Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 35 Atriði úr leikritinu Endatafl sem Gránufjelagið frumsýnir á sunnu- daginn. Gránufjelagið: Frumsýnir Endatafl eftir Samuel Beckett Viðskiptanefnd kynnir breskar vörur GRÁNUFJELAGIÐ frumsýnir sunnudaginn 20. mars nk. kl. 16.00 Endatafl eftir Samuel Bec- kett. Undanfama mánuði hefur Gránuflelagið undir stjóm Kára Halldórs unnið að uppfærslu leik- verksins Endatafl sem Ámi Ibsen hefur þýtt og birtist í bók hans „Samuel Beckett, sögur, leikrit, ljóð“ sem gefín var út fyrir síðustu jól. Leikarar í Endatafli eru Barði Guð- mundsson sem leikur Nagg, Hjálmar Hjálmarsson leikur Clov, Kári Halld- ór leikur Hamm og Rósa Guðný Þórsdóttir leikur Nell. Fram- kvæmdastjóri sýningarinnar og tæknilegur ráðunautur er Eggert Ketilsson og Leiksmiðjan ísland hef- ur unnið að gerð leikmyndar. Sýningar á verkinu fara fram í bakhúsi að Laugavegi 32. VIÐSKIPTANEFND, sem í eiga sæti 13 fulltrúar breskra fyrir- tækja, mun dveljast hér á landi dagana 19.-24. mars og kynna Um 30.000 tonn óveidd af loðnu UM ÞRJÁTÍU þúsund tonn voru óveidd af loðnukvótanum í gær. Bræla var á miðunum sl. fimmtu- dag en þokkalegt veður í gær. Þessi skip tilkynntu um afla sl. þriðjudag Gísli Ámi RE 600 tonn til Grindavíkur, Svanur RE 700 tonn til Bolungarvíkur, Guðmundur VE 880 tonn til Vestmannaeyja, Sjávarborg 750 tonn til Hjaltlands, ísleifur 680 tonn til Færeyja og Börkur NK 1.200 tonn til Neskaupstaðar. Þessi skip tilkynntu um afla sl. miðvikudag Guðmundur Ólafur ÓF 500 tonn til Þórshafnar, Dagfari ÞH 520 tonn til Sandgerðis, Harpa RE 500 tonn til Njarðvíkur og Helga II RE 260 tonn til Akraness. Þessi skip tilkynntu um afla sl. fimmtudag Hákon ÞH 980 tonn til Seyðisfjarðar, Galti ÞH 550 tonn til Seyðisfjarðar, Gullberg VE 620 tonn til Seyðisfíarðar, Pétur Jónsson RE 1.000 tonn til Noregs, Bergur VE 520 tonn til Seyðisfjarðar, Gísli Ámi RE 580 tonn til Grindavíkur, Huginn VE 250 tonn til Vestmannaeyja, Keflvíkingur KE 200 tonn tií Njarðvíkur og Þórshamar GK 400 tonn til Grindavíkur. Þessi skip höfðu tilkynnt um afla síðdegis í gæn Sigurður RE 1.000 tonn til Vestmannaeyja, Harpa RE 300 tonn til Njarðvíkur og Dagfari 530 tonn til Sandgerðis. breska þjónustu og framleiðslu. Nefndin kemur á vegur Verslun- arráðsins í Birmingham. For- svarsmaður hennar er Mike Turn- er, forstöðumaður deildar er- lendra viðskipta þjá Verslunar- ráðinu. f frétt frá breska sendiráðinu seg- ir að um 10% innflutnings til íslands komi frá Bretlandi. Þar fáist hins vegar svo til allt sem ísland þarfn- ist. íslendingar þurfí að flytja alla mögulega vöm og þjónustu til lands- ins og því hljóti heimsókn viðskipta- nefndarinnar að vera báðum löndum til hagsbóta. Meðal þess sem bresku fulltrúam- ir bjóða era skartgripir, snyrtiáhöld, keðjur til landbúnaðar og sjávarút- vegs, lím og kítti, drifreimar, vökvar- drifnir rafalar fyrir báta, stálplötur og önnur stálframleiðsla, hreinlætis- vörar og varahiutir og aukahlutir í bfla og landbúnaðarvélar. Þá er með í för fulltrúi tannsmiðastofu í Skot- landi sem ætlar að kynna þjónustu stofunnar fyrir íslenskum tannlækn- um. Frítt í bíó SÝNINGAR á kvikmyndinni „í djörfum dansi" verða í dag, laugardag orðnar 600 alls. I tilefni þess hefur eigandi Regnbogans ákveðið að hafa frítt á nokkrar sýningar um helgina. Fritt verður á sýn- ingar