Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 + ■^LwwJPI'VJI i ANUDIRNIR ERU BIjOMATIMI SKÍÐABAKTERÍUNNAR í Kerlmgarfjöllum veróa eftirtalin námskeiÓ í sumar: Brottför Tegurui númskeiðs Ddgd- fjóhti Grunngjald breytilegt eftir aldri Jiátttakenda Júnt 21. UNGLINGA 6 15.400 26. UNGUNGA 6 15.400 Júli 3- FJÖLSKYLDU 6 9950 til 17.400 10. FULLORÐINNA 6 17.400 17. IJÖLSKYLDU 6 9.950 til 17.400 24. FJÖLSKYLDU 6 9.950 til17.400 29. ALMENNT ( verslmannabelgi) 4 5.700 til 10.400 Ágúst 1. IJÖISKYIDU 5 6.850 til 12.950 7. IJNGLINGA 6 15.400 14. UNGIJNGA 6 14.800 21. UNGUNGA 5 11.800 25. ALMENNT 4 5.250 lil9.450 GRUNNCiJALU felur í sér fceði og búsnceði í Skíðaskólanum, ferðir milli skcila og skíðalands, afnot af skiðalyftum og aðgang að kvöldvökum, svo og skíðakennslu fyrir 15 ára og yngri. KENNSLUGJAIS) FYRIR FULLORÐNA er kr. 1000-1500 á 4 daga námskeiði, kr. 2000 á 5 daga námskeiði og kr. 2600 á 6 daga námskeiði. Kennslugjald er innifalið í grunn- gjaldi fyrir unglinga og böm. FARGJALD RVÍK - KERUNGARFJÖLL - RVÍK er kr. 2.500. Afsláttur fyrir böm yngri en 12 ára á fjölskyldu - og almennum námskeiðum. FJÖLSKYLDU - OG HELGARNÁMSKEIÐ (fó. - suj íjúlíogágúst. Grunnverðkr. 3.700 til6.450. Kennsla fyrir fullorðna kr. 1000. UPPLYSINCAR OG BOKANIR: VIO AUSTURVOLl SÍMI 26900 JMBOÐSMENN URVALS UM LAND ALLT Minning: William Þorsteins- son, Ólafsfirði Fæddur 29. júní 1898 Dáinn 13. mars 1988 í dag er til moldar borinn í heima- byggð sinni í Ólafsfírði elskulegur tengdafaðir minn, William Þor- steinsson, en hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. mars sl. á nítugasta aldursári eftir langvarandi heilsuleysi. William var fæddur að Hringvers- koti 29. júní 1898, sonur hjónanna Þorsteins Þorkelssonar oddvita og Guðrúnar Jónsdóttur. Níu ára gamall flytur hann með foreldrum sínum að Osbrekku og þar ólst hann upp. Þrettán ára fór hann að stunda sjó með föður sínum og fímmtán ára var hann ráðinn háseti á vélbát. Seinna var hann svo með Þorsteini Þorsteinssyni til sjós. En árið 1919 eignaðist hann sjálfur 8 smálesta bát, er Óskar hét, og gerði hann út í nokkur ár. Þorsteinn og Guðrún, foreldrar Williams, áttu fímm syni og fjórar dætur, sem upp komust og lifír nú aðeins af þeim systkinum Kristín, búsett í Reykjavík. A síðastliðnum tveimur árum hafa fímm systkini fallið frá. William kvæntist árið 1919 Jónínu Daníelsdóttur fæddri á Kálfsá 1895, dóttur hjónanna Daníels Jóhanns- sonar og Helgu Rósu Jónsdóttur. Þeim hjónum varð sex bama auðið, en af þeim em á lífí fjögur böm. Konu sína missti William 13. apríl 1972 og var honum það mikill missir. Böm þeirra hjóna: Þorsteinn Gunnar, byggingam., Akureyri, kvæntur Soffíu Þorvaldsdóttur. Rósa Daney, gift Gunnari Skagijörð Sæmundssyni, starfsmanni í Út- vegsbanka íslands hf., Reykjavík. Sigríður Margrét sem dó tveggja ára. Asta Sigríður, búsett í Kópa- vogi, gift Andrési Þ. Guðmundssyni. Guðmundur, dó af slysförum 9. júní 1979, var kvæntur Freydísi Bem- harðsdóttur, og Eva Guðrún, var gift Kristjáni Ásgeirssyni, skip- stjóra, sem drukknaði 7. nóv. 1975. William var mikill dugnaðar- og framtaksmaður, sem aldrei féll verk úr hendi, meðan heilsa leyfði. Þau hjónin reistu sér heimili á Kirkjuvegi 2, í kauptúninu, sem þá var óðum að myndast og stundaði William sjó- sókn og útgerð þaðan, en rak einnig nokkum búskap. Þá vann hann að smíðum, einkum bátasmíði, er stöð- ugt varð ríkari þáttur í atvinnu hans með árunum. Á heimili Williams og Jónínu dvaldist einnig lengst af systir Jónínu, Ágústa, og sonur hennar Daníel, sem þau hjón litu ávallt á, sem eitt af sínum bömum. Daníel er kvæntur Kristínu Egilsdóttur og eru þau búsett í Reykjavík. William byggði síðar húsið á Brekkugötu 23 ásamt Guðmundi syni sínum, og bjó þar allt þar til að heilsan þvarr en þá fluttist hann að Hombrekku, dvalarheimili aldraðra á Ólafsfirði, og þar dvaldist hann síðustu æviár- in. Margir urðu til að heimsækja hann þar, enda vinmargur og þau hjón voru alla tíð með fádæmum gestrisin. Ættingjar hans á Ólafs- fírði hugsuðu einstaklega vel um hann og ber þeim miklar þakkir fyr- ir. Að endingu þökkum við fjölskyld- an honum samfylgdina og undirrit- aður áralanga vináttu. I Guðs fríði. Andrés Þ. Guðmundsson Afí, Villi, í Ólafsfirði er dáinn. Stór hópur afkomenda og ástvina