Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Evrópubandalagið: Viðurkenn- ing fyrir um- hverfisvernd Brussel. Frá Kristófer Má Kristins- syni, fréttaritara Morgunblaðsins i Belgfu. ÁRIÐ 1987 var sérstakt um- hverfisár innan Evrópubanda- lagsins. Á vegum framkvæmda- stjórnarinnar var mikil áróð- urs- og upplýsingaherferð i samvinnu við samtök í atvinnu- rekstri. Stofnaðar voru lands- nefndir i öllum aðildarríkjun- um til að hvetja fólk og fyrir- tæki til dáða á sviði umhverfis- verndar og bóta. Einn íslend- ingur hefur komið töluvert við þessa sögu, Magnús Magnús- son, sjónvarpsmaðurinn þekkti sem býr í Skotlandi, en hann sat i bresku nefndinni. I upphafi umhverfisársins var ákveðið að stofna til viðurkenn- inga fyrir frábæran árangur á sviði uppgötvana eða uppfinninga sem stuðluðu að bættri umgengni við náttúruna og eins fyrir góðan árangur í græðingu gamalla sára. Afhending þessara viðurkenninga fór fram í fyrsta skipti í vikunni i Brussel að viðstöddum Albert prins af Liége og Stanley Clinton Davis sem fer með umhverfísmál innan framkvæmdastjómar EB. Athöfninni stjómaði Magnús Magnússon. Viðurkenningar voru veittar fyrir uppgræðslu gamalla náma, bættar framleiðsluaðferðir sem draga úr mengun, nýjungar í framleiðslu, s.s. rafhlöður án kvikasilfurs og eins til Philips- fyrirtækisins hollenska fyrir stefnu þess í umhverfísmálum, snyrtilegt umhverfí bygginga fyr- irtækisins o.s.frv. Þá voru borgar- og sveitarstjómum veittar viður- kenningar fyrir hrein torg og vemdun og uppbyggingu gamalla borgarhluta. Júgóslavar fá að fara eigin leiðir - segir Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna Dubrovnik í Júgóslaviu, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kom í gær til Moskvu eftir fimm daga heimsókn í Júgóslavíu. í kveðjuræðu sinni lofaði hann Júgóslövum að þeir fengju að velja sínar eigin leiðir, og hann sagðist vera bjartsýnn á framtið kommúnismans. Hernteknu svæðin í Israel: 98 Palestínumenn hafa verið felldir á 100 dögum Tel Aviv, Los Angeles, Reuter. EITT hundrað dagar voru i gær liðnir frá þvi Palestínumenn risu upp gegn yfirráðum tsraela á hernámssvæðunum. Ungur Pal- estinumaður var skotinn til bana á Gaza-svæðinu og hafa þá 98 Palestínumenn týnt lífi frá því uppreisnin hófst þann 9. desember síðastliðinn. Að sögn embættismanna Samein- uðu þjóðanna var 23 ára gamall Palestínumaður skotinn til bana í gær er átök bmtust út í Shati-flótta- mannabúðunum á Gaza-svæðinu. Rúmlega 20 menn voru særðir skotsárum og voru þeir fluttir í sjúkrahús. FVéttir bárust einnig af átökum á vesturbakkanum. Að sögn sjónar- votta var möl dreift úr þyrlu yfír mannfjölda sem safnast hafði saman í Ramallah en ekki er vitað til þess að ísraelsher hafi beitt þessari að- ferð áður við að beija niður mót- mæli. Aðfaranótt föstudag var fjöldi Palestínumanna handtekinn af ótta við að víðtækar óeirðir bijótist út 30. mars, en þá verða 12 ár liðin frá því sex Palestínumenn voru skotnir til bana er þeir andmæltu hemámi ísraela. Stjómvöld hafa lagt bann við elds- neytisflutningum til íbúa á vestur- bakkanum og útgöngubann er í gildi á Gaza eftir myrkur. Þá eru svæði þessi að mestu sfmasambandslaus við umheiminn. