Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988
NF 60, 1960.
Henrv Heerups
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Samskipti Norðurlandanna á
myndlistarsviði verða að teljast í
algjöru lágmarki á heildina litið,
en innan Skandinavíu er hún mun
meiri.
Það er margt ágætra myndlist-
armanna, sem þjóðimar þekkja lítt
eða ekkert innbyrðis, ef undan
skildir em fáeinir áhugamenn um
norræna myndlist.
Það er stutt síðan ég kynnti
nemendum flórða árs málunar-
deildar MHÍ ýmsa norræna meist-
ara,sem þau þekktu hvorki haus
né sporð á og er ekki vansalaust,
er þannig er staðið að málum í
norrænum listaskólum almennt.
En þekking félaga minna í lista-
skólum í Kaupmannahöfn og Ósló
uppúr 1950 var nákvæmlega engin
á fslenzkri list og hefur vafalaust
lítið aukist sfðan, svo að hér er
mikil brotalöm á norrænu sam-
starfí. Opnar óprúttnum allar gátt-
ir til athafnasemi, enda voru þær
trútt um talað dæmalausar sögu-
sagnimar sem gengu um fslenzka
myndlist, og raunar um myndlist
hinna norðurlandanna einnig, og
var því miður gagnkvæmt frá hálfu
íslendinga.
Þegar fróðleiksstreyminu er
þannig háttað þá er það eðlilegt,
að það munu afskaplega fáir Is-
lendingar kannast við hinn ástsæla
danska myndlistarmann Henry
Heerup, sem Norræna húsið frum-
kynnir íslendingum um þessar
mundir og fram til 3. apríl.
Heerup varð áttræður á sl. ári
og hiotnaðist þá margur sóminn,
og hátíðarhöldin, sem haldin voru
honum til heiðurs með opnun fjölda
sýninga í Danmörku, blysför, dans-
leikjum o.fl. stóðu yfír í heila viku.
Þau sýna ljóslega, hve Danir meta
listamenn sfna mikfls og hve fúsir
starfsbræður þeirra eru til að sam-
gleðjast þeim og heiðra á stund
tfmamóta sem merkra listasigra.
Staða hins einlæga mannvinar,
náttúruunnanda og hrekklausa
listamanns Henrys Heerups er al-
veg sérstök innan danskrar mynd-
listar og maðurinn sjálfur er jafti
sérstæður og Iist hans.
Heerup er í senn náttúruunnandi
og félagsvera, eins og Danir eru
raunar margir, en á sinn sérstaka
hátt. Ég minnist þess á fyrstu
Kaupmannahafnarárum mfnum
upp úr 1950, hve oft ég sá honum
bregða fyrir á Listaháskólanum við
Kóngsins Nýjatorg og hve mikla
ánægju hann hafði af því að blanda
geði við unga fólkið. Allir virtust
þekkja hann og hann vera einn af
því, þótt 20 ár væru frá því hann
var sjálfur nemandi við skólann.
Hann slóst og f hóp nemenda í
vorferðalög þeirra og var þannig
með f Akademíuferðinni til Spánar
vorið 1951 og man ég vel eftir
honum þar, enda ferðalagið mér í
góðu minni.
Heerup deildi þar einu og öllu
með nemendum, sem væri hann
aðeins jafningi þeirra, enda þótt
hann væri þegar vel þekktur lista-
maður, þótt Iúsfátækur væri efa-
laust, enda ekki upp runnir þeir
tímar velgengni, er hann varð af-
lögufær um 700.000 krónur árlega
á aftnælisdaginn sinn til styrktar
eftiilegum dönskum myndlistar-
mönnum. En þetta lýsir listamann-
inum með bamshjartað að nokkru
leyti.
Þetta var í þá góðu gömlu daga,
er listaháskólar stóðu undir nafni
og eldri listamenn blönduðu gjam-
an geði við þá ungu á „kantinen",
matstað listaháskólans f kjallara
hans. Unnu jafnvel innan skólans
við hlið þeirra svo sem á grafíska
verkstæðinu, sem enda útskrifaði
við þær aðstæður frábærustu
grafíklistamenn dönsku þjóðarinn-
ar, svo og teiknara og bókalýsing-
armenn á heimsmælikvarða. Nú
em listaskólar margir hveijir orðn-
ir að vélrænum almennum skóla-
stofnunum, sem skapandi lista-
menn forðast eins og heitan eld.
