Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 Óhöpp tíð vegna sprengiefna Á SÍÐASTA árí urðu fleiri óhöpp við vinnu með sprengiefni en venjulega. Slys urðu þó yfirleitt ekki á mönnum. Helsta ástæða þess að sprengingar valda stund- um skemmdum og slysum á vinnustöðum er sú, að ekki er nægjanleg gætt að þvi hversu mismikil mótstaða er í jarðvegin- Þetta kemur fram í Fréttabréfi um vinnuvemd, en þar er rætt við Þór Magnússon, fulltrúa Vinnueft- irlitsins í meðferð sprengiefna. Fram kemur, að menn nota stund- um sama magn sprengiefnis í hol- ur, sem em nálægt spmngum eða lausum jarðvegi og þar sem fastara er fyrir. Síðan hrökkvi þeir við þeg- ar gijótið þeytist yfir umhverfíð og skemmi mannvirki og farartæki. Flest óhöppin tengjast notkun kjaraa sem sprengiefnis. Sem dæmi um óhöpp vegna notk- unar sprengiefnis er nefnt, að í febr- úar á sfðasta ári varð tjón á bifreið þegar verið var að sprengja í hús- gmnni við Garðastræti í Reykjavík. Orsökin er talin vera sú, að ein holan var stutt frá hitaveitubmnni, sem sprengt hafði verið fyrir á sínum tíma. I nóvember 1987 varð slys við Skútavog í Reykjavík, þar sem verið var að sprengja í hús- gmnni. Sá sem slasaðist var vinnu- vélastjóri í um 130-140 metra fjar- lægð. Orsökin er talin vera of lítil Qarlægð einnar holunnar frá upp- fylltum skurði, sem sprengt hafði verið fyrir á sínum tíma. Þá varð tjón á vömskemmu við Krossanes á Akureyri þegar verið var að sprengja í grjótnámi í lok desember á síðasta ári. Orsökin er talin vera mjög þétt fyrirstaða í einni hol- unni. Sprengdar vom 25 holur óvarðar og þeyttist gijótið um 300 metra og olli skemmdum, en ekki slysum á mönnum. I máli Þórs Magnússonar kemur fram, að auk þess sem menn verði að gæta vel að jarðvegi sé ástæða til að brýna fyrir mönnum að hafa tryggar geymslur fyrir sprengiefni og hvellhettur og gæta þess að for- vitin böm og ærslafengnir ungling- ar komist ekki í tæri við þessi efni. Rannsóknamefnd sjóslysa: Fann sokkinn bát norð- vestur af Garðskaga Rannsóknanefnd sjóslysa fann bátsflak á rúmlega 60 metra dýpi um 8 sjómOur vest-norð- vestur af Garðskaga á f östudag. Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri nefndarinnar, sagði að brak úr Knarramesi KE 399, sem sökk 13. mars sl., hefði fund- ist á þessum slóðum og því hefði nefndin ákveðið að leita þar með neðansjávarmyndavél. Það hefði hins vegar slokknað á vélinni þegar hún var komin niður að bátnum og því hefði ekki verið hægt að sjá hvaða bátur þetta var. Ekki væri búið að ákveða hvað gert yrði í framhaldi af fundi bátsins. Ekki orðið var við offram- boð á læknum hérlendis — segir Ólafur Ól- afsson landlæknir ÓLAFUR Ólafsson, landlæknir, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki orðið var við offramboð á íslenskum læknum hérlendis. Enda þótt betur gengi nú en áður að fá lækna tU starfa á heilsugæslustöðvunum kæmu ennþá upp vandamál i sambandi við afleysingar þar. Nú væru um 800 íslenskir læknar starfandi, þar af 30% erlendis og hefði það hlutfall haldist sl. 15 tU 20 ár. Ólafur sagði að nú kæmust ein- ungis 36 áfram í læknisfræði í Háskóla íslands og reikna mætti með að um 30 þeirra lykju náminu. Sumir þeirra, sem færu í fram- Húsavíkurflugvöllur: