Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.03.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 4 + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát eigin- konu minnar og móður okkar, KRISTÍNAR JENNÝAR JAKOBSDÓTTUR, Neðstabergi 7. Gunnar Á. Ingvarsson og synir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð viö andlát og útför móðursyst- ur minnar, ÞORGERÐAR JÓNSDÓTTUR. Ragnhildur Gísladóttir og aðrir vandamenn. Ingibjörg Sigurgeirs- dóttir — Kveðjuorð Við andlát gamallar nágrannakonu og vinkonu, Ingibjargar Sigurgeirs- dóttur, verður mér hugsað til æsku- ára minna á Snorrabraut 36 í Reykjavík. Þar bjó ég ásamt foreld- rum mínum og systur fram á ungl- ingsár. Þetta var sambýlishús með ellefu íbúðum og í minningunni fínnst mér að þar hafí búið sama fólkið all- an tímann. Allir þekktust og deildu á einhvem hátt lífínu hvert með öðru og nánast á hverri hæð voru leiksyst- ur á sama reki og ég. Við hliðina á okkur bjó Imba, eins og hún var allt- af kölluð, ásamt fósturmóður sinni, dóttur og bróðurdóttur. Við Kata dótt- ir hennar fæddumst þama á efstu hæðinni með nokkurra mánaða milli- bili í miðju stríðinu. Við urðum óað- skiljanlegar vinkonur og bekkjarsyst- ur allan bamaskólann og þótt leiðir skildu að nokkru á unglingsárunum, hefur vináttan haldist allt fram á þennan dag. Imba var fædd 1919, yngst í hópi sex bama þeirra Bóelar Bergsdóttur og Sigurgeirs Jóhannssonar. Þegar hún var aðeins um tveggja ára dó móðir hennar úr spönsku veikinni. ■ Inga var þá tekin í fóstur af Gróu Bjamadóttur og manni hennar Þor- varði Þorvarðarsyni prentsmiðju- stjóra. Þau reyndust henni hinir bestu foreldrar og þar eignaðist Imba annan fímm manna systkinahóp. Hún hélt alla tíð mikilli tryggð við systkini sín Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða jurtakrydduðu lambalærií hátíðarmatinn. Rauðvínslegnu og jurtakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin úr nýju, fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin í ofninn. Sannarlega gómsætur hátíðarmatur. og fóstursystkini. Þorvarður dó árið 1936 þegar Imba var enn á unglings- aldri. í sameiningu ráku þær Imba og Gróa heimili sitt eftir það og ólu upp þær Kötu og Helgu sem var son- ardóttir Gróu. Imba var starfsmaður Sundhallar Reykjavíkur í tæplega 47 ár og var einn af þeim starfsmönnum sem lætur sig vart vanta í vinnuna nokkum dag. Það eru margar kynslóðir bama sem verið hafa í skólasundi í Sund- höllinni sem orðið hafa kunningjar og vinir Imbu, auk allra fastagestanna í gegnum árin. Um tíma gegndi hún starfí forstjóra Sundhallarinnar, en þegar formlega var valinn nýr for- stjóri, varð hún ekki sá umsækjandi sem fyrir valinu varð. Ég man hvað mér fannst hún, konan, huguð að sækja um starfíð! Kata hefur fetað í fótspor móður sinnar og er nú starfs- maður Sundhallar Reykjavíkur. Árum saman var ég heimagangur á heimili þeirra Imbu og Gróu. Það var eins og þar væri meira rými til að leika sér en heima hjá mér og við Kata og Helga lékum okkur mikið í alls kyns úthugsuðum leikjum sem voru eftirlíkingar af lífi og starfí hinna fullorðnu. Þetta voru umfangsmiklir búðarleikir, þar sem t.d. allur fata- skápur Imbu var til sölu eða notaður sem hráefni í fatahreinsunarleik, mömmuleikir þar sem öll íbúðin var lögð undir og svefnherbergi þeirra Imbu og Kötu gat á augabragði breyst í leikhús eða skólastofu. Ég hef oft hugsað um það síðan, einkum þegar mér fundust mín böm „róta ansi mik- ið til“, hvað Imba var þolinmóð yfir öllu þessu umstangi og hvemig hún gat innrætt okkur fyrirhafnarlaust að eftir slíkan leik tæki maður allt til að kvöldi og kæmi hveijum hlut á sinn stað. Ég minnist líka bæjarferð- anna með Imbu. Hún vann vaktavinnu og þá daga sem hún átti frí fyrri partinn labbaði hún gjaman niður í bæ og oft vorum við stelpurnar með. Þá var alltaf komið við hjá Tótu syst- ur hennar í Hannyrðaverslun Þuríðar Siguijónsdóttur í Bankastræti og við fengum að fara „á bak við“ sem var heilagur staður í hverri búð á þeim tímum í augum barna. Þær systur vom miklar hannyrðakonur og eftir Imbu liggja ótaldir fallegir útsaums- hlutir, púðar, stólar, veggmyndir og dúkar sem nú prýða og gera hlýlegt hennar eigið heimili og annarra. Þeg- ar Imba kom heim úr vinnunni á kvöldin eftir kvöldvakt kom hún stundum með smásælgæti handa okk- ur stelpunum og alltaf fékk ég líka minn skammt. Við Katá stunduðum Sundhöllina stíft og Imba tók okkur með á sundmótin sem voru í þá daga fjölsótt af áhorfendum. Á sumrin dvaldi Kata svo gjaman hjá okkur í sumarbústað foreldra minna utan við Reykjavík. Það var því mikill sam- gangur á milli þessara fjölskyldna á þessum árum. Þegar Kata kynntist núverandi eig- inmanni sínum, Sigurði Svavarssyni, var honum tekið af mikilli hlýju af Imbu og hann varð strax einn af fjöl- skyldunni. Hann hefur á móti reynst Imbu sem hinn besti sonur og hafa þau þijú haldið heimili saman síðan Gróa dó. Sigurður er línumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Barna- bömin, þau Ingibjörg, Einar og Gróa, áttu huga ömmu sinnar og síðan komu bamabamabömin, þau Katrín Ósk og Guðni, böm Ingibjargar og Alexand- ers Briddé, og Imba gætti Katrínar litlu þegar mamma hennar lauk sínu síðasta ári í Kennaraháskólanum. Imba var jarðsett sl. mánudag 21. mars. Ég vil að leiðarlokum þakka henni samfylgdina þessi mótunarár mín. Elsku Kata og Siggi, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og barna ykkar og tengdabama frá mér og móður minni Jónu Hannesdóttur. Gerður G. Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.