Morgunblaðið - 19.03.1988, Page 4

Morgunblaðið - 19.03.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 VEÐUR Listasafn alþýðu: Frímerkja- sýningin LÍFÍL ’88 í LISTASAFNI alþýðu stendur nú yfir frímerkjasýningin LÍF- ÍL '88. Landssamband íslenskra frímerkjasafnara stendur fyrir sýningunni í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins 5. febrúar sl. Sýningin er opin i dag, laug- ardag, frá klukkan 14 til 20 og á morgun frá klukkan 14 til 22 en þá lýkur henni formlega. A sýningunni eru frímerki víðs vegar að af landinu og frá öðrum Norðurlöndum. Sýndir eru m.a. sjaldgæfir póstsögulegir hlutir úr Þjóðskjalasafni íslands, næstum frá upphafí póstsamgangna á ís- iandi árið 1776 ogtil ársins 1875. Þetta safn hefur ekki verið sýnt áður hérlendis. Sérstakt pósthús er á sýningunni og er þar notaður póststimpill með merki sýningar- Morgunblaðið/Þorkell Frá opnun opnun frímerkjasýningarinnar LÍFÍL ’88 i gær. Jón Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, er lengst til hægri er Magnús L. Sveinsson innar. Sérstök umslög með merki sýningarinnar hafa verið gefin út, svo og minnispeningur. Þá verður haldið haldið frímerkjauppboð í hægri á myndinni en annar frá forseti borgarstjórnar. húsakynnum LÍF í Síðumúla 17 á vegum Klúbbs Skandinavíusafn- ara og hefst það klukkan 14 á morgun. / DAG kl. 12.00: / Heimild: Veðurstofa islands / f (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gser) I/EÐURHORFUR í DAG, 19.3. 88 YFIRLIT í gœr: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.020 mb. hæð, en 994 mb. lægð skammt austur af Jan Mayen ó leið austnorðaust- ur. Um 700 km suðvestur af Vestmannaeyjum er 970 mb. lægð, sem þokast norðaustur. Veður fer heldur hlýnandi, einkum um landið sunnanvert. SPÁ: Norðaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða slydda með suður- og suðausturströndinni en él með noröur- og austurströndinni. Hiti frá 5° syðst, niður ( 5 stiga frost nyrst. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG : Austan- og norðaustan- átt og skúrir með suðurströndinni en él með austur- og norður- ströndinni. Hiti nólægt frostmarki sunnanlands en 2—5° frost norð- anlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl 6 0 veftur snjóél snjókoma Björgvin 4 lóttskýjað Helsinkl +3 skýjaft Jan Mayen +8 snjóél Keupmannah. 0 lóttskýjað Narssarssuaq 1 skýjaft Nuuk 3 skýjaft Ósló 4 lóttokýjaft Stokkhólmur +2 þokumóða Þórshöfn 5 skýj^ Algsrve 19 lóttskýjað Amstardem 6 léttskýjað Aþena vantar Bsrcekma 18 skýjaft Berlln 3 lóttskýjað Chicego +2 lóttskýjaft Feneyjar 13 skýjaft Frankfurt 8 lóttskýjaft Glasgow 8 alskýjaft Hemborg 3 skýjað Las Palmas vantar London 9 alskýjaft Los Angeles 12 helðskfrt Lúxemborg 7 léttskýjað Madrid 16 hélfskýjað Malaga 25 lóttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Montreal +3 skýjaft NewYork 2 alskýjaft París 9 skýjaft Róm 17 lóttskýjaft Vfn 7 lóttskýjað Washington 1 skýjaft Winnipog +11 lóttskýjað Valenda 28 léttskýjað Urskurður siðanefndar Blaðamannafélagsins: Frétt á Sljörnunni talin alvarlegt brot á siðareglum félagsins SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur úrskurðað að frétt í fréttatíma Stjömunnar 28. desember sfðastliðinn hafi verið alvarlegt brot á siðareglum Blaðamannafélagsins. Telur nefndin að brotið hafi verið gegn inngangsorðum reglnanna, þar sem segir að blaðamenn skuli jafnan hafa í huga grundvallarreglur mannlegra samskipta, og einnig gegn 3. grein reglnanna, þar sem segir að blaðamaður vandi upplýsingaöflun svo sem kostur er og sýni fyllstu tiliitssemi í vandasöm- um málum og forðist allt sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka og vanvirðu. I umræddri frétt var sagt frá því að vinningshafi í Happdrætti HÍ hefði fest kaup á bifreið og þætti bíllinn einn sá glæsilegasti sem sést hefði á Sauðárkróki enda hafi hann kostað næstum 2 milljónir króna. Happdrættisvinningurinn hefði leitt fleira gott af sér en bílinn, „því nú er konan komin heim“, eins og segir í fréttinni. Vinningshafinn og konan höfðu verið skilin í tæp 2 ár og hún er búsett á Suðurlandi. Síðar segir að þegar konan heyrði um vinninginn hafi hún samstundis farið norður og dvelji nú á sínu gamla heimili. f iok fréttarinnar er þó haft eftir vinningshafanum að hann eigi ekki von á að konan sé komin til að vera, vel hafi farið á með þeim um jólin og þau hafi