Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988 Eymundsson: Þúsundir titla á banda- rískum bókamarkaði "1 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ramma-viðskipti við Sovétríkin úrelt? Fjölmenni var á Bandaríska bókamarkaðinum strax við opnun. Mark- aðurinn stendur allan marsmánuð. Frá því að viðskiptin við Sovétríkin hófust í núver- andi mynd á árinu 1953 hefur sá háttur verið á hafður, að fyrir tilstuðlan ríkisvaldsins hefur verið gerður ramma- samningnr til nokkurra ára, síðan hefur verið fyllt út í þennan ramma árlega af þeim, sem eiga beina aðild að við- skiptunum. Þar til um miðjan síðasta áratug byggðust við- skiptin á vöruskiptum, þannig að við seldum Sovétmönnum vaming fyrir svipað verð og þeir okkur olíu. Nú greiðum við Sovétmönnum fyrir olíuna með dollurum. 0g þeir þrátta við okkur um verðið, sem þeir borga fyrir fisk, lagmeti og ullarvörur. Eins og kunnugt er hefur það vakið athygli undanfarin ár, hve vel Sovét- menn hafa verið fúsir til að borga fyrir saltsíldina. Á hinn bóginn hefur nú í vetur geng- ið öllu verr að ná viðunandi samningum um sölu á ullar- vörum, frystum fiski og lag- meti. Hefur ekki enn verið gengið frá sölu á þessum vam- ingi til Sovétríkjanna. I umræðum manna á meðal hér á landi um viðskiptin við Sovétríkin gætir þess töluvert, að mörgum fínnst að því er virðist sjálfsagt að taka tillit til alls kyns pólitískra duttl- unga sovéskra stjómvalda í tengslum við viðskiptaviðræð- umar. Er ekki með neinum rökum unnt að hafna þeirri staðreynd, að Sovétmenn hafa oftar en einu sinni leitast við að blanda saman pólitík og viðskiptum á harla undarlegan hátt. Sumir telja til dæmis, að vegna hinna óleystu ágrein- ingsefna í viðskiptunum um þessar mundir hefði forseti Islands átt að fara til Sov- étríkjanna með ókurteislega skömmum fyrirvara og við næsta sérkennilegar aðstæð- ur. Var látið í veðri vaka, að það hefði breytt samnings- stöðu íslenskra seljenda. Get- gátum af þessu tagi verður í raun aldrei svarað til fulln- ustu. Hitt er rangt að blanda forsetaembættinu inn í ágrein- ing af þessu tagi. Morgun- blaðið tók á sínum tíma þá afstöðu, að það hefði verið rétt ákvörðun að forseti ís- lands færi hvergi við þessar aðstæður. Undanfama daga hefur sendinefnd frá Æðsta ráði Sovétríkjanna dvalist hér á landi. Er nefndin að leggja áherslu á boðskap Sovét- manna um takmörkun vígbún- aðar og samstarf þjóða á norð- urslóðum. í hópnum er Evgení Ivanovitsj Perventsev, deildar- stjóri í sovéska utanríkisvið- skiptaráðuneytinu. Á blaða- mannafundi á heimili sovéska sendiherrans gaf Perventsev til kynna, að rammasamning- ur eins og sá, sem nú er í gildi milli íslands og Sovétríkjanna, væri að vísu ekki úrelt þing en ekki beinlínis í takt við perestrojku eða umbótaáætlun Gorbatsjovs. Minnti hann á, að Gorbatsjov vildi að sovésk fyrirtæki tælgu sjálfstæðar ákvarðanir um viðskiptamál og sjálfstæði ráðuneyta yrði meira en áður. Perventsev vildi ekki ræða um einstaka þætti í viðskiptum íslands og Sovétríkjanna í ljósi perestrojku, en taldi ljóst að koma þyrfti á viðræðum hags- munaðila og viðkomandi ráðu- neyta vegna breyttra að- stæðna. „Mikilvægast er að frumkvæðið komi frá fyrir- tælgunum og það þarf að vera gagnkvæmt," sagði Per- ventsev. Rammasamningurinn við Sovétríkin rennur út 1990. Sýnist eðlilegt að þegar verði hafíst