Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 43

Morgunblaðið - 16.02.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988 43 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson Tónleik- „Ertu ekki á bíl?“ „Eitt er það hús hér í borginni sem hefur nokkra sérstöðu, Lands- bókasafnið við Hverfisgötu. Þar er gott að koma og hvergi er friðurinn meiri. Það er ástæða til að líta inn þó ekki væri til annars en að leita skjóls frá hávaðanum í nútímanum. Að koma þar við úr önnum dags- ins, fletta t.d. tímaritum, bókum eða biöðum, er beinlínis fræðandi og uppörvandi. Ég hef átt erindi í Landsbókasafnið undanfamar vik- ur. í lestrarsalnum er oft töluvert af fólki við lestur og ýmiskonar rannsóknir, háskólastúdentar, framhaldsskólanemendur, fræði- menn, bókmenntamenn og aðrir áhugamenn. í lestrarsalnum er eins öruggt og tvisvar tveir eru' fjórir að þar er engin popprás í gangi með því gargi sem þeim fylgir. Klukka stór og voldug og komin nokkuð til ára sinna er þar og læt- ur af og til vita hvað tímanum iíður, og alls ekki truflandi, annars himneskur friður, engin hróp eða köil, menn kinka kannski vingjam- lega kolli sjái þeir einhvem koma í salinn sem þeir þekkja. Illugi Jökulsson, blaðamaður, var þar einn morgun í miðri viku í janúarmánuði. Nálgaðist bækur í hillum eins og dýrgripi, helga hluti. í stökum jakka, gallabuxum, skyrtu og með striðnisglampa í augum. Var allt í einu kominn með iítið kver í hendi, að sjá gamalt og slitið, settist í stól við borð nærri glugga og fletti bókinni um stund. Gekk síðan um lestrarsalinn eins og hann snerti varla gólfið, af til- litssemi við þá sem sátu við borðin, kurteis maður, Illugi, þó hann hlífi ef til vill fáum í pistlum sínum á Rás 2. Sama morgun var meðal gesta í lestrarsal Landsbókasafns- ins Baldur Óskarsson, viðskipta- ffæðinemi og vopnabróðir Ölafs Ragnars Grímssonar úr mörgum pólitískum átökum liðinna ára. Allt- af jafn unglegur. í útliti næstum sá sami og ég man hann innan við tvítugt austur í Vík í Mýrdal og þá var hann enn í foreldrahúsum, og er nú að verða fimmtugur, ótní- legt en satt, fæddur árið 1940. Öm Ólafsson, lektor í Kaupmannahöfn og bókmenntagagnrýnandi DV, var einn morguninn í lestrarsalnum. Atvinnu sinnar vegna þarf hann oft að koma á safriið og leita heim- ilda. Hann kom að borði til mín, spurði fretta, alltaf jafn yfirvegað- ur og kurteis, hár og grannur, á miðjum aldri, einn af þessum mönnum sem manni finnst að hljóti að vera tíðir gestir á safninu. Og þeir eru auðvitað margir og koma við í ýmsum erindum. Á staðnum verða jafnvel til skemmtilegar vísur eins og þessi: Um ókunnar bækur ég augunum skima af óþreyju knúinn í svefni og vöku, i Landsbókasafni um leyndustu kima leita að höfundi gamallar stöku. Er ég hafði lokið erindagjörðum í Landsbókasafninu einn dag í lok viku seint í janúarmánuði og kiukkan sló tólf á hádegi, hitti ég niðri í anddyrinu við fatahengið mann sem ég þekki. Ég var að verða of seinn í fiskbúð upp í Hlíðum, fisksalinn var að loka eftir um það bil tuttugu mínútur. — Ertu ekki á bíl? spurði ég. - Bíl? - Já. — Nei, ég á ekki bíl og hef ekki bflpróf. — Jæja, og hefur þú kannski aldrei átt bfl? — Nei, og hef engan áhuga á því. — Nú já, og það er enginn tal- inn maður með mönnum nema hann eigi bíl. — Og jú, jú. Það er nú sama, ég ætla ekki að fá mér bfl. — Alveg ákveðinn? — Já, konan á bfl og fer aldrei út úr húsi nema á