kveður hann með söknuði og þakk- læti. Mætur maður hefur lokið dags- verki sínu með sóma. í kirkjugarði Ólafsíjarðar þar sem hann hefur kvatt svo marga ástvini sína, verður hann nú lagður til hinstu hvíldar við hlið ömmu, sem hann saknaði svo sárt. Nú eru þau aftur saman. Hjart- ans þökk fyrir þá fallegu endurminn- ingu sem við eigum um þau. Betra veganesti er ekki hægt að gefa af- komendum sínum en það fordæmi sem þau gáfu okkur með lífí sínu og starfí. Það var ævintýri fyrir litla stelpu að fá að fara ein með póstbátnum til Ólafsfjarðar að heimsækja afa og ömmu. Stundum var ég dálítið sjóveik fyrir Múlann, en öryggis- kenndin streymdi um mig og öll sjó- veiki glejrmdist við að sjá afa bíða mín á bryggjunni. Hvort sem hann var spariklæddur eða í vinnugalla, reisn og höfðingsbragur var yfír þessum manni. Sterka höndin hans aðstoðaði mig við að stíga í land og með ferðatöskuna í annarri hendi leiddi hann mig heim til ömmu sem beið með eitthvað gott í eldhúsinu. Heimili þeirra var öllum opið og oft var þar margt um manninn og mik- ið starfað, en líka sungið og leikið. Afí hafði fallega söngrödd og naut þes_s að taka lagið á góðri stund. Árin hafa liðið og margt hefur breyst. Amma og fleiri ástvinir eru horfnir héðan. Bamabömin sem fylltu heimili afa og ömmu em orðin fullorðin, afkomendumir orðnir margir og íjölskyldan töluvert dreifð. En eitt hefúr aldrei breyst. • Það er alltaf gott að koma í Ólafs- fjörð. Gestrisnin og hlýjan fylgja kynslóð eftir kynslóð og ijarlægð og aðskilnaður hafa aldrei náð að ijúfa tengslin sem mynduðust í bamæsku. Rætumar eru sterkar og þróttmiklar því þær nærðust á mannelsku og hlýju. Afí var fallegur maður og fyrir- mannlegur. Fas lians og viðmót báru vott um skapfestu og innra öryggi. Hann var vinnusamur og ósérhlífinn, vinsæll og virtur. Hann rétti hik- laust hjálparhönd þar sem með þurfti og þótti slíkt sjálfsagt og ekki umtalsvert. Við vomm stolt af hon- um og bámm djúpa virðingu fyrir honum. Langt fram eftir aldri var hann kvikur og léttur í spori og mér er minnisstætt hvemig hann stökk upp bratta bakkann framan við hú- sið sitt og stytti sér þannig leiðina heim. Með aldrinum gránuðu hárin, heilsutap og ástvinamissir settu sitt mark á hann, en rændu hann þó aldrei reisn og höfðinglegu yfír- bragði. Hann gladdist jrfír nýjum Qölskyldumeðlimum og velgengni ástvina sinna og sýndi öllum þessum stóra hóp afkomenda áhuga og umhyggju. Síðustu árin dvaldi hann í góðu yfírlæti á elliheimilinu Hombrekku í Ólafsfírði og naut þar að auki ein- staks ástríkis og umhyggju Evu, yngstu dóttur sinnar, dætra hennar og tengdasona og Freydísar tengda- dóttur sinnar, bama hennar og tengdabama. Þegar hann var fluttur mjög veikur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Ijóst var að hann ætti skammt eftir ólifað hópuðust vinir og ættingjar að sjúkrabeð hans til að kveðja þennan aldna heiðurs- mann og sýna honum virðingu sína og væntumþykju. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að gera slíkt hið sama. Guð blessi minningu Villa afa í Ól- afsfirði. Jóna Lísa í dag, laugardaginn 19. mars, er til moldar borinn William Þorsteins- son í heimabyggð hans, Ólafsfirði. William fæddist 29. júní 1898 í Hringverskoti í Ólafsfirði. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Þorsteinn Þorkelsson, hrepps- stjóri frá Ósbrekku í Ólafsfirði. William ólst upp í stórum systk- inahópi, en þau eru Jón, Kristinn, Guðmundur, Eugeníus, Sigríður, Freygerður, Kristín, Margrét og tvær Lofísur, öll eru þau látin nema Kristín, sem búsett er í Reykjavík. Árið 1919 gekk William að eiga Jónínu Daníelsdóttur. Þau hjón eign- uðust sex böm: Þorsteinn, kvæntur ff A UKDAM FRAMmmHl TÆPLEGA ... en við fullyrðum að THOMSON sjónvarpstækin eru allt að því fullkomin tæknilega .. .og útlitið gefur engum eftir. ff UTSIÓNVARP 28' TF 7252 PG Stereo .,BlackMatrix" (útilokarglampá) Fjarstýring Meö 'gervihnattamóttöku Áöurkr. 86.700 Nú kr. 69.900 stgr. LITSJÓNYARP 25" TF6352PSK Stereo „Black Matrix" (útilokar glampa) Fjarstýring Meö gervihnattamóttöku Áðurkr. 71.550 Núkr. 58.512 stgr. m- ■+++++ LITSJÓNVARP 25" TF6351 PSK „Black Matrix" (útilokar glampa) Fjarstýring Meö gervihnattamóttöku Áðurkr. 59.100 Núkr. 49.590 stgr. f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.