Fokker tafð- ist vegna aurbleytu EIN af Fokker-flugvélum Flug- leiða tafðist á Húsavíkurflugvelli á föstudagskvöld vegna aur- bleytu. Að sögn Bjöms Hólmgeirssonar, umboðsmanns Flugleiða á Húsavfk, lenti vélin á Húsavíkurflugvelli um klukkan 18 og fór ekki í loftið aft- ur fyrr en um klukkan 20.30 þegar völlurinn var farinn að stinnast aft- ur vegna frosts. Bjöm sagði að nýtt efni hefði verið borið í flug- brautina sl. haust en það væri greinilega ekki nógu gott. haldsnám erlendis, kæmu ekki til starfa hérlendis, enda þótt þeir hefðu áhuga á því. Til dæmis hefði einn þeirra sagt að hann kæmi ekki til starfa hérlendis vegna þess að útborgun í íbúðum hér væri miklu hærri en erlendis. Pólýfónkórinn á tónleikum. Söng*listarhátíð á 30 ára afmæli Pólýfónkórsins SALA aðgöngumiða er hafin á hátíðartónleika Pólýfónkórsins í Háskólabíói hinn 9. apríl, en þá minnist kórinn 30 ára hjjóm- leikahalds með glæsilegri efnis- skrá og 220 flyljendum. Efnisskráin er óvenju fjölbreytt og spannar tónlistarsögu í 400 ár, frá Monteverdi til Carls Orff. Kórinn skipa nú 130 söngvarar, en auk þess koma fram 6 af okk- ar fremstu einsöngvurum í dag, sem tengst hafa starfi Pólýfón- kórsins gegnum tíðina, s.s. Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir, sem kemur frá London, en hún var ein af stofnendum kórsins. Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur fullskip- uð og styrkt í strengjadeildinni með þátttöku nokkurra okkar efnilegustu hljóðfæraleikara, sem eru að ljúka framhaldsnámi við þekktar tónlistarstofnanir erlend- is eða starfandi atvinnutónlistar- menn. Pólýfónkórinn og stofnandi hans og stjómandi, Ingólfur Guð- brandsson, hafa unnið endur- gjaldslaust í 30 ár að eflingu fag- urrar tónlistar á íslandi og kynnt íslendingum margar perlur söng- listarinnar. Til þess að fjármagna' þetta dýra hljómleikahald, sem framundan er, verður leitað til nokkurra stórfyrirtælqa um fjár- Ingólfur Guðbrandsson, stofn- andi Pólýfónkórsins og stjórn- andi hans í 30 ár. hagsstuðning eins og tíðkast hvarvetna erlendis til stuðnings æðri liststarfsemi. Vonast er eftir góðum undirtektum á þéim vett- vangi. Ekki minna virði er þó þátttaka almennings með því að sækja hljómleikana og taka vel á móti sölufólki sem kynna mun nýjustu útgáfu Pólýfónkórsins, heildarútgáfu á Messíasi Hándels á geisladiskum og hljómplötu, sem að mati sérfræðinga mundi sóma sér vel á alþjóðamarkaði. Saga Pólýfónkórsins „í ljósi líðandi stundar" sem út kom um siðustu jól er einnig hið vegleg- asta rit og mikil heimild um íslenskt tónlistarlíf. Hvort tveggja eru hinar veglegustu gjafir til unnenda góðrar tónlistar. Bæði bókin og hljómplötumar verða seldar á sérstöku kynning- arverði í tilefni afmælistónleik- anna og munu fulltrúar kórsins heilsa upp á borgarbúa í páskavi- kunni með þessar hátíðarútgáfur, • sem aðeins eru til í mjög takmörk- uðu-upplagi. Á þessu ári eru 175 ár liðin frá fæðingu tónskáldanna Wagners og Verdis og er hluti af efnisskrá hátíðartónleikanna helgaður þeim, en stærsta verkið er þó Magnificat J.S. Bachs, sem sumir telja fegurst allra kórverka hans. Aðgöngumiðar fást í Gimli, Lækj- argötu. (Fréttatilkynning) Hagnaður Iðnlánsjóðs 263 milljónir í fyrra