Morgunblaðið - 27.03.1988, Page 40

Morgunblaðið - 27.03.1988, Page 40
.40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Starfsfólk óskast í fiskvinnslu. Góð laun. Mikil vinna. Háfsdags starf kemur til greina. Upplýsingar í símum 652512, 656111 og 24318. Verslunarstjóri Kaupfélag Suðurnesja óskar eftir að ráða verslunarstjóra fyrir stórmarkaðinn Samkaup á Suðurnesjum. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í stjórnunarstörfum og verslunar- rekstri. Umsóknum með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra fyrir 10. apríl nk. Kaupfélag Suðurnesja, 230 Keflavík, sími 92-11500. Sjúkraþjálfarar Endurhæfingastöð NLFÍ, Hveragerði, óskar að ráða sjúkraþjálfara sem fyrst. Húsnæði og fæði á staðnum. Upplýsingar gefa yfirsjúkraþjálfari eða yfir- læknir í síma 99-4201. Verið velkomin að koma og skoða aðstæður. Dyravörður Óskum eftir að ráða miðaldra mann til dyra- vörslu í hótelinu. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að umgangast fólk, vera sam- viskusamur og hafa góða framkomu. Vinnu- tími er á kvöldin frá kl. 19-24 og eitthvað lengur um helgar. Unnið er þriðju hverja viku. Allar nánari upplýsingar eru veittar á hótelinu frá og með morgundeginum á skrifstofutíma. Bergstaðastræti 37 Starf f orstöðu- manns Áhaldahúss Akraneskaupstaðar Auglýst er eftir umsóknum í starf forstöðu- manns Áhaldahúss Akraneskaupstaðar. Starfið er m.a. fólgið í yfirumsjón með dag- legum rekstri Áhaldahúss þ.e. véladeildar, trésmíðadeildar, gatnadeildar og vatnsveitu- deildar. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á allri almennri verkstjórn með fram- kvæmdum sem starfsmenn Áhaldahúss ann- ast. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í stjórnun ásamt því að hafa iðnmenntun. Nánari upplýsingar veitir bæjartæknifræð- ingur í síma 93-11211 milli kl. 11.00 og 12.00 alla virka daga eða á skrifstofu sinni að Kirkjubraut 28, Akranesi. Umsóknum bera að skila til bæjartæknifræð- ings Akranesskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 300 Akranesi, ekki síðar en 8. apríl nk. Bæjartæknifræðingur. Hárgreiðsla Hárgreiðslusveinn eða meistari óskast. Góð laun fyrir duglegan aðila. Upplýsingar eru veittar á stofunni mánudag til miðvikudags. Kópavogsbraot 1 Sími 45550 Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar - fóstrur Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast. Fastar stöður og sumarafleysingar. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 45550. Fórstra óskast. 70% staða. Vinnutími kl. 11.45-17.15 Upplýsingar hjá forstöðumanni barnaheimil- is, virka daga í síma 45550. Hrafnista, Reykjavík Hjúkrunarfræðinga vantar á kvöld- og helgarvaktir. Einnig í sumarafleysingar. Sjúkraliða vantar á allar vaktir. Starfsfólk vantar í hlutastörf og sumarafleysingar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum 35262 og 38440 frá kl. 10-12 virka daga. Vinnustofur Kópavogshæli Deildaþroskaþjálfar óskast sem fyrst. Starfshlutfall samkomulagsatriði Vinnutími frá kl. 08.30-16.30. Starfið felst í verkstjórn og skipulagi þjálfun- ar á vinnustofum Kópavogshælis og þjálfun vistmana. Starfsleiðbeinendur óskast sem fyrst. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Vinnutími miðað við fullt starf 08.30-16.30 virka daga. Starfið felst í verkstjórn og aðstoð við þjálfun vistmanna á vinnustofum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með þroskaheftum. Nánari upplýsingar um framangreind störf gefa yfirþroskaþjálfi Kópavogshælis, sími 41500 eða yfirþroskaþjálfi á vinnustofum, sími 45130. Borðstofa Kópavogshælis Starfsmenn vantar í borðstofu Kópavogs- hælis. Um er að ræða 100% starf. Vinnutími frá kl. 08-16. Starfið felst í afgreiðslu í borðstofu og af- greiðslu á aukapöntunum til deilda Kópa- vogshælis. Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorbjörg Guðnadóttir, ráðskona, sími 41500 (borð- stofa). Reykjavík, 27. mars 1988. Óskum að ráða afgreiðslustúlku sem fyrst. Æskilegur aldur 18-25 ára. Umsækjendur komi til viðtals í verslunina mánudaginn 28. mars eftir hádegi. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Austurlandi Þroskaþjálfi óskast til starfa á sambýlið Stekkjartröð 1, Egilsstöðum frá 1. maí nk. eða eftir sam- komulagi. Um er að ræða kvöld- og helgar- vinnu. Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 97-11877 milli kl. 9 og 12 eða skrifstofu Svæðisstjórnar í síma 97-11833 milli kl. 13 og 17. REYKJMJÍKURBORG AcucMn. Stöcúift Sjúkraþjálfarar - Spennandi verkefni Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara. Verkefni hans verður m.a. að hafa forystu um að móta starf sjúkraþjálfa í heilsuvernd á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í samvinnu við deildir stöðvarinnar og heilsugæslustöðvarnar í borginni. Ráðið verður í starf þetta til eins árs. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 22400. Umsóknir á þar til gert eyðublað sendist til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 9. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Borgarlæknirinn i Reykjavík. Ritari óskast til ráðgjafafyrirtækis Komdu sæl(l), við leitum þín; ef þú vilt annast um tylft skapgóðra en hjálp- arvana tæknimanna með hjálp Hildar, tækniteiknara; ef þú hefur áhuga á almennu skrifstofu- haldi, sem innifelur einnig símavörslu, býrð yfir góðri vélritunarkunnáttu og hef- ur gott vald á íslenskri tungu; ef þú ert tilbúin(n) að tileinka þér tölvutækn- ina við starf þitt; ef þú ert eilítið stjórnsöm(-samur) og lætur þér ekki allt fyrir brjósti brenna. Fyrirtækið okkar er: • Ráðgjafarfyrirtæki í byggingaverkfræði. Fyrirtækið okkar býður: • Skemmtilegt og krefjandi starf. • Góða starfsaðstöðu í nýju, glæsilegu húsnæði með fögru útsýni. • Hressilegan starfsanda. • Góð laun. Hafir þú áhuga á starfinu, þá vinsamlegast sendu okkur umsókn er tilgreini aldur, fyrri reynslu og annað er máli kynni að skipta. Við erum Línuhönnun hF veRkFRædistopa Pósthólf8684, 128 Reykjavík. Ekki verður tekið við umsóknum í síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.