Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Minning: Þórunn Þorsteins- dóttir - Vopnafirði Fædd 17. apríl 1891 Dáin 10. mars 1988 Þórunn Þorsteinsdóttir í Vík í Vopnafj arðarkauptúni er látin tæpra 97 ára. Þar er fallin sæmdar- kona, af öllum virt. Hún fæddist 17. aprfl 1891 í Hestgerði í Suður- sveit. Faðir hennar var Þorsteinn bóndi þar, sonur Þorsteins bónda og hreppstjóra á Reynivöllum í sömu sveit Gíslasonar bónda á Felli í sömu sveit Þorsteinssonar og Þór- unnar Þorsteinsdóttur á Steig í Mýrdal, síðar í Borgarhöfn í Suður- sveit, Sigurðssonar. Var Þorsteinn í Hestgerði í móðurætt sína fímmti maður frá séra Jóni „eldpresti" Steingrímssyni á Prestbakka á Síðu. Móðir Þórunnar var Oddný Jónsdóttir bónda á Krosslandi á Lóni Stefánssonar_ bónda á Hval- nesi í sömu sveit Ámasonar. Oddnýju og Þorsteini varð fimm bama auðið, Sigurðar, Þorsteins, Jóhönnu Guðrúnar, Þórunnar og Gísla. Þau eru nú öll látin. Eftir að Þorsteinn missti konu sína eign- aðist hann dóttur með Þórdísi Þórð- ardóttur frá Kálfafelli í Suðursveit, Oddnýju Þóru, sem einnig er látin. Þórunn var aðeins tíu ára, þegar faðir hannar brá búi í Hestgerði og fluttist austur í Vopnafjörð. Sigurð- ur einn fór með honum, en hin systkinin fylgdu á eftir hvert af öðm nema Oddný, hennar leið lá síðar til Siglufjarðar, þar sem hún giftist Baidvin verkamanni Þor- steinssyni. Um skeið bjó Þorsteinn með bömum sínum á Leifsstöðum í Selárdal; þar standa enn veggir, er bera handbragði hans gott vitni. Þórunn var orðin flórtán ára, þegar hún hvarf úr Suðursveit, þar sem hlýtt gróðurlendið teygir sig með ströndinni, kaldur jökullinn er skammt að baki og óendanlegur særinn fram undan; hún var þar s!ða$t á Kálfafelli hjá Sigurði bónda Sigurðssyni. Þómnn varð alltaf hýr á brá, þégar æskustöðvar hennar bámst í tal, lýsti af nákvæmni húsa- skipan í Hestgerði, föður sínum að verki í smiðjunni, jafnvígum á tré og jám, vökunum á kvöldin, er hann kvað rímur af fomum köpp- um, en hann var góður söngmaður og gat bmgðið fyrir sig að syngja Passíusálmana. Móður sína mundi hún ekki, var svo ung, þegar hún dó. Þómnn minntist þess, hve fljótt hana bar niður að Hestgerðislóni og hve lækurínn Hrekkur, sem jafn- an hjalaði glettinn og glaðvær við steina og strá, gat orðið ólmur og illur, en eftir honum taldi faðir hennar bæinn heitinn og nefndi ávallt Hrekksgerði, en ekki Hest- gerði, Hreggsgerði eða Heggsgerði. Á leiðinni til Vopnafjarðar kom Þómnn við á Seyðisfírði, var þar um tíma í vist, eins og það var kallað, hjá Jóhannesi Sveinssyni úrsmið. Á Seyðisfírði var fallegt og fólkið var gott, en fjöllin há og víðsýnið ekki eins mikið og í Suður- sveit. Og svo var hún allt í einu komin norður í Leifsstaði í Selár- dal, þar sem hvorki sást til jökuls né sjávar. Dalurinn var gróðursæll og sumarfagur, en snjóþungur á vetmm. Og það var margt ungt fólk f þessum dal og glatt á hjalla, þegar það hittist, stundum við söng og dans. Úti undir Sandvíkurheiðinni utan við Hvammsána, sem fellur í Selá, stendur bær í hvammi