Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 49 skamms fengi ég eina með smjörklípu ofan á, sem bráðnaði við volgruna. Ég man, þegar hún var að taka til kaffí og meðlæti handa piltunum, þegar þeir voru að vinna við mó inni í mýri eða rista torf úti í mýri. Ég man, hvernig flöskurnar með heitu kaffínu runnu niður í ullarsokkana, sem stundum voru hnýttir saman og brugðið á bakið á Gamla-Rauð og lítill drengur sett- ur ofan á til þess að færa piltunum, jafnvel suður í Grásteinsflóa; það var ekki svo lítið ferðalag. Allt var þetta gert með sömu alúðinni og elskuseminni. Þetta voru ljúfir tímar, og árin hafa liðið undra- hratt, en við Þórunn höfum alltaf vitað hvort af öðru og hvort um annars hagi og hist annað veifið, stundum á margra ára bili, ýmist hér syðra eða fyrir austan, þar sem hún hefur opnað mér og mínum dyr sínar af sömu ástúðinni og hún sýndi mér ungum. Þórunn var fríð kona og tíguleg, beinvaxin, bar höfuðið hátt og var björt í reisn sinni. Andlitið stafaði mildi og góðvild, og það var stutt í bros og grunnt á hlátri. Hún var orðvör og lastvör. Ég veit hún vék mörgum góðu um dagana, engum illu. Hún hafði einu sinni á orði á góðri stund, að sig hefði langað til að verða ljósmóðir. „Mikið lifandi ósköp langaði mig til að verða ljós- móðir," sagði hún og brosti eins og eilítið afsakandi. Sá starfi hefði þó látið henni vel. En henni auðnaðist það, sem flestu er mikilvægara, að vera góð kona, sem hver og einn varð ögn betri af að vera samvistum við._ Ég sá hana síðast á liðnu sumri, er ég skrapp austur með Þorsteini syni hennar og naut gestrisni barna hennar og tengdafólks. Enn var höfuðburðurinn reistur og brosið milt, en gangurinn hvarflandi, minnið orðið reikult, nöfn horfin úr huga, en augun námu svip ör- skamma stund og þá braust nafn fram á varimar eins;x>g í undrun, og síðan dró fyrir aftur. Langri og stundum strangri veg- ferð er lokið. Þórunn er horfin á braut, sem við förum öll um síðir, og henni skulu fýlgja hjartans kveðpur og einlægar þakkir. Bömum hennar, öðmm skyld- mennum og tengdafólki votta ég dýpstu samúð. Grímur M. Helgason fer með sigur af hólmi að lokum. Öðm hveiju var hún í sjúkrahúsum en meira heima. Ég hélt áfram að koma að Þverá, er ég var á ferð fyrir norðan, og kæmi Ármann hingað suður, hittumst við jafnan og fómm þá stundum að hitta sam- eiginlega vini og kunningja. Hann var nú ekki lengur bóndi á Þverá en átti þar heimili hjá syni og tengdadóttur. En svo kom að því að þau fluttust vestur sem áður segir, og tók þá Ólafur við búinu á Þverá, en það varð stuttur búskap- ur. Þá var svo komið, að Ármann varð að leigja jörðina. Vildi svo vel til, að bróðursonur hans, Þorsteinn Rútsson, óskaði eftir jarðnæði í Öxnadal. Varð að ráði, að Ármann leigði honum jörðina með því skil- yrði að hann (Ármann) fengi að eiga þar heimili fyrst um sinn. Að því var gengið. Stundum var Ár- mann vestur á Patreksfírði hjá Hermanni og Ásdísi. Ekki efast ég um að þar hafí hann átt góðu að mæta, en sá var galli á, að hjónin unnu bæði utan heimilis, svo að Ármann hlaut oft að vera einn, og umhverfið var ólíkt Öxnadal. Svo fór að lokum, að Ármann seldi Þorsteini, frænda sínum, Þverá en fór þá til dvalar á Elliheim- ilið Skjaldarvík. Þangað heimsótti ég hann nokkrum sinnum og gladd- ist við að mæta hlýju vinarbrosi hans. Þar lauk hann ævi sinni seint í ágúst á sl. sumri. Utför hans var gerð frá Bakka- kirkju 28. ágúst. Ég vil enda þessi fátæklegu orð mín