Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 7 Ferming í dag Ferming í kirkju óháða safn- aðarins í dag, pálmasunnudag, kl. 14. Fermd verða: Alma Ómarsdóttir, Háaleitisbraut 27. Bjöm Kristinn Adolfsson, Hryggjaseli 9. Guðlín Gná Ingvarsdóttir, Hvassaleiti 34. Guðmundur Guðjónsson, Goðheimum 24. Herdís Þórsteinsdóttir, Rafnstöðvarvegi 3. Ólafur Kr. Ragnarsson, Möðrufelli 1. Fj ármálaráðherra kynnir breytingartillögur um skattalög: Ónýttur persónu- afsláttur gangi upp í eignaskatt Fjármálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að hluti af ónýttum persónuafslætti þessa árs nýtist til greiðslu á eignaskatti. Miðað er við að þeir sem nýta alla þá upphæð greiði ekki eignaskatt af allt að 6 milljón króna eign. Þetta mun aðallega nýtast eldra fólki sem býr í skuldlausu húsnæði en hefur litíar tekjur. Þetta þýðir að sá hópur eldri borgara sem eru í skuldlausri íbúð en hafa Litlar tekjur nýtist þetta. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- aðeins á þessu ári og verður að málaráðherra sagði við Morgun- endurskoða lögin fyrir næsta ár. blaðið að í gildandi lögum um stað- Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson Selur veiddurí Fljótum Sigiufirði SELURINN á bílkerrunni var veiddur í Fljótum vestan við Haganesvík á mánudag. Selinn, sem vegur um 260 kíló, skaut Helgi Asvaldsson en hann var þar staddur ásamt félögum sínum á veiðum. -Matthías greiðslu skatta nýttist óráðstafaður persónuafsláttur ekki til greiðslu eignarskatts á árinu 1988. Þegar fyrirframgreiðsla á árinu 1988 var ákveðin í byijun þessa árs kom í ljós að ýmsir fengu fyrirfram álagn- ingu vegna eignaskatts sem ekki höfðu greitt eignaskatt áður, m.a. ellilífeyrisþegar. Áður nýttist per- sónuafsláttur til greiðslu á eigna- skatti hjá þeim sem voru undir skattleysismörkum. Fjármálaráðherra sagði að i þessu frumvarpi væri gert ráð fyrir að hluti af ónýttum persónuafslætti skuli nýtast til greiðslu á eignar- skatti árið 1988 og er miðað við að sú fjárhæð verði ekki hærri en 28.521 króna. Þetta þýðir að þeir sem nýta alla þessa upphæð greiða ekki eignaskatt af hreinni skuld- lausri eign allt að 6 milljónum króna hjá einstaklingi og tvöfaldri þeirri upphæð hjá hjónum. Ákvæði þessa frumvarps gilda Farfufflam- ir flykkj- ast heim ÞAÐ villtust engir furðufuglar hingað í vetur, þrátt fyrir að hann hafi verið mildur, en nú eru farfuglarnir farnir að flykkjast heim. Fyrstur kom sílamávur, sem ávallt kemur um miðjan mars og fer ekki aftur fyrr en með seinni. skipunum, í byrjun nóvember. Þá komu skógarþröst- ur og gæs og nú hefur sést til lóunnar. Að sögn Ævars Petersen, fugla- fræðings, hefur ekki orðið vart við óvenjulega fugla hér í vetur. „Þessi vetur var tíðindalaus að því leyti, en nú eru farfuglamir að koma,“ sagði hann. Ævar var inntur eftir því hvers vegna litið væri á lóuna sem vorboða, þegar aðrir fuglar koma hingað á undan henni á vor- in. „Það á sér nú þá skýringu, að þegar íslendingar voru dreifðir um sveitir landsins þá var lóan í raun- inni fyrsti fuglinn sem þeir urðu varir við,“ svaraði Ævar. „Menn urðu ekkert varir við skógarþrest- ina á túnum og gæsir voru miklu sjaldséðari fyrr á tímum en nú og voru alls ekki um allt land. Þegar lóan kom leitaði hún gjaman ætis á túnum og því er eðlilegt að menn hafi kallað þennan fugl, sem þekkt- ist um land allt, vorboða. Þeir urðu einfaldlega ekki svo mikið varir við aðra.“ Rímíní-Ríccione Róm, Feneyjar, Flórens, Verona, Gardavatnið, San Marino og sól. Þú slærð margar flugúr í einu höggi á Rimini. Sólin, sjórinn og öll tilheyrandi aðstaðaer ítaktviðaðrarglæsilegustu sólarstrendurEvrópu, en Rimini hetur líka atdráttarlausasérstöðu, sem kryddar tilveruna og eykurfjölbreytnina langt umfram það sem venjulega gerist á sólarströndum: EINSTAKAR SKOÐUNARFERÐIR. 3ja daga Rómarferð, 2ja daga ferð til Verona og Gardavatnsins, dagsferðirtil Feneyja, Flórens og San Marino. Hvar annars staðar bjóðast ál íka ævintýri? FRÁBÆRIR VEITINGASTAÐIR. Rimini-Riccione er eitt af höfuðvígjum ítalskrar matargerðarlistar. Hérfinnurðu staði sem gefa bestu veitingastöðum stórborganna ekkert eftir. Sparikvöldin slá í gegn! HEIMSFRÆGIR TÍSKUHÖNNUÐIR. ítalskirtískuhönnuðir á borð við Georgio Armani hafa opnað sínar eigin verslanir og hafa jafnvel bækistöðvar sínar á Rimini. Tískuverslanir skipta hundruðum með fatnað eins og hann gerist glæsilegastur um allan heim! ÍTALSKT, ÓSVIKIÐ ANDRÚMSLOFT. Þú ert á grónum ítölskum stað með aldagamla, ósvikna menningu, sem alls staðar finnst fyrir. Aðeins það gefur Rimini-dvölinni ótrúlega mikla dýpt. BARNAKLÚBBURINN OG (ÞRÓTTAKLÚBBURINN bjóða upp áfjölbreytta skemmtun; leiki, íþróttastarf og dansiböll fyrir alla aldurshópa! RIMINI-RICCIONE - staður ungs fólks, fjölskyldufólks og eldra fólks. Staðurallra þeirra sem vilja eina ferð með öllu. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12-Sími91-69-1CM0 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91-62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-2-72 00 Adnatic Riviera ot Emilia - Romagna < Italy Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellana - Igea Manna Cervia - Milano Marittima Ravenna e'te Sue Marine í dag fermist í Garðakirkju, kl. ---1 a.oa . n:.__-jo:----
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.