bfl, ekki einu sinni út í mjólkurbúð og er búðin þó handan við götuna þar sem við búum. — Af hverju hefurðu ekki feng- ið þér bfl? — Ég á reiðhjól og nota það mikið svo geng ég svona yfirleitt. Ég vinn á skrifstofu og þarf nauð- synlega á einhverri hreyfingu að halda. Ég hef engan áhuga á kransæðastfflu á miðjum aldri. — Við erum þá samheijar. — Samheijar? spurði maðurinn undrandi. — Já, ég á ekki bfl og hef aldr- ei átt og hef ekki heldur tekið bflpróf. — Jæja, en gaman. — Ég vil heldur eiga þak yfir höfuðið en að keyra bfl. — Auðvitað, það skil ég. Það er líka orðið svo mikið af bflum hér á höfuðborgarsvæðinu-að það eru að verða hrein vandræði. — Já, og til eru þau heimili þar sem eru tveir eða þrír bflar. — Veit um eitt heimili þar sem þeir eru fjórir. Einn á hvem fjöl- skyldumeðlim, sagði kunningi minn. Ég var orðinn of seinn í fisk- búðina. Við gengum inn Hverfís- götuna upp Barónsstíginn og yfír að pylsuvagninum. Það var hádegi og kunningi minn á leið í vinnu, úr Landsbókasafninu. Andrúms- loftið var mengað bflaumferðinni. Það vom allstaðar bflar, á götum, bflastæðum. Varla nokkurt pláss fyrir gangandi fólk og því síður hjólreiðamenn. — Og á síðasta ári slógum við öll met, sagði kunningi minn. - Nú, já. — Já, í bílainnflutningi. Aldrei flutt inn meira af bílum og um- ferðin og vegakerfíð löngu hætt að þola alla þessa bflaumferð. Og þegar við gengum yfír Bar- ónsstíginn á homi Bergþómgötu varð á vegi okkar við gangbraut leigubifreið og bflstjórinn flautaði þessi lifandis ósköp. Þó vom við í rétti... um aflýst Af óviðráðanlegum orsökum verður að aflýsa Háskólatónleik- um í Norræna húsinu kl. 12.30 sem halda átti miðvikudaginn 17. febrúar. Næstu tónleikar verða 24. febrúar. Fomleifa- rannsókn- imar í Viðey- MARGRÉT Hallgrímsdóttir fom- leifafræðingur óskar að þess sé getið, í sambandi við samtal við hana um fomleifarannsóknimar í Viðey í Mbl. sl. sunnudag, að Mjöll Snæsdóttir og Sigurður J. Berg- steinsson hafí ásamt henni stjómað uppgreftrinum þar. Þá tók Sigurður myndina af langveggnum, sem birt- ist með gréininni (ne*st á bls. 62), en ekki Hans U. Vollertsen eins og misritaðist í blaðinu. ■íggssr Auðvitað erumviðá Stjömunni svolftið montin ylir þessu! Stjarnan fær verðlaun fyrir gerð útvarpsauglýsingar fm ioz,z SKAPANDIÚTVARP Björgvin Halldórsson, fulltrúi Stjörnunnar, tekur við Gjallarhorninu, verðlaunum fyrir „athyglisverðustu auglýsingu ársins“ i flokki útvarpsauglýsinga, á Broadway siðastliðinn föstudag. Auglýsingin sem Stjarnan gerði var valin „Athyglisverðasta auglýs- ing ársins" í flokki útvarpsauglýsinga síðastliðinn föstudag. íslenski markaðsklúbburinn og Samband íslenskra auglýsingastofa standa að verðlaunum þessum, Gjallarhorninu. Auglýsing Stjörnunnar er um þætti sem voru á Stöó 2 um Sherlock Holmes. Ekta útvarpsauglýsing, sem flytur hlustandann inn í dular- fulla Lundúnaþokuna, þar sem illvirkjar bíða færis. En Sherlock Hol- mes er á næsta leiti... Handrit og hugmynd voru í höndum Björgvins Halldórssonar frá Stjörnunni og Björns Björnssonar frá Stöð 2. Björgvin sá um upp- töku auglýsingarinnar ásamt Magnúsi Viðari Sigurðssyni tæknimanni. Auglýsingin var að öllu leyti unnin í hljóðveri Stjörnunnar, þar sem fullkomin aðstaða er fyrir hendi. Stjanan tekur að sér gerð útvarpsauglýsinga eftir handritum og hugmyndum frá auglýsingastofum og viðskiptavinum A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.