ég kynntist mönnum
sem hafa misst fjölskyldur sínar,
sprengingum á götum úti, mönnum
sem upplifðu óeirðimar í Beirút
1983, mönnum sem eiga litla sem
enga framtíð í skilningssnauðum
og fordómafullum heimi.
Þegar ég falaðist eftir viðtali við
Bassam snemma í haust virtist
hann ánægður yfir áhuga mínum á
vandamálum Palestínumanna en
jafnframt hissa á því að mér fynd-
ist hann viðtalsverður. Ég tjáði hon-
um þá að ég hefði einmitt áhuga á
að kynnast viðhorfum og lífshlaupi
hins „venjulega" Palestínumanns.
Þar að auki væri ósköp hæpið að
ég næði tali af Yasser Arafat eða
öðrum forystumönnum PLO!!
Við mælum okkur mót í íbúð
hans, sem er heillandi blanda af
hinum framandi Miðausturlöndum
og hinum tæknivæddu Banda-
ríkjum. Samt sem áður er arabíska
andrúmsloftið ríkjandi. Mjúk og
seiðandi arabísk tónlist streymir frá
„Made in USA“-græjunum, marg-
lituð mjmd af magadansmær prýðir
„einn vegginn og arabísk dagblöð
liggja kæruleysislega á gólfínu. Það
er sérkennileg lykt í íbúðinni; sam-
bland af þungum rakspíra og mikið
krydduðuní mat. Bassam tekur
brosandi á móti mér og býður mér
sæti á gólfínu. Því næst færir hann
mér te í litlum einstaklega nettum
bolla. Við spjöllum saman um stund
og hitum upp fyrir hið eiginlega
viðtal. Bassam er afslappaður, en
fremur feiminn. Ég hef á tilfínning-
unni að hann sé svolítið óöruggur.
Hann er mjmdarlegur karlmaður;
hávaxinn, sterklega byggður og ber
sig vel. Hár hans er tinnusvart og
húðin gulbrún. Augu hans eru mjög
sérstök; þau eru dökkgræn og geisl-
andi. Það er líkt og hann horfí í
gegnum mann. Bassam brosir mik-
ið og með öllu andlitinu. Bros hans
er einlægt og hlýtt, allt að því
bamslegt. Hann klæðist jrfírleitt
vönduðum evrópskum fötum og ber
þungt og mikið gullúr.
Um það lejrti sem við erum að
fá okkur annan bolla af tei, hef ég
viðtalið. Fyrsta spumingin er
víðtæk: „Bassam, geturðu sagt mér
eitthvað um fortíð þína?"
Hann hlær og varar mig við því
að fortíð hans verði ekki lýst í fáum
orðum: „Ég fæddist á Gaza-svæð-
inu í landi þvi er í dag kallast ísra-
el. Ég bjó þar í ár en þá fluttist
fjölskylda mín til Egjrptalands, þar
sem faðir minn var við nám í verk-
fræði. Við bjuggum í Kaíró um
nokkurt skeið og er við hugðumst
snúa aftur heim til Palestínu var
okkur meinaður aðgangur á
pólitískum forsendum. Þetta var
rétt eftir öll lætin 1967, eða sex
daga stríðið svokallaða. Ég var svo
ungur er þetta gerðist, að sú stað-
reynd að vera neitað um að fara
heim hafði engin áhrif á mig. Faðir
minn fékk vinnu í Líbýu og við flutt-
umst þangað. Ég hef búið í Trípólí
meirihluta lífs rníns."
„Tungumál hins spillta
vestræna heims“
„Hvemig var að búa í Líbýu sam-
anborið við Bandaríkin."
„Ég veit varla hvemig ég á að
lýsa því, þetta em svo gjörólík
lífsmunstur. Það er allt mjög agað
og heft í Líbýu. Það eitt að ganga
í skóla var hræðslublandin reynsla.