upp af ánni, Hvammsgerði. Sá bær var í þjóð- braut áður og fyrr, og margan gest- inn bar þar að garði; þaðan lögðu þeir á heiðina og þangað komu þeir af heiðinni, stundum þreyttir og hressingar þurfí. Oft hljómaði feriukall handan Selár. I Hvammsgerði bjuggu Grímur bóndi Grímsson bónda og smiðs í Leiðarhöfn í Vopnafírði Grímssonar bónda, smiðs og söngmanns í Leið- arhöfn Grímssonar bónda í Leiðar- höfn Jónssonar bónda í Leiðarhöfn Egilssonar og kona hans Margrét Sæmundsdóttir bónda í Víkurkoti í Akrahreppi í Skagafírði Ámasonar bónda í Stokkhólma í sama hreppi Sigurðssonar. Margrét og Grímur voru samvalin þrifnaðarhjón, hann verkamaður góður, laginn smiður og slyngur vefari og henni einkar sýnt um allt innan stokks. Böm þeirra hjóna voru átta: Sigríður, sem giftist Sigmari Jörg- enssyni bónda í Krossavík; Elísabet Sigríður, sem giftist Bimi Guð- mundssyni frá Krossavík, þjuggu í nokkur ár á Skjaldþingsstöðum; Elín Salína, sem giftist Sigurði bróður Þórunnar, síðar vélgæslu- manni á Vopnafírði; Sæmundur, sem heitbast Jóhönnu systur Þór- unnar, en missti hana og kvæntist síðar Helgu Metúsalemsdóttur frá Svínabökkum, bjuggu á Egilsstöð- um; Gunnhildur Ingiríður, sem gift- ist Kristjáni Friðbimi Einarssyni frá Leifsstöðum, ámm saman vega- verkstjóra á Vopnafírði; Vigdís Magnea, sem giftist Helga Kristni Einarssyni frá Leifsstöðum, síðar símamanni, fluttust á Seyðisfjörð, bjó síðar með Gunnari Sigurðssyni sjómanni frá Seyðisfirði; og Jón, sem kvæntist Ingibjörgu Helgadótt- ur frá Þorbrandsstöðum og hefur verið húsasmíðameistari á Vopna- fírði um áratuga skeið. Af þessum hópi eru á lífi: Elín , Helga, Vigdís, Jon og Ingibjörg. Ótalinn er elsti sonur Hvamms- gerðishjóna, Ólafur. Hann var tveimur árum eldri en Þómnn, fæddur 20. ágúst 1889, meðalmað- ur á vöxt, rauður á hár og andlits- fríður, skaprór og dagfarsprúður. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband í júlí árið 1915 og tóku við búi f Hvammsgerði er Grúmur bóndi féll frá það sama ár. Böm þeirra urðu fjögur: Margrét Grímhildur f. 4. febr. 1916, hús- freyja í Strandhöfn, gift Jósef Guð- jónssyni bónda þar; böm þeirra Guðjón, Þómnn Ólöf, Hilmar, Hild- ur, Þórólfur Jökull og Oddný Kristín. Oddný f.13. mars 1917 d. 17. júní 1919. Þorsteinn Sigurður f. 2. jan. 1919, húsasmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Jónu Jónasdóttur ú Höfðadal í Tálknafírði; synir þeirra olafur Jón- as og Þorsteinn. Ólöf Oddný Jó- hanna f. 14. maí 1920, giftist Una Guðjónssyni frá Hraunfelli, síðar verkamanni á Akureyri, sem er Ját- inn; sonur þeirra Hjörtur. Árið 1931, 11. ágúst, fæddist Þómnni sonur, sem hlaut nafnið Ólafur Grímsson, nú verkamaður á Vopna- fírði og hefur fram á síðasta ár stundað nokkum fjárbúskap. Þómnn og Ólafur bjuggu í Hvammsgerði til vors 1919, er þau fluttust í Viðvík í Skeggjastaða- hreppi. Viðvík var landmikil jörð, grösugar engjar og gróin tún, en afskekkt og erfíð, björg víða í sjó fram og lending torveld. Þau hofu búskap á afbýlinu Auðunarstöðum, en á heimajörðinni