klukkan 15, 17 og 19 bæði laugardag og sunnudag. Hrafnhildur Sigurðardóttir. Hrafnhildur sýnir í Gallerí 15 HRAFNHILDUR Sigurðardóttir opnar sýningu á „collage'W myndverkum i dag, laugardag, í Gallerí 15, Skólavörðustíg 15. Á sýningunni era 18 myndverk auk eins textflverks. Sýningin stendur til 30.mars og verður opin alla daga frá k. 14 til 18. Listasaluriim Nýhöfn: Sigrún Harð- ardóttir opn- ar sýningu SIGRÚN Harðardóttir opnar sýn- ingu í Listasalnum Nýhöfn, Hafn- arstræti 18, i dag, laugardaginn 19. mars kl. 14. Sigrún fæddist í Reykjavík árið 1954. Hún stundaði nám í Teiknara- skóla íslands 1972—73 og við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands frá 1978—82. Hún fór til framhaldsnáms í Amsterdam og nam við Rijksaka- demie van Beeldende Kunsten frá 1982—86. Sigrún er félagi í samtök- um myndbanda-, kvikmynda- og hljóðlistamanna í Amsterdam þar sem hún hefur verið búsett, en hún er nú komin heim til íslands til dval- ar um sinn. Á sýningunni í Nýhöfn era mál- verk og þurrkrítarmyndir unnar á^ þessu og síðastliðnu ári. Þetta er þriðja einkasýning Sig- rúnar, en hún hefur tekið þátt í sam- sýningum hér og erlendis. Sýningin, sem er sölusýnfng, er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Um pásk- ana er lokað föstudaginn 1. aprfl og á páskadag 3. aprfl. Sýningunni lýkur 6. aprfl. (Fréttatilkynningr) Bókun vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna í Evjum BÓKUNIN sem samþykkt var á fundi samninganefnda vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum á fimmtudagsmorguninn inniheldur nokkur nýmæli, svo sem um áunnin veikindaréttindi og önnur réttindi, sem hægt er að flytja á milli vinnuveitenda, og um desemberuppbót, sem nú tekur áfangahækkunum. Þessi atriði er að finna í 2., 3., 9. og 11. grein bókunarinnar. Sum atriði í bókuninni er að finna í samkomulagi VMSÍ við vinnuveitendur, sem verkalýðs- félögin í Eyjum felldu. Bókunin er birt hér á eftir í heild sinni. Eftirfarandi samkomulag milli ings þessa. Starfsaldur m.v. starfs- deiluaðila var bókað. Eftirtaldar rejmslu í sömu starfsgrein skal breytingar á síðastgildandi samn- ingi taki þegar gildi. 1. grein: Unglingakaup (1.1) Við vinnu í fiskiðnaði, byggingar- vinnu og jarðvinnu skulu 15 ára unglingar hafa 85% af byijunar- launum fullorðinna og 14 ára 75%. 2. grein: Desemberuppbót Verkafólk, sem á árinu skilar a.m.k. 1.700 dagvinnustundum í sama fyrirtæki og er við störf í fyrirtækinu í desember, skal eigi síðar en við síðustu launaútborgun fyrir jól ár hvert fá greidda sér- staka eingreiðslu, desemberuppbót, kr.... Verkafólk í hlutastarfí sem uppfyllir sömu skilyrði, en skilar mismunandi Tfölda dagvinnustunda, skal fá greidda desemberuppbót sem hér segir: Þeir sem skila 550 að 850 dag- vinnustundum fái V4 desemberupp- bótar, þeir sem skila 850 að 1.275 dagvinnustundum fái hálfa desem- berappbót og þeir sem skiia 1.275 að 1.700 dagvinnustundum fái V4 desemberuppbótar. í vaxtavinnu telst hver vaktavika sem 40 dag- vinnustundir. Desemberappbót tek- ur áfangahækkunum (skv. gr. 1.2) frá gildistöku til greiðsludags. 3. grein: Mat á starfsreynslu Starfsreynslu skal meta til launa- þrepa skv. launaákvæðum samn- metinn skv. staðfestum upplýsing- um um fyrri störf og skal það gilda þótt starfshlé úr greininni verði allt að þijú ár. Sé starfshlé lengra skal leggja mat á starfsreynslu og hæfni við röðun í launaþrep. Ágreiningur skal leystur af stjórnanda í samráði við trúnaðarmann. Tímabundin störf skulu talin saman m.v. unnar dagvinnustundir. 