Útlánsvextir hafa verið lántakendum hagstæðir, segir Bragi Hannesson, bankastjóri annar Iðnlánasjóður er nú stærsti atvinnuvegasjóður lands- ins, en í árslok 1987 var eigið fé sjóðsins 1,5 miHjarðar króna. Hagnaður af rekstri hans á þvi ári nam 263,7 miljjónum króna eftir afskriftir og tillag i af- skriftasjóð. I þann sjóð hafa run- nið 116 miiyónir króna á síðustu þremur árum. Þessar upplýsingar um rekstur Iðnlánasjóðs komu fram í ræðu Braga Hannessonar, bankastjóra, á aðalfundi Iðnaðarbankans á föstu- dag. Þar sagði hann meðal annars: „Á síða8tliðnum þremur árum hefur átt sér stað n\jög mikill vöxtur í starfsemi Iðnlánasjóðs og á sama tíma hefur eigið fé sjóðsins aukist úr 410 milljónum króna í 1.501 milljón króna. Sjóðurinn hefur á þessu tímabili orðið ein af sterkustu Qármálastofiiunum landsins hvað varðar eigið fé. Eiginfjárhlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings er um 28,9% í árslok. Þá er Iðnlána- sjóður orðinn annar stærsti atvinnu- vegasjóðurinn á eftir Fiskveiðasjóði. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings Iðnlánasjóðs í árslok 1987 voru rúmar 5.191 milljónir króna auk ábyrgða vegna viðskiptamanna, sem námu 406 milljónum króna. Árið áður var niðurstaða efnahags- reiknings hins vegar 3.744 milljónir króna og er aukning því 38,6% milli ára. Ábyrgðir voru hins vegar aðeins um 40 miiyónir króna árið áður, þannig að þær hafa aukist um 366 milljónir milli ára eða rúm- lega nífaldast." Útlán í lok siðasta árs námu 4.637 milljónum áður en tekið er tillit til afskrifta útlána og jukust um 38,5% á árinu. Iðnlánasjóður á 72,8 milljónir I hlutabréfiím og stofnQáreignum í 11 félögum, þar á meðal í Útflutningslánasjóði og Þróunarfélagi íslands hf. Sam- kvæmt rekstrarreikningi Iðnlána- sjóðs var tekjuafgangur á síðasta ári 263,7 milljónir, en var árið áður 160,9. „Iðnlána^jóður hefur á síðustu þremur árum haft óvenjulega góða afkomu, sem hefur eflt eiginfjár- stöðu sjóðsins,“ sagði Bragi. „Skýr- inganna er fyrst og fremst að leita í samsetningu innlána sjóðsins, tek- inna lána annars vegar og f útlánum hans hins vegar. Þannig eru skuld- ir í erlendum gjaldmiðli 1.875 millj- ónir en 1.780 í innlendu fé. Af er- lendum lánum vegur Bandan'kja- dollar þyngst eða 42,7%. Útlán sjóðsins eru hins vegar að megin- hluta f fslenzkum krónum bundin lánskjaravísitölu. Á sfðastliðnu ári hækkaði lánskjaravísitala um 22,2%, en gengi erlendra gjald- miðla, sem Iðnlánasjóður er með lán í hækkaði um 3,5% að vegnu meðal- tali. Að meðaltali hækkuðu heildar- innlán vegna gengis- og vísitölu- hækkana um 11% en útlán um 17%.“ Þá kom ennfremur fram í ræðu Braga að vextir af verðtryggðum útlánum Iðnlánasjóðs voru að með- altali um 7,1% á árinu 1987, en voru árið áður 6,7% og hækkuðu því um 0,4%. Til samanburðar mætti geta þess að meðalvextir af verðtryggðum lánum bankanna voru um 7,4% og mun hærri á verð- bréfamarkaðnum. Vextir af SDR- lánum Iðnlánasjóðs voru að meðal- tali um 8,2% á árinu, en gengið hækkaði aðeins um 2,5% á SDR frá upphafi til loka síðasta árs. „Ljjóst er því að útlánsvextir hafa verið lántakendum hagstæðir miðað við aðra kosti á lánamarkaðnum," sagði Bragi Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.