Morgunblaðið - 27.03.1988, Page 36

Morgunblaðið - 27.03.1988, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1988 4 Nemendur ígrunda Utið markmið námsins - SEGIR SOLVINA KONRAÐS SALFRÆÐINGUR ÍÞESSU VIÐTALI UM RÁÐGJÖF í MENNTASKÓLA námi. En við gerðum könnun á vinnu nemenda í dagskólanum og útkoman var ótrúleg. 43% strák- anna vinna með skólanum og 55% stúlknanna. Að meðaltali vinna stelpumar 12 tíma á viku utan skól- ans en nota til heimanáms 9 klukku- stundir. Þær sem ekki vinna virðast nota 11 stundir til heimanáms. Strákamir vinna í 14 stundir á viku að meðaltali og verja 9 klukku- stundum til heimanámsins. Þeir sem ekki vinna nota 9 og hálfa stund til heimanáms. En í þessa mynd vantar tímann sem fer í tóm- stundastörfin. Þetta getur vissulega haft áhrif á námshraða. í öldunga- deildinni vom nemendur að meðal- tali 3-4 ár að ljúka stúdentsprófum árið 1975, en 4,4 ár árið 1980 og 4,7 ár 1985. Við höfum enn ekki samsvarandi tölur fyrir dagskóla. Það er athyglisvert að 60% þeirra nemenda, sem ekki vinna utan skóla, eiga foreldra sem bæði em háskólamenntuð. Og að þau veija að meðaltali 14 klukkustundum til heimanáms á viku. Á þeim heimil- um virðast því væntingar annars konar. Og þegar skoðað er hvers konar vinna þetta er kemur í ljós að algengast er að stúlkumar vinni Menntaskólinn við Hamrahlíð er fjöl- mennur skóli með 800 nemum í dagdeild og 600 í öldungadeild. Sölvína segir að fyrir utan öldunga- deildarfólkið sæki mest í ráðgjöfína tveir hópar, stúdentaefnin, sem virðast mjög ráðvillt um hvað við taki að stúdentsprófi loknu og hins vegar nýju nemamir, sem komið hafa úr níunda bekk gmnnskólans og em ekki famir að átta sig á umskiptunum fyrr en löngu eftir að þeir em komnir í menntaskól- ann. Sjaldnast hafa þeir sjálfír valið sér þetta skólaform, því framhalds- skólamir em nú orðið mest hverfa- skólar og nemar úr öðmm hverfum ekki teknir fyrr en eftir áramótin eftir því sem lými leyfír. Skólinn var upphaflega tilraunaskóli, en er raun gamla menntaskólakerfið sett upp í áfangakerfí, ekkert verknám eins og í flölbrautaskólun- um, útskýrir Sölvína. Ef unglingar koma ekki fyrr en seinni hluta vetr- ar er oft orðinn lítill tími til stefnu til að átta sig og velja hvers konar Senn líður að prófum í skólum landsins. Sum þeirra afdrifaríkari en önnur. Til dæmis þar sem verið er að færa sig milli skólastiga og nýr áfangi að byija. Grunnskólafólk er að flytja sig inn í menntaskólana og fjölbrautaskólana, og þaðan útskrifast ungt fólk með stúdentspróf, sem veitir möguleika á fjölbreyttu háskólanámi. Á báðum áföngum getur ráðist, meðvitað eða ómeðvitað, hvað þessi ákveðni einstaklingur tekur sér fyrir hendur um ævina. Skiptir ekki svo litlu máli hvaða stefna tekin er. Yfirgnæfandi meirihluti nemenda hefur þó ekki í tæka tíð áttað sig á þessum tímamótum, eins og kemur fram í viðtali við Sölvínu Konráðs, sálfræðing, sem ásamt Guðrúnu Svansdóttur líffræðingi og Betty Nikulásdóttur námsráðgjafa eru alla daga frá morgni til kvölds til taks með ráðgjöf í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Frá áramótum hefur ráðgjöfin þar verið með öðru sniði en áður hefur verið í skólanum. En þarna er að fá almenna námsleiðsögn og upplýsingar um skólann sjálfan, ráðgjöf um námsvenjur og prófundirbúning, starfsráðgjöf um það sem tekur við að námi loknu, upplýsingar um heilbrigðismál, auk persónulegrar ráðgjafar. Þörfin sést á því að frá áramótum, er þetta form ráðgjafar var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur verið stöðugur straumur skólafólks sem er að leita sér ráðgjafar í einkaviðtölum og oft fram á kvöld. Það er því fróðlegt að ræða við Sölvínu Konráðs, sem er sálfræðingurinn í hópnum, um reynslu hennar af því hvar ungmennin standa hvað þetta snertir og hvað námbraut þeir vilja. Og hvemig ætli þau beri sig til við að velja? Sölvína segir að stærsti áhrifavald- "tirinn virðist vera vinirnir, þau vilja fylgjast að, síðan velja þau gjaman þær greinar sem eru í tísku þá stundina og loks