bjuggu systkini beggja ásamt skylduliði sínu. Þama var þeim Þórnnni ekki sköpuð löng vist, því að Ólafur fórst í snjóflóði tæpu ári síðar, 6. apríl 1920; hann hafði verið við fjárgæslu með Sig- urði mági sínum, sem lifði að flóð- ið. Þungur harmur var nú kveðinn að Þómnni og bömunum og Viðvík- urfólki öllu. í Viðvík varð ekki lengur unað. Leið Þómnnar og bamanna lá til Krossavíkur sunnan Vopnafjarðar, til Sigríðar og Sigmars. Þaðan hélt hún svo með tvö eldri bömin tveim- ur ámm síðar að Breiðumýri í Sel- árdal, þar sem skyldfólk hennar bjó, en Ólöf varð eftir í Syðrivík hjá hjónunum Steindóri Kristjáns- syni og Guðrúnu Jörgensdóttur og ólst þar upp til fullorðins aldurs. Breiðumýrarfólk bjó í Purkugerði á Strönd á ámnum 1923—1933, en fluttist þá aftur að Breiðumýri. Þómnn bjó þar með Þorsteini bróð- ur sínum og síðan einnig Gísla og þar bjuggu einnig Sigurður bróðir hennar og Elín systir Ólafs heitins. Þau hættu búskap 1939 og fluttust á Tanga, lengst í Vík, sem þeir bræður hennar og Ólafur sonur hennar byggðu á ámnum 1958— 1960. Þar hafa þau mæðginin hald- ið hús saman síðan bræður hennar hurfu sjónum, og þar hefur hún fagnað gestum, skyldum og óskyld- um, tengdafólki og bömum, én bamabömin era 9, bamabama- bömin 22 og bamabamabamaböm- in 2. Síðustu árin hefur hún dvalist á vistheimili aldraðra á Vopnafirði, Sundabúðum, og notið þar frábærr- ar aðhljmningar. Um miðjan fjórða áratuginn dvaldist ég nokkur sumur á Breiðu- mýri og hugurinn hvarflar oft til þess tíma, einkum sumranna 1934 og 1935. Þar var margt í heimili, böm, unglingar og fullorðnir. Þar vom böm Þómnnar, Margrét, Þor- steinn og Ólafur. Þar var Elín móð- ursystir mín verkasnör og kvik á fæti og böm hennar og Sigurðar, Elíasbet, Grímhildur og Þorsteinn. Þar var Þorsteinn eldri, faðir þeirra systkina, beinn í baki og snöfur- mannlegur, en þá blindur orðinn, og þar var Nikulás Guðmundsson frá Skálafelli í Suðursveit, þre- menningur við Þorstein, áður bóndi í Haga í Vopnafirði, gæfur maður og óáleitinn og svo bamgóður að af bar; hönd hans var mjúk á kolli. Og þar var Þorsteinn yngri, bróðir Þómnnar, vinur minn og vemdar- vættur, þegar veröldin ýrði sig. Þetta var mitt fólk. Þetta var á þeim ámm bemsk- unnar, þegar allt vakti furðu og flest aðdáun, ijúpan er lámast í mónum, lóan að kerra hnakkann á þúfnakollunum og maríuerlan að smjúga inn í bmnnhúsið, sóleyjar í túni og fíflar í varpa að hneigja krónumar að grængresinu í andvar- anum, en fegurst af öllu var þó baldursbráin í bæjarveggnum. Óg var ekki sífellt sólskin á þessum ámm? Mitt í allri þessari heiðríkju er Þómnn. Ég man hana við rakst- ur á túninu, við ullarþvott í bæjar- læknum — hvflíkar breiður af drif- hvitri ull! Ég man hana við hlóðim- ar í gamla eldhúsinu, þar sem hún sneri flatkökum á glóðinni — innan Minninff: Armann Þorsteins- son frá Bakka Allir kannast við Bakkabræður, Gísla, Eirík og Helga. Þeir em kenndir við Bakka í Svarfaðardal. Um þá ætla ég ekki að ræða hér. Margir íslenskir sveitabæir heita Bakki. Einn