Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 33 KpMj M il L2 fj r| » <*»»* l r |ip ll&jÉiÉÉ/ ÍHI Nicholas Ruwe sendiherra Bandaríkjanna og Kristján Jóhannsson forstjóri Almenna bókafélagsins við opnun Bandaríska bókamarkað- arins hjá Eymundsson. eru m.a. bækur um sögu, listir, tækni, matargerðarlist, auk fagur- bókmennta, bæði sígildra skáld- sagna og nýrri verka. Einar sagð- ist vona, að Bandarískur bóka- markaður geti orðið fastur við- burður í framtíðinni, „. . . ef þessi markaður verður árang- ursríkur, munum við stefna að því, að gera þetta að árvissum viðburði í íslensku menningarlífi," sagði hann. Bandaríski bókamarkaðurinn mun standa út marsmánuð og er hægt að panta bækumar símleiðis og fá sendar í póstkröfu. ^sstofnun spáir ’ðbólgu á árinu 'unartekna meiri en atvinnutekna og lánskjaravisitalan hækki um 17% yfir árið. í þjóðhagsspánni eru þessar áætlanir um tekju- og verðlags- breytingar taldar gefa til kynna að kaupmáttur atvinnutekna á mann muni að jafnaði verða l'/2% lægri á þessu ári en í fyrra og að kaup- máttur ráðstöfunartekna dragist saman um 2%. Á síðasta ári hækk- aði kaupmáttur dagvinnulauna um 16% milli ára, kaupmáttur atvinnu- tekna á mann hækkaði um lV/2% og kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði um 18V2%. Endurskoðuð þjóðhagsspá er byggð á horfum um ytri skilyrði þjóðarbúsins á þessu ári, á efna- hagsstefnu ríkisstjómarinnar og efnahagsráðstöfunum og á því að kjarasamningar fyrir þetta ár verði svipaðir og samningar VMSÍ og vinnuveitenda. í þjóðhagsspánni segir að um marga óvissuþætti sé að ræða. Til beggja vona geti brugðið með ytri skilyrði og óvíst sé um niðurstöður lqarasamninga. Þá sé engin reynsla fengin af breyt- ingum á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs og vandséð hvemig lánsljáráætlun geti staðist í ljósi þess mikla við- skiptahalla sem spáð er er á árinu. Þjóðhagsspá fyrir 1988: Viðskiptakjörin 2% lakari að meðaltali en á síðasta ári VIÐSKIPTAKJÖR íslendinga í vöruviðskiptum verða um 2% lakari að meðaltali á þessu ári en í fyrra, gangi endurskoðuð þjóðhagsspá eftir. Taldar eru meiri líkur séu á að viðskipta- kjörin versni en batni. Reiknað er með 11 milljarða viðskipta- halla á árinu. í spánni er gert ráð fyrir að vömskiptajöfnuðurinn á þessu ári verði óhagstæður um 5 milljarða króna en árið 1986 var vöruskipta- jöfnuðurinn hagstæður um 4 millj- arða og óhagstæður um 2 millj- arða í fyrra. Þetta má að stómm hluta rekja til mikillar aukningar innflutnings sem stafar af auknum tekjum og hækkun raungengis krónunnar. Á síðasta ári jókst vörainnflutningurinn um 25% að raungildi og er áætlað að hann aukist um 3% á þessu ári. Hins vegar jókst vömútflutningur að- eins um 3% í fyrra og gert er ráð fyrir */2% samdrætti í vöraútflutn- ingi á þessu ári. Þjónustujöfnuðurinn er talinn verða með 1 milljarðs króna af- gangi á þessu ári sem er svipaður afgangur og í fyrra. Halli á vaxta jöfnuði stefnir hinsvegar í 7 millj- arða halla. Það er tæplega 1 millj- arði meiri halli en í fyrra sem stafar af aukningu erlendra skulda og af gengislækkun krónunnar í byijum mars. Spáð er að halli á viðskiptum við útlönd verði að öllu samanlögðu rúmlega 11 milljarðar króna eða sem svarar 4V2% af landsframleiðslu. Á síðasta ári var viðskiptahallinn rúmir 7 milljarðar eða um 3V2 af landsframleiðslu. Von á tUlögnm um jöfnun orkuverðs Iðnaðarráðherra segir mikið bera á röng- um tölum og samanburði í umræðunni INNAN skamms er von á tillög- um frá nefnd sem skipuð var fyrr í mánuðinum til þess að gera tillögur um hvernig jafna megi orkuverð í landinu. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið, að í ljósi þessa sé það furðuleg sýndarmennska þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins flytji tillögu um jöfnun orku- verðs á Alþingi. Iðnaðarráðherra segir einnig að mikið hafi borið á röngum tölum og samanburði í umræðunni um orkuverð. Mun- urinn á hitunarkostnaði hjá Hita- veitu Reykjavíkur og Rafmagn- sveitum ríkisins væri tU dæmis innan við þrefaldur en ekki sjö- faldur eins og haldið hefði verið fram. Iðnaðarráðherra sagði að því hefði verið haldið fram að 80% dýr- ara væri að kynda með rafmagni en olíu. Það sem menn þyrftu að gera sér grein fyrir væri að á síðustu tveimur árum hefði verð á gasolíu lækkað stórkostlega og væri nú jafn lágt og það var fyrir orkukreppuna. „Þegar við beram saman kostnað við að hita upp með rafmagni ann- arsvegar og olíu hins