Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 60
NÝTT FRÁ KODAK ÞEGAR MESTÁ REYNIR SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Á heimstími Morgunblaðið/RAX Indriði H. Þorláksson formaður samninganefndar ríkisins Verkfallsboðun KÍ hugsanlega skot- ið til F élagsdóms SVANHILDUR Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að eftir fund samninganefndar rikisins og KÍ sl. föstudag væri hún ekki ýkja bjartsýn á að KÍ og ríkið næðu að semja fyrir 11. april nk. Fulltrúaráð KÍ hefur boðað til verkfalls félagsmanna KÍ frá og með þeim degi hafi samningar ekki tekist. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar rikis- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugsanlegt væri að verk- fallsboðun Fulltrúaráðs KÍ yrði skotið til Félagsdóms þvi hún hefði ekki verið borin undir allsheijaratkvæðagreiðslu félagsmanna KÍ eins og kveðið væri á um í lögum. Indriði sagði að það væri hins vegar óvíst að þetta atriði hefði áhrif á samningaviðræðumar í sjálfu sér. Samningafundurinn sl. föstudag hefði verið ágætur og þokast hefði í samkomulagsátt í sumum málum. Nýr fundur hefði hins vegar ekki verið boðaður en reikna mætti með áframhaldandi viðræðum. Svanhiidur Kaaber sagði að Full- trúaráð KI, sem jafnframt væri samninganefnd KÍ, hefði 7. mars sL boðað til verkfalls félagsmanna KÍ frá og með 11. apríl nk. hefðu samningar ekki tekist 25. mars, þ.c.a.s. sl. föstudag. Fundir samn- inganefnda ríkisins og KÍ hefðu staðið allan föstudaginn en mjög lítið hefði gengið saman með þeim. Hún væri því ekki ýkja bjartsýn á að samningar tækjust fyrir 11. apríl nk. Samninganefnd KÍ væri hins vegar hvenær sem væri tilbúin til áframhaldandi viðræðna við samn- inganefnd ríkisins. Sammngarnir bornir upp í Ejjum og á Akranesi < Stórt skref stigið í rétta átt fyrir norðan, segir forsætisráðherra „ÞAÐ var gengið frá mjög yfir- gripsmiklum samningum á Akur- eyri í fyrrinótt. Eg man ekki eftir því að hafa í eitt og sama skiptið gengið frá jafnmörgum samningum. Það voru gerðir fastlaunasamningar fyrir alls konar hópa upp á nokkur hrundruð blaðsíður," sagði Guð- laugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari, um samningana á Akur- eyri í samtali við Morgunblaðið. Snær Karlsson, varaformaður Alþýðusambands Norðurlands, segir þessa kjarasamninga færa verkafólki umtalsverðar kjara- bætur með aukinni áherzlu á laun samkvæmt starfsreynslu. Hann segir að vanda verði kynn- ingu þeirra í aðildarfélögunum, svo þeir verði ekki felldir ókynntir að mestu eins og verið hafi í mörgum tilfellum með VMSÍ -samningana. Fulltrúar þriggja verkalýðsfé- laga, tveggja í Vestmannaeyjum og eins á Akranesi tóku þátt í samning- unum fram á lokastig, en gengu Verri lausafjárstaða hjá innlánsstofnunum Lausafjárstaða innlánsstofn- ana versnaði mikið fyrstu tvo mánuði ársins vegna mikils út- streymis fjár, sérstaklega í febr- úar. Fyrstu tvo mánuði ársins jukust heildarútlán viðskipta- bankanna um rúma 3 milljarða, * éða 5,2%, á sama tíma og innlán- in í heild stóðu í stað. Mikill munur var þó á milli einstakra banka. Fyrstu tvo mánuði ársins jukust innlán Útvegsbankans um 392 milljónir kr. eða 6,3% en útlán um 5,9%. Innlán Alþýðubankans jukust 122 milljónir kr., eða 5,4%, en útlán um 8,3%. Innlán annarra banka minnkuðu, en þó hlutfalls- lega minnst hjá Landsbankanum, um 88 milljónir kr., eða 0,4%, en útlán Landsbankans og Samvinnu- bankans jukust hlutfallslega minnst, eða um 4,5%. Innlán Bún- aðarbankans minnkuðu um 72 millj- ónir eða 0,5% og útlán jukust um 5,6%. Hjá Verzlunarbankanum minnkuðu innlán um 22 milljónir eða 0,7% en