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sem hefur átt viðræður við bandaríska ráðamenn undanfama daga, sagði í Los Angeles í Banda- rílcjunum í gær að yrði gengið að friðartilllögum Bandaríkjastjómar myndi það hafa í för með sér missi landsvæða fyrir Ísraelsríki, sem ógna myndi tilveru þess. Shamir sagði einnig að hugmyndir um að efht verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um leiðir til að koma á friði í Mið-Aust- urlöndum væm liður f viðleitni Sovét- manna og arabaþjóða til að koma í veg fyrir beinar samningaviðræður hinna stríðandi fylkinga. Hvatti hann araba til að ganga til viðræðna við ísraela án „utanaðkomandi íhlutun- ar“. Shamir lét þess getið að vináttu- tengsl Bandaríkjamanna og ísraela væm jafn traust og áður þó svo ríkin greindi á um leiðir til lausnar þessum vanda. Gorbatsjov sagði við fréttamenn að viðræður hans og júgóslavneskra ráðamanna hefðu verið mjög árang- ursríkar, og að þær hefðu einkum beinst að þörfinni á því að blásið yrði nýju lífí í kommúnismann, á sama tíma og kommúnísku ríkin Panama: Fimmyfirmenn hersins sett- ir á eftirlaun Panamaborg, Reuter. MANUEL Antonio Noriega hers- höfðingi neyddi á fimmtudag fimm háttsetta menn í yfirstjórn hersins til að segja af sér og fara á eftirlaun, daginn eftir að árangurslaus tilraun var gerð til að steypa honum af stóli. Talsmaður vamarmálaráðuneyt- isins í Panama sagði að meðal þeirra fimm sem fengnir hefðu ver- ið til að segja af sér væri Bemando Berrera, yfirmaður öryggisráðs landsins. Hann vildi ekki svara því hvort þeir hefðu verið handteknir ásamt þeim yfírmönnum hersins, sem sakaðir era um að hafa ætlað að bylta Noriega. Ennfremur hefur verið skipaður nýr yfirmaður lög- reglunnar í stað Leonidas Macias, sem sagður er hafa verið foringi uppreisnarmannanna. þyrftu að ganga í gegnum miklar efnahagslegar og pólitískar breyt- ingar. „í öllum þeim málum sem við ræddum kom fram mikill og gagnkvæmur skilningur, og sjónar- miðin um helstu máiefnin vora þau sömu," sagði Gorbatsjov. „Við vor- um bjartsýnir í mati okkar á framtíð bæði kommúnismans og alls heims- ins.“ Þegar Gorbatsjov var spurður hvenær Sovétmenn drægju sig frá Afganistan sagði hann aðeins: „Við eram núna f Júgóslavíu, ekki heima." Sovéskir embættismenn höfðu á fimmtudag sagt að brott- flutningur sovéskra hermanna það- an væri ekki háður Genfar-sáttmál- anum. Sovétmenn og Júgóslavar gáfu í gær út sameiginlega yfírlýsingu þar sem ítrekað er að jafnræði eigi að ríkja í samskiptum ríkjanna, og hvoragt ríkið megi skipta sér af innanríkismálum hins. Hún var samin með hliðsjón af yfirlýsingum sem gefnar vora út í Belgrad árið 1955 og Moskvu 1956, til að bæta samskipti ríkjanna eftir að Stalín hafði rekið Júgóslava úr heims- hreyfingu kommúnista vegna „hug- myndafræðilegrar trúvillu.“ Gor- batsjov sagði að yfirlýsingin væri mikilvæg þar sem hún varðaði ekki aðeins samskipti Sovétmanna og Júgóslava. Embættismenn sögðu að í henni væri tekið fram að allir kommúnistaflokkar ættu rétt á að velja sínar eigin leiðir. ERLENT Viðbrögð Sovétmanna við afvopnunarsáttmála risaveldanna: Kafbátaeldflaugnm beint að skotmörkum í Vestur-Evrópu SÍÐLA árs 1987 hættu Sovétmenn að hafa kafbáta búna kjarnorku- vopnum til taks undan Atlantshafsströnd Bandaríkjanna. Að sögn yfirmanns leyniþjónustu Bandaríkjaflota hafa Sovétmenn ákveðið að beina