Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 Glugginn auglýsir Vorum að taka upp sumarbússur, peysur °g pils. Glugginn, Laugavegi 40. 3 ódýrar lausnir \ ~rJ> \ Breidd 2.0 metrar. Lengd 2.50 metrar. Hæð 2.30 metrar. Verð 42.000. _------------„--------------------- j. / / / * »//lv Breidd 5.0 metrar. Lengd 10 metrar. Hæð 2.65 metrar. Verð 130.000, ______ I Breidd 7.5 metrar. Lengd 10 metrar. Hæð 3.30 metrar. Verð 290.000. Húsin eru byggð úr heitgalvaniseraðri stálgrind og klædd með níðsterkum, eldþolnum plastdúk. Hluti af þakinu er gegnsær og húsin eru fest með jarðspjótum. ALLAR STÆRÐIR FÁANLEGAR. Gisli Jónsson & Co hf. Sundaborg 11. Sími 686644. Rekstur Landakotsspítala: Yfir 100 milljón króna bak- reikningar eru alvarlegt mál — segir Fjárlaga- og hagsýslustofnun FJÁRLAGA- og hagsýslustofnun segir að fjárveitingar til Sankti Jósefsspítala, Landakoti, hafi ekki verið vanáætlaðar á undanförnum árum. Sjúkrahúsið hafi fengið sambærilega meðferð og önnur sjúkra- hús í áætlun um rekstrargjöld og stöðuheimildir. Það sé alvarlegt mál þegar ríkissjóður fái bakreikninga upp á yfir eitt hundrað millj- ónir króna frá einstökum stofnunum. Því verði gerð nákvæm athug- un á rekstri sjúkrahússins árið 1987 áður en endanlegar ákvarðanir verði teknar í málinu. Þegar sjúkrahúsið hafi verið fært af daggjöldum á föst fjárlög árið 1983 hafi það ekki fengið lakari afgreiðslu en önnur sjúkrahús sem eins hafi verið ástatt um. Stofnunin hafi jafnan metið og afgreitt áætl- anir sjúkrahússins á sama hátt og hjá öðrum. Skýringin á rekstrar- gjöldum sjúkrahússins, umfram fjárveitingar, sé sú áð það hafi far- ið út í rekstur og fjárfestingar án þess að hafa tilskildar heimildir í fjárlögum. Þessi umframstarfsemi hafí skert greiðslugetu sjúkrahússins og að auki valdið hærri fjármagnskostn- aði. Sem dæmi megi nefna kaup og rekstur á fasteigninni á Marar- götu 2, rekstur og kaup á tækjum og innréttingum í nýtt þvottahús með kaupleigusamningum og ýms- ar fjárfestingar styrktarsjóðs sjúkrahússins. Það sé álit stofiiun- arinnar að stóran hluta af vanda sjúkrahússins megi skýra með slíkum umsvifum umfram sam- þykkt ijárlög. Stofnunin tekur skýrt fram að stjómendum sjúkrahússins, sem og öðrum stjómendum ríkisfyrirtækja og -stofnana, ætti að vera ljóst að við afgreiðslu fjárlaga liggi fyrir ákvörðun Alþingis um það rekstrar- umfang sem löggjafarvaldið telji eðlilegt að greitt sé af skattfé al- mennings hvetju sinni. Rík áhersla sé lögð á að Sankti Jósefsspítali Landakoti njóti engrar sérstöðu umfram önnur sjúkrahús og þurfi að haga starfsemi sinni innan fjár- heimilda, segir í fréttatilkynningu frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Starfsmannaráð Landakotsspítala: Alvarlegt ástand skapast ef rúmum verður fækkað „í KJÖLFAR skrifa og umræðu í fjölmiðlum um stöðu Landakotsspít- ala hefur skapast mjög óþægilegt ástand á sjálfum spitalanum. Ekki hefur verið mögulegt að ráða nýtt starfsfólk sem vonlegt er, svo og hefur það starfsfólk seih fyrir er strax farið að líta eftir vinnu annars staðar, sem gerir allt starf innan spítalans erfiðara,“ segir í yfirlýsingu frá Starfsmannaráði Landakotsspítala. Þá segir, að fólk geri sér al- mennt ekki grein fyrir þvi hversu stór vinnustaður Landakotsspítali er, en á launaskrá spítalans em um 660 manns, þó ekki allir í fullu starfi. Því sé mjög alvarlegt mál, ef fækka á um 50 sjúkrarúm, en fyrir hvern sjúkling, sem liggur á spítalanum, séu um 2,3-3 starfs- menn. Það liggi því í augum uppi að mjög mörg stöðugildi tapist ef til þessa kemur. A sameiginlegum fundi starfs- fólks spítalans á fimmtudag, 24. mars, var samþykkt ályktun um að beina þeim tilmælum til fjármála- ráðherra, að hann hlutist til um það að eðlilegur rekstrargrundvöllur verði skapaður fyrir Landakotsspít- ala. Þá segir í ályktuninni að það sé með öllu óþolandi að stofna at- vinnuöryggi um 120-150 manns í hættu vegna vanreiknaðra fjárlaga. Það hafí aldrei verið á það bent, að starfsemi spítalans ætti að vera önnur en hún nú er og því órökrétt að áætla fjárveitingar lægri en raunverulegur kostnaður sé. Ekki geti starfsfólk sjúkrahússins sætt sig við að sjúklingar, sem leggjast inn á Landakotsspítala, fái annars flokks þjónustu einungis vegna þess, að Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun neiti að taka mark á rekstr- aráætlunum sjúkrahússins. Benda megi á, að um 500 manns eru á biðlistum, svo ekki verði annað séð en að full þörf sé á áframhaldandi starfsemi spítalans. Starfsfólkið ályktaði því, að það sé mjög áríðandi að gripið verði í taumana nú þegar, svo hvorki starfsfólk spítalans né sjúklingar þurfi að verða fyrir óþægindum. Ferming í dag fermist í Garðakirkju, kl. 10.30, Sigrún Bima Einarsdóttir, Ásbúð 76 í Garðabæ. Metsölublad á hvetjum degi! atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Röskan starfsmann vantar á hjólbarðaverkstæði. Góð laun. Upplýsingar á staðnum. Sólning, Skeifunni 11. Fiskeldi Óskum efir aðstoðarstöðvarstjóra í fiskeldis- stöð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur sjómaður. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „F - 13317“ fyrir 7. apríl nk. Snyrtivöruverslun- inaTarý vantar snyrtisérfræðing, eða starfskraft vanan, afgreiðslu í snyrtivöruverslun hálfan daginn. Upplýsingar í síma 673240. Opið ídacj 11-18 Fullt hús matar KJOTMIÐSTOÐIN GARÐABÆ, S. 656411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.