Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 4 Plötudómur • Baldur A. Kristinsson ) Swans: Children of God. Þessi nýjasta afurð Swans hljómar alls ekki illa við fyrstu hlustun, en því oftar sem hún líður um eyru, þeim mun Ijósara verður hversu lítiö er í rauninni í hana varið. Swans vinna hér með sömu hugmynd og fyrr: Að með nógu háværri og hægfara, taktfastri og tilbreytingarlausri músík og þulu- kenndum söng geti þeir haft feikn- arleg áhrif á áheyrendur og knúið þá til aðdáunar og tilbeiðslu. Þetta Jr er kannski ekki frumleg hugmynd, en hún þarf alls ekki að vera slæm — svo fremi að úr henni sé unnið á nógu hæfileikaríkan, skapandi og kraftmikinn hátt. En það gera Swans einmitt ekki. Næst því kom- ast þeir í lögunum „New Mind“ og „Like a Drug" og í lokin á „Blind Love" en jafnvel þar vantar tölu- vert upp á. Reynt er að brjóta upp tilbreyt- ingarleysið við og við með „Ijúf- um“, „blíðlegum" lögum, sem söngkonan Jarboe tekur yfirleitt að sér að syngja. Gallinn er bara sá að þau eru öll yfirmáta léleg og leiðinleg, enda þótt Jarboe sé mjög góð söngkona. Skást er kannski „Blood and Honey". Það lag státar einnig af besta texta tvískífu þessarar, en yfirleitt eru þeir fyrir neðan allar hellur og jafn yfirborðskenndir og innihalds- snauðir og tónlistin sjálf. ÍHE POGUES Þjóðlegt pönk Það er gaman til þess að vita að ein framsæknasta rokksveit Breta á seinni tímum skuli vera hljómsveitin The Pogues, sem öðrum sveitum fremur byggir á gamalli tónlistarhefð. Tónlist Pogues var í upphafi pönkblönduð, en með tímanum hafa pönkáhrifin vikið fyrir írskum áhrifum og það án þess að nokkur hljómsveitarmanna hafi eytt nokkr- um tíma að ráði í írlandi. Platan Rum, Sodomy and the Lash, mark- aði þáttaskil í sögu sveitarinnar og sýndi fram á að Shane McGow- an gat samið lög innan ramma írskrar þjóðlagatónlistar og samt sett saman nýstáleg lög-. Þeim hætti heldur hann á If I Should Fall From Grace With God og ef eitthvaö er þá er nýja platan enn betri en sú sú sem á undan kom. Eitt furðulegasta fyrirbæri breskrar poppsögu er tónlistarmaðurinn og klæðskiptingurinn Boy George. Fáum hefur verið hampað meira af breskum fjölmiðlum og fáir hafa verið dregnir rækilegar í svaðið. Ekki er langt síðan Boy var afskrifaður, enda var hann þá sokkinn í heróínsukk og persónuleg vandamál tengd því. Hann hefur þó komið öllum á óvart og á síðasta ári sýndi hann fram á að hann væri ekki dauður úr öllum æðum með því að koma lagi af sinni fyrstu plötu, eftir að hljómsveitin Culture Club leystist upp, inn á topp tíu í Bretlandi og nú er hann á leið til íslands neð stórsveit sinni til tónleikahalds 9. apríl næstkomandi. Af Boy George Boy George, fæddlst 1961 og var skírður George O'Dowd. Hann þótti snemma ódæll sakir óviðeigandi klæöaburðar og framkomu og 15 ára var honum vísað úr skóla í hinsta sinn. Eftir það tóku við alskyns störf, þar á meðal leikur í auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Hápunktur leikferilsins var líklegast er hann ýtti Rick Wakeman, sem áður lék á hljómborð í Yes, niður rúllustiga í myndbandi þess síðarnefnda. Þar kom að Boy þreyttist á baslinu og hélt frá London til Birmingham og fór þar að búa með Martin Deg- ville, sem glöggir kannast við sem „söngvara" Sigue Sigue Sputnik. Boy þreyttist á því ekki síður en lífinu i London og á endanum sneri hann aftur á heimslóðir. Þar réð Malcolm McLaren, sem eitt sinn stýrði Sex Pistols, hann sem söngvara í gervi- hljómsveitina Bow Wow Wow. Það gekk ekki vel, en veran í þeirri sveit sá Boy að hann gæti helst hugsað sér að verða poppstjarna. Fyrstu sveitina stofnaði hann með þáverandi sambýlismanni sínum Kirk Brandon, sem síöar átti eftir að stofna hljómsveitina Spear of Dest- iny. Sveitina kölluðu þeir In Praise of Lemmings, en um það leyti kynnt- ist Boy trommuleikaranum Jon Moss. Þeir tóku upp sambúð og settu saman hljómsveit. í fyrstu hét sveitin Sex Gang Children, en síðan fékk hún heitið Culture Club. Fyrstu lögum sveitarinnar, White Boy og l'm Afraid of Me, vegnaði ekki vel, en 1981 kom út þriðja smáskífan með laginu Do You Really Want To Hurt Me? og það lag skaust efst á vinsældalista víða um heim. Vinsældirnar sem fylgdu í kjölfarið byggðust ekki síst á útliti Boy Ge- orge og framkomu og það var vin- sælt að geta upp á því í blöðum hvort hann væri drengur eða stúlka. Hann notaði sér athyglina til hins ýtrasta og var eins og jólatré hvar sem hann kom. Stórar plötur hljóm- sveitarinnar seldust framúrskarandi vel, Kissing to be Clever og Colour by Numbers, seldust í rúmum 14 milljónum eintaka. Gleðin stóð fram í árslok 1984, að breskir fjölmiðlar, sem höfðu fleytt Boy á topp vin- sældalistans drógu hann niður á ný. Næsta plata Culture Club, From Luxury to Heartace, seldist illa og Boy lagðist í víl og heróínneyslu. 1986 virtist síðan sem saga hans væri öll, er hann var handtekinn fyr- ir heróínneyslu og fjöld hneykslis- mála kom upp á yfirborðið. Boy tók líf sitt fastari tökum en áður, losaði sig við heróínið og gerð- ist búddisti. Stuttu síðar kom út lag hans þar sem hann var einn á ferð, lagið Everything I Own, og það náði á topp breska vinsældalistans. Þeg- ar Boy George kemur hingað til lands virðist hann því vera kominn aftur á frægðarbraut og á hraðri uppleið á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.