handa við að fá úr því skorið, hvort Sovétmenn vilji taka upp nýjan hátt á þessum viðskiptum. Getur verið að jafn illa gangi og raun ber vitni að ná samningum við Sovétmenn nú vegna breyt- inga í samræmi við per- estrojku Gorbatsjovs? Höfum við verið of svifaseinir við að laga okkur að nýjum viðhorf- um í Sovétríkjunum? Á undanförnum árum hafá æ fleiri orðið til þess að gagn- rýna pólitíska þáttinn í við- skiptasambandi Islands og Sovétríkjanna. Aðrir hafa ekki mátt heyra á það minnst, að um slíkan þátt hafí verið um að ræða. í landi þar sem öll fyrirtæki lúta stjóm ríkis og flokks er úrslitavaldið á einni hendi. Þetta hefur ekki breyst í Sovétríkjunum. Á hinn bóg- inn er nýmæli, að dregið sé úr miðstýringunni í viðskipta- málunum, af því hljótum við að taka mið. BÓKAVERSLUN Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík heldur nú bandarískan bóka- markað. Það er i fyrsta sinn sem slíkur markaður er hér- lendis og eru í boði hátt á fjórða þúsund bókatitla. Flestir titlanna hafa ekki áður fengist í bókaverslunum hérlendis, skv. upplýsingum frá Ey- mundsson. Verslunin getur boðið þessar bækur á lágu verði, vegna magninnkaupa. Bandaríski bókamarkaðurinn hófst í gærmorgun og var form- lega opnaður með ávarpi banda- ríska sendiherrans, Nicholas Ruwe. í ávarpi hans kom fram, að bandaríkjamönnum þykir mikið til koma um bóklestur íslendinga og þeim þykir undrum sæta, hve mikið magn bóka og blaða þessi fámenna þjóð kaupir af þeim. Einar Óskarsson, framkvæmda- stjóri Bókaverslunar Sigfúsar Ey- mundssonar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi markaður væri hugmynd, sem hefði staðið til að framkvæma í mörg ár. Nú hefði hins vegar tekist að fram- VERÐMÆTI sjávarafla gæti orð- ið '/2% að raungildi á þessu ári en í fyrra, samkvæmt nýju ágripi úr þjóðarbúskapnum sem Þjóð- hagsstofnun sendi frá sér í gær. Þá er gert ráð fyrir að fram- leiðsla sjávarvöru til útflutnings dragist saman í sama mæli. Gert er ráð fyrir svipaðri álfram- leiðslu og í fyrra en 10% aukn- ingu á framleiðslu kísiljárns en verulegum samdrætti á fram- leiðslu landbúnaðarvara til út- flutnings og minni ullarvöruút- flutningi. Á móti vegi sívaxandi umsvif í fiskeldi og að öllu sam- anlögðu stefni í örlítinn samdrátt í útflutningsframleiðslunni á ár- inu, eða um V2%. Á síðasta ári jókst útflutnings- verðmæti sjávarafurða um 6% á föstu verðlagi frá árinu á undan og varð mesta aukningin í útflutn- ingi saltfísks. Álframleiðsla jókst um 10% á síðasta ári en fram- leiðsla kísiljáms dróst saman um 8V2% Útflutningur annarar iðnað- arvöru er talinn hafa aukist um 10% á árinu. Talið er að útflutnings- ffamleiðsla í heild hafí aukist um 7V2% en vöruútflutningur ekki nema um rúmlega 3% þar sem lítið var selt úr birgðum. í áætlun Þjóðhagsstofnunar nú er fyrst og fremst tekið mið af út- hlutun sjávarútvegsráðuneytisins á veiðiheimildum. Þar var úthlutað 315 þúsund tonna þorskkvóta fyrir þetta ár, sem gæti þýtt að heildar- kvæma þessa hugmynd og þakk- aði Einar það ekki síst aðstoð Eds Tomkins, bóksala í New York, sem var fyrirtækinu til aðstoðar við að velja bækumar. Tomkins veitti einnig mikinn stuðning við að ná samningum við útgefendur, sem erfítt hefði getað orðið án hans þorskafli verði 350 þúsund tonn í ár, að mati ráðuneytisins vegna flutnings afla milli ára og ákvæða um afla