Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 Útgefandi uuM&Mð) Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Línurnar skýrast í Frakklandi Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, dró það fram á síðasta dag að skýra frá þeirri ákvörðun sinni að gefa kost á sér í forsetakosningunum. Eftir að Mitterrand tók af skarið á þriðjudag, hefur kosningabar- áttan farið hratt af stað og ef að líkum lætur verður hart bar- ist fram á síðasta dag. Francois Mitterrand barðist í 17 ár fyrir því að komast í Elysée-höll. Nú í lok sjö ára kjörtímabils er hann orðinn 71 árs en ætlar þó ekki að draga sig í hlé. Samkvæmt könnunum er Mitterrand sigurstrangleg- astur helstu frambjóðendanna þriggja, en hinir tveir eru Jac- ques Chirac, forsætisráðherra, og Raymond Barre, fyrrum for- sætisráðherra. Þeir eru báðir hægra megin við miðju stjóm- málanna og takast á um svipað fylgi. Chirac nýtur þess þó fram yfír Barre að vera leiðtogi flokks Gaullista, sem hefur verið meg- inaflið í frönskum stjómmálum síðan 1958, þegar núgildandi stjómarskrá Frakka var sett og de Gaulle hershöfðingi settist síðan í forsetastólinn með það að markmiði að binda enda á upplausnarástandið, sem ríkti í stjómmálum sjötta áratugarins. De Gaulle tókst þetta ætlunar- verk sitt en fyrir réttum 20 ámm töldu margir, að franska stjómskipulagið riðaði til falls, þegar stúdentaóeirðinar hófust í París. Það gerðist ekki en de Gaulle sagði af sér ári síðar, þegar tillögum hans um stjóm- arskrárbreytingar var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eitt megineinkenni stjómar- skrár fímmta lýðveldisins í Frakklandi er, að forsetinn hef- ur töluverð völd, ekki síst við mótun stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum. Féllu kosn- ingar jafnan þannig að skoðanir forsetans og meirihluta þing- manna fóm saman. Þetta. breyttist þegar Chirac varð for- sætisráðherra fyrir tveimur ámm, þá töpuðu sósíalistar meirihluta á franska þinginu eftir að hafa^ verið í ríkisstjórri í §ögur ár. A þeim ámm tókst sósíalistum undir forystu Mitt- errands að draga allan mátt úr frönskum kommúnistum. Nú em kommúnistar svipur hjá sjón; stutt stjómarseta með sós- íalistum sýndi að þeir vom ekki menn til að standa við stóm yfírlýsingamar sem þeir gáfu í stjómarandstöðu. Sambúð þeirra Mitterrands og Chiracs hefur gengið vonum framar. Hefur Mitterrand haldið þannig á málum, að í hugum margra er hann nú hafinn yfir dægur- málaþras stjómmálanna. Á það eftir að duga honum best í kosn- ingaslagnum, og til að ýta und- ir þá ímynd dró hann sem lengst að gefa kost á sér að nýju og sagðist að lokum gera það í nafni þjóðarsamstöðu til að spoma gegn sundurlyndi: Keppinautar Mitterrands saka hann um yfírlæti, misnotk- un á forsetaembættinu og hræðsluáróður. Það sé út í hött að láta sem svo, að illvíg átök hefjist í stjómmálunum þótt forsetinn dragi sig í hlé eða tapi kosningunum. Þrátt fyrir háan aldur höfðar forsetinn ekki síst til unga fólksins. Það sér þó ekki í honum neinn bylting- armann heldur vingjamlegan landsföður. Meðal ungra Frakka er því allt annað upp á teningnum nú en fyrir 20 árum. Þótt Chirac og Barre séu sam- einaðir í baráttunni gegn Mitt- errand beijast þeir hatramm- lega innbyrðis. Til að geta háð lokaorrustuna við Mitterrand í síðari umferð kosninganna þarf að ná fyrsta eða öðm sæti í fyrri umferðinni. Hin snarpa barátta Chiracs og Barres um þann sess veldur því að Mitterr- and hamrar nú á glundroðanum sem yrði