með því að taka mér í munn það sem haft er eftir Jóni Ögmund- arsyni, hinum fyrsta Hólabiskupi: „Þá kemur mér hann jafnan í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Eiríkur Stefánsson Inga Bergrós Bjarna- dóttir — Minning Vegna mistaka við birtingu þess- ara minningargreina í blaðinu í gær eru þær birtar aftur og biður Morg- unblaðið hlutaðeigendur afsökunar. Fædd 19. maí 1924 Dáin 8. mars 1988 Þegar fregnin barst um lát Ingu B. Bjarnadóttur, Hringbraut 79, Keflavík, kom margt upp í hugann. Hún var búin að heyja langa bar- áttu við erfíðan sjúkdóm, en að lok- um lét hún í minni pokann. Við huggum okkur þó við það að nú er Inga heil á ný. Inga var ákaflega sérstök kona og kom hennar sterki persónuleiki skýrt fram er hún var sem veikust. Hún barðist eins og hetja og missti aldrei vonina um bata. Á heimili Ingu og Bjama í Keflavík var ávallt tekið vel á móti gestum og þeir voru ófáir molasop- amir sem við drukkum saman og eiga sjálfsagt fleiri en ég eftir að sakna þeirra. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vinkonu mína, Ingu Bjarna- dóttur, í hinsta sinn. Það er sárt að sjá á eftir Ingu og vil ég votta Bjama, Ingu Önnu ög Völlu Maju mína dýpstu samúð og vona að Guð gefí þeim styrk á þessum erfíðu tímamótum. Elísabet B. Sveinsdóttir „Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ (V. Briem) Inga lést á Landakotsspítala eft- ir harða baráttu við erfíðan sjúk- dóm. Hún var gift Bjama Skagfjörð og áttu þau eina dóttur, Valgerði Maríu, og á hún þijú böm, Ingu Önnu, Love Marie og Richard. Inga og Bjami ólu Ingu Ónnu upp. Mér var mikils virði þegar ég 6 ára gömul hóf skólagöngu, að bindast vináttuböndum við Ingu og fjöl- skyldu. Ég og Inga Anna urðum strax í byrjun góðar vinkonur og átti ég margar góðar stundir á heimili hennar og tóku Inga og Bjarni mér eins og ég væri ein úr þeirra fyölskyldu. Inga var alltaf kát og hress við okkur krakkana og áttum við alltaf samastað hjá þeim. Þó Inga Anna og Valgerður María flyttu af landi brott hélt ég sambandi við þau hjón- in eftir sem áður. Þegar sonur minn fæddist 1985 ákvað ég að skýra hann í höfuðið á Bjama og hefur hann ávallt notið umhyggju þeirra. Þó svo að Inga hefði verið sár- þjáð var hún alltaf boðin og búin að hjálpa mér með litla Bjama Rúnar. Hún var trygg vinum sínum og ekki var hún síðri við dýr og' það sýndi hún í umhyggju sinni fyrir Dúllu litlu, hundinum þeirra. Öllum ástvinum Ingu votta ég mína dýpstu samúð og þeim vil ég tileinka þessi orð Kahlils Gibrans úr Spámanninum: Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og og þú munt sjá að þú græt- ur vegna þess sem var gleði þín. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigrún Hvítlakkað með beyki Sérlega fallegar innréttingar ásamt fjölmörgum sniðugum fylgihlutum. Eikarinnrettingar Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki. Fjölmargir litir. Þetta eru glæsilegustu mnrettmgarnar okkar, sígildar og gefa ótal möguleika.' A innréttinga- T T húslð Háteigsvegi 3. Sími 27344. Grá- og hvítlakkaðar eldhúsinnréttingar Höfum sett upp ný og skemmtileg sýningareldhús í húsakynnum okkar að Háteigsvegi 3. HTH eldhús eru nýtískuleg, falleg og þekkt fyrir lágt verð. Komdu og fáðu hugmyndir, við gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Við seljum einnig þekktu BLOMBERG heimilistækin Nú kaupir þú innréttinguna og heimi istækin á einum stað! Opið kl. 9-6 virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.