Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 37 i H 1 KL - j 1 " B ■PIl Morgunblaðið/Sverrir í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru þær Bettý Nikulásdóttir námsráðgjafi, sálfræðingurinn Sölvina Konráðs og Guðrún Svansdóttir líffræðingur alla daga frá morgni til kvölds til taks með ráðgjöf fyrir ráðvillta nemendur, sem eru að reyna að átta sig á hvaða nám þeim hentar best og hvaða stefnu þeir eiga að taka um lífsstarfið. á best við. Tungumálið skiptir þama máli. í Kanada og Bandaríkjunum þarf tungumálapróf, sem ekki er hægt að taka hvenær sem er. Ann- ars staðar hefur komið fyrir að íslenskur námsmaður er tekinn út úr deild og fluttur í tungumála- deild. Oft krefjast erlendir háskólar inntökuprófs, sem hægt er að taka hér heima. Stundum þarf að taka próf í greininni_ sem nemandinn ætlar að fara í. í mörgum skólum erlendis rennur umsóknarfresturinn út í febrúar til apríl. Þetta þarf allt að athuga í tæka tíð.“ „Svo vill gleymast að eftir stúd- entspróf er háskóli ekkert sjálfsagt framhald. Mörgum hentar stutt hagnýtt nám, af því að áhuginn beinist í rauninni að því. Nú orðið tekur fólk gjaman stúdentspróf sem almenna menntun og fer siðan í iðnnám eða tækninám. Talsvert al- gengt er að krakkar með háar ein- kunnir finna að þá langar í raun- inni til að gera eitthvað allt annað en fara í langskólanám. Þeir eru komnir í þennan skóla af því að það þótti sjálfsagt og framhaldið verður af sömu ástæðu. Ef þeir hafa góðar einkunnir þá finnst þeim það vera uppgjöf að hætta. En það er síður en svo uppgjöf að skipta um skoð- un. Og námsgeta er ekkert merki um að einhverjum henti bóklegt nám. Raunar er stúdentspróf eða háskólapróf enginn lykill að því að komast áfram. En þróunin hér á landi hefur orðið sú að krefjast stúdentsprófs til æ fleiri framhalds- skóla og þá er verið að þrengja markaðinn fyrir það fólk, sem vill annars konar nám, svo sem tækni- nám og ýmiskonar verklegt nám. Það sem ekki vantar aftur á móti er starfsnám af ýmsu tagi. í gangi er ótölulegur fyöldi af námskeiðum, sem oft eru rándýr en engin mark- viss stefna með þeim, né heldur tengsl við skólakerfíð f landinu. Það gerir mörgum erfítt fyrir." Handbók um erlenda skóla, engin um íslenska Hvemig eiga ungmenni þá að bera sig að við þessi tímamót, sem hér er talað um? „Þegar níundu bekkingar fara að velja sér menntaskólanám er nauðsynlegt fyrir foreldrana að setjast niður með þeim og reyna að vita um langanir bamsins og hvaða hugmynd það gerir sér um framtíðina. Leita síðan upplýsinga umfram þær sem bamið fær í skól- anum. Fyrir þá sem eru að yfirgefa menntaskólann er mikilvægt að leita fyrir sér í tæka tíð. Að vita ekki hvað maður „ætlar að verða þegar maður verður stór“ er engin fötlun. Þama bíður mikilvæg ákvörðun. Starfstilboðum hefur fjölgað mjög mikið og ekki von að nein ein manneskja geti vitað um það allt, eða að hægt sé að fá upp- lýsingar um þetta allt á einum stað. Enda ber mikið á því að þeir sem til okkar leita viti ekki hvar þeir eiga að leita að öllum þessum hag- nýtu upplýsingum. SÍNE hefur gef- ið út bók um nám erlendis með nýjum upplýsingum frá árinu 1988. Þar er hægt að fá upplýsingar um námslán, námsgreinar, hvemig eigi að bera sig að við að sækja um lán í einstökum löndum, um takamark- anir á námsbrautum, tungumála- kröfur, dvalarleyfí, félagslega að- stöðu o.s.frv. Þama er komin hand- bók, sem allir