Morgunblaðið - 16.02.1988, Síða 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1988
: 54
fclk í
fréttum
UNGLINGALEIKHÚ SIÐ
Hnífalaust vagg og velta
Unglingaleikhúsið hafnfirska
hélt í fyrri viku 3 skemmtan-
ir í Bæjarbíói fyrir 7.-9. bekkinga
grunnskólana í Hafnarfirði. Fullt
hús og mikil stemming var í öll
skiptin og greinilegt að hafnfírsk-
ur æskulýður kunni vel að meta
það sem félagar þeirra í Unglinga-
leikhúsinu höfðu fram að færa.
Það vakti athygli blaðamanns að
mörg atriðanna voru í vagg og
veltu-stflnum, auk þess sem allir
leikþættimir sem sýndir voru fjöl-
luðu um ástir og sam- og ham-
skipti. Því vatt hann sér að hluta
leikhóps 9. bekkjar Lækjarskóla
sem sýndi söngleikinn um Söndru
og Daníel og spurði þau Alexand-
er Magnússon, Helgu Kristínu
Gilsdóttur.Magnús Stephensen,
Hilmar Erlendsson, Ingibjörgu
Ámadóttur, Sif Ríkharðsdóttur
og Hafdísi Þórðardóttur, hvað ylli
því að þau veldu öll þetta tíma-
bil? „Þetta er einfaldlega
skemmtilegt tfmabil, tónlistin er
full af lífí og §öri, hún er ekki
eins steingeld eins og diskóið.
Gömul lög em vinsæl nú, því veld-
ur meðal annars kvikmyndin „La
Bamba“ og svo auðvitað „Gre-
ase“-Koppafeiti en við byggjum
okkar söngleik á henni."
Flest vora þau á því að efnivið-
urinn, skólakrakkar, ástir og ör-
lög, væra það sem krakkar hefðu
áhuga á. Myndir frá þessum tíma
fjölluðu flestar um þetta efni og
það hefði lítið breyst.
Sýninguna settu þau að mestu
upp sjálf, sömdu texta, fundu
búninga og spunnu samtölin, á
einni viku. „Við eram mjög sam-
rýmd,“ bættu þau við, öll í kór.
Þarf þá svona samiýmdur
bekkur ekki á félagsmiðstöð að
halda? „Nei, í félagsmiðstöðinni
hangir ákveðin klíka sem bætast
örfáir við á ári. Við föram aldrei
þangað."
Blaðamanni lék forvitni á að
vita hvaða augum krakkar í Hafn-
arfírði litu umflöllun um sig vegna
frétta um sprengjulæti á þrett-
ándanum. „Okkur fínnst óréttlátt
að fá þennan stimpil á okkur, lög-
reglan sagði sjálf að 97% þeirra
sem þeir hefðu yfírheyrt hefðu
ekkert gert af sér. Þetta er bara
sýndarmennska í örfáum krökk-
um. Krakkar annarsstaðar að, til
dæmis úr Reykjavík, halda að við
séum alveg snarvitlaus vegna þess
sem þau lesa um okkur en svo
era þau sjálf að stinga hvert ann-
að með hnffum. Hér ganga sára-
fáir með hnífa.
Gefur þessi skemmtun þá sann-
ari mynd af ykkur? „Tvímæla-
laust, við eram fyrirmyndarangl-
ingar.“
Við spjölluðum einnig stuttlega
við Hjálmar Öm Guðmarsson,
formann nemendaráðs Öldutúns-
skóla, kjmni á skemmtuninni og
leikara í „Lokaballinu". Hann
sagði þetta vera í þriðja sinn sem
hátíðin væri haldin en auk hennar
yrði íþróttahátíð og öllu lyki svo
með sameiginlegu balli skólanna
þriggja. Hjálmar taldi að vinna
að hátíð sem þessari yki samskipt-
in milli skólana til muna, en undir-
búningurinn hefur staðið yfír frá
því fyrir áramót og hefur tekið
mikinn tíma. „Þessi skemmtun
segir mun meira um okkur en
fréttir af ólátum. Með henni fáum
við tækifæri til að sýna hvað í
okkur býr.“
Lista- og menningarklúbbur
Víðistaðaskóla sýndi „Bleika
fílinn“ á þriggja skóla skenunt-
uninni í Bæjarbíói.
SKATTSVIKARAR
Knapinn
knáibakvið
Lester á hátindi frægðar sinnar.
lás og slá
Lester Piggott má muna sinn fífíl
fegri, svo mikið er víst. Alveg
fram á mitt ár í fyrra var hann talinn
einn af bestu knöpum heims, sumir
sögðu jafnvel sá besti en nú dúsir
hann bak við lás og slá og mun dvelj-
ast þar næstu þijú árin.
Það sem leiddi Lester út af hinum
þrönga vegi dyggðarinnar og varð
honum að endingu að falli var græðg-
in. í rúm tíu ár sveik hann undan
skatti, alls 3,2 milljónir punda, án
þess að depla auga. En þegar skatta-
yfírvöld komust með fínguma í
skattamál hans fór að káma gama-
nið. Lester afplánar nú þriggja ára
dóm í Highpointfangelsinu og hlýtur
nákvæmlega sömu meðferð og sam-
fangar hans. Honum er lítil huggun
í að vita að enn streyma aðdáenda-
bréfin heim til hans og mun tvívegis
hafa reynt að svipta sig lífí. Honum
gefst ekkert tækifæri til að komast
á hestbak, verður að láta sér nægja
að hugsa um þá. „Þegar ég kem í
heimsókn, þá eru hestamir það fyrsta
sem hann spyr um,“ segir kona hans.
Enda varla furða, því af 52 áram
ævi sinnar, hefur hann starfað sem
knapi í 38 ár. Á ferli sínum tók hann
þátt í rúmlega 20.000 keppnum, vann
4.350 sinnum, varð 2.992 sinnum í
öðra sæti og 14.141 sinni I þriðja
sæti. Hann vann sér inn um 23 millj-
ónir punda og lét sér ákaflega annt
um að gerð væra skil á hverri krónu.
Hann bjó ásamt konu sinni í ákaflega
látlausu húsi og lagði nærri alla pen-
ingana inn á bankareikning sem eng-
inn vissi um. Eini munaðurinn sem
hann leyfði sér, voru hraðskreiðir
bflar. Og þeim ók hann eins og hann
væri á hestbaki, geystist í gegn hvar
sem hann sá smugu.
Allt heyrir þetta nú fortíðinni til
og eina farartækið sem hann ekur
nú. er vagninn undir óhreina þvottinn.
COSPER
■Nei, forstjórínn er farínn í sumarfrf.