Morgunblaðið - 19.03.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 19.03.1988, Qupperneq 62
—>*>2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 'FOLK KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI „Við vildum alls ekki mæta Real Madríd“ - sagði Guus Hiddink, þjálfari Eindhoven, sem mætir Real Madrid í undanúrslitum EM. Þýsku liðin mætast í UEFA-keppninni ■ FJÓRIR stjómarmenn í Hand- knattleikssambandi íslands hafa til- kynnt að þeir hyggist hætta í stjóm- inni eftir ársþing HSÍ sem haldið verður í maí. Þetta eru Gunnar Kjartansson gjaldkeri, varaform- aðurinn Steinar J. Lúðviksson, Björg Guðmundsdóttir og Jón H. Guðmundsson. Þau Gunnar >og Björg voru bæði kjörin til tveggja ára í fyrra, en ætla engu að síður að hætta. ■ SIGLFIRÐINGAR hafa feng- ið tvo breska leikmenn til að styrkja lið sitt f 2. deildarkeppninni í knatt- spymu í sumar. Þeir heita Paul Friar, sem er skoskur bakvörður og hefur leikið með Leicester og Motherwell, og Englendingurinn Stephen John Rutter sem leikið hefur með utandeildarliðinu Sheppy United. Þjálfari KS í sum- ar verður Englendingurinn Eddie May. SPÁNVERJR leika vináttu- landsleik í knattspymu við Frakka í Bordeaux næsta miðvikudag. Þessi leikur er liður í undirbúningi Spánverja fyrir Evrópukeppnina í Vestur-Þýskalandi í sumar. Migu- el Munoz, þjálfari Spánveija, valdi miðju tríóið hjá Real Madrid, Rafa- el Gordillo, Ricardo Gallego og Miguel Tendillo, í 16-manna hóp- inn. ÞAÐ var PSV Eindhoven frá Hollandi sem fékk það erfiða hlutskipti að mœta spœnsku meisturunum Real Madrid í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu, en i gær var dregið í undanúrslit. í hinum leiknum mætast Steua Bukarest frá Rúmeníu og Benfica frá Portúgal. Real Madrid hefur ekki farið auðveldustu leiðina í undanúr- siitin. í öllum þremur umferðunum hafa spænsku meistaramir þurft að kljást við stórlið og þegar slegið út ítölsku meistarana Napoli, Evr- ópumeistara Porto og nú síðast v- þýsku meistarana Bayem Munchen. Real hefur sex sinnum sigrað í Evrópukeppni, en þó ekki síðan 1966 og nú virðist fátt geta stöðvað spænsku meistarana. PSV verður þó ekki auðveldur andstæðingur, enda hefur liðið haft ótrúlega yfir- burði í hollensku deildinni, þrátt fyrir langvarandi meiðsli lykil- manna. „Real Madrid var það versta sem við gátum fengið. Við hefðum helst viljað fá Benfica og frekar Steua," sagði Guus Hiddink, þjálfari PSV. „En þrátt fyrir að Real hafi slegið út stór nöfn þá erum við ekki smeykir. Bæði liðin hafa skorað mörg mörk í leikjum sínum og það má búast við opnum og skemmtil- legum leik.“ „Enn einu sinni drögumst við gegn sterkasta liðinu. En við ætlum að sigra og ég er sannfærður um að Real Madrid leikur í úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða," sagði Ramon Mendoza, forseti Real Madrid. Það gæti farið svo Benfíca og Real Madrid mættust að nýju í úrslita- leik, en þau léku 1962 í ótrúlegum leik. Þá skoraði Puskas þrennu fyr- ir Benfíca, en tapaði þó 3:5. Joan Sanots, forseti Benfica var bjartsýnn fyrir leikina gegn Steua: Otto Rohhagol, þjálfari Bremen. Félagið hefur náð mjög góðum ár" angri undir hans stjóm. „Þetta verða erfiðir leikir, enda er Steua með mjög sterkt lið. En við ætlum okkur í úrslitaleikinn gegn gömlu erkiféndunum Real Madrid." Ajax stefnlr aö tltllvöm Evrópumeistarar bikarhafa, Ajax frá Hollandi, stefna að því að veija titil sinn, en liðið mætir Marseille frá Frakklandi í Evrópukeppni bik- arhafa. í hinum leiknum er það 2. deildarliðið Atlanta frá Ítalíu sem mætir Mechelen frá Belgíu. Þýsku liöln mætast Það var mikið áfall fyrir Þjóðveija þegar dregið var í undanúrslit Evr- ópukeppni félagsliða. Tvö þýsk lið eru eftir í keppninni, Bayer Leverk- usen og Werder Bremen, og þau drógust saman. Bremen er í efsta sæti deildarinnar, en Leverkusen í 7. sæti. Leverkusen getur þó státað af því að hafa aldrei tapað í Evrópu- keppni í þau tvö ár sem liðið hefur verið með. í hinum leik Evrópukeppni félags- liða mætast Brugge frá Belgíu og Espanol frá Spáni. SPÁDU Í L/ÐIN OG SPILAÐU MEÐ Lelklr 19. mar* 1988 K Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. /r-j. Síminn er 688 322 tyyjm 1 X 2 1 Arsenal - Newcastle 2 Coventry - Derby 3 Nott’m Forest - Man. United 4 Oxford - Chelsea 5 Q. P. R. - Norwich 6 Sheff. Wed. - Portsmouth ■■ 7 Southampton - Charlton uá ÍSLENSKAR GETRAUNIR 8 West Ham - Watford 9 Wimbledon- Tottenham - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaidar vinningsiíkur. 