ef hann sigraði ekki með glæsibrag. Kommúnistar em ekki lengur sama afl og áður í frönskum stjómmálum. Á hinn bóginn hefur öfgamönnum til hægri tekist að festa þar rætur. Hvaða áhrif þeir hafa er óvíst en líklega verður málflutningur þeirra helst til þess að fleiri en ella telja best að velja festuna og þar með Mitterrand. Kannanir benda til þess að þeir Mitterrand og Chirac, forsetinn og forsæt- isráðherrann, eigi eftir að heyja einvígi um forsetastólinn. Þetta er sérkennileg staða og reynir mjög á franska stjómskipulagið næstu vikumar. Sambúð þess- ara tveggja manna til þessa hefur sýnt, að út á við vilja þeir standa vörð um stefnu í utanríkis- og vamarmálum sem er í samræmi við öryggishags- muni allra bandamanna Frakka í Atlantshafsbandalaginu. Um þá gmndvallarstefnu er ekki deilt f frönsku forsetakosning- unum. IMorgunblaðinu síðastliðinn sunnudag vom birt athyglisverð orðaskipti tveggja suður-amerí- skra rithöfunda, þeirra Marios Vargas Llosa frá Perú og Marios Benedettis frá Úrúguay. Þar er tekist á um grundvallaratriði í umræðum um lýðræðislega stjómarhætti og alræðisstjórnir. Rætt er um spumingar sem við, er njótum lýðræð- is, hugleiðum tæplega. Við teljum þau réttindi, sem við höfum, svo sjálfsögð að ekki sé ástæða til að velta þeim sérstak- lega fyrir sér hvað þá heldur þakka þau, hitt sé miklu brýnna, að kvarta yfir því, sem við höfum ekki. Mario Vargas Llosa er málsvari stjórn- arhátta í því horfí, sem við þekkjum. Mario Benedetti er talsmaður sósíalisma, hann segir á einum stað: „Ég tel, að í hinni efnahagslegu, félagslegu og stjórnmála- legu frelsisbaráttu í Suður-Ameríku sé óvinurinn í raun ekki Sovétríkin heldur Bandaríkin." Benedetti er þannigfylgjandi hefðbundinni niðurstöðu samanburðar- fræðinganna, sem leggja Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu og komast svo að þeirri niðurstöðu, að Bandaríkin séu ívið verra risaveldi en Sovétríkin. Þessi árátta hefur ekki verið á undanhaldi í hinum vestræna heimi síðan þeir Llosa og Bene- detti skiptust á skoðunum á árinu 1984. Skoðanir þeirra eru jafn íhugunarverðar nú og þá og þær eiga erindi hingað til lands. Þótt undarlegt sé miðað við reynslu okkar og sögu eru ýmsir hér sammála Benedetti og grípa til svipaðra úrræða og hann í deilum um einræði og lýðræði, það er að bannfæra andstæðinga sína. Mario Vargas Llosa áréttar ágreining sinn við Benedetti meðal annars með þess- um orðum: „Að berjast fyrir lýðræði í Suður-Ameríku merkir engan veginn að standa gegn neinum þjóðfélagsbreyting- um, jafnvel af hinni róttækustu gerð, til lausnar á vandamálum okkar, heldur að ætlast til, að þeim sé komið á af ríkis- stjóm, sem mynduð sé að undangengnum kosningum í réttarríki, þar sem engum er mismunað vegna skoðana sinna. Þessi lýðræðislegi kostur kemur áð sjálf- sögðu ekki í veg fyrir, að flokkur marx- ista og leninista gæti komist til valda og til dæmis þjóðnýtt allt efnahagslífíð. Ég væri ekki hlynntur slíku í mínu landi, af því að ég tel, að þegar ríki einoka fram- leiðsluna tefji það fyrir frelsi eða valdi því, að það hverfi fyrr en varir, og það er engin sönnun fyrir því, að þessi aðferð — og hið dýra verð, sem hún er keypt — geti leyst neitt þjóðfélag úr viðjum vanþró- unar.