hafí áhrif góðar einkunnir. Það virðist eins og sjálf- gefíð að sá sem hefur háar einkunn- ir í stærðfræði fari á eðlisfræði- braut eða stærðfræðibraut. „Þau ígrunda námið lítið fyrir- fram með tilliti til markmiðsins," útskýrir Sölvína. „Velta lítið fyrir sér hvað þau ætla að gera með það eða kryfja hvað þau raunverulega langar til að gera. Því er algengt að skipt sé um braut eftir árið. Þá eru þau loks farin að kynnast skó- lanum, m.a. að uppgötva að fyrir utan hefðbundnar brautir raun- greina, félagsvísinda og nýmála er þama um að ræða sjaldgæfari deildir eins og tónmenntabraut og fommálabraut. En mjög mikilvægt er að reyna að átta sig nokkuð fljótt á því hvert stefnt er, því oft kemur í ljós að stúdentamir þurfa að bæta við sig fögum til að geta farið í það nám sem hugurinn stendur til, t.d. í raungreinum, og taka þau þá kannski í öldungadeild, sem tefur þau um eitt eða fleiri ár eftir stúd- entspróf. En innan um em auðvitað krakkar sem vita mjög ung hvað þau vilja gera. Koma hingað með ákveðið markmið og vinna að því. Þau ieita ekkert síður í ráðgjöfína til okkar, en það er mest til að fá staðfestingu á sinni hugmynd og hvatningu til að halda áfram. Þriðji hópurinn em þau sem em með margt í takinu. Þau skortir mjög upplýsingar um nám og skóla, sem Guðrún sér aðallega um. En ég kem þar líka til hiálpar með sálfræðileg próf, sem aðstoða þau við að kynn- ast sjálfum sér. Þá er auðveldara fyrir þau að skoða skólann og kerf- ið á eftir og átta sig á hvar þau falla best inn í.“ „Þessi þriðji hópur, sem er stærstur, er stefnulaus. Og það er mjög mikilvægt að þau hafí þann þekkingargrunn um sjálf sig sem þarf, áður en farið er að leita að hagnýtum upplýsingum. Og þá er ég ekki síður að tala um stúdents- efnin, sem gjarnan byrja á að leita í námsskrá Háskóla Islands. Þau koma oft hingað með kynstur af upplýsingum, sem þau vita ekki hvað þau eiga að gera við. Kunna ekki að flokka efniviðinn í sundur. í rauninni hafa þau ekkert við þetta að gera fyrr en þau hafa áttað sig á þörfum sínum og óskum. Geta sett fram einhveija hugmynd um það hvers konar lífi þau langar til að lifa. En þá koma allar þessar upplýsingar líka að gagni. Hafí þau engar upplýsingar um sig sjálf gera þau sér litla grein fyrir verkþáttun- um í framtíðarstarfinu. Sjá gjaman lögfræðinginn fyrir sér sem mann í gráum fötum með skjalatösku, tannlækninn sem mann með bor sem tekur við góðri greiðslu, en Nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð reynir að átta sig á námi sínu og starfi í framtíðinni með hjálp Sölvínu Konráðs. þekkja ekki verkþættina sem liggja í starfinu. Myndin er grunn og ekki von að vel fari ef hún ræður val- inu. En í rauninni er mikilvægast að átta sig fyrst á sjálfum sér.“ Konur í meirihluta „Öldungadeildin er að stórum hluta konur, þær hafa ætíð verið 60%-70% af hópnum, sem hefur hvað aldur snertir mikið breyst. Á undanfömum 15 árum hefur meðal- aldurinn lækkað um 10 ár og er nú um 26 ár. Nú orðið fara nemend- ur oft úr dagskólanum í öldunga- deildina til að ljúka þar námi. Já, það er rétt, þeir eru þá búnir að vera lengi í skóla. Það er erfítt að benda á eitthvað eitt sem veldur því að menn eru lengur en 4 ár í við einföld afgreiðslustörf og skúr- ingar. Fá litla reynslu af vinnu- markaðinum af því. Þegar þær velja sér námsbrautir nýtist þessi ein- falda mynd af vinnumarkaðinum þeim því ekkert.“ Nám erlendis krefst árs undirbúnings Við víkjum talinu að ungu stúd- entunum sem eru að yfirgefa menntaskólann. Hvemig eru þessi ungmenni undir það búin? „Stór hópur byijar ekkert að hugsa um hvert stefnir fyrr en á síðasta ári. Og tefjast þá gjaman um eitt ár eftir stúdentpróf. Ákaf- lega mörg em bara með ævintýra- þrá og fínnst kominn tími til land- vinninga í útlöndum. En hvort sem svo er eða þau stefna á ákveðið nám þá krefst nám við erlenda háskóla a.m.k. árs undirbúnings. Þau þurfa að átta sig á þvi hvaða nám þau vilja fara í og þá í hvaða landi það

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.