Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 53 Blömastofa Riðfimts Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öli kvöld tll kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Helga Einars- dóttir - Minning Fædd 3. mars 1902 Dáin 5. mars 1988 Hún amma mín er dáin. Hún fæddist 3. mars 1903 á Grund á Eyrarbakka og var því 86 ára þeg- ar hún dó. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Guðmundsdóttir og Einar Jónsson. Hún var tekin í fóst- ur mjög ung af hjónunum Ingi- mundi Ámasyni og Sigurlaugu Magnúsdóttur sem lengst bjuggu í Arakoti á Skeiðum, en þau ólu einn- ig upp Dagnýju Jónsdóttur, sem er nú 77 ára og er á Hrafnistu, og Jón Helgason, sem nú er 93 ára og er á EUiheimilinu Grund. Þau voru öll alin upp sem þeirra eigin böm, en þau Mundi og Lauga vom sjálf barnlaus. Amma var ánægð í Árakoti, hún hefur oft sagt mér frá því og hún talaði oft um kindumar og kisumar, sérstaklega eftir að ég sjálf fór að búa í sveit. Eiginmaður ömmu var Guðmundur Sigurðsson, ættaður frá Stokkseyri. Þau giftu sig 19. september 1923 í Hraun- gerði í Flóa. Hann var töluvert eldri en amma, var fæddur 1. febrúar 1876, dáinn 12. janúar 1940. Hann vann ýmis störf, aðallega við jarð- vinnslu og vegghleðslu. Þau eignuð- ust fjögur böm. Elstur er Ingimund- ur, bílstjóri í Kópavogi, maki Krist- rún Daníeldóttir, þau eiga 3 böm; Guðmundur, dó hálfsárs úr bama- veiki; Sigurlaug, dáin, maki var Stefán Aðalbjömsson, þau eignuð- ust 8 böm, 7 era á lífi; Sigrún, húsmóðir í Reykjavík, maki Atli Sigurðsson, þau skildu, þau áttu 3 böm. Bamabömin og bamabama- bömin era orðin ansi mörg. Guð- mundur afí átti tvö böm áður en hann giftist, Ágústu, fædda 1896, búsetta hér f Reykjavík, og Siggeir Fal, fæddan 1910, dáinn 1962, var giftur í Keflavík og sjómaður þar. Amma og Ágústa vora alla tíð vin- konur og ég vissi að eitt af því síðasta sem hún spurði um var hvemig henni Gústu liði, einnig var vinskapur við Fal og hans fjöl- skyldu. Á stríðsáranum kynntist amma norskum manni og átti með honum eina dóttur sem er Elsa, húsmóðir í Reykjavík, maki Halldór Svansson, þau eiga eina dóttur og Elsa átti eina dóttur fýrir. Amma átti átta hálfsystkini eldri og vora alsystkinin tíu og era fjögur á lífi háöldrað og búa í Reykjavík. Hún bjó í 32 ár á Barónstíg 30 og þar var alltaf jafn gott að koma hvort sem var þegar ég var bam eða eftir að ég var orðin fullorðin og aldrei fór maður svangur frá henni, að ég nú ekki tali um heims- ins bestu pönnukökur sem hún amma bakaði. Hún var mikill dýra- vinur, sérstaklega hafði hún dálæti á köttum og fuglum, ég man sér- staklega er hún kom til mín norður á Strandir fyrir þremur áram, hvað hún. varð hrifin af kettlingunum fjóram sem við áttum þá. Henni þótti mjög gaman að ferðast og hafði farið víða um heiminn og í haust er Daníel bróðir fór á farskip varð hún mjög ánægð því hún vildi að ef hægt væri ætti maður að sjá sem mest af heiminum. Ég mun sakna hennar mjög mik- ið því alltaf þegar ég kom í bæinn fór ég til ömmu á Baró, en nú er engin amma þar og í haust vora gerðar endurbætur á húsinu og ég var að tala um það við ömmu um daginn, en hún sagði við mig að þetta væri nú einum of seint fyrir sig að laga íbúðina því að hún vissi að hún ætti aldrei eftir að búa þar áfram og ég veit að hún er hvíldinni fegin. Hún var orðin þreytt og sagði oft við mig að hún væri nú búin að lifa nógu Iengi hér. Ég veit að lífið er ekkert búið þó að við föram af þessu tilverastigi og sönnun þess er sú, að móðir ömmu (Oddný), hún vitjaði nafns hjá mér fyrir 10 áram og við létum son okkar heita Odd, að sinna nafni eftir henni og var amma ánægð með það þó svo að hún hafi ekki þekkt móður sína mikið. En ég veit að núna er amma búin að hitta afa, Ninna og alla sína ástvini sem á undan era farnir. Ég bið góðan guð að varðveita okkur öll sem eftir lifum. Ragnheiður Utför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 68, fer fram mánudaginn 28. mars kl. 13.30 i Fossvogskirkju. Bára Guðmundsdóttir, Alda Guðmundsdóttir, Jón Ægir Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Siguröur Leifsson, Svanhildur Erlingsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Kveðjuathöfn um móður okkar og fósturmóður, MARGRÉTI GUÐMUNDSDÓTTUR frá Á i Skarðshreppi, Dalasýslu, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. mars kl. 15.00. Jarösett verður að Skarði á Skarðsströnd þriðjudaginn 29. mars kl. 15.00. Bílferö veröur frá BSÍ þriðjudagsmorgun kl. 8.00. Jón Bjarnason, Ástvaldur Bjarnason, Trausti Bjarnason, Svanhildur Valdimarsdóttir og fjölskyldur. Tilboð kr. 1.495.- Blómabúöin vor Austmven Sími 84940 Blómaskreytingar tækifæri. VisaogEuro GaUajakki St. S, M, L, XL 10,12,14,16 Vattblússa St. M, L vattblússa St. S, M, L Svart, grátt, grænt Vattblússa St. M, L, XL Vattjakki St. M, L FZSA® VINNUFATABDÐIN Laugavegi 76, Hverfisgötu 26, Vattblússa St. S, M, L, XL sími 15425. sími 28550.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.