ættu að hafa við hendina. Sá þáttur er ekki vanda- mál lengur þegar um nám erlendis er að ræða. Ekki verður sama sagt um upplýsingar um nám hérlendis. Það litla sem til er af upplýsingum á prenti er gamalt. Ýmsir skólar hafa gefíð út bæklinga um námið hjá sér. Það heillegasta er bók sem nefnist Námsskrá Háskóla íslands. En námsskrár eru þó ekki það fyrsta sem þetta unga fólk vantar, þó þær séu nauðsynlegar í kjölfar- ið. Og ýmislegt vantar alveg inn í myndina, svo sem hlutlægar starf- slýsingar og upplýsingar um vinnu- markaðinn. Félagsvísindastofnun er bjnjuð á greiningu á örfáum störfum og það höfum við hér. En það er ákaflega fátæklegt safn sem við höfum. Ég vildi t.d. gjaman hafa um íslenska markaðinn bók á borð við þá sem árlega er gefín út í Bandaríkjunum um hin ýmsu störf, möguleikana í þeim, hve mörg störf eru líkleg til áð bætast við, námskröfur til þeirra o.s.frv. Þar má fínna öli störf, allt frá af- greiðslustörfum í verslun, fram- leiðslustörfum hverskonar og til starfa sem krefjast háskólamennt- unar. Þessa bandarísku bók hefi ég hér og krakkamir sem koma eru að fletta henni og krafla sig fram úr því sem þar er að fínna. Sjá þar starfslýsingar, en auðvitað ekkert um umhverfið." Tengja lítið nám og starf Sölvína hefur unnið við svipaða ráðgjöf í Bandaríkjunum, með ungl- ingum eldri en 17 ára, og því er hún spurð hvort einhver munur sé á íslenskum unglingum og þeim bandarísku. „ Þetta kemur mér þannig fyrir sjónir að íslensku krakkamir hafí minni þekkingu á störfum og vinnu- umhverfí en þeir bandarísku. Þeir virðast líka gera sér mjög óljósa hugmynd um að nám þeirra tengist í framtíðinni einhveiju starfi. Og það merkilega er að mér fínnst enginn munur hvað þetta snertir á nemendum úr öldungadeild og menntaskóla. En fólkið úr öldunga- deildinni kemur ekkert síður hingað en unglingamir, enda stendur það andspænis því að velja sér starf. Oft er þetta fólk sem hefur farið í öldungadeildina af því það ætlar sér að skipta um starf eða er að koma út á vinnumarkað. Margar konur í öldungadeildinni hafa verið hús- mæður. Húsmóðurstarfið býður upp á ýmsa möguleika og í því em fólg- in viss forréttindi. Þær em verk- stjórar á sínum stað og ráða sínum tíma, og þegar að því kemur fínnst þeim sú tilhugsun óþægileg að eiga nú að setjast við vinnu kl. 9-5 og að einhver annar eigi tíma þeirra. Þessar konur hafa í raun verið verk- takar og að ætla að selja tíma sinn kl. 8-4 eða 9-5 fellur ekki inn í mynd þeirra af framtíðarstarfi. Það getur verið erfítt á miðjum aldri að breyta allt í einu vinnutíma sínum. Þeim hentar betur að geta skipulagt sína vinnu og annarra, samræmt tíma og fleira þess hátt- ar, verið verkstjórinn." Áður en við kveðjum segir Sölvína Konráðs sálfræðingur frá því að samhliða nemendarannsókn- um séu þær í ráðgjöfínni að skoða hvemig nemendur úr þessum skóla skila sér í framhaldsnámi, hversu stór hluti þeirra sem útskrifast ljúki einhveiju námi. Þær hafa tekið fyr- ir árgangana í skólanum alveg frá upphafi Menntaskólans við Hamrahlíð. Verður fróðlegt að sjá hvort þar verður að fínna einhveija þætti sem skilja nemendur í hópa. Vonast þær til að einhveijir þættir úr þessari könnun byiji að skila sér strax í vor. E.Pá. Samningur vinnuveit- enda og verkalýðsfélaga HÉR Á eftir fara nokkur helstu atriði samningsins milli fulltrúa vinnu- veitenda og þeirra verkalýðsfélaga innan VMSÍ, sem