4. grein: ÍJtkall (1.9) Þegar verkamaður er kvaddur til vinnu, eftir að yfírvinnutímabil er hafíð, skal hann fá greitt minnst 4 klukkustundir, nema dagvinna hefj- ist innan tveggja klukkutíma frá því að hann kom til vinnu. Kvaðn- ing til vinnu að morgni eftir að dagvinnutímabil er hafíð vari til hádegis og minnst 4 klst. 5. grein: Fast vikukaup (1.12) Nú hefur verkamaður unnið hjá sama vinnuveitanda samfellt í 2 mánuði eða lengur, og skal honum þá greitt óskert vikukaup þannig, að samningsbundnir frídagar aðrir en sunnudagar séu greiddir. 6. grein: Stórhátíða- dagar teljast: (2.3.3) 1. Nýársdagur 2. Föstudagurinn langi 3. Páskadagur 4. Hvítasunnudagur 5. 17. júní 6. Aðfangadagur eftir kl. 12.00 7. Jóladagur 8. Gamlársdagur eftir kl. 12.00 7. grein: Yfirvinnuálag á stórhátíðadögum (viðb. viðgr. 1.8.1) Öll aukavinna á stórhátíðadögum skv. gr. 2.3. greiðist með tíma- kaupi, sem er 1,375% af mánaðar- launum fyrir dagvinnu. Þettá gildir ekki um reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí era veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum. 8. grein: Lágmarks- hvíld (2.4.1) Verkamenn skulu hvflast 10 klst. Séu þeir hins vegar sérstaklega beðnir um að mæta til vinnu áður en 8 klst. hvfld er náð skal greiða yfirvinnukaup auk fastra dagvinnu- launa. Þegar um slíkt er að ræða á laug- ar- eða sunnudögum skal auk unn- ins tíma greiða 4 klst. dagvinnu- laun, sé unnið til hádegis, en 8 klst. sé einnig unnið eftir hádegi. 9. grein: Áunninn veik- indaréttur (við gr. 7.3. bætist ný gr., 7.3.1) Hafí starfsmaður unnið 5 ár sam- fellt hjá sama vinnuveitanda skal hann halda að lágmarki 30 daga launarétti i veikindum við ráðningu til nýs vinnuveitanda í sömu starfs- grein, enda hafí starfslok hjá fyrri vinnuveitanda verið með eðlilegum hætti 0g rétturinn sannreyndur við ráðningu. Ákvæði þetta gildir til bráðabirgða eða þar til samkomulag hefur tekist um heildarendurskoðun samningsákvæða um heildar- greiðslur vegna veikinda- og slysa- forfalla. 10. grein: Tjón á fatn- aði og munum (gr. 8.3 orðistþannig:) 8.3. Tjón á fatnaði og munum. Verði verkamaður sannarlega fyrir tjóni á algengum nauðsynleg- um fatnaði og munum við fram- kvæmd vinnu sinnar, svo sem úrum og gleraugum o.s.frv., skal það bætt skv. mati. 8.3.1. Sama gildir, ef verkamað- ur verður fyrir fatatjóni af völdum kemískra efna, þar á meðal ryk- bindiefna (calciumcloride). 8.3.2. Verði verkamenn fyrir tjón (missi á hlífðarfatnaði o.fl.) er or- sakast af brana á vinnustaðnum, skal það bætt eftir mati. 11. grein: Áunnin réttindi (Við grein 12.4 bætist:) Starfsmaður, sem unnið hefur eitt ár eða lengur samfellt hjá sama vinnuveitanda skal á sama hátt njóta áunninna réttinda á ný eftir þriggja mánaða starf, ef til endur- ráðningar kemur eftir meira en þriggja ára starfshlé en þó innan fímm ára. 12. grein Samkomulag er um, að viðræð- um milli aðila um launaliði og vinn- utímafyrirkomulag verði fram hald- ið. 13. grein Samkomulag þetta gildir þar til nýr samningur er gerður milli aðila og verður þá hluti af nýjum samn- ingi enda afboði verkalýðsfélögin vinnustöðvanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.