10 Crystal Palace - Bradford 11 Man. City - Swindon 12 Shrewsbury - Middlesbro Úsölustaðin Reykjavík: Rammagerðin, Kringlunni Kópavogur Blómahöllin, Hamraboig 1-3 Haiharfjöróur Búsáhöld og leikfóng, Strandgötu 11-13 Keflavík: Stapafell, Hafnargötu 29 Akranes: Blómaríkið, Kirkjubraut 15 Borgames: Húsprýði, Borgarbraut 4 Vestmannaeyjar Sjónver, Heiðarvegi 6 Hellissandur: Versl. Blómsturvellir Stykkishólmur: Húsið, Aóalgötu 22 ísafjörður: Straumur, Silfurgötu 5 Blönduós: Ósbær, Þverbraut 1 Akureyri: Blómaversl. Laufás, Hafnarstr. 96 Húsavík: Grímur og Árni, Túngötu 1 Egilsstaðabær: Versl. Sveins Guðmundss. Selfoss: Biómahornið, Austurvegi 21 Evrópumótin í knattspymu Evrópukeppni melstarallöa Real Madrid (Spáni)-PSV Eindhoven (Hollandi) Steua Bukarest (Rúmeníu)-Benfica (Portúgal) Evrópukeppni bikarfiafa Marseille (Frakklandi)-Ajax Amsterdam (Hollandi) Mechelen (Belgíu)-Atalanta Bergamo (Ítalíu) Evrópukeppnl félagsliAa Brugge (Belgíu)-Espanol (Spáni) Bayer Leverkusen (V-Þýskal.)-Werder Bremen (V-Þýskal.) íþróttir helgarinnar Badminton Ljómamótið f badminton fer fram á Akranesi um helgina. Keppt veður f A-flokki. Blak Laugardagur: Hagask. kl. 14.00 ÍS-Þróttur (l.d. ka.) Hagask. kl. 15.15 Þróttur-ÍS (l.d.kv.) Sunnudagur: Digranes kl. 14.00 HK-KA (l.d. ka) Digranes kl. 15.30 UBK-Vfk. (l.d. kv.) Borðtennis Á morgun, sunnudag, fer fram punktamót KR f KR-húsinu við Frostaskjól. Mótið hefst kl. 13.00. Fatlaðir fslandsmót fatlaðra f sundi fer fram f Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Mótið hófst f gærkvöldi og heldur áfram kl. 16.00 í dag. Fimleikar fslandsmótið I fimleikum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Mótið hófst í gær með keppni f skylduæfing- um. í dag kl. 15.00 verður keppt í fijálsum æfingum pilta og stúlkna. Á morgun, sunnudag, hefst keppni kl. 14.00 og þá hefjast úrslit á áhöldum. Áætlaður tfmi fyrir verðlaunaafhend- inu er kl. 16.30. Glíma í dag kl. 14.00 verður grunnskólamó- tið í glímu og fer það fram í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. Um 100 unglingar taka þátt f mótinu og verð- ur keppt í fiórtán flokkum. Keppt verður í sjö flokkum drengja og stúlkna. Stúlkur hafa aldrei áður keppt opinberlega í glímu. Handknattleikur Um helgina fara fram úrslit f yngri flokkum. Úrslitaleikimir f 2. flokki karla fara fram í Seljaskóla, 2. flokki kvenn í Hafnarfirði, 4. flokki karla á Akureyri, 4. flokki kvenna á Selfossi og 6. flokki karla í Ásgarði. Úrslita- leikimir fara fram á sunnudag. Júdó Opið mót verður haldið á Akureyri um helgina. Keppt verður í öllum flokkum. Körfuknattleikur Laugardagur: Seljask. kl. 14.00 ÍR-Valur (úrvalsd.) Egilsst. kl. 14.00 UÍA-HSK (l.d. ka.) Sunnudagur: Hagask. kl. 20.00 KR-Haukar (úrv.) Hagaskóli kl. 14.00 KR-ÍR (l.d. kv.) Strandg. kl. 20.00 Hauk.-ÍBK (l.d. kv) Hlaup Breiðholtshlaup ÍR verður haldið í dag, laugardag, kl. 14.00. Hlaupið hefst við Sundlaugina í Breiðholti. Keppt verður í karlaflokki 19 til 34 ára og eldri flokki sem hlaupa 17 km, konur, drengir og byijendur hlaupa 8,5 km. Skíði Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum í dag kl. 13.00. Hægt verður að gagna 5, 10 og 20 km. Allir þátttakendur fá viðurkenningu. Á Ólafsfírði verður VISA-bikarkeppni SKÍ í norrænum greinum, göngu og stökki, í öllum flokkum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.