Morgunblaðið - 13.03.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1988
55
Elvar Einarsson framleiðslusljóri:
Verkfall yrði
skaði fyrir alla
AF ÞEIM 300 félögnm í Jökli ,
sem fœru í verkfall, ef af yrði
starfa 180 hjá Fiskiðju Kaup-
félags Austur-Skaftfellinga. El-
var Finnsson framleiðslustjóri
sagði það ekkert vafamál vinnsl-
an lamaðist ef til verkfalls kæmi
þvi allt verkafólkið væri í Jökli.
„Verkfall yrði hroðalegt, skaði
fyrir alla,“ sagði Elvar.
„Við höfum vissulega orðið varir
við óánægju fólks, en þetta er spur-
ingin um afkomuna. Það þarf að
minnka kostnaðarliði, eins og til
dæmis hráefniskostnað. Frystingin
er rekin með tapi en salfiskvinnslan
lítur þokkalega út. Hún stendur
líklega undir einhveijum launa-
hækkunum. Um helmingur fram-
leiðsluverðmætis hússins kemur úr
saltfiskvinnslunni, um 3300 tonn.
Við getum ekki enn sagt nákvæm-
lega til um afkomu síðasta árs en
hún skilaði einhveijum arði. Svo
skammt er liðið á þetta ár að ekk-
ert er hægt um það að segja.“
Elvar Einarsson framleiðslustjóri KASK.
Morgunblaðið/Árri Sæberg
Lág laun og matar-
skattur gerðu útslagíð
- segja starfstúlkur í mötuneyti KASK
f MÖTUNEYTI fiskvinnslu
KASK starfa þær Pálína Sig-
hvatsdóttir og Margrét Jóhanns-
dóttir. Þær voru báðar á fundin-
um sem samþykkti verkfalls-
heimild. „Samstaðan var mikil,
sjaldan hafa verið eins margir á
fundum hjá verkalýðsfélaginu og
þá,“ sögðu Pálina og Margrét.
Astæðuna sögðu þær fyrst og
fremst vera lág laun og hækkun
á nauðsynjavöru.
„Matarskatturinn um áramótin
var eitt af því sem fyllti mælinn.
Það er vonlaust að lifa kaupinu eins
og það er í dag. Við erum með
37.000 í fastakaup á mánuði en
ættum að hafa minnst 45.000.“
Aðspurðar um, hvaða vonir þær
byndu við samningana sögðust þær
gera sér vonir um nokkra kaup-
hækkun. Ef ekki semdist væru þær
reiðubúnar að fara í verkfall. „Við
gerum okkur þó ekki neina grein
fyrir hve lengi við myndum þola
verkfall að svo stöddu.“
Fjölmennustu mót sumarsins verða væntanlega fjórðungsmótið á Kaldármelum og Islandsmótið í hestai-
þróttum sem haldið verður í Mosfellsbæ.
Islandsmót og fjórðungs-
mót hápunktar sumarsins
________Hestar____________
Valdimar Kristinsson
Gengið hefur verið frá niður-
röðun hestamóta fyrir árið 1988
af hálfu Landssambands hesta-
mannafélaga. Sífellt reynist erf-
iðara að raða hestamótum sum-
arsins niður þar sem mótum virð-
ist fjölga með hveiju árinu. Þó
virðist sem viðunandi röðun hafi
náðst í þetta skiptið en þess ber
að geta að eftir er að koma fyr-
ir Bikarmóti íþróttadeilda á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þau mót sem bera hæst á þessu
ári eru íslandsmótið í hestaíþróttum
sem haldið verður í Mosfellsbæ um
miðjan ágúst og fjórðungsmót Vest-
urlands sem haldið verður á Kaldár-
melum í Kolbeinsstaðarhreppi um
mánaðamótin júní-júlí.
Mikið verður lagt í íslandsmótið
að þessu sinni þar sem þetta verður
tíunda íslandsmótið sem haldið
verður. Ef að líkum lætur verður
þetta einnig fyrsta íslandsmótið
sem haldið verður undir merkjum
íþróttasambands íslands, en það
ræðst væntanlega af því hvort búið
verður að stofna sérsamband hesta-
manna innan ÍSÍ. Eftir upplýsing-
um sem fengust á skrifstofu ÍSÍ
hafa fjögur héraðssambönd óskað
eftir stofnun sérsambands en ef sex
sækja um slíkt ber ÍSÍ skylda til
að boða til stofnfundar. Er því áríð-
andi að þær íþróttadeildir hesta-
mannafélaga sem eiga eftir að
ganga frá inngöngu í héraðssam-
bönd að ganga frá þeim málum hið
fyrsta.
