Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 Mike Douglas i hlutverki Gordons Gekko í Wall Street. M I K E DOUGLAS AFBURÐA FJÖLHÆFUR LIST AMAÐUR Gekko flytur hluthöfum lofsöng um græðgina. Kvikmyndaleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Michael (Mike) Douglas hefur verið vel kynntur hér á landi að undanfomu. Tvær mynda hans hafa gengið í kvikmyndahúsum í Reykjavík og sú þriðja var sýnd í sjónvarpi (á Stöð 2). Þetta eru myndimar Fatal Attraction (Hættuleg kynni, Háskólabíó), Wall Street (Bíóborgin) og Jewel of the Nile (Nflargimsteinninn, Stöð 2 19. marz, endursýnd 29. marz). yndimar Fatal Attraction og Wall Street hafa báðar verið tilnefndar til Óskars- verðlauna, og er það ekki nýtt fyrir Mike Douglas sem nú er 43 ára. Hann var framleiðandi mynd- arinnar One Flew Over the Cucko- o’s Nest (Gaukshreiðrið), sem hlaut fímm Óskarsverðlaun árið 1975, meðal annars sem bezta mynd ársins. Fjórum árum síðar sló önnur mynd sem hann fram- leiddi verulega í gegn. Það var myndin The China Syndrome (Kjamaleiðsla til Kína) sem fjall- aði um slys í kjamorkuveri. Sú mynd kom einmitt á markað nokkmm vikum fyrir slysið í kjamorkuverinu á Three Mile Is- land í Pennsylvaníu 28. marz árið 1979. í byijun níunda áratugarins mat Mike Douglas rétt ríkjandi tíðaranda og sneri sér að gerð tveggja gamanmynda þar sem hann lék aðalhlutverkin í á móti Kathleen Tumer og var jafnframt einn framleiðenda. Þetta voru myndimar Romancing the Stone (Ævintýrasteinninn) og Jewel of the Nile (Nflargimsteinninn), sem báðar urðu afburða vinsælar. Einnig var hann á þessum árum einn framleiðenda myndarinnar Starman ásamt Jeff Bridges og Karen Allen. En þegar hér var komið gerði hann hlé á fram- leiðslu mynda og sneri sér alfarið að kvikmyndaleik með frábærum árangri. Arangurinn varð mynd- imar tvær sem að ofan getur, Hættuleg kynni (Fatal Attraction) og Wall Street, sem bandarískir gagnrýnendur telja tvær af beztu myndum síðasta árs. Ekkialltaf dans á rósum Á ýmsu hefur gengið í lífi Mike Douglas. Hann er annar tveggja sona kvikmyndastjömunnar Kirk Douglas og fyrri konu hans, brezku leikkonunnar Diana Dill. Foreldramir skildu þegar Mike var átta ára, og fluttist hann þá með móður sinni þvert yfír Banda- ríkin til Westport í Connecticut. Þar stundaði hann undirbúnings- nám í virtum einkaskóla, en dvald- ist á sumrin hjá föður sínum í Hollywood og Santa Barbara þar sem hann fylgdist með kvik- myndagerðinni. Þegar kom að háskólanámi valdi Mike að fara í Kalifomíuhá- skóla frekar en Yale og réðu þar úrslitum bæklingar frá fyrmefnda skólanum með myndum af bikini- klæddum skólastúlkum á sólar- strönd. En hann entist ekki nema árið við háskólanám og sneri þá heim til Westport þar sem hann fékk vinnu við bensínafgreiðslu (og vann til fyrstu verðlaunanna sem starfsmaður mánaðarins hjá Mobil olíufélaginu). Ekki undi hann sér heldur þar og hélt á ný til föður síns í Santa Barbara. Þar eyddi hann tímanum með „blóma- bömum" sjöunda áratugarins við söng, hugleiðslu, stjómmálaum- ræður og flótta undan herþjón- ustu í kommúnulífí þessa „sumars ástarinnar". Mike Douglas sneri sér að leik- listinni af því hann gat ekki fund- ið sér neitt 'annað að gera. Hann fór á leiklistamámskeið í Santa Barbara, en hélt síðan til New York þar sem hann lék um tíma hjá smærri leikhúsum fjarri Bro- adway og vingaðist við yngri leik- ritaskáld eins og Sam Shepard (höfund leikritsins Hugarburðar, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu). Einnig fékk hann þá hlutverk í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í myndinni Hail Hero sem flytur boðskap andstæðinga styij- alda. Tók við af f öðurnum Árið 1972 var Mike boðið hlut- verk sem