vegar þá er munurinn á milli 15 og 20% raf- magni í óhag en ekki 80%,“ sagði iðnaðarráðherra. Hann sagði menn gleyma að taka tillit til þess kostn- aðar sem væri samfara því að kynda með olíu, ekki væri einungis hægt að taka tillit til gasolíuverðsins heldur þyrfti að hafa með í dæminu rekstrarkostnað, viðhald, stofn- kostnað og niðragreiðslur. Einnig gæfu menn sér betri nýtingu en reynslan sýndi að væri raunhæft þegar þeir væra að bera saman. Ráðherrann sagði að ef rafhitunar- kostnaður væri borinn saman við síðustu ár þá væri hann heldur hærri nú en 1986 og 1987 en mun lægri en á áranum 1980-84. Sá vandi sem nú blasti við RA- RIK og Orkubúi Vestfjarða væri að fyrirtækin hefðu safnað skuld- um. Ef orkuverðið ætti að miða við að hægt væri að endurgreiða skuld- irþyrftiaðhækkaþaðum 12-15%. Friðrik sagði að einnig hefði vilj- að bera á því í umræðunni að menn væra að bera saman reikninga ann- ars vegar frá Hitaveitu Reykjavíkur og hins vegar frá RARIK-svæðun- um en slíkur samanburður gæti verið varhugaverður. HR jafnaði verðinu niður á alla mánuði ársins og væri því jafn dýrt að kynda á sumrin og á vetuma. Annars staðar væri lesið oftar á mælana sem gerði það að verkum að kostnaðurinn væri að sjálfsögðu langt um hærri köldustu mánuði ársins en á sumr- in, enda væri lítið um að menn væra að bera saman orkureikninga Friðrik Sophusson á sumrin. „Það er auðvitað erfitt að gera samanburð á orkuverði hitaveitna og rafmagnsveitna en það er ljóst að munurinn á hitunar- kostnaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur og RARIK er innan við þrefaldur en ekki sjöfaldur eins og kom fram í grein eins bæjarstjórans nýlega,“ sagði Friðrik Sophusson. Það bæri líka að hafa í huga að verðmunur gæti verið allt að fímmfaldur milli mismunandi hitaveitusvæða. Iðnaðarráðherra sagði að hann hefði í desember gert ríkisstjóminni grein fyrir þessum vanda og óskað eftir samvinnu við fjármálaráðu- neytið um lausn sem kæmi í veg fyrir að hækka þyrfti orkuverð. Þann 4. mars síðastliðinn hefði hann svo tekið málið aftur upp í ríkisstjóminni og í framhaldi af því hefði verið sett á laggimar nefnd fjármálaráðuneytis, iðnaðarráðu- neytis ásamt fulltrúa Framsóknar- flokksins til þess að gera tillögur um lausn. í nefndinni eiga sæti þau Guðrún Zoega, aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra, Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis- ins og Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. „Ég á von á tillögum frá þessari neftid á næstunni," sagði Friðrik. „Það er því furðuleg sýndarí' mennska í ljósi þessa þegar nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins flytja tillögu um jöfnun orkuverðs á Alþingi án þess að orða það við viðkomandi ráðherra og fara með rangar fullyrðingar í greinargerð." Hcöalverö á raforku til hitunar ibúaöarhús— naiðis hjá Raf nagnsvo i tum ríkisins 1979-1987. Spá fyrir 1900 til sananburfiar. (OerÖlag i des. 1987 skv. launavisitölu) lh. 8.5 0 ... I l^lll m i i i nn i i i i i i i i i ii i ii ii i An niftur— greiftslu I tteft niftur grelfttlu 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 Spi 1988 VERÐ GASOLÍU 1. JAN. ÁR HVERT VERÐLAG 1. MARS 1988 MIÐAÐ VIÐ BYGGINGAKOSTNAÐ Raungengi: 20% hækkun milli ára Spáð er 15% hækkun á þessu ári RAUNGENGI hækkaði um 26% frá fjórða ársfjórðungi 1986 til fjórða ársfjórðungs 1987 á mæli- kvarða launa og um 20% milli áranna. Á mælikvarða verðlags hækkaði raungengið um 9% milli áranna og um 15% milli siðasta ársfjórðungs áranna. Þetta kem- ur fram í ágripi úr þjóðarbú- skapnum sem Þjóðhagsstofnun sendi frá sér á föstudag. Spáð er 15% hækkun á raun- gengi krónunnar á þessu ári, á mælikvarða verðlags, og 11% á mælikvarða launa, gangi verð- lagsspá Þjóðhagsstofnunar eftir. Þessi hækkun hvetur til aukins inn- flutnings og letur útflutning og þvi er gert ráð fyrir að innflutningur vöra og þjónustu aukist um 3%, fyrst og fremst vegna hækkunar raungengisins. Meðalgengi krónunnar var á síðasta ári haldið óbreyttu miðað við myntvog fram í október en þá var byijað að miða við viðskiptavog þar sem Bandaríkjadollar vegui* minna. Miðað við myntvog lækkaði meðalverð erlendra gjaldmiðla um tæplega 3% frá upphafi til loka ársins, en hækkaði um tæplega 2% miðað við viðskiptavog. Gengi Bandaríkjadollars lækkaði um 10% gagnvart krónunni á árinu. Gengi japanska yensins hækkaði um 16% og þýska marksins um 9%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.