Morgunblaðið - 13.03.1988, Side 31

Morgunblaðið - 13.03.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 31 Neytenda- samtökin: Engar áreið- anlegar upp- lýsingar um fram- leiðslu- kostn- að matvæla Ríkið stofni upp- lýsingaskrif stof u Neytendasamtökin hafa farið þess á leit við stjórnvöld að kom- ið verði á fót sérstakri upplýs- ingaskrifstofu við Verðlags- stofnun, sem veiti hlutlausar upplýsingar um framleiðslu- kostnað matvæla hér á landi og i nágrannalöndunum. í fréttatil- kynningu frá neytendasamtök- unum segir að allar helstu upp- lýsingar í sambandi við verðlagn- ingu á landbúnaðarvörum komi frá aðilum tengdum landbúnað- inum og því liggi engar hlut- lausar og áreiðanlegar upplýs- ingar fyrir. Það eru hagsmunir allra neyt- enda að áreiðanlegar upplýsingar séu öllum aðgengilegar, segja Neyt- endasamtökin, en þessi skortur á upplýsingum hafi veikt stöðu full- trúa neytenda í verðlagsnefnd. Til dæmis hafí engar áreiðanlegar upp- lýsingar legið fyrir þegar óskað var eftir opinberri verðlagningu af full- trúum fuglabænda og kartöflu- framleiðenda. Þá hafí ýmsir stjómmálamenn gefíð rangar upplýsingar að und- anfömu um niðurgreiðslur í ná- grannalöndum okkar til að réttlæta innflutningsbönn og skattlagningu. Hækkun á jöfnunargjaldi á frönsk- um kartöflum úr 40% í 190% hafi verið gerð á þeim forsendum að kartöflur séu niðurgreiddar erlend- is, en raunin sé sú að kartöflur séu ekki niðurgreiddar í Evrópubanda- laginu, og því verði að líta svo á að landbúnaðarráðherra hafi mis- notað vald sitt, segir í fréttatilkynn- ingu Neytendasamtakanna. Veiðimálastofnun: Ráðstefna umhafbeit YFIR 30 fyrirlestrar verða haldnir á ráðstefnu um hafbeit sem Veiðimálastofnun og Lands- samband fiskeldis- og hafbeitar- stöðva halda á Hótel Loftleiðum dagana 7.-9. april næstkomandi. Er þetta stærsta ráðstefna sem Veiðimálastofnun hefur haldið. Á ráðstefnunni verður fjallað um flest sem snertir hafbeit. Helstu efnisflokkar eru: Þróun hafbeitar hér og erlendis. Val á stofnum og kynbætur. Sjúk- dómar og sjúkdómavamir. Fram- leiðsla og gæði gönguseiða. Val á sleppistað og aðferð við sleppingu. Markaðsmál, lánamál og arðsemi. Reynsla af hafbeit hjá helstu haf- beitarstöðvum hér á landi. Valdimar Gunnarsson sjávarút- vegsfræðingur hjá Veiðimálastofn- un segir að ráðstefnan sé einkum ætluð stjómendum og starfsmönn- um hafbeitarstöðva og þeim sem huga hafa á að hefja slíkan rekst- ur. Ráðstefnugjald er 3.500 kr. og segir Valdimar væntanlegir þátt- takendur þurffl að tilkynna sig til Veiðimálastofnunar fyrir lok þessa mánaðar. TISKAOG HONNUN l.tbl. 1988 nr.22 Nýtt,glæsilegt og efnismikið blað í verslunum um allt land VOR OG FRÁ ORKA í LÉTTIR Cs fO as ÍN i Os feins er boðil^1 ^ -Stu íbúðagisyn PP a nyju amJþ ggía viknlf' ^eg{ o)) ‘pcr- V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.