undirritaður var í Alþýðuhúsinu á Akureyri á miðnætti á aðfararnótt laugardags. Þær greinar samningsins, sem hér birtast fjalla einkum um launaliði, starfs- aldurhækkanir, yfirvinnu og vinnutímatilhögun, sem voru viðamestu ágreiningsmálin í viðræðunum. Alls voru undirritaðir fjórir samningar á Akureyri; við Alþýðusamband Norðurlands, Alþýðusamband Austur- lands, samflot félaga af Suður- og Vesturlandi, og Verkalýðsfélagið Vöku á Siglufirði. Greinarnar hér á eftir eru úr samningnum við Al- þýðusamband Norðurlands, en samningarnir eru eins hvað varðar öll viðamestu málin. I. kafli Gildistími 1. grein. Allir kjarasamningar ofangreindra aðila framlengjast til 10. apríl 1989 með þeim breytingum, sem í samn- ingi þessum felast og falla þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. II. kafli Um launabreyting'ar 2. grein. Grunnlaunabreytingar. Við gildistöku samnings þessa hækka laun og kjaratengdir liðir um 5,1%. Til launajöfnunar skulu þó allir launataxtar og launaþrep hækka að lágmarki um kr. 2.025 á mánuði. 3. grein. Áfangahækkanir Á samningstímanum hækka grunnlaun að öðru leyti sem hér segir: l.júní 1988 3,25% 1. september 1988 2,5% 1. desember 1988 1,5% 1. mars 1989 1,25% 4. grein. Desemberuppbót Verkafólk sem á árínu skilar a.m.k. 1.700 dagvinnustundum í sama fyrir- tæki og er við störf í fyrirtækinu í desember skal eigi síðar en við síðustu launaútborgun fyrir jól ár hvert fá greidda sérstaka eingreiðslu, des- emberuppbót, kr. 4.500. Verkafólk í hlutastarfi, sem upp- fyllir sömu skilyrði en skilar mismun- andi fjölda dagvinnustunda, skal fá greidda desemberuppbót sem hér segin Þeir sem skila 550 til 850 dag- vinnustundum fái V4 desemberupp- bótar, þeir sem skila 850 til 1.275 dagvinnustundum fái V2 desember- uppbót, þeir semm skila 1.275 til 1.500 dagvinnustundum fái 3/4 des- emberuppbótar og þeir, sem skila 1.500 til 1.700 dagvinnustundum fái 7/8 desemberuppbótar. í vaktavinnu telst hver vaktavika 40 dagvinnu- stundir. Við mat á störfum sem eðli síns vegna miðast ekki við unna dagvinn- utíma skal miða við unna daga og vinnustundir (hámark 8 klst. á dag). Desemberuppbót tekur áfanga- hækkunum (skv. 3. gr.) frá gildistöku til greiðsludags. 5. grein. Ný grein 12.4.1. orðist þannig: Mat á starfsreynslu. Starfsreynslu skal meta til launa- þrepa skv. launaákvæðum samnings þessa. Starfsaldur, m.v. starfsreynslu í sömu starfsgrein, skal metinn sv. staðfestum upplýsingum um fyrri störf, og skal það gilda, þótt starfs- hlé úr greininni verði allt að þijú ár. Sé starfshlé lengra skal leggja mat á starfsreynslu og hæfni við röðun í launaþrep. Ágreiningur skal leystur af stjómanda í samráði við trúnaðar- mann. Taka skal tillit til starfs- reynslu af vinnu fyrir 16 ára aldur. Tímabundin störf skulu talin saman m.v. unna daga eða dagvinnustundir. Sjá einnig grein 1.7.4. 6. grein. Ný grein 12.4.2. orðist þannig: Við mat á starfsaldri til launa telst 23 ára aldur jafngilda 1 árs starfi í starfsgrein. 7. grein. Við grein 1.1. bætist ný málsgrein svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði síðastgildandi samninga um launahlutföll unglinga skulu 15 ára unglingar hafa 85% af byijunarlaunum og 14 ára 75% við vinnu í fiskiðnaði, byggingariðnaði og jarðvinnu. 8. grein. 