Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 93. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgrtnblaðsins Bandaríkin: Dukakis spáð ör- uggum sigri Philadelphia. Reuter. MICHAEL Dukakis, ríkisstjóra í Massachusetts, er spáð öruggum sigri í forkosningum demókrata í Pennsylvaniu í dag og fær sam- kvæmt skoðanakönnunum 30% meira fylgi en Jesse Jackson. Þá sýna kannanir einnig, að hann sigraði George Bush, væntanleg- an frambjóðanda repúblikana, ef forsetakosningar færu fram nú. Dukakis hefur verið mjög vel tekið á kosningaferðalagi um Penn- sylvaniu en ríkið sendir 178 fulltrúa á flokksþing demókrata síðar á ár- inu. Dukakis hefur nú 1.065 full- trúa að baki sér, Jackson 859 en 2.082 þarf til að forsetaframbjóð- andi sé rétt kjörinn. í skoðanakönn- un, sem birtist á sunnudag í tímarit- inu Time, kemur fram, að Dukakis ynni öruggan sigur á Bush ef nú yrði kosið, fengi 50% atkvæða á móti 39%, og var það án tillits til hvem hann veldi sem varaforseta- efni, Albert Gore eða Jesse Jackson. Jackson hefur ekki sagt af eðá á um hvort hann sækist eftir þvi að verða varaforsetaefni demókrata en innan flokksins óttast margir, að verði hann ekki valinn muni blökkumenn sitja heima en þeir hafa löngum verið dyggustu stuðn- ingsmenn Demókrataflokksins. Grænland: Afengis- skatturinn hækkaður Nuuk. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morg- unblaðsins. » Grænlenska landsþingid sam- þykkti um helgina að hækka skatta á sterku öli og á víni, jafnt léttu sem sterku, í þeirri von, að neyslan flyttist meira yf ir á veika ölið, pilsnerölið svokallaða. Á síðasta hausti vom skattamir hækkaðir á veika ölinu með þeim afleiðingum, að neysla sterkari teg- unda stóijókst, en nú á að reyna að snúa þeirri þróun við. Þá vakir það einnig fyrir þinginu að greiða fyrir sölu pilsneröls frá fyrstu átöppunarverksmiðjunni í Græn- landi en hún er í eigu landsstjómar- innar og danskra bmgghúsa. Af hverri flösku af sterku öli fær nú landsstjómin í sinn hlut rúmar 33 kr. ísl., af lítra af sterku víni frá 900 upp í 1.200 kr. og af lítra af léttu vfni frá 100 kr. upp í 140. Jean-Marie Le Pen, frambjóðandi Þjóðemisfylkingarinnar, sem er lengst til hægri í frönskum stjórnmálum, faðmar að sér dóttur sina, Marine, þegar ljóst var, að hann hafði unnið mikinn sigur í fyrri umferð forsetakosninganna. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna: Sovétmenn um Miðjarðarhaf: Vilja minnka flotaumsvif Moskvu, Reuter. , ÆÐSTI yfirmaður sovéska flotans, Vladimir Tsjemavín, lagði til í g^ær að Sovétmenn og Bandaríkjamenn minnkuðu flota sína á Miðjarð- arhafi í 15 herskip og 10 fylgiskip. Bandaríkjamenn hafa hafnað tillögunni og segjast ekki vi\ja láta Sovétmenn gefa fyrirmæli um stefnu NATO. Tillaga Tsjemavins, sem Tass fréttastofan greindi frá í gær, bygg- ir á áætlun sem Míkhaíl Gorb- atsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kynnti í síðasta mánuði, en henni var ætlað að draga úr spennu á Miðjarðarhafinu. Tsjemavin sagði að tillagan gæti leitt til þess að stórveldin gerðu með sér samning um fastan fjölda herskip? á Mið- jarðarhafi. Hann sagði aó í tillög- unni væri gert ráð fyrir að bandarísk flugvélamóðurskip færu af Miðjarðarhafi, auk bandarískra kjamorkukafbáta búnum skot- flaugum, sem hann sagði draga úr jafnvægi á svæðinu. Hann sagði að NATO-ríkin hefðu fleiri herskip á Miðjarðarhafi en ríki Varsjár- bandalagsins og Bandaríkjamenn ættu 75 prósent vestrænu herskip- anna þar. Dan Howard, talsmaður bahda- ríska vamarmálaráðuneytisins, sagði í samtali við fréttamann Reut- ers í gær að Bandaríkjamenn hefðu mikilla hagsmuna að gæta á Mið- jarðarhafi og nokkrar þjóðir á svæð- inu væru í NATO og því banda- menn Bandaríkjamanna. „Við ætl- um ekki að takmarka flota okkar á Miðjarðarhafínu eða láta Sovét- menn gefa fyrirmæli um stefnu NATO.