þessum hluta kjarnorkuheraflans að skotmörkum í Vestur- Evrópu. Segir hann Sovétstjórnina með þessu móti hyggjast bæta sér upp missi meðal- og skammdrægra kjarnorkuvopna á landi f Evrópu, sem þeir hafa skuldbundið sig til að uppræta með öllu sam- kvæmt ákvæðum Washington-sáttmálans, er þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mfkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi undirrituðu f desember á síðasta ári. Williams O. Studemans, flotafor- ingi og yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjaflota, skýrði frá þessu fyrr í mánuðinum er hann svaraði spumingum einnar undimefndar hermálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en bandaríska vamarmálaráðuneytið birti ummæli hans nýlega. Studemans sagði að breytingar þessar á kafbátaferðum Sovétmanna virtust fyrst og fremst miða að því að bæta upp missi meðaldrægra landeldflauga af gerðinni SS-20, sem verða eyðilagð- ar samkvæmt Washington-samn- ingnum. í máli hans kom fram að nú væri ljóst hvemig Sovétmenn hygðust bregðast við breyttri stöðu vígbúnaðarmála er samningurinn hefði öðlast gildi. Hins vegar kvaðst hann telja vígbúnaðaijafnvægið „að mestu óbreytt" þrátt fyrir hinar nýju áætlanir Sovétstjóminnar. Endurskipulagning John Galvin, yfírmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu (SACEUR), sagði í viðtali við fréttastofuna Associated Press, að almennt hefði verið búist við ein- hvers konar endurskipulagninu kjamorkuherafians af hálfu Sovét- manna eftir að samningurinn hefði verið undirritaður. Galvin sagði að Sovétmenn hygðust nú miða kjam- orkueldflaugum að skotmörkum í Vestur-Evrópu, sem áður hefði ver- ið beint að skotmörkum utan álf- unnar. Kvaðst hann búast við að Bandaríkjamenn kæmu til með að taka eigin herafla til endurskoðunar og til greina kæmi að beina annars konar vopnabúnaði en áður að til- teknum skotmörkum. í máli Studemans flotaforingja kom fram að Sovétmenn gætu bætt sér upp missi landeldflaug- annaí Evrópu með því að miða kjamorkueldflaugum í kafbátum af „Yankee“-gerð að skotmörkum í Vestur-Evrópu. Þá gætu þeir einnig komið fyrir stýriflaugum í skipum og kafbátum, sem væra á ferð nærri ströndum Evrópu. „Yanke- e“-kafbátar hafa ekki verið á ferð undan ströndum Bandaríkjanna frá því síðla árs 1987,“ sagði Stude- mans. „Yankee“-bátamir era meðal elstu eldflaugakafbáta Sovétmanna og hafa þeir að öllu jöfnu haft tvo eða þijá slíka báta tiltæka á Atl- antshafi um 1.600 kílómetra undan strönd Bandaríkjanna. Með tilkomu þeirra fyrir um 20 áram og ferðum suður Noregshaf og út á Atlantshaf fékk kafbátaeftirlit frá fslandi nýtt og aukið gildi. í októbermánuði árið 1986 sökk einn þessara báta á Atlantshafi eftir að eldur hafði kviknað um borð. í hveijum „Yankee“-kafbát er 16 kjamorku- eldflaugar af gerðinni SS-N-6, sem draga rúma 2.800 kílómetra. 500 kjaraaoddum beint að Evrópu og Asíu Studemans kvaðst telja að Sovét- menn réðu yfir um 500 kjamaodd- um í „Yankee“-bátunum sem unnt væri að beina að skotmörkum í Mynd þessa birtu sljómvöld í Noregi nýlega en hún sýnir sovéskan eldflaugakafbát af „Yankee“-gerð á siglingu. Kafbátnum hefur verið breytt og hann lengdur tíl að hann geti borið stýriflaugar af gerð- inni SS-N-21.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.