“ Mario Vargas Llosa telur, að í kosning- um í Suður-Ameríku hafi komið fram.'að þorri kjósenda vilji hófsemi og umburðar- lyndi en bætir síðan við: „Engu að síður neitar mikill fjöldi menntamanna í Suður- Ameríku að taka mark á þessum vísbend- ingum — úm að fólkið vilji friðsamlega sambúð og þjóðarsátt — og vísar á bug hinum lýðræðislega kosti sem algerri fjar- stæðu. Með því gera þeir lýðræðið eins og það er — að kerfí sem virkar illa og bilar oft alveg. Vegna áhugaleysis og and- úðar þeirra hefur leið lýðræðisins — sem fólkið aðhyllist — orðið útundan hvað varð- ar frumlegar hugmyndir og ferskan and- legan stuðning, svo að hún virðist sem næst ófær miðað við hinar margbrotnu aðstæður okkar. Hinir byltingarsnauðu menntamenn hafa að auki velt þungum steinum í götu lýðræðisins með umfjöllun sinni um efnið einni saman, með því að þeir hafa í krafti hinnar gömlu og skugga- legu hefðar útskúfunar og bannfæringar einskorðað sig við að varpa hveijum þeim starfsbróður sínum, sem berst fyrir þess- ari leið, niður í hið hugmyndafræðilega víti hinna fordæmdu (þ.e. afturhaldsins)." Kerfisbundin útskúfun Þegar litið er til íslenskrar stjómmála- sögu þarf ekki að hverfa mörg ár aftur í tímann til að fínna hliðstæður við það, sem Mario Vargas Llosa lýsir í hinum tilvitn- uðu orðum hér að framan. Margir og áhrifamiklir menntamenn hér á landi hafa aðhyllst þá kenningu að alræði sósíalism- ans eða kommúnisminn væri fullkomnasta stjómarformið og lýðræðinu betra. Hitt tíðkaðist líka og vonandi ekki lengur, að þeim menntamönnum, sem börðust gegn alræðishyggju sósíalismans var kastað í „hugmyndafræðilegt víti hinna for- dæmdu". Gefum Mario Vargas Llosa orðið á ný:' „Mario Benedetti segir um mig: „Okkur hefur verið það vel ljóst í alllangan tíma, að hann stæði ekki með okkur, væri ekki í okkar herbúðum, heldur þeirra hinum megin . . .“ Hveijir eru þeir? Hveijir gefur hann í skyn að séu við hlið mér í hinum herbúðunum? Benedetti er útlagi, fómarlamb herforingjastjórnar, sem kúgar þjóð hans, óvinur jafnfyrirlitlegra stjóma og þeirra Baby Docs [þáv. einræðisherra á Haiti] og Stroessners [einræðisherra í Paraguay]. Ef á að telja mig meðal óvina hans, verð ég einn af þessum óþokkum. Hvað annað má ætla af hinni gáfulegu setningu hans? „Þeir“ Benedettis blanda mér saman við þau úrhrök, sem hann tel- ur mig vera í herbúðum með. Stríð hefur brotist út, tveir óvinir standa augliti til auglitis: afturhaldið andspænis bylting- unni. Er annað skáldskapur? Það er þetta, sem ég kallaði kerfisbundna útskúfun, sem Benedetti fínnst svo kátlegt.“ Síðan segir Llosa frá því, hvernig skoð- anir hans hafí verið affluttar af andstæð- ingum hans eins og Benedetti, sem hann telur að hafí aldrei andmælt mannréttinda- broti í sósíalísku ríki og síðan segir Llosa: „Baráttan gegn útskúfun er orðin lang- dregin, leiðinleg og vonlítil, og það er ekki að undra, þótt margir menntamenn í Suð- ur-Ameríku kjósi að sneiða hjá henni, þegja eða beygja sig undir nauðungina. Ef rithöf- undur með gáfur Benedettis getur ekki greint á milli talsmanns Iýðræðis og fas- ista — sem hann síðar flokkar undir for- nöfnin við og þið — við hveiju er þá að búast af þeim, sem ef til vill fylgja hinni hvössu stefnu hans, en skortir menntun hans orðkróka og setningafræði?" í svargrein sinni segir Benedetti, að ekki sé rétt að hann hafi aldrei mótmælt mannréttiridabrotum í hinum sósíalíska heimi; sér hafí aldrei líkað innrásir og hann hafí „skrifað greinar í þá veru“ vegna innrásanna í Ungveijaland og Tékkóslóv- akíu og auk þess hafi andstaða sín við innrásina í Afganistan birst í fleiri en einni grein, en síðan bætir hann við: „Ég skal hins vegar fúslega játa, að þetta umræðu- efni hefur