Henry Heerup
Það er rétt að geta þessa hér,
vegna þess að upp úr þessum eðlis-
bundna jarðvegi er Heerup sprott-
inn jafn eðlilega og óþvingað og
jurt upp úr góðri gróðurmold.
En Heerup átti erfitt uppdráttar
í heimalandi sfnu lengi vel eins og
svo margir félagar hans og mátti
líkt og þeir beijast fyrir lífí sínu í
áratugi og sumir á opinberu fram-
færi. Gagnrýnendur og opinberir
listfrömuðir voru honum lengi
andsnúnir, enda nokkuð furðulegir
tfmar í danskri listasögu.
Danir vom í bak og fyrir upp-
numdir af franskri list og menn-
ingu, enda litið upp til alls, sem
hafði franskan stimpil. Munch og
aðrir norrænir meistarar vom
geymdir f kjallarahirslum ríkislista-
safnsins.
Dönsk átthagalist var og í mikl-
um metum, en hins vegar vom
sjálfstæðar tilraunir manna lfkt og
Heemps, Joms, Egils Jacobsens,
Billes og Carl-Hennings Pedersens
teknar óstinnt upp lengi vel. Hér
barðist Asger Jom eins og ljón
fyrir list og kenningum félaga
sinna m.a. með hatrömmum árás-
um á listsagnfræðinga tímanna.
Það er af hinu góða, að greiðst
hefur úr þessu öllu í dag, og því
hafa menn ólíkt betri og réttari
yfírsýn yfír danska iist. Hemy
Heemp er sem sprottinn upp úr
dönskum jarðvegi, með þúsunda
ára arfleifð danskrar sögu í maln-
um. Hann lét sér ekki nægja að
mála umhverfíð, hlutvemleikann,
heldur tók hann til handargagns í
bókstaflegum skilningi, er hann í
þrívíðum samsetningum sínum
gæddi notaða og máða hluti neyslu-
þjóðfélagsins nýju lífí — og þá helst
í bland við ævintýrið. Að. því leyti
var hann popp-listamaður út og í
gegn, en með nokkmm sérstökum
formerkjum þó og meira í bland
við lífíð og náttúmna.
Heerup virðist alltaf vera að
segja sögu, en það er öðm fremur
ævintýri hversdagsleikans, sem
heillar hann og tjáningin er í senn
frumstæð og sposk — hann nostrar
þannig sjaldnast við myndverk sín
og tæknilega séð em mörg þeirra
naumast hátt skrifuð. En hann átti
það einnig til að mála glæsilega
vel útfærð málverk — geislandi af
litagleði og lífsmögnum.
Höggmyndir hans láta iðulega
lítið yfír sér en verða þeim mun
áleitnari við nánari kjmni — þær
em ekki sjaldan eins og sprottnar
beint upp úr gróðurmoldinni, lfkast-
ar steinblómum dulinna jarðar-
magna eða ákall úr fortíðinni og
heiðnum tíma.
Menn geta verið lengi að skilja
og meðtaka list Heemps, sem er
eðlilegt og myndverkunum liggur
ekkert á frekar en allri góðri list,
sem hefur tfmann með sér jafnt í
fortfð, nútíð sem framtíð. Það er
allgott yfírlit yfir athafnasemi
Heerups, sem fyrir Iiggur á sýning-
unni í Norræna húsinu, þótt ekki
verði sagt, að öll verkin njóti sfn
þar til fulls og virki jafnvel fram-
andleg, svo sérstæð sem þau em.
Þá em margar myndimar tækifær-
isgjafir til umsjónarmanns sýning-
arinnar, Roberts Dahlmanns Ols-
ens, og full persónulegar fyrir
kynningarsýningu á verkum lista-
mannsins f útlandinu.
En að öðm leyti er í öllu vel
staðið að þessari sýningu og kynn-
ingu á list Heniys Heerups, og
fyrir þá, sem vilja kynna sér feril
Heemps sérstaklega, skal bent á
hina veglegu sýningarskrá og
formála R. Dahlmanns Olsens með
hinni táknrænu yfírskrift „Trú, von
og kærleikur".
Hafnarfjarðarkirkja:
Fermingar á pálmasunnudag
Ferming í Hafnarfjarðarkirkju 27. mars, kl. 10.30 Prestur: Sr. Gunnþór Ingason.
Fermd verða:
Björgvin Pálsson,
Hringbraut 21.
Björgvin Richter,
Fagrabergi 26.
Borghildur Sverrisdóttir,
Amarhrauni 8.
