Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 7 Húsavík. NÝR bátur mb. Björg Jóns- dóttir ÞH 321, bættist i báta- flota Húsavíkur fyrir skömmu. Báturinn er 190 lestir að stærð, byggður í Noregi 1963 og hét lengst af Faxi en nú síðast Snæ- fari HF 186 ogvar Júlíus Stefáns- son, útgerðarmaður, Kópavogi, áður eigandi hans. Báturinn var lengdur árið 1973 og fjórum árum sfðar yfírbyggður og nýlega var skipt um brú á honum og hann sandblásinn, lest einangruð fyrir frosti, sett í hann grandaraspil og skipt um aðalvél 1982 svo segja má að hann sé í mjög góðu ástandi. Björg Jónsdóttir ÞH 321 kemur til heimahafnar. Innfellda myndin er af Aðalgeir Bjarna- syni skipstjóra. Eigandi bátsins er Langanes hf. á Húsavík og skipstjóri er Aðalgeir Bjamason. Langanes hf. átti áður 131 lesta bát, sem bar sama nafn, en hefur nú selt hann til Dalvíkur og er kaupandi hans Haraldur hf. Björg Jónsdóttir fer til neta- veiða nú í vikunni. Fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Björgúlfur seldi í Brem- erhaven BJÖRGÚLFUR EA seldi 159 tonn í Bremerhaven sl. fimmtudag og í gær fyrir 8,6 milljónir króna. Meðalverð var 54,12 krónur og uppistaða aflans var karfi. Selt var 51 tonn úr gámum í Hull og Grimsby sl. fímmtudag fyr- ir 3,1 milljón króna. Meðalverð var 60,56 krónur. Seld voru 25 tonn af þorski á 58,07 króna meðal- verði, 13 tonn af ýsu á 75,18 króna meðalverði og 4 tonn af kola á 64,92 króna meðalverði. Ekkert var selt úr gámum erlendis í gær. Breskur fræðimaður: Fyrirlestur um varnir Norðurslóða Kynnum „toppinn" frá Honda í hádeginu i dag flytur Clive Archer frá háskólanum í Aber- deen ræðu um varnir á Norður- Atlantshafi og viðbrögð vest- rænna þjóða við Múrmansk- ræðu Gorbatsjovs. Hádegisverðarfundurinn er hald- inn á vegum Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs og er opinn félagsmönnum og gestum þeirra. Hann er f Átthagasal Hótel Sögu og verður húsið opnað klukk- an 12. Clive Archer er forstöðumaður rannsóknastofnunar í vamarmál- um við Háskólann í Aberdeen og einn þekktasti fræðimaður á Bret- landseyjum í vömum á Norður- Atlantshafí og almennt í málefn- um Norðurlanda og Norðurhafa. Drukkinn í höfnina MAÐUR féll út af Ingólfs- garði í Reykjavíkurhöfn i fyrrinótt. Lögreglan dró hann á þurrt og flutti hann á slysa- deild. Það var um kl. 2.45 um nótt- ina sem maðurinn féll f sjóinn og var hann nokkuð drukkinn. Lögreglan kom á vettvang skömmu sfðar og kastaði til hans bjarghring. Var hann sfðan dreginn á þurrt og ekið á slysa- deild. Ekki mun honum hafa orðið meint af volkinu, en lög- reglumaður, sem dró hann upp, tognaði á hendi við björgunar- starfíð. Leiðrétting: 1,7 milljóna króna hagnað- ur Granda hf. HAGNAÐUR Granda hf. var 1,7 miiy. króna árið 1987 en ekki 188,6 millj. króna eins og sagt var í fyrirsögfn fréttar Morgun- blaðsins á blaðsíðu 2 í gær. Blað- ið biðst velvirðingar á mistök- unum. Hagnaður Granda hf. var hins vegar 188,6 milljónir króna fyrir afskriftir og Qármagnskostnað, sem námu 159,8 milljónum króna, þannig að hagnaður á reglulegri starfsemi fyrirtækisins fyrir skatta varð 30 milljónir króna. Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMI 689900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.