Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Atríði úr Smjörbitasögu sem nú er verið að sýna á Fríkiriquvegi 11. kl. 15. Brúðu- leikhús á sunnudögum NÚ ER veríð að leika Smjörbita- sögu á Fríkirlq'uvegi 11 á sunnu- dögum kl. 15. Næsta sýning verður á morgun, sunnudaginn 20. mars. Miðasala er á Fríkirkjuvegi 11 (lq'allara) frá kl. 13 á sunnudögum. Miðar eru teknir frá í síma Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá kl. 13—14.30 á sunnudögum. (Fréttatiikynning) Arsþing FÍI: Verður að tryggja að lgarasamn- ingar valdi ekki óðaverðbólgu segir í ályktun þingsins Ársþing Félags íslenskra iðn- rekenda var haldið i Reykjavík s.l. miðvikudag. Á þinginu var samþykkt ályktun, þar sem lýst er miklum áhyggjum af stöðu kjaramála og ástandi á vinnu- markaði um þessar mundir. Stjórn FÍI var öll endurkjörin á ársþinginu. Víglundur Þorsteins- son var endurkjörinn formaður og aðrir í stjóm Kristinn Bjömsson, Öm Hjaltalín, Ágúst Valfells, til vara Lýður Friðjónsson og Ragnar Birgisson. Stjómarmenn em kosn- ir til tveggja ára. Fyrir í stjóm vom Gunnar Svavarsson, Magnús Tryggvason og Anton Bjamason. Ályktun ársþings FÍI fer hér á eftir í heild: Á fyrri samdráttarskeiuðum hefur oftast farið svo, að við misst- um tök á verðbólgunni. Kjara- samningar leiddu til algjörlega óraunhæfra kauphækkana og stjómvöld urðu síðan að grípa inn í með gengislækkun og lögbind- ingu launa. Enn +a ný þurfum við að svara sömu spumingunni. Viljum við láta verðbólguna geisa og bíða síðan eftir því að ríkisstjómin grípi inn í á venjulegan hátt eða viljum við ná niðurstöðu í kjarasamning- um þannig að unnt verði að draga úr verðbólgu á árinu 1988? Verkföll em nú þegar hafin á einstökum stöðum og víðtækari átök á vinnumarkaði blasa við. Afleiðingar slíkra átaka hljóta óhjákvæmilega að verða örari verðbólga og rýrari kaupmáttur en ella og þau leiða þannig til vemlegs tjóns, bæði fyrir launþega og fyrir þjóðina alla. farsæl lausn kjaradeilna nú er sameiginlegt hagsmunamál laun- þega og atvinnurekenda. Því velt- ur nú allt á því að ábyrg öfl í verkalýðshreyfingunni og í hópi vinnuveitenda nái saman um raunsæa lausn þessara mála. Það verður að tryggja að kjarasamn- ingar við núverandi aðstæður valdi ekki nýrri óðaverðbólgu sem mundi koma harðast niður á þeim hópum í þjóðfélaginu sem hafa lægst launin." Víglundur Þorsteinsson. „Miklar breytingar em nú að verða í þjóðarbúskap Islendinga. Uppgangur undanfarinbna ára er að baki en við blasir samdráttur þjóðartekna. Verðbólga hefur magnast, viðskiptahalli vaxið og afkoma útflutnings- og samkeppn- isgreina stórlega versnað. Aðstæður sem þessar em vel þekktar frá fyrri ámm og allir, sem um þessi mál vilja hugsa, vita hvert framhaldið verður. útgjöíd þjóðarinnar verða að minnka til að draga úr viðskiptahalla og í því felst, að kaupmáttur minnkar. Fyrirlestur um alnæmi PRÓFESSOR Delaunay flytur fyr- irlestur um alnæmi & vegum ÁU- iance Francaise f Norræna húsinu f dag, laugardaginn 19. mars klukkan 13.30. Fyrirlesturinn verður haldinn á frönsku en færí gefst á fyrirspuraum á ensku. Delaunay nefnir inngang fyrirlest- ursins: Heimurinn andspænis al- næmi. Sfðan flallar hann. um stöðu alnæmis frá 1981 og fram á þennan dag, einkenni sjúkdómsins , einkenni vveimnnar, eðli- sýktra framna, smit- leiðir, mótefnamælingar, útbreiðslu