Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 49

Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988 49 störf, og gerðu kröfur til líkams- þróttar og vinnusemi, cg gat hann sér alls staðar góðs orðs. Ólatur var hann að rétta hjálparhönd foreldr- um sínum við bílastúss eða blað- dreifíngu. Hnýttist hann þeim sterkari böndum en oftast gerist með pilta á hans reki. Enda þótt störf hans og tóm- stundir veittu honum mikla lífsfyll- ingu, var samt hans mesta gæfa í lífínu að eiga sér gott heimili og samhenta fjölskyldu, foreldra, systkini, ömmu og frændfólk, sem öll sýndu honum ástúð og umönn- un, sem ég veit að Sævar er þakk- látur fyrir. Ég er þess fullviss að Sævar var aðnjótandi á sinni stuttu ævi ekki minni lífshamingju en margir njóta, sem auðið er lengri lífdaga. Heimilið í Ljósheimum, á neðstu hæð, er þekkt fyrir gestagang og myndarskap og sterk fjölskyldu- bönd. Tók Sævar jafnan á móti gestum þar glaður og hress. Þó móðir hans og faðir munu sakna sólargeislans síns, þá veit ég að þau treysta því fullkomlega að hann sé áfram í góðum höndum, á heimili guðanna í ljósheimum í efstu hæðum. Við megum því vera viss um að hann tekur hress og glaður á móti okkur þar, ættingjum og ijölskylduvinum, þegar kallið okkar kemur. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Þorsteinn Magnússon Jarðarförin fer fram mánudaginn 14. mars. Við gömlu félagamir urðum felmtri slegnir er sú harmfregn barst okkur til eyma að hann Sævarværi dáinn. Ósjálfrátt vakn- aði sú spurning hvers vegna þessi ungi og lífsglaði piltur væri sviptur brott svo skyndilega. En' slíkt er víst ekki á okkar færi að skilja. Sú stund stendur oþkur skýrt fyrir hugskotssjónum er við útskrif- uðumst úr Vogaskóla fyrir 6 árum, með lífið framundan sem óskrifaða bók. Ærsl bemskuáranna voru að baki. Saman áttum við skólafélag- arnir fjölmargar góðar stundir sem aldrei munu gleymast. Ekki gmn- aði okkur að einn okkar mundi hell- ast úr lestinni, svo snemma. Síðan héldum við hvert í sína áttina en alltaf var jafn gaman að hitta Sævar, hressan og tápmikinn. Þá voru rifjuð upp æskubrekin og slegið á létta strengi. Sævar kveðjum við með söknuði. Hann mun ætíð lifa í hugum okkar. Fjölskyldu hans sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Gömlu skólafélagarnir úr Vogaskóla Blómabúöin vor Austurveri Sími 84940 Blómaskreytingar tækifæri. VisaogEuro Skreytum við öll tækifæri IHM.G • Reykjawikurvegi 60, eími 63848. i? Alfheimum 6, simi 33978. Bæjarhrauni 26, afml 50202. _ * Prófessor Armann Snæv- arr flytur erindi í Jónshúsi Kaupmannahöf n. PRÓFESSOR Armann Snævarr hélt erindi í félagsheimilinu í Jóns- húsi fyrir skömmu, en hann hefur dvalið ásamt konu sinni, frú Val- borgu Sigurðardóttur fv. skóla- stjóra, í fræðimannsíbúðinni und- anfarna mánuði. Nefndi hann er- indi sitt Hæstiréttur Danmerkur sem æðsti dómstóll íslands 1800— 1920. Erindi prófessors Ármanns var afar fróðlegt og vel flutt og vakti mikla athygli viðstaddra, sem margir hveijir voru löglærðir. Hefur fræði- maðurinn notað dvöl sína hér í Höfn til að kanna frumheimildir í hæsta- réttardómum á áðumefndu árabili og hefur algjörlega óheftan aðgang þar að og birtingarleyfí. Dómar Landsyfírréttar og Hæsta- réttar Danmerkur eru allir komnir út og vom 4 síðustu bindin gefin út í umsjá próf. Ármanns Snævarr. Próf. Ármann sagði frá stofnun Hæstaréttar Danmerkur 1661, sem varð æðsti dómstóll íslendinga til 16. febrúar 1920 og lýsti endurheimt íslendinga á æðsta dómsvaldi, sem markaði skýr kaflaskil í sögu íslenzku þjóðarinnar og var stór þátt- ur í sjálfstæðisbaráttunni. Lagði próf. Ármann áherzlu á, hve mikilvægt það var íslenzkri tungu, að dómsmálið var íslenzkt eins og einnig mál kirkjunnar, nema hvað nokkrir dómar Landsyfírréttar eru ritaðar á dönsku í 20 ár, til 1869, þar sem málsaðili var erlendur. Dóm- ar í Færeyjum eru til að mynda enn á dönsku og voru það oft í Noregi á þessum tíma. 338 málum var skotið til Hæsta- réttar Danmerkur á tímabilinu 1800—1920. Ekki taldi ræðumaður danska hæstaréttardómara hafa orð- ið til að herða íslenska refsidóma, nema í einstaka tilfelli. Yfirleitt mil- daði Hæstiréttur frekar dómana og lagði alúð við úrlausn mála. Að lokum sagði próf. Ármann all ítarlega frá dr. Vilhjálmi Finsen, en Prófessor Armann Snævarr hann er eini íslendingurinn sem átt hefur sæti í Hæstarétti Danmerkur sem reglulegur dómari og var hann einn af merkustu réttarsögufræðing- um á Norðurlöndum á sl. öld. — G.L.Ásg. «beU3 9'a'£®duf9Ía'dS eoo 0.K}sf[nl(|(| rsk5*u~ Frumrli GJALDDAGI .FYRIRSKIL . A STAÐGREIÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afd.eginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein“. Skilagrein berað skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.