er í Öxnadal. Þar ólust upp aðrir Bakkabræður og ólíkir þeim, sem áður vom hér nefndir. Þeir vom 5 og hétu í réttri aldurs- röð talið: Þór, Armann, Rútur, Kári og Ingimundur. Enginn þeirra var fæddur á Bakka, en þangað komu þeir með foreldmm sínum vorið 1912 og ólust þar upp til fullorðins- ára. Hinn elzti þeirra, Þór, tók þar við búi af foreldmm þeirra, bjó þar og átti heimili til æviloka. Allir stunduðu Bakkabræður búskap nema Ingimundur, sem var bama- kennari, og um nokkur ár eftir að þeir vom fulltíða áttu þeir allir heimili í Öxnadal. Ég þekkti alla Bakkabræður en einn þeirra bezt, það var Ármann. Hann er nú fluttur yfír móðuna miklu, lézt á Elliheimilinu Skjald- arvík í ágústmánuði sl. Af vissum ástæðum gat ég ekki komið því við að minnast hans þá og því rita ég þetta nú í von um að fá það birt á afmælisdaginn hans næsta, 19. marz. Kynni okkar Ármanns hófust veturinn 1921. Bemharð Stefáns- son, sem þá var bóndi á Þverá í Öxnadal og bamakennari, tók að sér að kenna nokkmm piltum al- mennar námsgreinar um 8 vikna tíma heima hjá sér. Við urðum 9 í þeim hóp, þar á meðal tveir af Bakkabræðram, Þór og Armann. (Sjá mynd í Endurminningum Bem- harðs Stefánssonar, l. bindi.) Ekki get ég sagt að við Ármann yrðum nákunnugir á þessum stutta samvemtíma eðá yrðum þá nánir vinir. Ár liðu svo að við hittumst sjaldan. Þá var talin löng leið milli heimila okkar, Skóga á Þelamörk og Bakka í Öxnadal. En að rúmum áratug liðnum breyttist þetta allt í einu þegar þau felldu hugi saman, Armann og náfrænka mín, Anna Siguijónsdóttir á Ási, en Ás er næsti bær við Skóga og mjög stutt á milli. Armann fluttist nú þangað og tók þar við búi af tengdaföður sínum, Siguijóni Ámasyni. Þá vor- um við orðnir nágrannar og áttum margt saman að sælda. Ekki vomm við þó nágrannar lengi. Því eftir tveggja ára búskap á Asi fluttust þau Armann og Anna að Þverá í Öxnadal. Orsök þess var sú, að Bemharð Stefánsson, sem var eigandi að Þverá, var þá fluttur til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni og vildi selja jörðina en var ekki sama, hver eignaðist hana og byggi þar. Hann segir svo frá í endur- minningum sínum, 1. bindi, bls. 204: „Ég fékk nokkur tilboð um kaup en gekk ekki að þeim. Ég vildi fá Armann Þorsteinsson frá Bakka á jörðina. Hann var nú giftur Önnu Siguijónsdóttur, og bjuggu þau á Ási á Þelamörk. Hann hafði stund- um verið í vinnu hjá mér á Þverá og mér líkáði prýðilega við hann og áleit hann mikið búmannsefni, sem hann og var. Einnig var faðir hans, Þorsteinn Jónsson, bóndi á Bakka, mikill vinur minn og hafði það sitt að segja. Endirinn varð sá að ég seldi Ár- manni jörðina fyrir allmiklu lægra verð en ég átti kost á að fá og með hlunnindum (lét fylgja fleiri ær) sem ekki hefði komið til greina við aðra. Hef ég aldrei séð eftir þessu. Ég hef líka alltaf verið velkominn að Þverá og oft haft ánægju af að dvelja þar. Hef ég verið þar „æsku minnar gestur" eins og Eiríkur Ein- arsson komst að orði og hlotið af því andlega endumæringu. Þessa hef ég notið af því að vinir mínir bjuggu þar.