Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 5‘4" fclk í fréttum SELFOSS Máluðuhunda- þúfuna og hafið Selfossi. Leikfélag Hafnarfjarðar frum- sýnir í dag leikritið Emil í Katt- holti eftir sögu Astrid Lindgren í leikgerð höfundar. Emil og uppá- tæki hans þarf vart að kynna, því að auk bókanna um prakkarann hafa komið út tvær íslenskar hljóm- plötur með söngvum um Emil og sýndir hafa verið um hann sjón- varpsþættir. Ekki hefur Emil þó birst áður á leiksviði hérlendis. í leikritinu kynnumst við fjöl- skyldu Emils, fólkinu á Kattholts- bænum í Smálöndum í Svíþjóð. Margar af sögum Astrid Lindgren gerast einmitt í Smálöndunum þar sem hún ólst upp. Lindgreri mun sækja ýmsar sögupersónur til folks sem hún þekkti í æsku og sumir telja bróður hennar að miklu leyti fyrirmynd Emils. i Astrid Lindgren var venjuleg mamma sem sagði bömunum sínum sögur. Einn góðan veðurdag ákvað hún að setja söguna um Línu Lang- sokk á blað og láta gefa hana út. Stærsta bókaforlag Svíþjóðar end- ursendi söguna um Línu og smáfor- lag gaf hana út. Þar fór það hyggi- lega að ráði sínu, þvf að Lína Lang- sokkur varð geysivinsæl, eins og Lotta í Ólátagötu, Kalli á þakinu, Ronja ræningjadóttir, Karl Blóm- kvist, Emil í Kattholti og fleiri sög- ur urðu síðar. Bækur Lindgren hafa verið þýdd- ar á fjölmörg tungumál og hefur hún hlotið flölda verðlauna fyrir þær. Á síðastliðnu ári átti Lindgren áttVæðisafmæli, var kosin maður ársins í Svíþjóð og hlaut verðlaun fyrir besta sænska kvikmyndahand- ritið. Við hátíðahöld í tilefni af því síðastnefnda^ gaf hún svohljóðandi yfirlýsingu: Ég mun láta setja skilti á útidyrahurðina heima hjá mér, þar sem stendur tek á móti verð- launum á milliþijú og hálf fjögur. Emil í Kattholti er líklega með vinsælustu bókum Lindgren í lönd- um Evrópu. Bandaríkjamönnum fínnst Lína Langsokkur skemmti- legust og í Rússlandi er mest hald- ið upp á Kalla á þakinu. Sögur Lind- gren eru ætlaðar bömum á öllum aldri. Á það því vel við að leikendur í /j^ningu Leikfélags Hafnarfjarðar eru af fjórum kynslóðum, sá yngsti er tíu ára og sá elsti sjötugur. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi leikgerð Emils í Kattholti, en hún Á biðstofu læknisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Emil telst ekki til stilltari barna. Hann hefur fest súpuskál á höfðinu á sér og þar með er friðurinn úti við matborðið í Kattholti. Foreldrar Emíls fara með hann til læknis, sem freistar þess að ná skálinni af höfði prakkarans. holti viðamikil og fjörleg sýning, á sviði sem utan þess. í henni taka þátt fímmtán leikarar og fímm manna hljómsveit. Jón Björgvinsson er hljómsveitarstjóri og er tónlistin eftir Georg Riedel. Þeir' Böðvar Guðmundsson og Davíð Þór Jóns- son þýddu söngtextana. Stefán Snær Grétarsson annaðist gerð leikmyndar, en Alda Sigurðardóttir sá um búninga. Sjálfan Emil í Kattholti leikur þrettán ára Hafnfírðingur, Harald- ui; Freyr Gislason. Katrín Sif Sig- urðardóttir fer með hiutverk ídu, systur Emils, og foreldrana Anton og Ölmu leika Kristján Einarsson" og Svanhildur Gunnlaugsdóttir. Krístfn Helgadóttir leikur Línu vinnukonu, sem stigur ekki alltaf í vitið og er fjarska ástfangin af vinnumanninum Alfreð, sem Karl Hólm leikur. Leikritið um Emil verður sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfírði klukkan 17 á laugardögum og sunnudögum. Frumsýningin hefst þó klukkan 15 í dag, Iaugardag. Myndimar voru teknar á æfíngu hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í vikunni. hefur íslenskað ýmsar bækur Lind- gren. Leikstjóri sýningarinnar er Viðar Eggertsson og er þetta önnur uppfærsla hans hjá leikfélaginu. Hann setti upp Fúsa froskagleypi eftir Ole Lund Kirkegaard fyrir tveimur áram og naut sú sýning mikilla vinsælda. Að sögn Viðars er Emil í Katt- LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR Emil í Kattholti frumsýndur í dag EIR Steingrímur Sigurðsson og Elfar Guðni Ólafsson list- málarar brugðu á leik i blíðunni á dögunum og drifu sig út með málaratrönurnar og máluðu hundaþúfuna og hafið fram und- an ísólfsskála. Vegfarendur sem áttu leið um veginn austan Stokkseyrar stöldr- uðu við og fylgdust með þeim félög- um þegar hundaþúfan birtist á lér- eftinu. Málaramir gerðu að gamni sínu við verkið og viðdvölin varð áhorfendunum eftirminnileg. Veðr- ið var stillt með frostleysu og tilval- ið til útivistar. Sig. Jóns. Reuter KÖKUHÚS Reynt við heimsmet Bakarar í borginni Djakarta á eynni Jövu vonast til að kom- ast á blöð heimsmetabókar Guin- ness vegna baksturs kökuhússins á myndinni. Ekki ætti tíu metra hár þjóðarfugl Indónesíu úr sykri að spilla fyrir árangrinum. Kökuhúsið sem gert er úr 51.090 kökubitum er tæpra sex metra hátt, en allt er á huldu um hvort inni í því leynast indónesísk Hans og Gréta. COSPER Eftir kjötréttinn verður kómískur eftirréttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.