Morgunblaðið - 13.03.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.03.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 LANGUEDOC ROU SSILLON Frakkland skiptist í 22 héruð. Á sama hátt og hverfin í Parísarborg hafa hvert um sig sitt sérstæða svipmót eru héruðin mjög ólík og bera hvert sinn svip. Þótt þetta hafi jafnast nokkuð á síðari árum, eins og alls staðar annars staðar, er fjölbreytnin ótrúlega mikil. Það finnur gesturinn vel. Loftslag er þarna auðvitað stór áhrifavaldur, enda mannlíf allt ólíkt í hlýju og mildu loftslaginu við Miðjarðarhafið eða hryssingnum á norðurströndinni og út við Atlantshaf eða uppi í háfjöllum austur við Sviss. Mestur er auðvitað munurinn á Norður- og Suður-Frakklandi og íbúunum þar, norðurfrá eru afkomendur keltneskra manna, norrænna víkinga og flandrara, eins og þeir sem sóttu sjó á íslandsmið og voru líkari írum og Islendingum í útliti, og á hinn bóginn Suður-Frakkar, sem eru lágvaxnari, þéttir á velli og dökkir á brún og brá. Um þessi svæði hafa um aldir leikið ólíkir menningarstraumar. rómanskir um suðursvæðin. Það hérað, sem hér er um fjallað og blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti síðari hluta nóvember á þessu hausti, nefnist Languedoc-Roussillon og liggur meðfram Miðjaðarhafsströndinni, frá landamærum Spánar og að ánni Rón og teygir sig upp frá ströndinni eftir láglendinu upp I Cavenna-fjöll og þar sem nefnist Massif Central. Landslag er þvi margbreytilegt og jafnframt það sem þar er að sjá, rómversk og spönsk áhrif í menningarverðmætum, hellar í fjöllunum og strönd Miðjarðarhafsins alsett ferðamannabæjum. Vestanverð Miðjarðarhaf sströnd Frakklands er tiltölulega lítt kunn íslensku ferðafólki, sem fremur hefur sótt gamalgrónu staðina austan við Rón með Nissa og Cannes. Þó hefur a.m.k. ein ferðaskrifstofa gert út ferðir til nýrrar ferðamannamiðstöðvar, Cap d’Agde. Carcassonne er líkust virkisborg úr kvikmyndum Walts Disneys, en hún er einna best varðveitt af rómversku borgunum í Evrópu, enda mikið sótt af ferðafólki. Hérað alsett fomum minjum og strandbæjum ferðamanna Frá ferðamannastöðunum á ströndinni eða einhveij- um gamla menningar- bænum er auðvelt að fara um, t.d. í bílaleigubíl. Nóg er að sjá. Má nefna þriðja mest sótta ferðamannastað Frakklands, gömlu kastalaborgina Carcassonne eða foma rómverska veginn með þriggja hæða brúnni Le Pont du Gard í námunda við Nimes, sem dregur nærri því jafnmarga ferða- menn. Blaðamaður Mbl. hafði að- setur í borginni Montpellier, um 10 km upp af ströndinni miðri, og tók sér dagsferðir í vesturátt til borg- anna Carcassone og Perpignian að Pyrenea-fjöllunum og síðan í aust- urátt til Nimes og til borganna á héraðsmörkunum við Rón, hinnar frægu Avignon þar sem páfamir sátu um hríð og Arles, þar sem Van Gogh festi landslag og gróður á fræg léreft síðustu ár sín. Auk þess sem komið var í bæina á ströndinni t.d. gamla bæinn Sete. Þaðan eru daglegar skipaferðir yfir til Afríku sem flytja afrísk áhrif, eins og spönsk og ítölsk komu yfir landa- mærin. Einnig var komið til nýja túristabæjarins La Grande Motte með nútíma pýramídahótelum og íbúðahótelabyggingum „a la Cor- busier". En ferðin inn í landið í átt til hvítu kalksteinstindanna á fjöll- unum, sem blöstu við á góðviðris- dögum, og í hina frægu sérkenni- legu hella á borð við La Grotte des Demoiselle, varð að bíða eins og svo margt annað. En næg ástæða er samt til að kynna þetta svæði og benda Suðurlandaförum á það. Líkust kastalaborg frá Walt Disney Til að nýta daginn var hrað- brautin A 9, sem kemur alla leið frá París um Rón-dalinn og til Spán- ar, tekin í vestur frá Montpellier, þar sem hún liggur skammt ofan við strönd Ljóna-flóans, eins og krikinn í sveigjunni til Spánar nefn- ist, en hún heldur svo áfram í vest- ur, m.a. til hafnarborgarinnar Bordeaux út við Biscaya-flóa. En þangað má líka komast eftir skipa- skurðum, ef fólk vill fá sér bát og sigla. Við tökum á „Vegamótum tveggja hafa“ þá Ieiðina á þurru landi eftir veginum sem liggur frá Miðjarðarhafinu til Toulouse og Bordeaux. Á hægri hönd gnæfír upp úr gamla rómverska bænum írisblómin sem Van Gogh málaði má enn sjá í Fuglalíf er auðugt i Camargue, sem er í óshólmum nánd við Arles, alveg eins og hallandi kýpru- Rónfljóts. Þar eru m.a. rauðu flamingóarnir. strén hans og sólblómin. Myndin seldist á met- verði, hátt í 2 milljarða ísl. króna, á uppboði í New York. Á strönd Miðjarðarhafsins standa sumardvalarbæimir þétt eins og perlur á bandi. Þetta er La Grande Motte, sem byggt var upp á 20 árum með skrýtnum nútímahúsum og allri þjónustu við ferðamenn. Narbonne hin fræga dómkirkja frá 1272, enda ein hæsta gotneska dómkirkjan sem til er. En fyrstu minjamar sem við gefum okkur tíma til að skoða eru minjar um Katarana, sem voru sértrúarflokk- ur, sem trúði fremur á Jesús Krist sem mann en guðsson og lentu í miklum hremmingum fyrir. Frá þeim er kominn katarakrossinn, sem er orðið skjaldarmerki héraðs- ins. Er þama nú ávalur útsýnistum fyrir ferðafólk og sérstaklega smekklega gengið frá öllu, ljóskast- arar og mslatunnur vel falið í steyptum kúlum, svo það falli að landslagi. Ekki er langt í kalksteins- hæðina Corbieres, sem Languedoc- vínið er kennt við, enda hér fram- leitt. En héraðið allt hefur löngum lifað á vínrækt, svo sem vínekrum- ar allar bera ljósan vott um. Það hefur þó fremur framleitt ódýr vín, en í miklu magni og eiga bændur nú í vök _ að verjast á harðnandi markaði. Á þessum slóðum er landið magurt, enda kalkjarðvegur. En þama vaxa þó villtar jurtir, sem við emm vanari að þekkja sem kryddduft í baukum, svo sem rose- marin, timian og mikið er þar af lavander-ilmjurtinni. Carcassonne er tilsýndar líkust kastalaborg úr kvikmynd Walt Dis- neys, enda er það stærsta miðalda- virki Evrópu og einna best varð- veitt. Á kvöldin era virkisveggimir og tumspímmar hringinn í kring- i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.