verið með yngri syni sinum. Konan sé frá Sauðár- króki „og hér á hún heima, en um frekari sambúð hefur ekki verið rætt,“ er haft eftir vinningshafanum. Á fundum siðanefndarinnar sagð- ist viðkomandi fréttamaður hafa lagt mikla vinnu í fréttina og víða leitað upplýsinga en viðurkennir að hafa ekki fengið það staðfest að konan hefði farið norður í land vegna happ- drættisvinnings. í úrskurði nefndarinnar segir að ekki sé í fréttinni minnst á að erindi konunnar norður í land hafí verið að dvelja yfir hátíðirnar með sonum sfnum tveimur sem búsettir eru á Sauðárkróki, sem og systkini hennar og önnur skyldmenni. Ekki komi heldur fram í fréttinni að konan vakti nokkum tíma um jólin yfir veikum syni sínum á heimili eiginmannsins fyrrverandi. Þá hafi konan sagt í samtali við siðanefnd að ferð hennar norður hefði ekki verið í neinum tengslum við happdrættisvinninginn og hafi hún aldrei rætt við manninn um hlutdeild í honum. Þetta stað- festi vinningshafínn. Þá segir að fréttamaðurinn hafi ekki gert tilraun til að spyija konuna sjálfa um efnisatriði málsins en hún svaraði í síma vinningshafans þegar fréttamaðurinn hringdi. Síðan segir í úrskurðinum: „í frétt- inni var konan nafngreind og sagt hvar hún býr. Sömuieiðis er núver- andi sambýlismaður hennar nafn- greindur og eiginmaðurinn fyrrver- andi. Slíkt hefur ekki tíðkast í íslenskum flölmiðlum f fréttum um persónulega hagi fólks. Viðkvæm einkamál eru á særandi hátt dregin fram í fréttinni. Fyrrgreind ummæli, sem höfð eru eftir vinningshafa í fréttinni, eru að hans sögn, og kon- unnar sem hlustaði á svör hans, til- hæfulaus. Ekki hafi komið til tals í því samtali, hvort konan hafi verið komin til að vera.“ Úrskurði siðanefndar var beint til fréttastjóra Stjömunnar þar sem fréttamaðurinn sem fréttina vann er ekki félagi f Blaðamannafélagi ís- lands. Meirihluti Útvarpsráðs: Stjómvöld sýna útvarpinu óvild MEIRIHLUTI Útvarpsráðs samþykkti á fundi sfnum í gær, með 4 at- kvæðum gegn tveimur, bókim þar sem lýst er yfír vonbrigðum „með þá óvild f garð RÍkisútvarpsins sem að undanfömu hafi mátt lesa úr ákvörðunum stjómvalda," eins og þar segir. Fjárlög fyrir árið 1988 hafí gengið gegn ákvæðum útvarpslaga um að aðflutningsgjöld hljóð- varps- og sjónvarpstækja skyldu renna í framkvæmdasjóð Rikisútvarps- ins. Nú hafí menntamálaráðherra neit- að stofnuninni um 10% hækkun af- notagjalda sem þó sé í fullu samræmi við fjárlög. í þessu felist bein yfirlýs- ing um að skert skuli sú starfsemi sem stofnuninni beri að inna af hendi lögum samkvæmt. Þvf er mótmælt að stofnunin „skuli hvað eftir annað verða fyrir aðför þeirra stjómvalda sem setja henni lög og fara um fög- rum orðum við hátíðleg tækifæri." í bókun minnihlutans, Ingu Jónu Þórðardóttur, formanns ráðsins og Magnúsar Erlendssonar, segir að að með tilvísun til forsendna fjárlaga varðandi útvarpið um 15% raun- hækkun afnotagjalds 1988 og ákvörðun ríkisstjómarinnar að taka málið upp að nýju innan fárra vikna, samþykki þau ekki ályktunina. Einn fulltrúi í ráðinu sat hjá við afgreiðslu málsins. Menntamálaráöherra: Yiðleitni til að halda niðri verðlagi ÞAÐ ER mikill misskilningur, sem fram kemur í bókun Útvarpsráðs, að f þessari ákvörðun felist aðför að Rfkisútvarpinu ,“ sagði Birgir ísleif- ur Gunnarsson menntamálaráðherra, er leitað var álits hans á bókun meirihluta Útvarpsráðs í tilefni af því að ráðherra hefur syqjað Rfkisút- varpinu um 10% hækkun afnotagjalda frá næstu mánaðarmótum. „Þetta er að sjálfsögðu viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að halda niðri verðlagi," sagði menntamálaráðherra. „Það standa yfir kjarasamningar og opinberar stofnanir verða, eins og aðrir, að sýna viðleitni til að halda niðri verðlagi f landinu. Ég minni á að Ríkisútvarpið hefur á undanföm- um mánuðum fengið meiri hækkanir á sinni þjónustu en nokkur önnur opinber stofnun, þannig að fráleitt er að tala um óvild eða aðför að Rfkisútvarpinu. í bréfí mínu til Út- varpsstjóra sagði ég meðal annars að áður en næsta afnotagjaldatíma- bil hefst, 1. júlí næstkomandi, þurfí með góðum fyrirvara að fara ofan í flármál stofriunarinnar og meta hækkunarþörf miðað við aðstæður þá. Eg tel að það sé raunhæfara én að miða við þá úttekt sem gerð var fyrir áramótin," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálarúðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.