smábáta. Þjóðhagsstofnun gerir síðan ráð fyrir að ýsuafli í ár verði 55 þúsund tonn en kvótinn er 65 þúsund tonn, og einnig gerir stofnunin ráð fyrir 35 þúsund tonna grálúðuafla en kvótinn er 30 þúsund tonn. Að öðm leyti er spáin um botnfiskafla í samræmi við veiði- heimildir. í þjóðhagsspánni er gert ráð fyr- ir 1 milljón tonna loðnuafla og 72 þúsund tonna sfldarafla og er þar um að ræða fjórðungi meiri loðnu- afla en í fyrra en sama sfldarafla. Reiknað er með að afli skeldýra verði að mestu óbreyttur milli ár- anna og vegi meiri rækjuafli upp samdrátt í afla humars og hörpu- disks. í spánni segir að þótt hugsanlegt sé að breytt samsetning framleiðslu sjávarvöru til útflutnings gefi vegið á móti samdrætti í aflaverðmæti sé óvarlegt að reikna með slíku þar sem sambandið milli breytinga á aflaverðmæti annars vegar og sjáv- arvöruframleiðslu hins vegar frá árinu 1980 gefí ekki tilefni til að draga slíka einhlíta ályktun. Þá er einnig bent á að loðnufrysting verði að líkindum mjög lítil á þessu ári, og blikur séu á lofti varðandi hörpu- skelsveiðar og vinnslu vegna slæmra afkomuhorfa. Þá sé afkoma slæm í frystingu sem gæti leitt til þess að fiskur verði fluttur minna unninn úr landi. aðstoðar, að sögn Einars. Bækumar eru keyptar af bandarískum útgefendum, og vegna magninnkaupa tókst að fá þær á mjög hagstæðu verði. Titlar eru valdir þannig, að reynt er að gefa sem skýrasta mynd af banda- rískri bókaútgáfu. Á markaðinum Þjóðhaj Samdráttur ráðstöí ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir 16% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs í nýútkomnu yfir- liti úr þjóðarbúskapnum. Er þá miðað við að kjarasamningar Verkamannasambandsins og vinnuveitenda verði fordæmi annara kjarasamninga og að meðalgegni krónunnar verði haldið óbreyttu til ársloka. Þá spáir Þjóðhagsstofnim rúmlega 11 milljarða viðskiptahalla sem svarar til 4’/2% af landsfram- leiðslu. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfnartekna dragist saman um 2% miðað við síðasta ár og að ráðstöfunar- tekjur muni aukast minna frá síðasta ári en atvinnutekjur vegna þyngri skattbyrði á þessu ári en í fyrra. í þjóðhagsspánni er gert ráð fyr- ir að atvinnutekjur á mann aukist að jafnaði um 23% milli áranna 1987 og 1988. Þar er miðað við að samningar VMSÍ og vinnuveit- enda verði fordæmi annara samn- inga og að launaskrið verði að jafn- aði 2-3%. Á móti launaskriðinu er talið vega að vinnutími gæti styst, m.a. vegna áhrifa frá staðgreiðslu skatta. Ráðstöfunartekjur eru tald- ar munu aukast minna frá síðasta ári en atvinnutekjur, eða um 22% vegna þyngri skattbyrði. Á síðasta ári hækkuðu dagvinnulaun um 38% að meðaltali miðað við 1986 og talið er að atvinnutekjur hafí hækk- að um 39*/2% vegna meiri atvinnu- þáttöu og eftirvinnu. Miðað við spá um launaþróun og 6% gengislækkun krónunnar 1. mars sl. er talið að vísitala fram- færslukostnaðar gæti hækkað um 16% frá upphafi til loka árs en um 25% milli ársmeðaltala 1987 og 1988. Reiknað er með að verð- hækkanir næstu 3 mánuði svari til meira en 30% verðbólgu á heilu ári en að síðustu 3 mánuði ársins verði verðbólguhraðinn kominn í 6’/2%. Talið er með að vísitala byggingar- kostnaðar hækki mun minna frá upphafi til loka árs eða um 13% Utflutningsframleiðsla: Spáð V2% samdrætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.