Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 23 Idag, pálmasunnadag, fer fram vigsla Fella- og Hólakirkju. Hefstathöfn- in klukkan 16HM. Biskup Islands, hr. Pétnr Sigur- geirsson, vígir kirkjuna. Fyrir vigsluna, frá þvi um kL 15:30, verður hljóðfæraleikur og söng- ur og að aflokinni vigslu fer fram fyrsta guðsþjónustan i kirkjuskipinu. Kirlgukór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjóm Guðnýjar Margrétar Magnúsdóttur, en hún er jafn- framt organisti kirkjunnar. Ein- söngvarar verða Ragnheiður Guðmundsdótdr, Viðar Gunn- arsson og Helgi Maronsson. Ein- leikarar verða Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau á flautu; Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson á trompet. Organisti með Guðnýju verður Sigríður Jónsdóttir. Ollum er boðið til altaris í þessari athöfn, en ásamt sóknarprestum og djákna þjóna við altarið biskup íslands, dóm- prófastur og prestar úr ná- grannabyggðarlögunum. Að at- höfninni lokinni mun kvenfélag- ið Fjallkonumar bjóða gestum upp á veitingar. Fyrsta skóflustungan fyrir bygg- ingunni var tekin fyrir sex árum síðan, á pálmasunnudegi árið 1982. Það verk framkvæmdi sex ára gamall drengur, Hannes J. Lárusson. Afl hans, Jón Hannes- son er formaður byggingamefnd- ar kirkjunnar og langafi Hannes- ar, Jón Einarsson, einn af elstu íbúum sóknarinnar, gaf skófluna sem notuð var til verksins. Fella- og Hólakirkja þjónar tveimur sóknum, Fellasókn og Hóla- brekkusókn. Sóknarprestar við kirkjuna eru tveir, sr. Hreinn Hjartarson er sóknarprestur Fellasóknar og sr. Guðmundur Karl Ágústsson er sóknarprestur Hólabrekkusóknar. Ragnheiður Sverrisdóttir er djákni við kirkj- una. Kirkjan er sambyggð safnað- arheimili og skrifstofum presta og sóknamefnda. Hún getur rúm- að allt að 550 manns i sæti. Bygg- ingameistari er Haraldur Sumar- liðason. Morgunblaðið ræddi við sóknarprestana, formann bygg- ingamefndar og formenn sóknar- nefndanna í tilefni af vígslu kirkj- unnar. Miklum áfanga náð Sr. Hreinn Hjartarson var fyrst spurður um sögu safnaðarins og kirkjunnar. „í Breiðholti III var sérstök kirkjusókn, Fellasókn, fyrst sett á stofn f mars 1973. Séra Lárus Halldórsson þjónaði sókninni í tvö ár og fór starfsem- in fram í Fellaskóla. I febrúar árið 1975 var Fellaprestakall stofnað og skömmu síðar var ég skipaður sóknarprestur þar og jafnframt falið að þjóna Hóla- hverfi. Vorið 1975 festi söfnuður- inn kaup á húseigninni Keilufelli 1, þar sem var aðstaða fyrir sókn- arprest og aðra sem að málum kirkjunnar unnu. Ég held að það sé einsdæmi, að einn söfnuður hafí keypt og notað íbúðarhús, það er dálítið sérstakt. Þar var síðan innréttuð kapella sem þáver- andi biskup, herra Sigurbjöm Ein- arsson, vígði. Það mun hafa verið fyrsta kapella sinnar tegundar í Reykjavík. Þessi aðstaða dugði tii allra minni athafna, en fyrir allar stærri athafnir, svo sem ferming- ar, var leitað til annarra kirkna. Þótt oft væri þröngt setinn bekk- urinn í Keilufelli 1, þá var þar gott að vera, sérstakur helgiblær hvfldi yfir staðnum. Þessi húseign var svo seld vorið 1983 og þá fékk söfnuðurinn inni I Gerðu- bergi með guðsþjónustuhald og skrifstofuaðstöðu. Kirkjubygg- ingin hefst síðan 1982. Það hefur gengið óvenjulega vel, allt bygg- ingarstarfið, mjög vei og fljótt. Við flytjum inn í húsið nákvæm- lega tveimur árum eftir að byrjað er og eftir þtjú ár vígjum við og tökum í notkun allt húsið, nema sjálft kirkjuskipið. Og nú eru ná- Fella- og Hólakirkja. Fella- og Hólakirlga vígðídag Fyrsta skóflustungan var tekin á pálmasunnudegi 1982 Morgunblaðid/BAR ófremdarástand að heilu hverfín eins og Breiðholtshverfin skuli vera kirkjulaus á annan áratug. Fólkið þarf sína þjónustu, það þarf að láta skíra bömin sín og ferma og það þarf að gifta, fyrir utan annað starf sem kirkjan hef- ur með höndum, ekki síst með bömunum." sagði séra Hreinn Hjartarson. Gleðiríkt starf Séra Guðmundur Karl Ágústs- son kom að Hólabrekkusókn siðastliðið sumar. „Það hefur ver- ið mjög gott að koma hingað," sagði séra Guðmundur Karl, „og fínna allan þann góða anda og hug sem býr í fólki hér og þennan kraft, að stefna að því að reisa þetta fallega hús og vilja byggja héma upp söfnuð þar sem fólk getur komið saman og lofað Guð. Eg kem hingað, þegar þetta ei komið mjög langt og ég hef haft mjög mikla ánægju og gleði af að starfa með öllu þessu fólki þá sex mánuði sem ég hef verið hér,“ kvæmlega sex ár frá því að hafíst var handa. Þetta er líklega ein- hver hraðasti og besti gangur á kirkjubyggingu