alnmæmis, forvamir og meðferð, ein- kennislausa smitbera, persónuleg vandamál — læknisfræðileg, þjóð- félagsleg, efnahagsleg o.s.frv. — stjómarfarsleg vandamál og lokaorð sfn nefnir hann: Alnæmi, Pasteur- stofnunin og Frakkland. Prófessor Delaunay er doktor í læknisfræði frá Læknaskóla Parísar. Hann er heiðursprófessor við Paste- ur-stofnunina. Vísindalegt sérsvið hans er tilraunameinafræði og ónæmisfræði. Hann er einn af stofn- endum Franska bandvefsfélagsins og er forseti þess. Máttur orðanna má sín lítlls Lelkllgt Hávar Sigurjónsson Þjóðleikhúsið: Hugarburður. Höfundur: Sam Shepard. Leikstjórí: Gfsli Alfreðsson. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Lýsing: Ásmundur Karlsson. íslensk þýðing: Úlfur Rjörvar Leikendur: Hókon Waage, Ara- ór Benónýsson, Li(ja Þórísdótt- ir, Sigurður Skúlason, Þóra Friðriksdóttir, Vilborg Hall- dórsdóttir, Gísli Halldórsson, Sigrfður Þorvaldsdóttir. „Hugmyndir kvikna af leikrit- um — ekki öfugt. ... Máttur orðanna er ekki fyrst og fremst fólginn f þvf að með þeim sé hægt að lýsa félagslegum að- stæðum leikpersónunnar. Þessi máttur er mun fremur fólginn f þvf að með orðum er hægt að kveilqa sýnir f huga áhorfenda." Þannig kemst höfundurinn sjálf- ur, Sam Shepard, að orði um leik- ritun sína í grein sem birt er að hluta í leikskrá með sýningu Þjóð- leikhússins á Hugarburði. Máttur orðsins, máttur líkinganna, máttur hugmyndarinnar sem kviknar á þessum ósýnilega streng milli leik- ara og áhorfanda; sá er máttur Shepards sem leikskálds. Sé þessi máttur fótum troðinn er ekki við öðra en máttleysi að búast. Shep- ard hefur verið kallaður duiarfull- ur, leikrit hans heilla, en hvers vegna er óljósara, því mælistika raunsæis og rökhyggju virðist duga skammt þegar reynt er koma áhrifum leikrita Shepards í orð. Það er ekki laust við að manni vefjist tunga um tönn þegar fjalla skal um sýningu Þjóðleikhússins á Hugarburði. Eitt er það að leikrit- ið fer leið sem áhorfandi á kannski ekki að venjast, atburður í upphafí leiðir ekki af sér atburðarás t hefð- bundnum stíl, heldur virðist hann einungis tilefni höfundar til að skoða tengsl ákveðinna persóna; gefa þessum persónum tækifæri til að segja hug sinn við ákveðnar aðstæður — undir pressu væri ein lýsing — og um leið benda áhorf- endum á að hver persóna er sam- sett úr mörgum ólíkum þáttum sem allir geta skotið upp kollinum hvenær sem er. Áhorfandinn getur því ekki gengið að neinni persón- unni sem gefínni, hún hefur fullan rétt til að skipta um skoðun, haga sér öðravísi við Pétur en við Pál. Bygging verksins er einnig af sama toga, snöggar myndskipting- ar sem eiga sér ekkert rökrænt samhengi, þær leiða ekki hver af annarri og tíminn er aukaatriði; að atriðin gerast hvert af öðra í ákveðinni röð virðist oft stafa af þvi einu að í leikhúsinu er ekki hægt að leika tvö eða fleiri atriði samtímis. Þessi tilfinning fyrir tímaleysi ýtir enn frekar undir þá dularfullu kennd sem Shepard nær að skapa í leikriti sínu. Við þetta allt saman bætist áberandi dýrkun Shepards á orðum, Kkingum og táknmáli; hárfín blæbrigði orðanna og orðaskipta eru undirstaðan, og það eitt í sjálfu sér gerir Shepard áhugavert leikskáld á tímum myndrænnar túlkunar á öllum sköpuðum hlutum. Loks situr mað- ur uppi með óljósan grun um að Shepard