Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 16
16______________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988_ Segja konur sig úr lögum við karla í kjarasamningum? eftirElínu G. Ólafsdóttur Skyldu það vera náttúruundur að konur eru nánast eini vaxtarbroddur- inn í harðsóttri kjarabaráttu launa- fólks nú um stundir, eða eru ein- hvetjar skýringar til? Gæti hugsast að konur væru bún- ar að fá sig fullsaddar af forsjá „toppanna" í kerfínu (milljóna króna mannanna) og sjái enga leið sér og sínum til bjargar aðra en að segja sig úr lögum við karlana? Eru þær loks búnar að fá nóg af launamis- rétti, vinnuþrælkun og öryggisleysi? Eru þær búnar að fá nóg af hækkun- um á nær öllu nema kaupinu sínu? Það hefur verið að sannast nú í samningum undanfarið, svo ekki verður um villst, að allt skrum ráða- manna um að draga verði úr launa- mun í landinu eru orðin tóm. Það á að viðhalda þessum launamun og halda konum áfram á lægstu launun- um, launum sem í flestum tilfellum eru_ fyrir neðan allt velsæmi. Á sama tíma er gengið fellt og látlaust dynja yfír hækkanir á öllum helstu útgjaldaliðum heimila, öliu nema kaupinu. Er nema von að þolin- mæðin sé þrotin? Konur hafa enda undanfarið verið að þjappa sér saman í hópa og safna kröftum til að spyma við fótum sem aldrei fyrr. Þetta birt- ist okkur í ýmsum myndum. Framtak Snótarkvenna Sú merkasta um þessar mundir er framtak Snótarkvenna í Vest- mannaeyjum. Þær brutu af sér hlekki karlasamstöðunnar og höfnuðu nið- urstöðu samninganna. Samninga, sem gerðu ráð fyrir kjararýmun og áframhaldandi setu þeirra á botni launamarkaðarins með byrjunarlaun rúmlega 30 þúsund og 34 þúsund eftir að hafa unnið hjá sama fyrir- tæki í 12 ár. Er þetta nú ekki fyrir neðan allt velsæmi? Á sama tíma halda aðrir áfram að fá margföld þeirra laun. Og strákamir í lands- föðurhlutverkinu klappa þeim ábúð- arfullir á öxlina og segja að ef þeirra laun hækki komi svo voðaleg verð- bólga að allt fari í bál og brand. Er furða þó konur nenni ekki þessu mgli lengur og taki til sinna ráða? Fína launakerfíð sem þeir vom búnir að búa til er allt í einu komið á aðra ferð en fyrirhugað var og ólga launa- fólks magnast. Samfélag kvenna og annarra þeirra sem órétti em beittir Elín G. Ólafsdóttir „Vegna hlutverks kvenna um aldir er okk- ur ijóst að hér verður að snúa við blaði áður en það er um seinan. Það verður að snúa „Mammonhugmynda- fræðina“ niður, reka tíðaranda veraldar- gæðagræðgi á kostnað mannvirðingar út í horn.“ logar af heilagri vandlætingu. Ef konunum í Eyjum og öðmm sem em að reyna að bijótast út úr vítahring launamisréttisins tekst að standa af sér atlögur „forsjármanna" núna er veik von um að hægt verði að brjóta á bak aftur þá víðtæku samstöðu sem myndast hefur á und- anfömum ámm um að halda niðri launum almennra launtaka í landinu. Á endanum væri ef til vill hægt að fínna launalegu réttlæti farveg þrátt fyrir ónýtt launakerfí. Það hreinlega verður að vinna bug á launamisréttinu og skipta réttlátar eftir tekjum af vinnu fólksins í landinu. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar í þessu tilliti en lítið hefur gerst enn sem bætt hefur stöðuna. Tillögur Kvennalistans í stjómarmyndunarviðræðum sl. vor lagði Kvennalistinn áherslu á að launaþróunin hér á landi kallaði á aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins. Að- gerðir til að koma í veg fyrir að hægt væri að semja um svo léleg laun fyrir ákveðna hópa fólks að það yrði að leggja nótt við dag til að framfleyta sér og sínum. Ekki fengu tillögur Kvennalistans góðar undirtektir á þessum tíma, en nú eftir síðustu samninga em fleiri að bætast í hóp þeirra sem sjá að löggjafínn er neyddur til að taka í taumana. Kvennalistinn hefur nú í þriðja sinn lagt fram fmmvarp á Alþingi um að bannað verði að gTeiða á íslandi laun undir ákveðnu lág- marki. Vegna þess fárs verðhækkana, gengisfellinga og lélegra samninga sem yfír hafa dunið undanfarið, og enn ekki er bitið úr nálinni með, höfum við konur ákveðið að setjast saman dagstund á laugardaginn, þann 19. mars, á Hótel Borg og ræða hvað er til ráða. Ræða m.a. hvort konur verði hreinlega að semja einar til að ná fram betri árangri í launamálum. Vegna hlutverks kvenna um aldir er okkur ljóst að hér verður að snúa við blaði áður en það er um seinan. Það verður að snúa „Mammon- hugmyndafræðina" niður, reka tíðar- anda veraldargæðagræðgi á kostnað mannvirðingar út i hom. Setja verð- ur manneskjuna í öndvegi — sérstak- lega litlu manneskjumar, sem eiga að erfa landið. Við verðum að gefa þeim aftur foreldrana sína. Semja um dagvinnulaun sem hægt er að lifa af og stytta vinnutímann, til að lengja samverustundir fjölskyldna. Það er deginum Ijósara að tími þeirra sem hafa verið í forsvari kjara- samninga, kjarasátta og lögmála um launamun er að renna út. Konur velta fyrir sér leiðum til að snúa ofan af vitleysunni sjálfum sér og öðrum í hag. o\ HVAR ÓDÝRAST AÐ VERSLA? lo. fOar ER UMBOÐIÐ ALLTAF DÝRAST? I nýgerðri verðkönnun Verðlags- stofnunar kemur fram að verð á varahlutum í þá bíla, sem Hekla hf. hefur umboð fyrir, er lægst í Varahlutaverslun Heklu hf. í 7 tilfellum af 12. Þar að auki var Hekla hf. aldrei með hæsta verð á þeim varahlutum, sem könnunin tók til. Þessar niðurstöður eru sannarlega góður vitnisburður um að varahlutir geta verið ódýrastir hjá viðkomandi bifreiðaumboði. 113% VERÐMUNUR í könnun Verðiagsstofnunar kom fram að það munaði allt að 113% á verði varahlutar í Heklu hf. og samskonar vara- hiutar í þeirri verslun, sem hæsta verðið hafði. Það liggur því í augum upþi að hægt er að spara verulega með því að kaupa þar sem verðið er lægst. GÆDiN SKIPTA LÍKA MÁLI í varahlutaverslun Heklu hf. eru aðeins seldir viðurkenndir vara- hlutir með ábyrgð, sem stand- ast ýtrustu kröfur framleiðenda bílanna. Umboð Bilanaust Borgar- túni 26 Hóberg Skeifunni 5a Oliu- élagiö hf. (Esso) GS vara hlutir Hamars- höföa 1 I. Erlings- ' son Ármúla 36 Oliufélagiö Skeljungur (Shell) Blossi Ármúla 15 Oliuversl- un íslands (Olis) Stilling Skeif- unni 11 Álimingar Ármúla 22 Lægsta verö Hæsta verö Mismunur i % ■ | MITSHUBISI GALANT 1600 í ÁRG. 1983 — HEKLA HF. Kertl 1 sftk 80 - 02 110 110 105 110 03 125 100 oo 125 30,0% 2 Piatína 110 110 144 153 105 100 150 106 105 55,7% Loftsla 240 * 403 370 240 403 02,5% * Oliusla 237 * 312 305 237 312 31,0% * Bremsuboröar, 4 sftk. 1070 * 1514 1277 1200 1070 1514 40,4% * Bromsuklossar, 4 stk. 040 045 570 1200 077 004 570 1200 110,0% Stýrlsondi 756 700 eoo 600 700 10,1% Kúplingsdlskur 1710 * 1750 2270 1050 1700 1710 2270 33,3% 2250 * 2270 3004 3014 2250 3014 00,5% * Þurrkublaö 105 * 320 301 41 5 314 207 105 415 112,0% * Viffturelm 201 107 170 205 170 205 20,0% Kveiklulok 250 245 210 200 345 203 255 210 345 50,7% L®g sta verö. Kynntu þér okkar verð - það borgar sig! HF Laugavegi 170-172 Sími 695500 9 RAIMGE ROVEB MINÍ^METRO; Höfundurer varaborgarfulltrúi Kvennaiista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.