sem vitað er um og þvi er að þakka sérstaklega góðri samvinnu og samstillingu allra sem að þessum málum hafa unnið, bæði sóknamefnda og byggingamefndarinnar, síðast en ekki síst formanni byggingar- nefndar, Jóni Hannessyni, hann hefúr haft veg og vanda af öllu verkinu. Þama stóð maður við stýrið sem kann á þá hluti. Þá ber að þakka þeim sem unnu verk- ið, hér er öll vinna hin vandað- asta, bæði frágangur og ekki síður efnisval. Mikið lán hefúr hvflt yfír þessari byggingu, enda hefur ver- ið beðið fyrir þessu verki af mörg- um veit ég og sérstök guðsblessun hvflt yfir því, ég held að ekki hafí einu sinni maður stungið sig á nagia. Nú er miklum áfanga náð með þessari kirkju, það er Sóknarprestamir og formaður bygg- ingarnef ndar framan við altari hinnar nýju kirkju. Sr. Hreinn Hjart- arson sóknarprest- ur Fellasóknar er lengst til vinstri, Jón Hannesson formaður bygg- ingarnefndar í miðið og sr. Guð- mundur Karl Ágústsson til hægri. Sr. Hreinn ogJónhaldaá milli sín skóflunni, sem fyrsta skóflu- stungan fyrir kirkjubygging- unni vartekin með. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju á æfingu. sagði séra Guðmundur Karl Ágústsson. Sérstæð samvinna Jón Sigurðsson er formaður sókn- amefndar Hólabrekkusóknar. Hann sagði það vera sérstakt við þessa kirkjubyggingu, að tveir söfnuðir standa að henni. „Hér eru tvær sóknir og tveir prestar. Þessar sóknir sameinast um bygg- ingu kirkjunnar og það er mjög sérstakt Samstarfið hefur gengið mjög vel, eins og sést best á þvi, hve hratt og vel hefur gengið með bygginguna." Kirkjan hefur miklu hlutverki að gegna Guðjón Petersen er formaður sóknamefndar Fellasóknar. „Þetta hefur verið sérstaklega ánægjulegt starf, mikil lífsfylling að fá að taka þátt í þessu. Það má segja almennt um kirkjubygg- ingar í þessu þéttbýh hér, að það er synd að kirkjur f þessum nýju hverfum hafa aldrei orðið fullbún- ar fyrr en yngsta kynslóðin er vaxin upp f hverfinu, þær em allt- af of mikið á eftir. Það hefur sýnt sig að kirkja og trúarlíf hefur beint fólki frá villigötum og mikl- _ um hættum og þess vegna hefur hún miklu hlutverki að gegna," sagði Guðjón Petersen. Kirkjan ber fyrsta flokks fagmennsku vitni Jón Hannesson, formaður byggingamefndar er mikill áhugamaður um kirkjubygging- una. Hann er byggingameistari að starfí, en vann þó ekki sem slikur við þessa byggingu, heldur hafði umsjón með verkinu. Hann er fyrst spurður, hvort allan bygg- ingartímann hafi verkið gengið jafnhratt. „Nei, það hafa orðið nokkur hlé í verkinu, það lengsta frá því að safnaðarheimilið var tekið í notkun þar til að hafíst var handa síðastliðinn vetur, það var um eitt og hálft ár. Svo var það í fyrravet- ur að byijað var aftur að vinna í kirkjuskipinu og hefur verið hald- ið áfram óslitið sfðan. Þetta hefur gengið framúrskarandi vel. Ég vil taka það sérstaklega fram, að sóknamefnd og þáverandi eini presturinn við sóknina báru gæfu til að fjárfesta mjög fljótt í litlu húsi héma við Keilufeilið sem notað var sem allsheijaraðsetur sóknamefndar og prests, einnig voru mjög árvökui augu sóknar- nefndar um að varðveita það fé sem til var og inn kom. Fyrir þá sök, að þama myndaðist tiltölu- lega fljótt nokkur sjóður, var haf- ist handa við að ráða bæði bygg- ingamefnd og fláröflunarnefnd. Þar næst voru vaidir þrír arkitekt- ar að teikna kirkjuna. Þetta var sem sagt lokuð samkeppni sem var mun kostnaðarminni fyrir sóknina en opin samkeppni. Það var valin sú teikning sem virtist þjóna fólkinu sem best og gefa sem mesta möguleika til að fjöl- menni gæti verið þegar á þyrfti að halda og lfka þjónað fjöl- breyttri starfsemi að öðm leyti. Húsið er 938 fermetrar og var allt komið undir þak eftir aðeins eitt ár. Slíkt held ég að hafi aldr- ei skeð á Islandi áður, að svo stórt guðshús kæmist undir þak á einu ári. Samstarf við alla aðila, sókn- arpresta og nefndir, hefur verið afskaplega ánægjulegt og allir fagmenn, sem hafa unnið hér, hafa unnið sín verk af sérstakri samviskusemi og vandvirkni. Ég hygg að það sé erfitt að finna hér í húsinu annað en fyrsta flokks fagmennsku og efnisval tel ég að sé hér með n\jög háum gæða- stuðli. Það hefúr verið leitast við að hafa sem fæst efni, hafa eins mikið af innlendum efnum og mögulegt hefúr verið, svo sem blágrýtið sem er mjög áberandi í þessu húsi. Það er íslenskt blá- grýti og unnið af íslenskum fag- mönnum. Ég tel að við höfum borið gæfu til að ráða hina fær- ustu menn til allra starfa,“ sagði Jón Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.