þekki lykilinn að keisar- anum f okkur öllum og veifí fram- an í okkur nýju fötunum, því í lok leiksins era spumingarmerkin svo sannarlega fleiri f huga manns en við upphafíð. Það er kannski til- gangurinn. Sýning Þjóðleikhússins á Hug- arburði minnir um margt á fíl í Lifja Þórísdóttir og Sigurður Myndin er tekin á æfingu. postulínsverslun. Góðlynda skepnu, ekki vantar það en honum er ómögulegt að standa kyrr og brýtur þvf og bramlar án afláts. Þannig gengur sýningin, hægt og rólega frá einu atriðinu til annars — of rólega stundum — en atriðin sjálf einkennast af hávaða og flumbragangi. Blæbrigði textans mega sín lítils gegn þessu, allt fær sömu meðferð og reyndar er stað- festan slík að leikstjórinn, Gísli Alfreðsson, hlýtur að hafa fylgt þessari túlkun fast eftir. Hvort hún er rétt eða röng hlýtur ávallt að vera persónubundið mat, en það er skoðun undirritaðs að hér sé bæði byijað að hrópa „Úlfur, úlf- ur“ of snemma og síðan sé það hrópað allt of lengi. Áhorfendur daufheyrast fyrr en varir. Frammistaða leikenda verður þvi að skoðast í þessu ljósi. Engu að síður sýna þau Hákon Waage og Lilja Þórisdóttir á sér nýjar hlið- ar. Túlkun Hákons á Jake er geysi- sterk og þó þessi persóna sé manni framandi og hugsanagangur henn- ar brotakenndur nær hún á manni sterkum tökum. Lilja Þórisdóttir nær sömu áhrifum og samleikur þeirra Sigurðar Skúlasonar í fyrsta þætti er áhrifamikill. Sigríður Þor- valdsdóttir og Gisli Halldórsson eiga dásamlega þakkláta senu f þriðja þætti, þar sem hún nuddar á honum fætuma. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa séð Gísla Halldórsson svo hávaðasaman fyrr. Engu að síður tekst þeim Sigrfði og Gísla að koma til skila nokkuð skýrri hugmynd um sam- band þessara hjóna og er það meira en sagt verður um samband Beth og Frankies. Þar næst ekki upp sú kynferðislega spenna sem hlýtur að vera einn af burðarásum þriffja þáttar verksins. Sigurður Skúlason verður því hálfpartinn eins og úti á þelqu, því athafnir hans taka mið af sterkum grun um slíka spennu á milli þeirra. Þóra Friðriksdóttir verður verst úti vegna hávaðastefnunnar og hreint út sagt þá er sena þeirra Vilborgar Halldórsdóttur í her- bergi Jakes ein hin óþægilegasta sem undirritaður hefur setið undir í leikhúsi. Vilborg tempraði þó at- riðið og tókst að hluta „að kveikja sýnir í huga áhorfenda" í lýsingu Lorraine á stefnumóti við föðurinn. Amór Benónýsson er hálf vand- ræðalegur sem særður Frankie og verður eins og fleiri, aðeins háv- aðasamur á köflum. Myndrænt yfirbragð sýningar- innar er snyrtilegt, leikmynd Gunnars Bjamasonar er stílfærð og gefur í sjálfu sér ekki miklar viðbótarapplýsingar um persón- umar né aðstæður þeirra. Hiti og kuldi virðast ráðandi hugmyndir f leikmynd Gunnars, litaval bendir til þess; en umhverfíð er hvorki bandarfskt né fslenskt heldur ein- hvers konar einskismannsland þar sem hrópað er af öllum mætti. Hvemig allur þessi vandræða- gangur er mögulegur er illskiljan- legt, þar sem gera verður ráð fyr- ir að allir hafí lagt sig fram eftir bestu vitund. Ástæðan hlýtur að liggja langt að baki frumsýningar, einhvers konar misskilningur við upphaf vinnunnar við þessa sýn- ingu. Ánægjulegt stefnumót við Sam Shepard í Þjóðleikhúsinu bíður betri tfma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.