Refsingar em í hávegum hafðar og
beitt óspart. Til dæmis era nemend-
ur látnir sæta líkamlegum refsing-
um ef þeir mæta of seint. Ég var
svo óheppinn að koma of seint í
tíma eitt sinn og það dró dilk á
eftir sér..Hann verður alvarleg-
ur á svipinn. „Ég vil síður rifja það
upp, en ég er enn með ör eftir þetta
atvik. Bæði andleg og líkamleg."
Hann virðist vera í uppnámi. „Mér
leið alltaf illa í skólanum. Það var
lögð gífurleg áhersla á þjálfun í
vopnaburði og flest er viðvíkur her-
málum. Það er aðalkennslufagið og
ef þú fellur í „hermálafræði", þá
kemstu ekki áfram í námi og verð-
ur að sitja allan veturinn aftur. Ég
frétti að Gaddafi hefði nú lagt nið-
ur enskukennslu, „tungumál hins
spillta vestræna heims“, eins og
hann kýs að orða það. Nú er aftur
á móti skylda að læra rússnesku.
Karlfíandinn er að byggja ramm-
gerðan Berlínarmúr utan um
menntunarmál landsins." Hann er
þungt hugsi en síðan færist biturt
bros yfír andlit hans: „Ég get nú
sagt þér litla sögu varðandi þetta
með enskuna. Ég fékk bréf frá litlu
systur minni nýlega og var það
auðvitað skrifað á arabísku. Við
niðurlag bréfsins var skrifað
klunnalegum stöfum á ensku: I
LOVE YOU. Þessa setningu sagðist
hún hafa stolist til að læra og ætl-
aði að flýta sér að loka umslaginu
áður en einhver kæmist að því að
hún hefði tjáð ást sína til bróður
síns á hinu forboðna tungumáli."
„Bassam, þú varst í Bandaríkjun-
um er Bandaríkjamenn réðust á
Líbýu. Hvemig áhrif hafði sá við-
burður á þig?“
„Það var erfítt tímabil. Persónu-
lega fannst mér mál til komið að
einhver byði Gaddafí byrginn en ég
var einnig skelfíngu lostinn vegna
fíölskyldu minnar sem býr í Trípólí.
Fyrstu dagana eftir árásina var ég
fullur örvæntingar og rejmdi stöð-
ugt að ná sambandi við föður minn,
en allt símasamband hafði farið úr
skorðum. Ég gat hvorki borðað né
sofíð fyrr en ég frétti að öll fíöl-
skyldan væri á lífi. Ekki bætti það
úr skák að við strákamir frá Líbýu
urðum fyrir miklu aðkasti í skólan-
um og vomm lagðir í einelti. Á tíma-
bili var okkur alls ekki óhætt og á
endanum útveguðu skólajifírvöld
okkur lögregluvemd. Það kald-
hæðnislegasta er að við studdum
árásina allir sem einn og fyrirlítum
Gaddafí eflaust mun meira en nokk-
ur Bandaríkjamaður. Við höfum
nefnilega þurft að búa við kúgun
og ofríki þessa manns."
Ég veit að næsta spuming mun
vekja upp tilfínningastríð en læt
hana samt flakka: „Ég veit að þú
hefur átt í töluverðum erfíðleikum
með að aðlagast lífínu hér í Banda-
ríkjunum. Geturðu sagt mér nánar
frá því?“ Hann brosir bamslega
brosinu og er greinilega að hugsa
til baka. Ég gef honum tíma og
hann losar um spennuna: „Líf mitt
jrrði frábær þáttaröð í sjónvarpinu!
Ég fór frá Líbýu með gnægð af
peningum, ferðatösku, góð ráð frá
föður mínum og fullur bjartsýni.
Framtíðin beið mín björt og fögur.
Ég var spenntur — fannst ég svo
sjálfstæður og sterkur. Það var erf-
ið stund þegar faðir minn klappaði
mér á öxlina og sagði mér að rejma
fyrir mér úti í hinum stóra heimi,
upp á eigin spýtur. Ég skildi ekki
hvað hann átti við er hann sagði:
Bassam, fínndu þér land. Finndu
stað þar sem þú getur lifað í friði.
Vonir mínar um bjarta framtíð
vom brotnar niður frá upphafí. Ég
hafði hugsað mér að fara í háskóla
í Egjrptalandi og flaug því til Kaíró.
