Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 53
+ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 53 Soffíu Þorvaldsdóttur, búsett á Akrueyri. Rósa, gift Gunnari Sæ- mundssyni, búsett í Reykjavík. Sigríður, gift Andrési Guðmunds- syni, búsett í Kópavogi. Guðmundur, sem lést 1979, eftirlifandi eiginkona er Freydís Bernharðsdóttir, búsett í Ólafsfirði. Eva, ekkja Kristjáns Ás- geirssonar, búsett í Ólafsfirði. Á heimili þeirra ólst einnig upp Dan- íel, giftur Kristínu Egilsdóttur, bú- sett í Reykjavík. Þau hjón eignuðust heimili hér í Ólafsfirði, fyrst á Kirkjuvegi 2, en síðar byggðu þeir feðgar William og Guðmundur myndarlegt hús á Brekkugötu 23. Heimili þeirra hjóna stóð ætíð opið öllum og gestakomur tíðar, enda gestrisni hjónanna með ein- dæmum. Jonína andaðist 13. apríl 1972. William stundaði sjósókn og út- gerð frá Ólafsfirði en síðar smíðar, einkum bátasmíðar sem varð ríkur þáttur í atvinnu hans með árunum. Hann byggði sjálfur stórt hús undir bátasmíðarnar, það hús stendur við Aðalgötu. I dag er þar myndarlegt netaverkstæði Kristbjarnar hf. Will- iam var mikill dugnaðar- og fram- taksmaður, sem aldrei lét sér verk úr hendi falla. Áhugi hans og fram- kvæmdavilji hélst alla tíð og hann var ætíð hvetjandi um áframhald- andi uppbyggingu atvinnulífs í Ólafsfirði. Hann trúði á framtíð sinnar heimabyggðar. William var virkur félagsmaður, m.a. var hann fyrsti formaður slysa- varnadeildar karla í Ólafsfirði, hann sat í sóknamefnd, skólanefnd auk þess sem hann var alllengi matsmað- ur hjá Brunabótafélagi Islands. Eg man fyrst eftir Villa, eins og hann var oftast nefndur, á smíða- verkstæði hans, það hús er rétt hjá heimili mínu þar sem ég ólst upp. Villi kom mér fyrir sjónir sem hörku- karl, ákveðinn og duglegur. Hann var skapmaður, en beitti því yfirleitt rétt. Stríðinn var hann, en reglusemi var í hávegum höfð hjá honum. Síðustu árin kynntist ég Villa vel, en þá var hann kominn vel til ára sinna. Duglegur var hann fram úr hófí, ég minnist þess er hann var að róa á trillu sinni er hann var nærri 80 ára gamall. Frá 1982 dvaldi Villi á vistheimil- inu Hornbrekku í Ólafsfírði, þar undi hann sér vel. Villi var með eindæmum gestris- inn enda vinamargur. Alltaf þegar ég kom í heimsókn var boðið upp á sælgæti og að sjálfsögðu var boðið upp á staup einnig. Öllum leið vel í návist hans. Hann var mikið ljúf- menni, myndarlegur maður sem hafði jafnframt fágaða framkomu, bjart yfirbragð ásamt hlýju, brosi sem yljaði öllum sem voru í návist hans. Eg, eins og svo margir aðrir, hef notið þessarar miklu gestrisni Villa og ætíð var góðvild og hjartahlýja í fari hans. Eg mun ætíð vera þakklátur fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast Villa. Eg sendi ættingjum Villa bestu kveðjur og bið Guð að blessa minn- ingu Williams Þorsteinssonar. Þorsteinn Þorvaldsson Líður þér illa að óþörfti? : ’mt'ý'1 ... i-v :j». 3*. _ ., ><•&*. íi' v m Wit&L . * | ? i {'■ / V ; ; 1A Br !''á ■’ . þí;|./-j <'*•*•* •' j i'i ú - f"'}( fe■x' V.J'ífeí'-.y/M- jÖ§$fSííásii m t§ >í v*- \„. 'i Margir sætta sig við slappleika mánuðum og jafnvel árum sam- an að óþörfu. Ert þú einn þeirra? Þú getur komist að því ef þú reynir bætiefnin frá Lýsi hf. Það er nefnilega ótrúlegt hvað skortur á örlitlu magni af vítamínum, steinefnum eða snefil- efnum getur gert þér lífíð leitt. Ef vanlíðan þín er aðeins við- vörun líkamans um að þig vanti bætiefni er MAGNAMÍN góð- ur kostur. MAGNAMÍN miðast nákvæmlega við þarfir íslend- inga! * < LYSI Lýsihf. Grandavegi42, Reykjavík. MAGNAMÍN er sett saman úr 24 vítamínum, steincfnum og snefílefnum. MAGNA-B inniheldur öll B-vítamínin. B-vítamín vinna gegn blódleysi, bólgum, útbrotum, streitu og sinnuleysi. MAGNA-C. Líkaminn þarfnast þess stöðugt til að viðhalda heilbrigði bandvefs, t.d. tannholds og til vamar kvefí. MAGNA-E er nauðsynlegt til að líkamanum nýtist önnur vítamín. THOMSON irt SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879/0-681266 ARGUS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.