Einar Ingimundarson,
Klausturhvammi 30.
Elís Fannar Hafsteinsson,
Steklgarhvammi 23.
Gísli Þór Guðjónsson,
Fögmkinn 27.
Gísli Már Siguijónsson,
Köldukinn 15.
Haraldur Guðmannsson,
Smyrlahraun 33.
Heiða Ágústsdóttir,
Lækjargötu 4.
Hulda Þórarinsdóttir,
Smyrlahrauni 40.
Ingibjörg Hrefna Bjömsd.,
Hringbraut J.M.
Ingvar Bjöm Þorsteinsson,
Tjamarbraut 3.
Jóhanna Bryndís Bjamadóttir,
Hringbraut 56.
Kristjana Björg Júlíusdóttir,
Brekkubyggð 63.
Magnús Oddsson,
Hellubraut 6.
Petrína Þómnn Jónsd.,
Sléttahrauni 30.
Pétur Ingi Pétursson,
Sléttahrauni 30.
Ragnhildur Líndal Kristinsdóttir,
Brekkuhvammi 16.
Rögnvaldur Helgason,
Oldugötu 44.
Sturla Egilsson,
Mávahrauni 16.
Sturlaugur Þórir Sigfússon,
Holtsgötu 5.
Vilborg Drífa Gísladóttir,
Hringbraut 19.
Vilhjálmur Karl Gissurarson,
Smyrlahrauni 60.
Þórhildur Þórhallsdóttir,
Jófríðastaðarvegi 9.
Þorkell Magnússon,
Stekkjarhvammi 7.
Þórunn Eva Hallsdóttir,
Köldukinn 21.
Ferming í Hafnarfjarðar-
kirkju 27. mars kl. 14.00. Prestur
séra Gunnþór Ingason.
Fermd verða:
Ásbjöm Jóhannesson,
Þrastarhrauni 7.
Ásdís Huld Helgadóttir,
Túnhvammi 14.
Berglind Magnúsdóttir,
Vesturbraut 18.
Berglind Helga Sigurþórsdóttir,
hjóluhvammi 4.
Einar Guðmundsson,
Fögmkinn 24.
Elisabet Hansdóttir,
Hnotubergi 13.
Haraldur Freyr Gíslason,
Staðabergi 12.
Harpa Hrönn Grétarsdóttir,
Ölduslóð 11.
Haukur Magnússon,
Ölduslóð 48.
Hörður Guðni Helgason,
öldugata 42.
Ingibjörg Agnés Jónsdóttir,
Köldukinn 24.
Jón Ólafsson,
Klettahrauni 13.
Karl Eiríksson,
Klettahrauni 7.
Katrín Ósk Einarsdóttir,
Austurgötu 45.
María Sjöfn Davíðsdóttir,
Öldutúni 14.
Markús Elvar Pétursson,
Hverfisgötu 7.
Marsibil Magnea Mogensen,
Álfaskeiði 90.
Ólöf Pálsdóttir,
Holtsgötu 4.
Pálin Dögg Helgadóttir,
Fjóluhvammi 15.
Nafn féll niður
í umsögn um skemmtun Ríó tríós-
ins, Allt í gamni, sem birtist í dálkn-
um Fólk í fréttum á bls. 77 f blað-
inu í gær, féll niður nafn gagnrýn-
andans. Það var Helgi Bjamason
blaðamaður sem skrifaði umsögn-
ina.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Ljósabergi 14.
Rebekka Halldórsdóttir,
Hvammabraut 14.
Sigurgyða Þrastardóttir,
Selvogsgötu 1.
Stefán Bjami Sigurðsson,
Brekkugötu_16.
Steinunn Eir Ármannsdóttir,
Þúfubarði 9.
Særún Ægisdóttir,
Túnhvammi 6.
Valur Ásgeirsson,
Túnhvammi 11.
Fyrirlestur um
nasíska fortíð
THERKEL Stræde, sagnfræð-
ingur frá Danmörku, flytur opin-
beran fyrirlestur f boði heim-
spekideildar Háskóla íslands
þriðjudaginn 29. mars kl. 17.15
í stofu 101 í Lögbergi.
Fyrirlesturinn nefnist „Den naz-
itiske histories aktualitet: „Histor-
ikerdebatten" f Vest-Tyskland“ og
fjallar um umræður í Vestur-Þýska-
landi um hina nasísku fortíð. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á dönsku.
Öllum er heimill aðgangur.
(Fréttatilkynning)