Á flugvellinum þar var mér haldið
föngnum í stöðugum yfírheyrslum
í nær þijá sólarhringa. Alls kjms
' fáránlegum spumingum var baunað
á mig og þeir virtust sannfærðir
um að ég væri annaðhvort hryðju-
verkamaður eða njósnari! Ég var
hræddur, en tókst að halda ró
minni. Þessu lauk með því að ég
var sendur aftur til Líbýu. Ég krafð-
ist skýringa en það var fátt um svör.
Ég dvaldist í Líbýu um tíma og
Qölsfylda mín stappaði í mig stál-
inu. Eg var afskaplega svekktur og
skildi þetta ekki. Eg var ungur,
hraustur og heiðarlegur karlmaður,
með mikinn áhuga á að koma mér
áfram og mennta mig. Ég hreinlega
trúði því ekki að þjóðemi mitt gæti
orðið mér hindmn og komið í veg
fyrir eðlilegan framgang mála. Ég
neitaði að gefast upp. Eg tók sam-
an föggur mínar enn á ný og hélt
nú til Möltu. Þar var mér vel tekið
og ég sótti skóla þar um skeið. Á
meðan á dvöl minni stóð þar reyndi
ég stöðugt að fá vegabréfsáritun
til Bandaríkjanna. En það reyndist
ákaflega torvelt. Ég, eins og svo
margir aðrir, sá Bandaríkin sem
land tækifæranna og var sannfærð-
ur um að þar yrði mér gæfan hlið-
holl. Við voram þama nokkrir pal-
estínskir vinir sem áttum allir sam-
eiginlegan Ameríkudrauminn. Eftir
margra mánaða stapp, mikil fjárút-
lát og þiýsting úr öllum áttum, fékk
ég loks langþráða vegabréfsáritun-
ina. Það var mesti gleðidagur lífs
míns!“ Hann ljómar, augsýnilega
hrærður af eigin frásögn.
„Þetta kvöld slógu vinir mínir
upp veislu á ströndinni og
samglöddust mér af öllu hjarta.
Þegar brottfarardagurinn rann upp
kvöddumst við með tár í augum og
þrátt fyrir hamingju mína sat í mér
eins konar samviskubit. Mér fannst
svo leitt að vinir mínir kæmust
ekki til Bandaríkjanna líka og hafði
á tilfínningunni að ég sæi þá aldrei
framar...
„Til Líbýu í líkkistu“
Ég kom til Bandaríkjanna árið
1984, allt að því ölvaður af björtum
framtíðarvonum. En ég missti fljót-
lega stjóm á lífí mínu.
Hið freistandi frelsi varð mér um
megn. Ég fór að neyta áfengis,
reykja og stóð mig ekki sem skyldi
í skólanum. Ég var heillaður af öllu
því sem þetta spennandi þjóðfélag
hafði upp á að bjóða. Það kom nið-
ur á náminu og ég var kominn í
skuldasúpu innan skamms. Ég
gerði í raun allt sem er bannað
samkvæmt_ minni trú, en ég er
múslimi. Ég lét undan ýmsum
freistingum og naut „sælunnar" á
meðan hún entist, en svo kvaldi
samviskan mig eftir á. Hið stranga
uppeldi er ég hlaut og menning
mín toguðu í mig annars vegar og
hinn nýi spennandi lífsmáti hins
vegar. Til að kóróna allt saman
fylltist faðir minn heiftarlegri bræði
er hann komst að því hversu gáleys-
islega ég hafði eytt peningunum
og sleit öllu sambandi við mig.
„Bassam, þú ert ekki sonur minn
framar," sagði hann og skellti á
mig símanum. Þessi.harkalegu við-
brögð hans rejmdust mesta áfall
lífs míns. Nú stóð ég gjörsamlega
einn og óvarinn. Ég gat ekki haldið
áfram námi vegna peningaleysis,
varð að flytja inn á vini mína og
var nú orðinn ólöglegur í landinu í
þokkabót, þar sem ég hafði ekki
náð tilskyldum árangri í náminu.