ekki forgang hjá mér. Ég tel, að í hinni efnahagslegu, félagslegu og stjóm- málalegu frelsisbaráttu sé óvinurinn í rauninni ekki Sovétríkin heldur Banda- ríkin." Ástæðan fyrir því, að svo miklu rými hefur verið varið undir þessar athyglis- verðu umræður hér í Reykjavíkurbréfí er ekki aðeins sú að gefa lesendum færi á að glöggva sig á ágreiningi hinna suður- amerísku rithöfunda heldur einnig að hvetja þá til að leiða hugann að umræðum í okkar eigin þjóðfélagi og deilum af svip- uðum meiði. Þær hafa bæði sett svip á umræður um menningarmál og utanríkis- mál. Skal því hiklaust haldið fram, að tals- menn sósíalisma hér Rafí ekki hikað við að útskúfa þeim, sem ekki voru á sama máli og þeir og lýðræðissinnar þurfa ekki lengi að deila við sósíalista um öryggis- eða utanríkismál, þar til þeir eru sakaðir um afturhald, „kaldastríðs-hugsunarhátt“ og samúð með ofbeldisríkjum og einræðis- herrum. Af staðan til PLO Vegna ummæla Steingríms Hermanns- sonar, utanríkisráðherra, um málefni Pal- estínuaraba og PLO er það orðið eitt af pólitísku málunum hér á landi, hvaða af- stöðu menn hafa til PLO, sem nefnd eru Frelsissamtök Palestínumanna. Eins og kunnugt er hefur Steingrímur rætt við fulltrúa PLO bæði hér á landi og í Stokk- hólmi og telja þeir, að utanríkisráðherra hafí ljáð máls á frekari samskiptum við háttsetta menn á vegum samtakanna. Að vísu hefur það ekki enn verið opinberlega nefnt, að hann hitti Yasser Arafat, forystu- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 31 + REYKJAVIKURBREF Laugardagur 26. mars Morgunblaðið/ÓI.K.M. mann samtakanna, en einhvem veginn liggur það í loftinu, að það sé í bígerð. Hefur Steingrími meðal annars verið boðið til Túnis, þar sem nú eru höfuðstöðvar PLO. Náin samskipti íslenskra stjórnmála- manna við PLO svo að ekki sé talað um íslenskra stjórnvalda em nýmæli i íslensk- um stjómmálum. Hingað til hafa íslend- ingar hneigst til ríkrar samúðar með mál- stað ísraela. Hefur vinátta_ í garð þeirra verið djúpstæð og þá hafa ísraelar jafnan sýnt íslenskum málstað skilning. Til marks um þetta em heimsóknir ýmissa þekktustu forystumanna Israelsríkis hingað svo sem þeirra Bens Gurions og Goldu Meir. Þá var Ásgeir Ásgeirsson, forséti Islands, meðal fyrstu erlendu þjóðhöfðingjanna, sem sóttu ísrael heim. Hafði heimsókn hans vemlega pólitíska þýðingu á sínum tíma. Síðar fór Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, í opinbera heimsókn til ísr- aels. Með hliðsjón af þeim vinsamlega anda, sem hér ríkir almennt í garð ísr- aela, tekur marga það sárt að fylgjast með dapurlegum frásögnum af hryðju- verkum innan landamæra Israels, þar sem her ísraelsstjómar glímir við Palestínu- menn. Þarf enginn að fara í grafgötur um að allir þessir atburðir hafa orðið ísr- aelsríki álitshnekkir. Þannig hafa margir gyðingar í Bandaríkjunum, sem jafnan hafa lagt ísrael lið, snúist gegn stefnu ísraelsku stjómarinnar og innan hennar er ekki einhugur um allt, sem gert hefur verið. Hvað sem þessu öllu líður hlýtur það að vera sjálfstætt matsatriði, hvort at- burðir innan landamæra ísraels eiga að leiða til stefnubreytingar hjá íslenskum stjómvöldum í samskiptum þeirra við PLO. Engum blöðum er um það að fletta, að PLO eru álitin hryðjuverkasamtök. Ekki er lengra síðan en 9. mars sl., að hið virta franska blað Le Monde sagði í forystu- grein, að PLO væri sjálfu sér verst með aðild að blóðugri gíslatöku í Negev-eyði- mörkinni í ísrael. A sínum tíma var PLO úthýst frá Jórdaníu vegna þess að konung- ur landsins taldi Yasser Árafat og menn hans vera að grafa undan sér og stjórn sinni. Þá lagði PLO undir sig suðurhluta Líbanons og sigldi upplausn .og hemaðar- ástand í kjölfar þess. Síðan var PLO út- hýst þaðan og þá setti Arafat bækistöðvar sínar upp í Túnis. Er greinilegt af öllu, að hann og menn hans eru ekki aufúsu- gestir í arabalöndum og flest þeirra reyna að sýna samstöðu sína með PLO með því að borga háar fjárhæðir til samtakanna en halda sig að öðru leyti sem lengst frá þeim. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við þá samþykkt Bandaríkjaþings, að loka skyldi skrifstofu PLO hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Sagði hann, að með þessu væri verið að „upphefja" samtökin. Hann hefur reynst sannspár, því að með öllum greiddum atkvæðum gegn atkvæðum Bandaríkjanna og ísraels var samþykkt á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna nú í vikunni að standa með PLO-mönnum í New York. Á hinn bóginn hefur Shultz jafnframt neitað PLO um aðild að friðar- áætluninni, sem hann hefur verið að kynna. Telja ýmsir, að með þessu sé hann einnig að setja PLO á óverðugan stall. Hvað sem vangaveltum um það líður er ljóst, að þessi samtök, sem flestir töldu að væru í dauðateygjunum fyrir einu ári eða svo eru aftur komin í fyrirsagnir er- lendra frétta. Fyrir ári voru Sýrlendingar staðráðnir í að þurrka áhrif þeirra út í Líbanon, var Sýrlendingum þetta jafnvel meira kappsmál én ísraelum. Flest araba- ríkin og ekki síst auðjöframir við Persa- flóa, sem þurfa að borga brúsann, óskuðu þess heitt og innilega, að PLO myndi hverfa úr sögunni. Þeir litu á samtökin eins og Palestínumenn sjálfír sem vand- ræðagrip, sem ætti að víkja fyrir stærri vandamálum eins og lækkandi olíuverði og stríðinu milli írans og íraks. En þrátt fyrir þetta er PLO enn á lífi og þótt Yass- er Arafat sé einskonar flakkari á milli höfuðborga í arabaríkjunum í Afríku, þarf að taka tillit til hans. Oþarfur erindrekstur Þótt George Shultz kunni að komast að raun um að hann verði að líta til PLO og geti ekki vænst þess að friðaráætlun sín fái hljómgrunn nema hann geri það, er alls ekki þar með sagt, að utanríkisráð- herra íslands þurfí að blanda sér 1 málið, nema síður sé. Ekkert knýr á um það, að íslensk stjómvöld gerist með einum eða öðrum hætti aðilar að þessum langvinnu og stórhættulegu átökum, sem leitt hafa til hryðjuverka og flugvélarána, þar sem alsaklaust fólk hefur orðið að fórnarlömb- um. Framganga utanríkisráðherra íslands er af góðum hvötum runnin og friðarvið- leitni hans er síst af öllu gagnrýnisverð, en það er bamalegt að halda að unnt sé að setja höndina inn í gin úlfsins án þess af því leiði stórslys. Það hefur líka marg- oft sýnt sig. Og við höfum ekkert hernaðar- legt bolmagn til að hrinda af höndum okkar hryðjuverkamönnum, úr hvaða átt sem þeir koma, ef illa færi. Auk þess höf- um við haft nóg með okkur sjálfa og „hval- veiðideilur" okkar. Hingað hafa skemmd- arverkamenn komið eins og saklausir ferðamenn — og sökkt skipum fyrir fram- an nefíð á okkur — og hefur mátt þakka fyrir að ekki hafí hlotist manntjón af. Heimsmálin og púðurtunnan stóra eru ekkert bamameðfæri. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er þannig að flestir stjómmálamenn hljóta að fagna því að þurfa ekki að blanda sér í það. Virðist meira að segja ógjömingur að fínna forsendur fyrir því að ræða lausn deilnanna, sem þar eru milli allra. Það þarf meira en samtöl við einn eða tvo menn til að öðlast einhveija yfírsýn yfir ágreiningsefnin og vandamálin. Reynsla utanríkisráðherra af því að tala við fulltrúa PLO og kynni hans af því, hvemig orð hans sjálfs í þeim viðræðum em túlkuð, ættu að hafa leitt honum heim sanninn um að orð og ummæli em metin með sér- stökum hætti af þeim, sem þama eiga hlut að máli. Virðist ráðherrann þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja að fréttatilkynningar PLO verði ekki hið eina, sem berist um fundi hans með fulltrú- um samtakanna. í jafn umdeildu máli sem þessu er mikilvægt, að allar yfírlýsingar séu með þeim hætti að ekki skapi misskiln- ing. Varla hefur PLO-maðurinn í Stokk- hólmi aðeins sent fréttatilkynninguna um fundinn með Steingrími hingað til lands. Hvemig ætli sagt verði frá fundinum í arabalöndunum og ísrael? Kann sú frásögn ein að koma okkur í koll á alþjóðavett- vangi, þegar síst skyldi? Erlend heiti Pétur Thorsteinsson, fyrrv. sendiherra, flutti nýlega erindi um framburð erlendra heita á fundi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur. Birtist þetta fróðlega erindi hér í blaðinu sl. þriðjudag og hefur þegar verið gert að umræðuefni í föstum dálki blaðsins um útvörp og sjónvörp, en erindi Péturs sner- ist einkum um atriði er snerta störf þeirra, er lesa erlend heiti í þessum miðlum. Skal tekið undir með Pétri, þegar hann áréttar mikilvægi þess, að hugað sé að þessum þætti málvemdar eins og öðrum. í upphafi erindisins segir: „Líklega má segja, að „réttur" framburður erlends heit- is sé sá framburður sem notaður er í heimalandi orðsins. En enginn getur kunn- _ að framburðarreglur allra tungumála. Og jafhvel þó að maður viti úr hvaða tungu- máli eitthvert heiti er komið, og kunni framburðarreglur þess máls, er ekki hægt að vita örugglega um framburðinn, því að hjá sömu þjóð geta einstök heiti haft mis- munandi framburð.“ Og í lok erindisins spyr Pétur Thorsteinsson: „Hvemig væri að hafa reglu sem væri eitthvað á þessa leið: Þegar lesari veit ekki með vissu, hvar leggja skal áherslu í erlendu heiti, manns- nafni eða staðamafni, sleppir hann áhersl- unni eða m.ö.o. les öll atkvæði orðsins með sömu áherslu?" Regla af þessu tagi myndi vafalaust auðvelda lesurum starf sitt og jafnframt spoma gegn því að lestur erlendra heita spillti málkennd okkar að því er snertir áherslur í íslenskum orðum, eins og Pétur Thorsteinsson óttast. Reglur af þessu tagi eru í ætt við umritunarreglumar úr rússn- esku, sem íslensk málnefnd setti sl. haust og leitast hefur verið við að fylgja til dæmis hér í Morgunblaðinu síðan. Verður að telja, að það hafí tekist bærilega fyrir starfsmenn blaðsins að laga sig að þessum nýja rithætti. Auðvitað eru menn missáttir við hann en með tímanum tileinka menn sér reglumar þannig að þeir, sem daglega vinna að því að þýða rússnesk heiti á íslensku umrita þau sjálfkrafa. Finnst les- endum ekki í raun nú andkannalegt að sjá heiti Gorbachev ritað þannig á enskan máta, eftir að Gorbatsjov hefur blasað við þeim um nokkurra mánaða skeið? „Ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs er þannig að flestir stjórn- málamenn hljóta að fagna því að þurfa ekki að blanda sér í það. Virðist meira að segja ógjömingur að finna forsend- ur fyrir því að ræða lausn deiln- anna, sem þar eru milli allra. Það þarf meira en samtöl við einn eðatvomenntil að öðlast ein- hveija yfirsýn yfir ágreinings- efnin og vanda- málin.“ 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.