útlán jukust um 5,3%. Innlán Samvinnubankans minnk- uðu um 56 milljónir eða 1,2% en útlán jukust um 4,5%. Staða Iðnað- arbankans versnaði mest. Innlán minnkuðu um 290 milljónir kr. eða um 5,4% á sama tíma og útlán juk- ust um 6,7%. af fundi fyrir undirritun. Amar Sig- urmundsson, formaður stjómar. sambands Fiskvinnslustöðvanna, segir, að fulltrúar þessara félaga hafi haft takmarkað samningsum- boð. Þeir hafi hins vegar óskað eft- ir því, að fá að bera samningana upp til atkvæðagreiðslu í félögum sínum, svo hugsanlega sé þessari samningalotu endanlega lokið. Samningamir verði vonandi sam- þykktir alls staðar. Hjörtur Eiríksson, formaður Vinnumálasambands Samvinnufé- laganna, segist einnig ánægður með að þessari lotu sé lokið. Hann hafi trú á því að þessir samningar verði samþykktir vegna þess að svo ræki- lega sé búið að fara yfir stöðuna hjá öllum aðilum að þeir geri sér grein fyrir því að það verði ekki gert betur. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- erra sagði það vera fagnaðarefni, þegar menn settu niður deilur sínar og lykju þeim með samningum. „Hitt er auðvitað áhyggjuefni að að allir skuli ekki hafa komið með í þetta samkomulag og enn eru hópar launþega með lausa samn- inga. Það er mjög erfitt fyrir þjóð- félagið að búa við það mánuðum saman að lifa við þá óvissu að heild- arkjarasamningum er ekki lokið. Mér sýnist því býsna stórt skref í rétta átt hafa verið stigið fyrir norð- an,“ sagði Þorsteinn. „í stórum dráttum sýnist mér samningamir vera í sama farvegi og t.d. Vestfjarðasamningarnir og treysti því að þetta séu ekki koll- steypusamningar," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, um samninga í samtali við Morgunblaðið. Sjá einnig viðtöl á bls. 2 og kafla úr samningnum á bls. 37. London: * Islensk kona varð fyrir lest ÍSLENZK kona liggur alvar- lega slösuð á sjúkrahúsi í London eftir að hún varð fyrir neðanjarðarlest að- faranótt siðastliðins fimmtu- dags. Konan stóð framarlega á brautarpallinum og hafði beygt sig fram í sömu svifum og lest- in kom inn á stöðina. Skall lest- in á höfði konunnar og kastað- ist hún síðan í steypt gólfið á brautarstöðinni. Konan er rúm- lega þrítug og er við nám í London. Möguleikar á samein- ingu Þykkvabæjarkart- aflna og Agætis hf. Slæm staða þrýstir á um aðgerðir MÖGULEIKAR eru á því að kart- öfludreifingarfyrirtækin Þykkvabæjarkartöflur hf. og Ágæti hf. sameinist. Slæm staða framleiðenda vegna verðstriðs á markaðnum þrýstir á um hag- kvæmari rekstur og betra verð. „Ég tel góðan möguleika á því að fyrirtækin sameinist ef menn eru tilbúnir-til að setjast niður fordóma- laust og ræða málið. Ifyrirtækin eru bæði í eigu framleiðenda og ástand- ið getur þrýst mönnum saman. Markmiðið er að fá verð fyrir kart- öflumar, en það fá framleiðendur ekki í dag,“ sagði Sighvatur Haf- steinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ og stjómarformaður Þykkvabæjarkartaflna hf. „Með stóru fynrtæki verður meiri hagkvæmni í pökkun og dreifingu og það þrengir að þeim sem eru að þessu upp á eigin spýtur," sagði Sighvatur ennfremur. Hrafnkell Karlsson, formaður stjómar Ágætis hf., sagði ljóst að menn yrðu að leita leiða til að vinna sig út úr vitleysunni á markaðn- um.„Það væri sjálfsagt skynsamleg ráðstöfun bæði fyrir neytendur og framleiðendur að fyrirtækin sam- einuðust. Þessi fyrirtæki ganga ekki nema með meiri umsetningu. Oll rök hníga að því að þama megi gera þá hluti sem geta komið neyt- endum og framleiðendum til góða,“ sagði Hrafnkell Karlsson um mögu- leika á sameiningu fyrirtækjanna. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.