Mér leið mjög illa og þá sérstaklega
vegna afneitunar fjölskyldu minnar.
Ég hafði ekkert til að lifa fyrir leng-.
ur; ég var búinn að brenna allar
brýr að baki mér. Vissulega geri
ég mér grein fyrir því að ég fór
illa að ráði mínu, en ...“ Bassam
er þungbrýnn og á erfítt með andar-
drátt.
„Þú skilur mig kannski ekki
Hrand," segir hann og lítur snöggt
á mig, augun hörkuleg. „Það er
gert grín að okkur arabísku strák-
unum sem era við nám í Banda-
ríkjunum og Evrópu. Fólk kallar
okkur hræsnara; segir að við gleym-
um trú okkar og siðum um leið og
við snertum erlenda grand. Og að
við njótum hins ljúfa lífs á meðan
við sjáum okkur fært en vendum
síðan okkar kvæði í kross er heim
er komið, kúgum konur okkar og
lifum í svörtustu miðöldum. Þetta
er alrangt og það er hrein fírra að
við séum hræsnarar. Við eram
menn með tilfínningar, langanir og
þrár, rétt eins og íbúar hins vest-
ræna heims! Það er bæði eðlilegt
og mannlegt að kjósa fremur ykkar
lífsstíl yn heragann og höftin í
Líbýu. Ég get sagt þér að til Líbýu
fer ég ekki aftur nema í líkkistu_
Undanfama mánuði hef ég dreg-
ið fram andann á smávægilegum
launum sem ég fæ frá landa mínum
sem er með atvinnurekstur hér en
þau laun fara nær óskipt í minn
hluta af húsaleigunni, en við búum
íjórir saman í lítilli tveggja her-
bergja íbúð. Ég á síðan eftir u.þ.b.
5.000 kr. til að lifa af mánuðinn.
Þetta er erfítt líf og ég þrái að
komast aftur í skóla og ljúka tölvu-
fræðinni. En af því verður ekki í
bráð. Svo er þessi stöðugi ótti,
hræðslan við að vera rekinn úr
landi.“
„Þér hefur væntanlega verið ljós
sá möguleiki að kvænast amerískri
konu og öðlast þannig atvinnu- og
landvistarleyfí?“
„Giftast amerískri? Nei, það er
ekki lausn á vandamálinu að mínum
dómi! Mér hrýs hugur við að giftast
bara einhverri konu og þar að auki
vil ég fara löglega að þessu. Ég
hefi hejrrt ýmsar miður skemmtileg-
ar sögur af mönnum sem hafa reynt
giftingu sem örþrifaráð, en farið
illa út úr þeim „hjónaböndum“.
Þeir hafa þurft að þola ýmiskonar
kúganir af hálfu eiginkvenna sinna,
jafnvel mútur. Ég býst við að sækja
frekar um hæli sem pólitískur
flóttamaður, annaðhvort hér í
Bandarílqunum eða þá í Evrópu."
„Bassam, hveijar era skoðanir
þínar á hryðjuverkum og PLO?“
„Þú tengir auðvitað mig sem
Palestínumann við hryðjuverk!"
segir hann og skellihiær. „En ég
get frætt þig á því að það era fleiri
en arabar sem leggja stund á þann
hrottaskap. Til dæmis stóð CLA að
baki bílasprengju sem drap um átta-
tíu manns í borgaralega hlutanum
í Vestur-Beirút árið 1984. Fjölmiðl-
ar höfðu lítinn áhuga á þessum
atburði og því vita fáir um hann.
Þar sem arabar stóðu ekki að þessu
tiltekna blóðbaði, taldist fréttin ekki
nægilega bitastæð.
