Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 1

Morgunblaðið - 26.04.1988, Page 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 93. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgrtnblaðsins Bandaríkin: Dukakis spáð ör- uggum sigri Philadelphia. Reuter. MICHAEL Dukakis, ríkisstjóra í Massachusetts, er spáð öruggum sigri í forkosningum demókrata í Pennsylvaniu í dag og fær sam- kvæmt skoðanakönnunum 30% meira fylgi en Jesse Jackson. Þá sýna kannanir einnig, að hann sigraði George Bush, væntanleg- an frambjóðanda repúblikana, ef forsetakosningar færu fram nú. Dukakis hefur verið mjög vel tekið á kosningaferðalagi um Penn- sylvaniu en ríkið sendir 178 fulltrúa á flokksþing demókrata síðar á ár- inu. Dukakis hefur nú 1.065 full- trúa að baki sér, Jackson 859 en 2.082 þarf til að forsetaframbjóð- andi sé rétt kjörinn. í skoðanakönn- un, sem birtist á sunnudag í tímarit- inu Time, kemur fram, að Dukakis ynni öruggan sigur á Bush ef nú yrði kosið, fengi 50% atkvæða á móti 39%, og var það án tillits til hvem hann veldi sem varaforseta- efni, Albert Gore eða Jesse Jackson. Jackson hefur ekki sagt af eðá á um hvort hann sækist eftir þvi að verða varaforsetaefni demókrata en innan flokksins óttast margir, að verði hann ekki valinn muni blökkumenn sitja heima en þeir hafa löngum verið dyggustu stuðn- ingsmenn Demókrataflokksins. Grænland: Afengis- skatturinn hækkaður Nuuk. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morg- unblaðsins. » Grænlenska landsþingid sam- þykkti um helgina að hækka skatta á sterku öli og á víni, jafnt léttu sem sterku, í þeirri von, að neyslan flyttist meira yf ir á veika ölið, pilsnerölið svokallaða. Á síðasta hausti vom skattamir hækkaðir á veika ölinu með þeim afleiðingum, að neysla sterkari teg- unda stóijókst, en nú á að reyna að snúa þeirri þróun við. Þá vakir það einnig fyrir þinginu að greiða fyrir sölu pilsneröls frá fyrstu átöppunarverksmiðjunni í Græn- landi en hún er í eigu landsstjómar- innar og danskra bmgghúsa. Af hverri flösku af sterku öli fær nú landsstjómin í sinn hlut rúmar 33 kr. ísl., af lítra af sterku víni frá 900 upp í 1.200 kr. og af lítra af léttu vfni frá 100 kr. upp í 140. Jean-Marie Le Pen, frambjóðandi Þjóðemisfylkingarinnar, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, faðmar að sér dóttur sina, Marine, þegar ljóst var, að hann hafði unnið mikinn sigur í fyrri umferð forsetakosninganna. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna: Sovétmenn um Miðjarðarhaf: Vilja minnka flotaumsvif Moskvu, Reuter. , ÆÐSTI yfirmaður sovéska flotans, Vladimir Tsjemavín, lagði til í g^ær að Sovétmenn og Bandaríkjamenn minnkuðu flota sína á Miðjarð- arhafi í 15 herskip og 10 fylgiskip. Bandaríkjamenn hafa hafnað tillögunni og segjast ekki vi\ja láta Sovétmenn gefa fyrirmæli um stefnu NATO. Tillaga Tsjemavins, sem Tass fréttastofan greindi frá í gær, bygg- ir á áætlun sem Míkhaíl Gorb- atsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kynnti í síðasta mánuði, en henni var ætlað að draga úr spennu á Miðjarðarhafinu. Tsjemavin sagði að tillagan gæti leitt til þess að stórveldin gerðu með sér samning um fastan fjölda herskip? á Mið- jarðarhafi. Hann sagði aó í tillög- unni væri gert ráð fyrir að bandarísk flugvélamóðurskip færu af Miðjarðarhafi, auk bandarískra kjamorkukafbáta búnum skot- flaugum, sem hann sagði draga úr jafnvægi á svæðinu. Hann sagði að NATO-ríkin hefðu fleiri herskip á Miðjarðarhafi en ríki Varsjár- bandalagsins og Bandaríkjamenn ættu 75 prósent vestrænu herskip- anna þar. Dan Howard, talsmaður bahda- ríska vamarmálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttamann Reut- ers í gær að Bandaríkjamenn hefðu mikilla hagsmuna að gæta á Mið- jarðarhafi og nokkrar þjóðir á svæð- inu væru í NATO og því banda- menn Bandaríkjamanna. „Við ætl- um ekki að takmarka flota okkar á Miðjarðarhafínu eða láta Sovét- menn gefa fyrirmæli um stefnu NATO.