Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 1
112 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
61.tbl. 76.árg.______________________________________SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Brunað á bílslöngu
Morgunblaðið/RAX
Panama:
Hart brugðist við greiðslu-
stöðvun Bandaríkjamanna
Panamaborg, Reuter.
STJÓRNIN í Panama hefur ákveðið að stytta vinnutíma opinberra
starfsmanna í þeim tilgangi að minnka útgjöld ríkisins. Þessi ákvörð-
un kemur í kjölfar aðgerða Bandaríkjastjórnar sem hefur stöðvað
reglubundnar greiðslur til Panama með það fyrir augum að bola
Manuel Antonio Noriega hershöfðingja frá völdum.
Suður-Afríka:
Fundinn
risastór
demantur
Kimberley, Suður-Afrfku. Reuter.
SKÝRT var frá því í gær að
fundizt hefði næststærsti dem-
antur heims í Suður-Afríku.
Demanturinn fannst á miðju ári
1986 í námu De Beers-fyrirtækisins
skammt frá Pretoríu. Fundinum var
haldið leyndum þar til í gær, á
hundrað ára afmæli fyrirtækisins.
Vó hann 599 karöt en þegar hann
hefur verið skorinn og slípaður
verður hann að líkindum á fjórða
hundrað karöt. Aðeins einn demant-
ur, Cullinan I, sem geymdur er í
gimsteinasafni brezku krúnunnar,
er stærri.
„Þetta er draumasteinn, litur
hans er fullkominn," sagði Julian
Ogilivie Thompson, forstjóri De
Beers. Hann sagði að steinninn yrði
skorinn og slípaður og síðan seldur
hæstbjóðanda. Verðmæti steinsins
skiptir tugum milljóna dollara, að
sögn Ogilvie Thompson.
Tveir gervi-
hnettír á braut
umjörðu
París. Reuter.
EVRÓPSKU geimflauginni Ar-
iane-3 var skotið á loft í fyrri-
nótt frá frönsku geimferðastofn-
uninni í Kourou í Frönsku-
Guiana og tuttugu mínútum síðar
var frönskum og bandarískum
fjarskiptahnöttum komið á braut
um jörðu.
Geimskotið var fullkomið og var
hið þriðja í röðinni eftir rúmlega
árs hlé vegna bilana. Ariane-flaugin
flutti að þessu sinni tvo fjarskipta-
hnetti, franskan Telecom lC-hnött
og bandarískan Spacenet III/Geo-
star ROl-hnött, sem er í eigu fyrir-
tækisins GTE Spacenet. Er hann
fyrsti bandaríski fjarskipahnöttur-
inn, sem skotið er á loft í rösk tvö
ár. Var hnöttunum komið á braut
yfír miðbaug.
Stjómvöld í Washington ákváðu
á föstudag að stöðva um stundar-
sakir mánaðarlegar greiðslur, sem
nema um 6,5 milljónum dollara,
vegna afnota af Panama-skurði.
Ronald Reagan forseti hét á föstu-
dag að aðstoða Panama við að koma
efnahagslífi landsins á réttan kjöl
þegar Noriega væri farinn frá. „Eg
hef tekið ákvarðanir sem miða að
því að koma Noriega frá völdum
og koma á réttlátri lýðræðisstjóm
í Panama,“ sagði forsetinn, „þegar
því marki er náð em Bandaríkin
tilbúin til að aðstoða stjóm landsins
við að komá á heilbrigðu efna-
hagslífí," sagði Reagan í yfírlýsingu
þegar tilkynnt var um greiðslu-
stöðvunina.
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna tilkynnti í gær að
árlegar greiðslur vegna olíuleiðsla
Bandaríkjanna í Panama hefðu
einnig verið frystar í bandarískum
bönkum að beiðni fyrrum forseta
Panama. Eric Arturo Delvalle.
Bankar í Panama hafa nú verið
lokaðir í viku vegna aðgerða af
hálfu Bandaríkjastjórnar.
Stjómin í Panama sagði á
fímmtudag að ekki væri nægt fé
fyrir hendi til að greiða 150.000
ríkisstarfsmönnum laun í næstu
viku og fresta þyrfti útborgun
launa. Einnig var tilkynnt að vinnu-
tími starfsmanna ríkisins yrði stytt-
ur til að draga úr útgjöldum. Opin-
berir starfsmenn munu hér eftir
ekki fá matartíma greidda og hefur
vinnudagurinn verið styttur í 5
klukkustundir. Vinna hefst klukkan
7.30 á morgnana sem er talsvert
fyrr en verið hefur. Er þetta gert
til þess að minnka kostnað við loft-
kælingu að því er forseti landsins,
Manuel Solis Palma, sagði í sjón-
varpsávarpi á föstudag.
Sjá viðtal við Þóri Ö. Ólafsson,
íslenskan skiptinema í Pan-
ama-borg, á bls. 2.
Nepal:
38 létu lífið
í troðningi
Kathmandu, Nepal. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 38 manns
létu lífið og yfir 300 slösuðust
þegar þúsundur manna reyndu
að ryðjast útaf knattspyrnuvelli
í Kathmandu í Nepal í gær.
Mikið haglél gekk yfír borgina
meðan á knattspymuleik stóð.
Hugðust þúsundir áhorfenda
hlaupa í skjól og mddust að hliðum
vallarins. I örtröðinni leið yfir tugi
manna, sem tróðust undir. Talið var
að tala látinna ætti eftir að hækka.
Lögregla hafði lokað útgöngu-
hliðum vallarins og neitaði að opna
nema fá boð yfírvalda þar að lút-
andi.
Vopnasölumálið:
Poindexter og North
verða senn ákærðir
Washington, Reuter.
ÁKÆRUR verða senn gefnar
út á hendur fyrrum ráðgjöfum
Bandaríkjaforseta vegna
vopnasölunnar til írans og
flutnings ágóðans til kontra-
skæruliða í Nicaragua, sam-
kvæmt upplýsingum manna,
sem vinna að rannsókn málsins.
Fjórir menn verða ákærðir fyrir
glæpsamlegt athæfi í framhaldi
af játningum Roberts McFarlane,
fyrrum öryggisráðgjafa Banda-
ríkjaforseta. Það em John
Poindexter, sem tók við starfí
öryggisráðgjafa af McFarlane,
Oliver North, starfsmaður þjóða-
röryggisráðsins og aðstoðarmað-
ur Poindexters, Richard Secord,
fyrmm hershöfðingi í flughemum
og samstarfsmaður hans, vopna-
salinn Albert Hakim.
McFarlane hefur komizt að
samkomulagi við ákæmvaldið um
samvinnu í réttarhöldunum. Sam-
kvæmt því ætlar McFarlane að
lýsa sig sekan um að hafa haldið
mikilvægum upplýsingum leynd-
um fyrir Bandaríkjaþingi. Há-
marksrefsing, sem hann á yfír
höfði sér, er fjögurra ára fang-
elsi, en talið er að Lawrence
Walsh, saksóknari, muni ekki
krefjast þeirrar refsingar.