“ Le Pen talinn hafa lyk- ilinn að forsetahöllinni Nevers. Frá Steingnrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgnnblaðsins. EFTIR fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag er ljóst, að það verða þeir Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Jacques Chirac forsætisráðherra, sem takast á í síðari umferð- inni 8. mai næstkomandi. Mitterrand fékk 33,9% atkvæða, Chirac 19,7% og Raymond Barre, fyrrverandi forsætisráðherra, 16,5%. Það, sem hefur þó vakið mesta athygli, er hve mikið fylgi öfgamaður- inn Jean-Marie Le Pen hlaut. Honum höfðu verið spáð 10-12% en hann fékk 14,6% atkvæða. Hryðjuverkin á Nýju Kaledóníu og á Korsíku settu mikinn svip á andrúmsloftið rétt fyrir kosningam- ar og hefur Le Pen, sem er helsti talsmaður „öflugs Frakklands", eflaust hagnast á því. Le Pen er nú talinn hafa lykilinn að forseta- höllinni því að hvorki Mitterrand né Chirac geta náð þeim 50%, sem til þarf í síðan umferðinni, án stuðn- ings kjósenda Le Pens. Le Pen var sá frambjóðandi, sem fékk flest atkvæði í næststærstu borg Frakklands, Marseilles, og kvaðst hann í gær ætla að stefna að því að vera borgarstjóri þar næstu árin. Flpkkur hans, Front National, Þjóðemisfylkingin, og kommúnistaflokkurinn fengu svip- að fylgi í þingkosningunum 1986 en Le Pen fékk nú rúmlega helm- ingi fleiri atkvæði en Andre Lajo- inie, frambjóðandi kommúnista. Fékk Lajoinie 6,8%, sem er það minnsta, sem kommúnistaflokkur- inn hefur fengið í kosningum frá upphafi. Chirac og Mitterrand munu nú hefja baráttuna fyrir síðari um- ferðina og í gær var ákveðið, að sjónvarpseinvígi þeirra færi fram á fimmtudag. Mun það eflaust ráða miklu um framhaldið. Raymond Baite og flokkur hans, UDF, hafa lýst yfir stuðningi við Chirac og formaður flokksins sagði í gær, að mikilvægt væri, að Chirac tæki til- lit til stefnumála Barres og mynduð yrði ný, sameiginleg stefnuskrá fyr- ir síðari umferð kosninganna. Sjá aðrar fréttir af frönsku kosningunum á bls. 30. Liðhlaupi faldi sig í kjallara í 44 ár Moskvu, Reuter. LIÐHLAUPI úr sovéska hern- um faldi sig i 44 ár i kjallara á heimili konu sinnar i þorpi í Úkraínu. Hann strauk úr hern- um í byrjun heimsstyijaldar- innar síðari og yfirgaf felustað- inn aðeins stöku sinnum að nóttu til eftir það. Sovéska dagblaðið Stroitelnaja Gazeta greindi frá því á sunnudag að lögreglán hefði ftindið manninn í lok janúar þegar hún hefði verið að rannsaka bruna í þorpinu Shevtsjenkovo. Hann hefði verið hraustur 25 ára gamall maður þegar hann hefði fyrst falið sig í kjallaranum, en verið gráhærður, með gráguggið andlit og bogið bak þegar hann hefði fundist. Blaðið skýrði frá því að maður- inn hefði fyrst gerst liðhlaupi haustið 1941, skömmu eftir inn- rás nasista f Sovétríkin, og falið sig þegar Þjóðveijar hefðu haft bæinn á sínu valdi. Þegar Sovét- menn hefðu náð þorpinu árið 1943 hefði honum verið veitt tækifæri til að bæta fyrir glæpinn og verið sendur á vígstöðvamar. Hann hefði síðan gerst liðhlaupi aftur innan tveggja vikna og snúið heim. Reutcr Mesta járnbrautarslys í 20 ár ÁTTA MANNS létust og að minnsta kosti 72 slösuðust í jámbrautar- slysi, sem varð í gær við bæinn Sórey rétt við Kaupmannahöfn. Var lestin á leið þangað frá Fredericia, en fór út af teinunum þegar hún þurfti að skipta um spor. Hvolfdi fjórum vögnum af sex, en með lest- inni voru 300 farþegar. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað olli slys- inu, sem er það mesta frá árinu 1967, en þá fómst 11 manns í járn- brautarslysi við Óðinsvé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.