Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 31 Noregur: Y esalingunum feiknavel tekið Ösló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA leikhúsið, Det Norske Teatret, í Ósló hefur enn treyst stöðu sina sem helsta söng-leikja- hús á Norðurlöndum. Á fimmtu- dagskvöld frumsýndi það Vesa- lingana og er ekki annað hægt að segja en að uppfærslan hafi slegið í gegn. Voru fagnaðarlætin Evrópubandalagið: Atvinnu- leysi vex Lúxemborg, Reuter. Atvinnulausir í ríkjum Evrópu- bandalagsins voru 2,6 prósentum fleiri í janúar en i desember. Samkvæmt tölfræðistofnun EB eru 16,7 milljónir manna nú at- vinnulausar i bandalaginu. Þess- ar tölur eru byggðar á földa þeirra sem skrá sig sem atvinnu- lausir. í nokkrum löndum óx atvinnu- leysi meira en venjulega í janúar. Þetta á sérstaklega við um Vestur- Þýskaland en þar fjölgaði atvinnu- lausum um 9,1 prósent milli mánað- anna. Tölfræðistofnunin reiknaði einn- ig út atvinnuleysi með nýrri aðferð sem er að ryðja sér til rúms þar sem tekið er tillit til mismunandi skráningaraðferða. Samkvæmt því var atvinnuleysið í bandalaginu í janúar 10,5% sem er minna en í desember. Evrópu og Asíu. Hins vegar taldi hann líklegt að bátar þessir yrðu teknir úr notkun færi svo að risa- veldin gerðu með sér sáttmála um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna. Samningaviðræður um nið- urskurð þessa hluta kjarnorkuher- aflans standa nú yfír í Genf og eru jafnvel bundnar vonir við að þeir Reagan og Gorbatsjov undirriti samning þar að lútandi á fjórða og síðasta ftmdi þeirra í Moskvu í maímánuði. Stöðug endurnýjun Embættismenn í vamarmála- ráðuneytinu bandaríska fullyrða að Sovétmenn vinni stöðugt að því að endumýja eldflaugakafbáta sína. Segja þeir hinir sömu að Sovétmenn ráði bæði yfír fleiri nútímalegum kafbátum en áður auk þess sem mun nákvæmari vopnum, sem beint sé m.a. að Bandaríkjunum, hafí verið komið fyrir í þeim. Studemans sagði að nýjum eldflaugakafbát af gerðinni „Typhoon" hefði verið hleypt af stokkunum síðla árs 1986 og réðu Sovétmenn nú yfír fímm bátum þessarar gerðar. Nýr „Delta 4“ kafbátur hefði og verið sjósettur í bytjun þessa árs og væm þeir því orðnir fimm talsins. Hins vegar kvað hann sovéska flotann enn ekki hafa tekið hina fjóra „Delta“-bát- ana í notkun og virtist sem svo að einhver vandamál hefðu komið upp vegna nýrrar gerðar eldflaugar sem þeir væru búnir. Hér er um að ræða nýja langdræga eldflaug, SS- N-23, sem hýsir tíu kjamaodda og dregur tæpa 8.000 kílómetra. Flotaforinginn kvað bandaríska sérfræðinga hins vegar líta svo á að bæði „Delta“-bátamir og nýju eldflaugamar væru til taks teldu Sovétmenn sig þurfa á þeim að halda. Loks kom fram í máli Stud- emans að bandarískir embættis- menn teldu sig hafa heimildir fyrir því að Sovétmenn hefðu á þessu ári komið nýrri stýriflaug, SS-N-21, fyrir í nokkrum kafbáta sinna. Heimild:The New York Times. svo mikil að sýningu lokinni, að lófatakinu linnti ekki í sjö minút- ur. I föstudagsblöðunum áttu gagn- rýnendur varla orð til að lýsa hrifn- ingu sinni og raunar var það haft eftir Claude-Michel Schönberg, öðr- um höfundanna, að uppfærslan væri svo góð, að hún ætti hvergi betur heima en á Broadway. Fyrir frum- sýningarkvöldið var búið að selja næstum 50.000 miða og alls verða þeir orðnir 63.000 þegar sýningum verður hætt 2. júlí nk. Vesalingamir verða teknir aftur til sýningar á hausti komanda en að því búnu færðir upp í Stokk- hólmi. Det Norske Teatret er átt- unda leikhúsið, sem færir upp Vesa- lingana síðan þeir voru frumsýndir fyrst í Lundúnum fyrir þremur árum. (Þess má geta, að Vesalingamir voru teknir til sýningar í Þjóðleik- húsinu í Reykjavík um síðustu jól). Hernaöaraögeröir Bandaríkjanna í Hondúras 3.200 bandarískum hermönnum var flogiötil Palmerola í Hondúras til þess aö svara árásum sandínistastjórn- arinnar á búöir kontraskæruliöa í Nicaragua og innan landamæra Hondúras. Herflutningarnir Sveitir frá Sveitir frá Fort Ord í Fort Bragg í Kaliforníu. N-Karóllnu. KRGN / Morgunblabö I AM Bandaríkjaher: Úrvalssveitir tíl Hondúras Meðal 3.200 úrvalshermanna Bandaríkjanna sem sendir hafa verið til Hondúras eru menn sem tóku þátt í innrásinni í Grenada árið 1983. Um er að ræða tvö herfylki fallhlífaher- manna úr 82. flugvéladeild með að- setur í Fort Bragg og tvö herfylki úr 7. fótgönguliðadeildinni með að- setur í Fort Ord. Meginmunurinn á þessum tveimur er að hinir fyrmefndu svifa í fallhlíf til bar- daga en hinum er flogið með flutningavél- um á vettvang. Hermenn úr báðum deild- um bera létt vopn og vistir á bakinu og eru mjög hreyfanlegir og þjálfaðir fyrir átök af öllu tæi. 82. flugvéladeildin barð- ist ekki einungis í seinni heimsstyrjöldinni og í Víetnam heldur hefur hún einnig ver- ið kvödd til að lægja ófriðaröldur innan- lands eins og þegar mótmæli fóru fram fyrir utan flokksþing repúblikana í Miami árið 1968. meö breiðþotu Verzlunarmannafélag Reykjavíkur býður nú félagsmönnum sínum hagstæð kjör á orlofsferðum til Þýskalands: • Flugfar fram og til baka kostar kr. 9.500 á mann. • 7 gesta orlofshús í þrjár vikur fæst fyrir kr. 55.800. • íbúð fyrir fjóra gesti í þrjár vikur kostar kr. 45.000. • Sérlega hagstæðir samningar hafa verið gerðir við bílaleiguna Lux Viking í Luxemburg, sem er í eigu íslendinga, og fæst bílaleigubíll af gerðinni Ford Sierra 2000 fyrir kr. 9.800 á viku. Einnig er hægt að fá ódýrari bíla. • Öll þessi verð eru háð gengi 16. mars 1988. Sala þessara ódýru orlofsferða fer fram sunnudaginn 20. mars í húsakynnum VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst kl. 9 árdegis. GREIÐSLUKJÖR rjm n V/SA K [ EURQCARD Y erzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.