“ Þau Armann og Anna bjuggu á Þverá allan sinn búskap að þessum tveim árum undanteknum, sem þau vom í Ási. Gamli bærinn var orðinn hrörlegur nokkuð, hann stóð efst í túninu. Segja má að fyrsta verk ungu hjónanna hafí verið að byggja nýjan bæ, en um leið þótti sjálfsagt að færa hann dálítið neðar, nær þjóðveginum; enda var þar ágætt bæjarstæði. Þar var reist steinhús. Einnig þurfti að byggja fjós og töðuhlöðu, því of langt var að sinna fjósverkum frá nýja bænum þar sem áður hafði verið staður fyrir kýmar. Það var sem sagt margt að gera og dugði ekki að slóra enda mun það hafa verið fjarri þeim Armanni og Önnu. Þverá er allstór jörð og sérlega vel fallin til sauð- íjárræktar, en þeim búskap var Armann vanur og kunni þar vel til verka. Allgóðir möguleikar vom á því að stækka túnið og var það gert, enda var þá farið að flytja mjólk úr Öxnadal til Mjólkursam- lagsins á Akureyri. Já, það var nóg að gera á Þverá, einkum fyrstu árin, Anna var ljós- móðir og þurfti hún auðvitað stund- um að heiman til að sinna sínu embætti. Og það var mjög gest- kvæmt á Þverá alla tíma ársins. Nú vil ég geta þess að Kári, bróð- ir Armanns, og Sigrún, hálfsystir Önnu, giftust og bjuggu á Þverá fyrstu árin. Mun það hafa verið einhvers konar sambúskapur, en ekki veit ég í hvaða formi það var, enda skiptir það ekki máli hér. Seinna fengu þau Kári og Sigrún jörðina Hóla, sem er næsti bær sunnan Þverár. Armann og Anna eignuðust tvo syni, Hermann og Ólaf Þorstein. Hermann fæddist á Ási 1934 en Ólafur hálfu fjórða ári síðar á Þverá. Hermann hlaut konu þá er Ásdís heitir Berg. Þau tóku við búi á Þverá af foreldmm Ármanns en fluttust síðar vestur á Patreksfjörð og eiga þar heimili nú. olafur býr á Akureyri. Hann er lærður húsa- smiður en vinnur nú við tryggingar á Akureyri. Kona hans er Anna Ámadóttir. Hermann fór á ungum aldri til Noregs og var þar við bú- fræðinám. Þau hjón em bamlaus en Ólafur og Anna eiga þijá syni. Ég fluttist til Reykjavíkur haust- ið 1958. Eftir það fór ég á hveiju sumri norður í átthagana og dvaldi þar lengri eða skemmri tíma. Þótt- ist ég þá víða þurfa að koma og einn staðurinn var Þverá. Þar vildi ég alltaf hafa rúman tíma og gisti oft nokkrar nætur. Það var ekki eingöngu Anna, frænka mín, sem mér þótti gott að hitta og deila geði með. Mér fannst vinátta okkar Armanns vaxa að styrk og innileika við hveija heimsókn mína. Ármann var að eðlisfari hraust- menni, styrkur vel og heilsugóður, en þó átti hann við mein að stríða, sem hann losnaði aldrei við að fullu. Það mun hafa verið bijóskeyðing I mjaðmarlið á hægra fæti. Af þeim ástæðum var hann ófær til göngu- lags á slæmum vegi eða í fjöllum. Og auðvitað vom sum störf honum mjög óhæg. Af þessu var hann oft þjáður. Það kom sér vel að kona hans kunni nokkuð til meðferðar á sjúkum, hafði stundað sjúkranám á Akureyrarspítala á ungum aldri. Ármann missti konu sfna árið 1968. Hún var lengi búin að beij- ast gegn meininu, sem venjulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.