Ég tel hryðjuverk hræðilegan
glæp og alls ekki raunhæfa lausn
á pólitískum vandamálum. Hryðju-
verk era jrfírleitt framin í þeim til-
gangi að auglýsa ákveðinn málstað
og beita þvingunum. Þeir Palestínu-
menn sem beita þessu vopni era
svokallaðir „freedom fíghters"
(frelsishermenn) og þeir era fullir
af baráttuþreki og hatri. Þetta era
menn sem glaðir láta lífíð í þágu
fóstuijarðarinnar. Ég er ekki
hljmntur aðferðum þeirra en það
koma stundir er ég skammast mín
fyrir að leggja ekki eitthvað af
mörkum til að hjálpa minni hijáðu
þjóð. Geturðu ímjmdhð þér hvers
konar lífi við lifum? Ekkert land,
engin vegabréf, engin ríkis-
stjóm ... ekkert. Þú sem íslend-
ingur getur auðveldlega sett þig í
spor okkar." Ég ljrfti brúnum. „Jú,
sjáðu til. Það vora norskir víkingar
sem byggðu Ísland, ekki satt? En
í dag erað þið íslendingar og eigið
ykkar land. Hvemig fyndist ykkur
ef Norðmenn tækju nú ísland í sínar
hendur, drægju norskan fána að
hún og skírðu landið Noreg?! Mjmdu
kúga ykkur, ieggja á ykkur óbæri-
lega skatta og jafnvel myrða §öl-
skyldur ykkar. Ég er viss um að .
íslenska þjóðin sæti ekki aðgerðar-
laus. Þið mjmduð sennilega setja á
fót frelsissamtök í líkingu við PLO.
Sá félagsskapur er ekki hryðju-
verkasamtök í eiginlegri merkingu,
þó að þeir hafí staðið fyrir ýmsum
óeirðum. PLO fordæmir oft hryðju-
verk og afneitar öllum tengslum við ,
róttæka einstaklinga eins og t.d.
Abu-Nidal. Það má í raun segja að
PLO sé okkar ríkisstjóm í útlegð
og þeir era opinberir talsmenn pal-
estínsku þjóðarinnar. PLO heldur
einnig uppi aðstoð við fólkið í flótta-
mannabúðunum og sfyrkir náms-
menn út um allan heim.“
„Hryðjuverkamenn eða
olíufurstar"
„Hvers konar hugmjmdir hefur
almenningur um ykkur arabana?"
„Við eram annað hvort olíufúrst-
ar með svört sólgleraugu eða snar-
óðir hryðjuverkamenn! Þessi út-
breidda ímynd fer stundum í taug-
amar á mér en slík fáfræði er mjög
skiljanleg, ef litið er til Qölmiðl-
anna. Þeir keppast við að draga upp
þessa mjmd af okkur. Það er í
stuttu máli sagt frekar erfítt að
vera arabi!" Bassam hlær innilega.
Það er farið að skyggja og ég
geri mér grein fyrir því að við höf-
um rætt saman svo klukkutímum
skiptir. Ég slæ botninn í þetta við-
tal með því að varpa fram spum-
ingu sem mig granar að Bassam
velti fyrir s’ér daglega: „Hvað tekur
nú við hjá þér og hvemig augum
lítur þú á framtíðina?“ Hann situr
þögull um stund en síðan færist
bamslega brosið yfír andlit hans.
„Ég er enn ungur og ég hef lært
mikið af rejmslunni á undanfömum
áram. Ég er vel í stakk búinn að
því leyti. Ég er ekki fullur af
raunsæjum framtíðardraumum
lengur. Ég er t.d. sannfærður um
að við vinnum Palestínu aldrei til
baka. En þrátt fyrir þá hrakspá
mína, gef ég ekki upp von um batn-
andi líf til handa palestínsku þjóð-
inni.
Lítum á staðreyndimar. Við bú-
um ekki í neinni draumaveröld. Ég
segi fyrir mig, að ég get ekki lifað
og hrærst í landi sem er ekki til.
Ég vil búa í landi sem er tíl á heims-
kortinu."
Síðan ég hitti Bassam og tók
þetta viðtal við hann hafa sættir
tekist á milli hans og föður hans.
Hefur faðirinn nú ákveðið að
styrkja son sinn áfram til náms og
fái Bassam skólavist að nýju getur
hann haldið áfrám að mennta sig
í Bandaríkjunum.
Texti: Hrund Hauksdóttir.