4. tl. greinar 1.1.1. orðist þannig: Laun fiskvinnslufólks. Fastlaunahluti. Námskeiðsálag skal vera kr. 2.700 á mánuði. Mánaðarlaun að meðtalinni hækk- un sbr. 2. gr. verði sem hér segir: Almennur taxti. Mán.Iaun Byijunarlaun 32.000 Eftir 3 mán. 32.350 Eftir 1 ár 32.850 Eftir 3 ár 33.450 Eftir 5 ár 34.050 Eftir 7 ár 34.750 Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki 35.650 Sérhæft fiskvinnslufólk Mán.laun Eftir 3 mán. 35.050 Eftir 1 ár 35.550 Eftir 3 ár 36.150 Eftir 5 ár 36.750 Eftir 7 ár 37.450 Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki 38.350 IV. kafli Um orlof 13. grein. IV. kafli um orlof orðist þannig: 4.1. Lágmarksorlof skal vera 24 virkir dagar. Orlofsfé skal vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu eða yfírvinnu. Um orlof fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um orlof. 4.1.1. Verkafólk, sem unnið hef- ur 10 ár í sama fyrirtæki, skal eiga rétt á orlofi í 25 virka daga og or- lofsgreiðslum sem nema 10,64%. Þetta gildir frá upphafi næsta or- lofsárs eftir að ofangreindum starfstíma er náð. 4.1.2. Þeir, sem samkvæmt ósk vinnuveitanda fá ekki 21 dags sum- arleyfi á tímabilinu 2. maí til 30. september, skulu fá 25% lengingu þess hluta orlofstímans, sem veittur er utan ofangreinds tímabils. 4.1.3. Stéttarfélögum er heimilt að semja um þá framkvæmd við einstaka launagreiðendur, að or- lofslaun séu jafnharðan greidd á sérstaka orlofsreikninga launþega í banka eða sparisjóði. Skal í slíkum samningi tiyggt að sá aðili, sem tekur að sér vörslu orlofslauna, greiði launþega áunnin orlofslaun, þ.e. höfuðstól og vexti, við upphaf orlofstöku. Skylt er að afhenda fé- lagsmálaráðuneytinu þegar í stað eintak af slíkum samningi og til- kynna um slit hans. 4.1.4. Um orlof fer að öðru leyti eftir ákvæðum laga um orlof á hveijum tíma. V.KAFLI Um vinnutilhögun og greiðslur fyrir yfirvinnu 14. grein. í stað eftir- og næturvinnu í samningi aðila komi yfírvinna. Grein 1.8. orðist þannig: Yfirvinnuálag. Yfírvinna greiðist með tímakaupi sem samsvarar 80% á dagvinnu- tímakaup, þ.e. með 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Ný grein, 1.8.1 orðist þannig: Yfírvinnuálag á stórhátíðardög- um. Öll aukavinna á stórhátíðardög- um skv. gr. 2.3. greiðist með tíma- kaupi, sem er 1,375% af mánaðar- launum fyrir dagvinnu. Þetta gildir ekki um reglubundna vinnu, þar Vikulaun Dagvinna Yfirvinna 7.384,80 184,62 332,32 7.465,60 186,64 335,95 7.580,80 189,52 341,15 7.719,20 192,98 347,38 7.858,00 196,45 353,61 8.019,20 200,48 360,88 8.227,20 205,68 370,23 Vikulaun Dagvinna Yfirvinna 8.088,80 202,22 363,99 8.204,00 205,10 369,19 8.342,40 208,56 375,42 8.480,80 212,02 381,65 8.642,40 216,06 388,92 8.850,00 221,25 398,26 sem vetrarfrí eru veitt samkvæmt sérstökum samningum vegna vinnu á umræddum dögum. 15. grein. Eftirtaldar greinar orðist þannig 2.1.1. Heimilt er að haga dag- vinnutíma með öðrum hætti, ef vinnuveitandi og verkamenn koma sér saman um það. Þó skal dag- vinna hvers starfshóps ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hveijum og aldrei hefjast fyrr en kl. 07.00. 2.2 Yfírvinna. Samningsbundin yfirvinna hefst þegar lokið er umsaminni dagvinnu, 7 klst. og 25 mín. virkum vinnu- stundum á tímabilinu 07.00 til 17.00, mánudaga — fóstudaga. 2.2.1. Fyrir vinnu á laugardögum, sunnudögum, og öðrum samnings- bundnum frídögum greiðist yfír- vinnukaup. 2.2.2. Ef unnið er í matar- og kaffítíma á dagvinnutímabili greið- ist það með yfírvinnukaupi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.