Reiðhöllin kemur inn í þessa nið-
urröðun með þijár samkomur sem
þeir kalla „Hestadaga" og verða í
fyrri hluta mars, apríl og maí. Að
öðru leyti má segja að hestamót
sumarsins verði með svipuðu sniði
og verið hefur undanfarin ár. Niður-
röðun móta sumarsins er á þessa
leið:
Mars
5.- e. Reiðhöllin hestadagar Víðidalur
26. Fákur vetrarkappreiðar u 3 3 >
Apríl
2. Svaði bæjarkeppni Höfðavatn
9.-10. Reiðhöllin hestadagar Víðidalur
21. Geysir firmakeppni Hella
21. Kópur firmakeppni Kirkjubæjarkl.
21. Sindri fírmakeppni Vfk, Mýrdal
21. Fákur firmakeppni VíðidaJur
23. Andvari firmakeppni Kjóavellir
23. Geysir íþróttamót Gaddastaðaflatir
30. Geysir fírmakeppni Hvolsvöllur
30. Gustur fínnakeppni Glaðheimar
30. Sleipnir íþróttamót Selfoss
Mai
1. Smári fírmakeppni Flúðir
1. Snæfaxi fírmakeppni Þórshöfn
7. Stóðhestastöðin sýning Gunnarsholt
7. Sörli firmakeppni Söriavellir
7.- 8. Gustur íþróttamót Glaðheimar
7.- 8. Reiðhöilin hestadagar Víðidalur
8. Smári íþróttamót Kálfárbakkar
12. Sörli fþróttamót ungi. Söriavellir
12. Hörður firmakeppni Varmárbakkar
12.-13. Fákur íþróttamót ungl. Víðidalur
13.-14. Sörli íþróttamót Sörlavellir
14. Andvari gæðingakeppni Kjóavellir
14. Ljúfur firmakeppni Reykjakot Ölfusi
14. Máni firmakeppni Grindavík
14.-15. Fákur fþróttamót Víðidalur
14.-15. Faxi íþróttamót Borgames
21. Sleipnir firmakeppni Selfoss
21. Gustur gæðingakeppni Glaðheimar
19., 20., 23. Fákur hvítasunnukappr. Vfðidalur
23. Blær firmakeppni Neskaupstað
27.-28. Hörður íþróttamót Varmárbakkar
28. Andvari íþróttamót Kjóavellir
28. Dreyri íþróttamót Æðaroddi
28. Máni íþróttamót Mánagrund
Júní 4. Glæsir hestaþing Sigluljörður
4.- 5. Geysir hestaþing Gaddastaðaflatir
4.- 5. Búnsamb. Suðuri. héraðssýning Gaddastaðaflatir
4.- 5. Sörii hestaþing Söriavellir
11. Gnýfari firmakeppni Ólafsfirði
11.-12. Máni hestaþing Mánagrund
11.-12. Hrossar. Skagf. héraðssýning Vindheimamelar
11.-12. Suðurlandsmót í hestaíþr. (opið) Gaddastaðaflatir
17. Þytur firmakeppni Hvammstangi
18. Faxi Faxagleði Faxaborg
18.-19. Háfeti/Ljúfur hestaþing Reykjakot, Ölfusi
18.-19. Hrsamb. Eyjafj./S-Þ. héraðssýning Melgerðismelar
18.-19. Svaði hestaþing Hofsgerði
24.-25. Hörður hestaþing Varmárb./Amh.
24.-25. Þytur hestaþing Króksstaðamelar
24.-25. Grani/Þjálfi hestaþing Húsavík
25. Glaður hestaþing Nesoddi
25. Sindri hestaþing Pétursey
25.-26. Dreyri hestaþing Ölver
25.-26. Freyfaxi hestaþing Iðavellir
25.-26. Neisti/óðinn/Snarf. hestaþing Blönduós
25.-26. Homfirðingur hestaþing Fomustekkar
26. Snæfaxi/Feykir/GIÓf. hestaþing Lönguhlfðarmelar
Júlí
30.- 3. Fjórðungsm. Vesturi. Kaldármelar
2. Gnýfari/Glæsir/Fljót vináttumót ólafsfírði
2. Kópur hestaþing Sólv., Landbroti
2.- 3. Blær hestadagar Kirkjubólseyrar
9. Blakkur/Kinnskær hestaþing Sólheimar i
15.-16. Stormur hestaþing Sandar í Dýraf.
16.-17. Sári/Sleipnir hestaþing Mumeyri
29.-31. Léttfeti/Svaði/Stfg. hestamót Vindheimamelar
31. Logi hestaþing Hrísholt
Ágúst
5— 6. Sunnl. hestam.fél. stórm. kynb.sýn. Gaddastaðaflatír
12.-14. íslandsmót f hestaíþróttum Varmárb., Mosfb.
18. Svaði firmakeppni Hofsgerði
13. Trausti hestaþing Laugardalsvellir
20. Þytur íþróttamót Króksstaðamelar
Blómsveigur lagður að leiði
Siguijóns Péturssonar Álafossi
100 ÁR voru liðin frá fæðingu
Siguijóns Péturssonar, Álafossi,
miðvikudaginn 9. mars, en hann
var aðal hvatamaður að stofnun
íþróttasambands íslands. Birtist
ítarleg grein af því tOefni hér f
Morgunblaðinu þann dag.
Að morgni þess sama dags lagði
framkvæmdastjóm ÍSÍ blómsveig
að leiði Siguijóns Péturssonar, að
viðstöddum nánustu ættingjum Sig-
uijóns, svo og fyrrverandi forseta
og framkvæmdastjóra ÍSÍ og Þor-
steini Einarssyni fyrrv. íþróttafull-
trúa ríkisins. Var myndin tekin við
það tækifæri.