“ Le Pen talinn hafa lyk- ilinn að forsetahöllinni Nevers. Frá Steingnrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgnnblaðsins. EFTIR fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag er ljóst, að það verða þeir Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Jacques Chirac forsætisráðherra, sem takast á í síðari umferð- inni 8. mai næstkomandi. Mitterrand fékk 33,9% atkvæða, Chirac 19,7% og Raymond Barre, fyrrverandi forsætisráðherra, 16,5%. Það, sem hefur þó vakið mesta athygli, er hve mikið fylgi öfgamaður- inn Jean-Marie Le Pen hlaut. Honum höfðu verið spáð 10-12% en hann fékk 14,6% atkvæða. Hryðjuverkin á Nýju Kaledóníu og á Korsíku settu mikinn svip á andrúmsloftið rétt fyrir kosningam- ar og hefur Le Pen, sem er helsti talsmaður „öflugs Frakklands", eflaust hagnast á því. Le Pen er nú talinn hafa lykilinn að forseta- höllinni því að hvorki Mitterrand né Chirac geta náð þeim 50%, sem til þarf í síðan umferðinni, án stuðn- ings kjósenda Le Pens. Le Pen var sá frambjóðandi, sem fékk flest atkvæði í næststærstu borg Frakklands, Marseilles, og kvaðst hann í gær ætla að stefna að því að vera borgarstjóri þar næstu árin. Flpkkur hans, Front National, Þjóðemisfylkingin, og kommúnistaflokkurinn fengu svip- að fylgi í þingkosningunum 1986 en Le Pen fékk nú rúmlega helm- ingi fleiri atkvæði en Andre Lajo- inie, frambjóðandi kommúnista. Fékk Lajoinie 6,8%, sem er það minnsta, sem kommúnistaflokkur- inn hefur fengið í kosningum frá upphafi. Chirac og Mitterrand munu nú hefja baráttuna fyrir síðari um- ferðina og í gær var ákveðið, að sjónvarpseinvígi þeirra færi fram á fimmtudag. Mun það eflaust ráða miklu um framhaldið. Raymond Baite og flokkur hans, UDF, hafa lýst yfir stuðningi við Chirac og formaður flokksins sagði í gær, að mikilvægt væri, að Chirac tæki til- lit til stefnumála Barres og mynduð yrði ný, sameiginleg stefnuskrá fyr- ir síðari umferð kosninganna. Sjá aðrar fréttir af frönsku kosningunum á bls. 30. Liðhlaupi faldi sig í kjallara í 44 ár Moskvu, Reuter. LIÐHLAUPI úr sovéska hern- um faldi sig i 44 ár i kjallara á heimili konu sinnar i þorpi í Úkraínu. Hann strauk úr hern- um í byrjun heimsstyijaldar- innar síðari og yfirgaf felustað- inn aðeins stöku sinnum að nóttu til eftir það. Sovéska dagblaðið Stroitelnaja Gazeta greindi frá því á sunnudag að lögreglán hefði ftindið manninn í lok janúar þegar hún hefði verið að rannsaka bruna í þorpinu Shevtsjenkovo. Hann hefði verið hraustur 25 ára gamall maður þegar hann hefði fyrst falið sig í kjallaranum, en verið gráhærður, með gráguggið andlit og bogið bak þegar hann hefði fundist. Blaðið skýrði frá því að maður- inn hefði fyrst gerst liðhlaupi haustið 1941, skömmu eftir inn- rás nasista f Sovétríkin, og falið sig þegar Þjóðveijar hefðu haft bæinn á sínu valdi. Þegar Sovét- menn hefðu náð þorpinu árið 1943 hefði honum verið veitt tækifæri til að bæta fyrir glæpinn og verið sendur á vígstöðvamar. Hann hefði síðan gerst liðhlaupi aftur innan tveggja vikna og snúið heim. Reutcr Mesta járnbrautarslys í 20 ár ÁTTA MANNS létust og að minnsta kosti 72 slösuðust í jámbrautar- slysi, sem varð í gær við bæinn Sórey rétt við Kaupmannahöfn. Var lestin á leið þangað frá Fredericia, en fór út af teinunum þegar hún þurfti að skipta um spor. Hvolfdi fjórum vögnum af sex, en með lest- inni voru 300 farþegar. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað olli slys- inu, sem er það mesta frá árinu 1967, en þá fómst 11 manns í járn- brautarslysi við Óðinsvé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.