Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 51 Minninjr; Guðmundur Skúli Zakaríasson Fæddur 2. ágúst 1907 Dáinn 12. mars 1988 í dag verður til moldar borinn Guðmundur Skúli Zakaríasson. Hann fasddist fyrir áttatíu árum norður í Bitrufirði á Ströndum. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Marsibil Guðmundsdóttir og mað- ur hennar Zakarías Einarsson, sem þá bjuggu á Einfætlingsgili. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Á þeim tíma þótti ekki tiltökumál þó fólk ætti tíu til fimmtán böm. Þessi systk- inahópur taldi þrettán böm og auk þeirra höfðu þijú dáið í frum- bemsku. Þau sem enn em á lífi em: Herdís, Sigríður, Magdalena, Guðrún, Þorkell, Samúel og Magn- ús. Foreldrar Guðmundar bjuggu ekki lengi í Bitmnni. Kannski hef- ur sveitarstjóminni á þeim tíma ekki litist á ómegðina og þess vegna ekki ýtt undir lengri búsetu. Þegar hann var á áttunda ári fluttist fjölskyldan að Fjarðarhomi í Gufudalssveit. Þar gekk hann að almennum sveitastörfum, eins og tíðkaðist þá hjá allflestum ungl- ingum hér á landi. Þessi störf í foreldrahúsum, við skepnuhirð- ingu og heyskap, hafa verið hon- um sá skóli sem dugði honum allt lífíð. Á þessum tíma þótti ekki sjálfsagt að allir sætu á skólabekk fram undir tvítugsaldur, eða leng- ur. Strax og hver og einn óx úr grasi, var til þess ætlast af honum að hann rétti hönd til að létta undir við bústörfín. Á þennan hátt er trúlega heilladrýgst að skila menningararfinum til afkomend- anna. Svo mikið er víst að Guð- mundur hefur dmkkið bændaeðlið í sig með móðurmjólkinni. Hann var það sem við getum kallað fjár- bóndi af Guðs náð. Allt hans líf hefur snúist um kindur og allt í tíma og rúmi verið miðað við þarf- ir þeirra. Hann var á yngri árum, eftir að hann fór úr foreldrahús- um, vð Qárgæslu. Lengst af hjá Hálfdáni Hálfdánarsyni í Búð í Hnífsdal og seinna hjá Sigurði Þórðarsyni á Laugabóli við Djúp. Þar var hann síðast í vinnu- mennsku áður en hann hóf sjálf- stæðan búskap. Árið 1941 hófu þau búskap, Guðmundur og Sól- veig Guðmundsdóttir, ættuð frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík. Þau höfðu verið samtímis í vinnu- mennsku á Laugabóli og orðið ásátt um að leggja saman út í ævintýrið. Þau bjuggu fyrsta árið á æskustöðvum Guðmundar, að Fjarðarhomi í Gufudalssveit, en fóru svo að Hallsteinsnesi í sömu sveit. Þar bjuggu þau þar til þau fluttust út í Flatey á Breiðafírði 1946. Þar færðust þau mikið í fang, því samhliða búskapnum ráku þau gistihús og matsölu. Á þessum tíma var mikið um að vera í Flatey og margt aðkomumanna á staðnum. Bygging fiystihússins var þá að heijast og miklar fram- kvæmdir samhliða því. Hætt er því við að vinnudagurinn hafí ein- hvem tíma verið langur, ekki síst hjá húsmóðurinni. Eyjabúskapur er trúlega á margan hátt erfíðari en annar búskapur. Kostar meiri fyrirhöfti við flutning Qár og aðdrætti en gefur aftur á móti fallegra fé vegna góðra landkosta. Þetta og Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sáirnur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fuliu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Félag járnidnadarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 23. mars 1988 kl. 20.00 á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa á 13. þing MSÍ. 3. Kjaramál. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjóm Félags járniðnaðarmanna. margt fleira sagði Guðmundur mér um búskapinn í Flatey. En það er með þennan fróðleik eins og marg- an annan, að maður hefur ekki vit á að nema hann þegar tækifær- ið gefst. Og þess vegna er hann manni ekki tiltækur þegar þéir er gengnir sem hann áttu. Búskapur- inn í Flatey var Guðmundi alltaf hugieiknastur í minningunni. Og nú hin síðustu ár, þegar hann var hættur að lifa í samtíðinni en horf- inn á vit fortíðarinnar, bjó hann í andanum úti í Flatey og hafði þar fallegt fé. Hjá Guðmundi og Sólveigu ólst upp sonur hennar, Viðar Guð- mundsson. Viðar býr nú í Reykjavík og hefur lengi starfað í álverinu í Straumsvík. Hann er kvæntur Jenný Marteinsdóttur og eiga þau fímm uppkomin böm. Sólveig lést 1956. Eftir að Guðmundur var orðinn einn bjó hann áfram í Flatey. Hann fór þó eitt ár í vinnu- mennsku austur í Öræfasveit. Það- an hafði hann með sér síðari konu sína, Þóreyju Jónsdóttur, ættaða frá Hnappavöllum í Öræfasveit. Þau gengu í hjónaband síðla árs 1959. Þau héldu áfram búskapn- um í Flatey allt fram til ársins 1966, að þau fluttu til Stykkis- hólms. Mannlífið í Flatey hafði mikið breyst frá því að Guðmund- ur fluttist þangað. Atvinnutæki- færin, sem allir höfðu bundið svo miklar vonir við, höfðu brugðist og fólki því fækkað. Fólksfækkun verkar alitaf lamandi á þá sem eftir sitja. En hvergi hefur hún eins afgerandi áhrif eins og í eyja- búskap, þar sem svo margt þarf að gerast í sameiningu og getur orðið ómögulegt ef of fáir eru. Þannig var orðið ástatt í Flatey þegar þau Þórey og Guðmundur fluttu þaðan. Þegar í Stykkishólm var komið hélt Guðmundur upp- teknum hætti og bjó þar með fé. Þeir sem hafa lifað það áð sjá þorp breytast í bæ, vita hvaða vandkvæðum það er bundið að reka fjárbúskap við þær aðstæður. Þegar gripahúsin eru orðin til lýta og túnin þurfa að nýtast undir bygKuigar, er ekki eftirsóknarvert að vera flárbóndi. Þau fluttu frá Stykkishólmi til Akraness árið 1981. Hann var nú endanlega hættur búskap með skepnur og hugðist njóta lífsins hér á Skaga. Þau ár urðu þó færri en skyldi, því að síðan vorið 1984 hefur hann þurft að dvelja á sjúkrahúsi, vegna þess sjúkdóms, sem að lokum dró hann til dauða. Þessi sjúkrahús- dvöl var honum þó ekki neitt kval- ræði. Hann fékk þar afar góða umönnun og sjúkleika hans var þannig varið að hann hélt lífsgleði sinni og gamansemi, sem einkennt hefur hann allt hans líf. Andi hans hafði hins vegar færst til í tíman- um. Síðustu árin hafa þau hjónin verið saman á stofu, en Þórey hefur dvalið á sjúkrahúsinu ári lengur, við svipaðar aðstæður. Guðmundur eignaðist eina dótt- ur með Ólöfu Jónu Jónsdóttur frá Hnífsdal. Hún heitir Erla og er gift undirrituðum. Við eigum fímm uppkomin böm. Við hefðum viljað fá að njóta lengri samvista við föður, tengdaföður og afa, og bamabömin okkar hefðu óskað að fá að kynnast langafa sínum betur. En enginn má sköpum renna. Nú að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina þann tíma,, sem hennar naut við og biðja góð- an Guð að blessa hinn látna og veita Þóreyju styrk. , Gisli S. Sigurðsson Tramp 8 Hollofil fylling + 25° C — -i- 5° C Þyngd 1.700 gr Verö 4.890,- Femund Hollofil fylling + 25° C — 8° C Þyngd 1.800 gr. Verö 5.680,- Igloo Hollofil fylling + 25° C — + 15° Þyngd 2.000 gr. Verð 6.790,- Skátabúðin - skarar framúr. Panther3 65 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð 5.490,- Jaguar S 75 75 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð 7.490,- Everest 72 72 lítrar Þyngdi.400gr. Veró 3.590,- Snorrabraut 60 simi 12045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.