aðstoðarmaður Karls Maldens í vinsælum sjónvarps- þáttum um lögregluna í San Fran- cisco, The Streets of San Francis- co. Þar var hann í fjögur ár, og þegar hann hætti var hann orðin ein af aðalpersónum þáttanna og hafði leikstýrt mörgum þeirra. En nú stóð svo á að Kirk faðir hans var að gefast upp við verkefni, sem hann hafði lengi gengið með í maganum, en það var að gera kvikmynd eftir bók Kens Keseys, One Flew Over the Cuckoo’s Nest (Gaukshreiðrið). Mike ákvað að reyna að hrinda þessum draumi föðurins í framkvæmd og það tókst. í myndinni fara Jack Nic- holson og Louise Fletcher með aðalhlutverkin og hlaut myndin fímm Óskarsverðlaun, eins og fyrr segir. Mike Douglas minnist þess hve erfítt var að fá peningamenn til að leggja sitt af mörkum til gerðar myndarinnar, en þá reyndi fyrst á samningalipurðina hjá honum. „Ég fékk minn skerf af synjunum þegar ég reyndi að fjár- magna Gaukshreiðrið," segir Mike Douglas. „En áður en yfír lauk tókst að vekja tiltrú þeirra vantrúuðu. Sömu sögu er að segja nú um kvikmyndaleik minn. Eg hef það á tilfínningunni að fólk sé að kyngja efasemdum sínum." Mike Douglas hefur sjaldan verið efstur á óskaíista framleið- enda og leikstjóra þegar verið er að velja í aðalhlutverk. Einn tals- maður kvikmyndaiðnaðarins orð- ar það svo: „í hvert skipti sem ráðið var í hlutverk stakk ég upp á honum. Það var farið að gera grín að mér vegna þess. Ég hélt því fram að hann væri „sexí“, fyndinn og aðlaðandi. En þeir sögðu, „hann er ekki nógu sterk- ur“. Jafnvel Oliver Stone lenti í vanda þegar hann var að velja í hlutverkin í Wall Street. Kvik- myndaverið vildi þekktari leikara eins og Warren Beatty, Paul New- man eða Richard Gere. Framleiðandinn spillir fyrir leikaranum Þótt undarlegt megi teljast hef- ur velgengni Mike Douglas við kvikmyndaframleiðslu spillt fyrir frama hans sem Ieikara. Hann hefur orð á sér fyrir að vera séður í viðskiptum og ekki eru allir jafn ánægðir með það. En Mike Dou- glas vill ekki hafa á sér einhvem viðskiptastimpil. „Mér fínnst margir misskilja velgengni mína við framleiðslu og fjármögnun kvikmynda. Ég gerðist framleið- andi meðal annar til að finna hlut- verk við mitt hæfi, til að fá ein- hveiju ráðið um frama minn í leik- listinni. En mér er ljóst að mörg- Tim leikstjórum hefur líkað þetta illa. Sumum fannst þeir geta af- skrifað mig sem leikara. Við- brögðin við leik mínum í þessum tveimur myndum hafa gjörbreytt því hugarfari.“ Myndin Hættuleg kynni er gimdin uppmáluð, en í Wall Stre- et er það græðgin, segir Mike Douglas. í Wall Street fer hann með hlutverk Gordons Gekko, verðbréfasala sem svífst einskis í viðskiptum. Og hápunktur mynd- arinnar er lofsöngur Gekkos um græðgina, sem fram kemur í ávarpi hans á hluthafafundi. „Græðgi er góð, græðgi ber ár- angur, græðgi á rétt á sér,“ segir Gekko. Margir telja að hlutverkið sé mjög skylt þeim hlutverkum sem skópu frægð föður hans. „Það er stórkostlegt að fara með hlutverk sem talið er standast samanburð við það bezta sem fað- ir minn hefur gert. Ég er mikill aðdáandi hans. Hann hefur leikið 12 hlutverk sem segja má að séu ódauðleg. En ég reyni þó að forð- ast það að vera einhver eftirlíking hans. Nú er sagt, „hann hefur þessa hæfileika föðurins, en hann getur einnig farið með hlutverk í léttum gamanleikjum, ieikið áhrifagjama unga menn eða hörkutól". Allt í einu er farið að skipa mér í fremsta flokk kvik- myndaleikara og ég kemst ekki hjá því að segja við sjálfan mig: Jæja, þetta getur orðið gam- an . . .“ Þótt Wall Street hafi gengið hér í Bíóborginni í margar vikur verður myndin ekki fmmsýnd í London fyrr en 28. apríl. Heímíld: The Observer Magazine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.